Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 9. október 1975. SÍMI 12234 ■HERRA GARÐURINN AÐ ALSTRfETI a fyrir gódan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ólgan á Spáni magnast enn: Fimm manns drepnir í Barcelóna í gær — Þar af tveir lögregluþjónar Reuter/NTB/Madrid. Tveir lögregluþjónar og þriggja raanna fjölskylda biöu bana I skotbardaga i Barcelona á Spáni i gær. Einn maöur særöist auk þess hættulega. Fyrr um daginn særöust lögreglumaöur og óbreyttur borgari i skotbar- daga, sem kom i kjölfar árásar á lögreglustöö i Barcelona. Af opinberri hálfu var frá þvi skýrt I gær, að til skotbardagans viö lögregluvaröstofuna heföi komið, er bil var ekið fram hjá varöstofunni og farþegar I henni hófu skothriö. Sagöi og I hinni opinberu fréttaskýringu, að þaö heföu veriö öfgafullir vinstri- sinnar sem staöiö heföu fyrir árásinni. Á þriöjudagskvöld héldu stuöningsmenn Francos úti- fund, þar sem þess var krafizt, aö rikisstjórnin gripi nú til haröari aögeröa gegn skæru- liðum og öðrum þeim, er fyrir uppþotum i landinu standa. Spænska rikisstjórnin kemur saman til fundar á föstudaginn og mun hún þá ræöa þróun mála á Spáni slöustu daga. Gert er ráö fyrir þvi, aö rikisstjórnin gripi nú til harkalegri aögeröa til þess aö bæla niður allan mótþróa gegn sér. 19 lögreglumenn hafa látiö lifiö I þeim átökum, sem átt hafa sér staö aö undanförnu á Spáni, þar af hafa fimm veriö drepnir eftir aftöku skæru- liðanna fimm sl. 27. september. Spænskir biskupar komu saman til fundar I Madrid I gær til þess að ræða ástand stjórn- mála í landinu.en sl. sunnudag voru fimm prestar handteknir vegna mótmæla gegn stjórn Francos. Ársþing brezkra íhaldsmanna: Heath neitaði að láta mynda sig með frú Thatcher Rcuter/NTB Blackpool. A ársþingi brezka Ihaldsflokksins, sem nú stendur yfir i Blackpool, var tillögu þeirri, sem gerði ráð fyrir breyttri kosningalöggjöf i landinu hafnaö með yfirgnæfandi meirihluta þingfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn i Bret- landi hefur að undanförnu krafizt þess, að kosningalöggjöf lands- manna veröi breytt, en þeir telja kosningalöggjöfina mjög órétt- láta. Frjálslyndi flokkurinn hlaut I siðustu kosningum 20% greiddra atkvæða I en I þingflokki Frjálslynda flokksins eru einungis 2% þingmanna á brezka þinginu. Margaret Thatcher, nýkjörinn leiðtogi ihaldsflokksins, og fyrir- rennari hennar, Edward Heath, tókust lengi og innilega I hendur á þinginu i gær. Samt telja frétta- skýrendur, að mikil spenna rlki innan æðstu stjórnar flokksins, þótt allt virðist með eðlilegum hætti á yfirborðinu. T.d. neitaði Heath að láta mynda sig með frú Thatcher. Heath mun heldur ekki taka til máls á þinginu, og gert er ráð fyrir að hann haldi frá Blackpool í dag. AMIN STÓRMÓÐGAÐUR „Það eru Zionistarnir sem eru moröingjar. Þeir hafa drepið þúsundir palestinumanna, konur, karla t)g ungbörn,” sagði loks i bréfi fulltrúa Uganda. t Ugandaútvarpinu i gær sagði, aö ræða Amins á allsherjarþingi S.Þ. fyrir stuttu hefði haft meiri áhrif en dæmi væru til um slíkar ræður. Ummæli Moynihans væru dæmigert hróp hins ráðvillta manns. — sendiherra USA hjá SÞ kallaði hann kynþáttahatara og morðingja Reuter/S.Þ. Ugandastjórn telur, að Daniel Moynihan, sendiherra Bandarikjanria hjá Sameinuðu þjóöunum, hafi stórlega móðgað Afrikuriki — og reyndar allan þriðja heiminn — er hann kallaði Idi Amin, forseta Uganda kyn- þáttahatara og morðingja. Moynihan notaði framangreind orö um Idi Amin i ræðu, er hann hélt á föstudaginn. Amin er nú sem kunnugt er leiðtogi Einingar- samtaka Afrikurikja OAU. 1 bréfi, er Khalid Kinene full- trúi Uganda hjá S.Þ. samdi og birt var i gær i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, segir, aö Moynihan hafi ekki einungis litilsvirt forseta Uganda heldur einnig ieiðtoga Einingarsamtaka Afrikurikja, og beri framkoma sendiherrans greinilegan vott um algjöran skort á mannasiðum og kurteisi. Ummæli sin lét Moynihan falla vegna þeirrar skoðunar Amins, að þurrka beri Israelsriki algjör- lega út. Sagði Moynihan að tsraelsriki væri eitt af alltof fáum aðildarrikjum S.Þ. sem virti leik- reglur lýðræðis. 1 bréfi fulltrúa Uganda sagði, að Moynihan hefði veriö i mikilli geðshræringu og undir zionistiskum áhrifum, er hann flutti ræðu sina. Var þeirri spurningu varpað fram i bréfinu, hvernig telja mætti ísraelsriki lýðræðisþjóð fyrst þeir virtu að vettugi samþykktir Sameinuðu þjóðanna og héldu á valdi sinu landsvæði, er Arabar ættu með rétti tilkall til, og landeigendum héldu þeir i flóttamannabúðum. Amin: stórmóðgaöur vegna um- mæla Moynihans. Bijedic ræddi við Mao, sem er við góða heilsu Reuter/Peking. Dzemal Bijedic, forsætisráðherra Júgóslaviu, sem nú er i opinberri heimsókn i Kina, átti um 90 minútna langt samtai við Mao, formann kinverska kom múnistaflokksins. t lok heimsóknarinnar i gær, hélt júgóslavneski ráðherrann kinversku leiðtogunum mikla veizlu. Hermt var eftir júgóslavnesk- um fréttaskýrendum, að Maó for- maður hefði verið við góða heilsu og litið vel út, og hefðu samræðurnar snúizt um alþjóða- mál og sameiginlega hagsmuni Júgóslava og Kinverja. í fréttum frá Peking i gær, sagði, að veizla júgóslavneska ráðherrans hefði farið vel fram, og að aðstoðarforsætisráðherra Kinverja hefði forðazt að minnast á Sovétstjórnina i ræðu sinni, en sem kunnugt er af fréttum gekk sovézki sendiherrann I Peking og sex aðrir sendiherrar austan- tjaldsrikja úr veizlu, sem að- stoðarforsætisráðherra Kinverja hélt forsætis ráðherranum júgóslavneska sl. mánudag vegna ummæla aðstoðarforsætis- ráðherrans um Sovétstjórnina. A morgun mun Bijedic skoða Kinamúrinn heimsfræga, en siðan flýgur hann til Nanking. Ljóst er þvi, að hann mun ekki Indland: Símskeyta- °g símasamband Rauters rofið Nýju-Delhi/Reuter. Indverska stjórnin lét i gær rjúfa simskeyta- og simasamband á skrifstofum Reuters fréttastofunnar I Nýju-- Delhi. Heimasimar frétta- mannanna þriggja, sem á frétta- stofunni starfa, voru einnig teknir úr sambandi. Talsmenn indversku stjórnarinnar skýrðu fréttamönn- um frá þvi, að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna frétta, er fréttastofan hefði sent frá sér um illa meðferð pólitiskra fanga i fangelsum landsins. Frétt þessi um hina illu meðferð fanganna hefur ekki ver- ið borin til baka af talsmönnum indversku stjórnarinnar, en hins vegar var haft eftir þeim, að fréttaflutningur þessi væri gróft brot á reglum stjórnarinnar um ritskoðun. Fleiri fréttastofur hafa orðið fyrir barðinu á svipuðum aðgerðum indversku stjórnar- innar. hitta aö máli Chou En Lai, for- sætisráðherra Kina, sem legið hefur á sjúkrahúsi um nokkurt skeið. Chou hefur ekki sézt opinberlega i um mánaðartima, en kinversk yfirvöld forðast að gefa nokkuð upp um sjúkdóm hans. Skotið á spænska hermálafull- trúann í París Reuter/Paris. — Spænski hermálafulltrúinn I Paris, Barto- lomo Besto Garcia Plate Valle, varð fyrir skotárás á heimili sinu I úthverfi Parisar I gær og særðist hann lifshættulega. Nákvæmar fréttir af atburði þessum var ekki að hafa i gær, og lögreglan gat ekki upplýst, hvort um einn eða fleiri tilræðismenn hefði verið að ræða. Garcia Plata er 40 ára að aldri. Hlaut hann alvarleg skotsár I maga. Hermálafulltrúinn var á' leið inn I Ibúö sina til hádegisveröar, er hann varð fyrir árásinni. Tókst honum að skriða inn I Ibúð sina og biðja konu sina að hringja á hjálp. Þaðan var hann fluttur á sjúkrahús með mjög miklar blæðingar. Laufásvegur, Þórsgata, Bergstaðastræti, Freyjugata, Laugarnesvegur og Sólheimar Símar: 1-23-23 og 26-500 Hefja Bretar olíu- útflutning 1980? Reuter/Tokyo. Tony Benn, orkumálaráðherra Breta, bauð Japani i gær velkomna til sam- starfs um könnun oliulinda i Norðursjó, að því er fréttir frá Tokyo i gær hermdu. Iðnaðarráðherra Japana, Toshio Komoto, sagði á fundi með fréttamönnum i gær, að loknum fundi með Benn, að brezka stjórnin biði japönskum og öðrum erlendum fyrirtækj- um til samstarfs um könnun auðlindanna. Benn gerði það hins vegar ljóst, að þátttaka út- lendinga i könnun oliulindanna og vinnslu oliunnar gæti aldrei orðið meiri-en sem næmi 49% á móti 50% eign Breta i væntan- legu fyrirtæki, er sæi um vinnslu oliunnar, að þvi er Ko- moto sagöi. Benn hefur áður lýst þvi yfir, að hugsanlegt sé, að Bretar hefji oliuútflutning um 1980. Sagði Benn, að framleiðsla Breta á óunninni brennsluoli'u myndi fullnægja innanlandsþörf Breta um 1980. Þá sagði hann og, að Bretar byggjust við að veröa I röð 10 mestu olfufram- leiðslurikja i byrjun næsta ára- tugs. Ekki kvað hann Breta vera í þeirri aðstöðu að geta ábyrgst öðrum þjóðum að sjá þeim fyrir framtiðarþörf þeirra á olíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.