Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 37
4 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Xbox 360 Microsoft hefur orðið svolítið undir í baráttunni við Sony á undanförn- um árum eins og Nintendo. Þeir hafa því lagt mikla vinnu og ekki síst markaðssetningu í tölvuna. Tölvan er af annarri kynslóð leikja- tölva. Hún verður 3,2 GHz og mun koma með 20 GB útskiptanlegum hörðum disk auk þess að vera með 512 MB vinnsluminni. Tölvan verð- ur byggð fullkomnu skjákorti og fjölrása hljóðkerfi. USB-tengi verða á tölvunni sem gefur möguleika á tengingu við stafrænar myndavél- ar. Hægt verður að tengja leikja- tölvuna við aðrar venjulegar tölvur auk þess sem hægt verður að tengj- ast við netið þar sem hægt verður að sækja aukinn hugbúnað og fleira. Tölvan mun koma á almennan markað mjög fljótlega. PS3 Playstation-vélarnar frá Sony hafa haft gríðarlega yfirburði á leikjatölvumarkaðnum á undanförnum árum. Engin leikjatölva hefur selst eins vel og Playstation 2 og yfir- menn Sony vona að nýja tölvan nái svipuðum árangri. Sony-menn segjast hefa smíðað fullkomnasta grafíkforrit sem nokkurn tímann hefur komið á markað. Tölvan verður með Blue- tooth þannig að hægt verður að nota allt 7 þráðlausar fjarstýringar auk þess sem hægt verður að nota Psp-handleikjatölvuna við nýju Playstation-vélina. Hægt verður að tengjast við netið og fara á videó- spjallrásir. Hægt verður að tengja ýmis minniskort við tölvuna og einnig verður hægt að tengja harð- an disk við tölvuna. Tölvan mun styðja hið nýja form DVD diska, svokallaðan Blue-Ray disk og að sjalfsögðu mun tölvan geta spilað allar eldri gerðir Playstation-leikja. Búist er við því að tölvan komi á markað næsta vor. Nintendo Revolution Nintendo hefur lifað á fornri frægð á undanförnum árum. Gamecube leikjatölvan hitti ekki eins vel í mark og menn höfðu vonað en nú ætla menn að snúa við þessari þró- un. Það sem er byltingarkennt við þessa vél er stýripinninn sem við fyrstu skoðun lítur út eins og fjar- stýring. Þessi stýripinni mun gefa notendanum nýja vídd í þrívíddar tölvuleikjum. Stýripinninn verður byggður leysitækni þannig að tölv- an nemur hreyfingar hans. Þannig verður hægt að fara í veiðileik þar sem þú þarft að kasta út sjálfur, þitt hokkí þar sem þú þarft sjálfur að hreyfa stýripinnann til að stjórna vörn og sókn og fleira í þessum dúr. Ekki verða allir leikir á þessu formi því auk þeirra verður hægt að fara í venjulega stýripinna leiki. Hægt verður að tengjast við netið í gegn- um tölvuna og þar verður hægt að sækja klassíska Nintendo leiki. Ekki er enn komin dagsetning á útgáfu tölvunnar en það verður einhvern tímann á næsta ári. Ný kynslóð leikjatölva Brátt mun nýtt leikjatölvustríð hefjast. Þá munu koma á markaðinn nýjar leikjatölvur frá risunum þremur. Microsoft sendir frá sér Xbox 360, Sony kemur með Playstation 3 og loks mun Nintendo færa okkur Nintendo Revolution. Hvað er UMD? ENN EIN SKAMMSTÖFUNIN Í TÆKNIHEIMINUM. UMD stendur fyrir Universal Media Disc. UMD hóf innreið sína með Play- station Portable. En eins og allir glöggir tölvuunnendur vita er hægt að horfa á kvikmyndir á PSP leikjatölvum. Margir í kvikmyndageiranum vestanhafs voru efins um markaðinn fyrir kvikmyndaspilara í vasaformi, en annað kom fljótlega í ljós, þar sem Sony og Disney seldu 100.000 eintök af tveim UMD útgáfum á einungis tveim mánuðum. Nú er markaðurinn fyrir myndir af þessu tagi orðinn mjög stór og líklegast verða gefnar út 250 myndir á UMD formi fyrir árslok. En ekki er bara hægt að fá kvikmyndir heldur einnig tón- leikaupptökur og sjónvarpsþætti. Svo virðist sem UMD-myndir hafi heldur betur slegið í gegn, þó svo að verðið á myndunum sé frekar hátt og í raun mun hærra en verð á DVD-myndum. Algengt verð fyrir UMD-mynd í Banda- ríkjunum er ca. 20 dalir. Uppáhaldstækið hans Ragnars er DVD-diskur með hörðum disk. ,,Hann tekur upp efni af sjónvarp- inu. Ég horfi rosalega mikið á frétt- ir, þannig að ég get tekið upp frétt- ir og svona. Ég get reyndar tekið upp hvað sem er. Diskurinn er alltaf á upptöku og þegar ég er að horfa á sjónvarpið og einhver hringir eða truflar mig, þá ýti ég bara á pásu. Síðan kem ég bara aftur og held áfram þar sem frá var horfið.“ Ragnar segir að þessi tækni sé að ryðja sér til rúms bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum og eru ýmsar sjónvarpsstöðvar byrjaðar að senda út á þannig formi að hægt sé að panta og taka upp þætti eftir þörfum. ,,Þetta er líka mjög þægi- legt fyrir mig sem á einn tveggja ára strák sem þarf að sinna á kvöldin. Því þegar hann er sofnað- ur þá getur maður bara spólað til baka í dagskránni og horft á það sem manni lystir.“ segir Ragnar að lokum um þetta undratæki. Setur bara á pásu meðan hann talar í símann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K Ragnar Santos er annálaður tækjaáhugamaður og reynir iðulega að vera með puttann á púlsinum í þeim málum. 04-05 tækni lesið 27.10.2005 15:18 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.