Tíminn - 15.10.1975, Side 6

Tíminn - 15.10.1975, Side 6
6 TÍMINN Miövikudagur 15. október 1975. Dr. Jóhann AA. Kristjónsson: AVARP TIL HASKOLASTUDENTA Mottó: Seðjum svangan heim Jóhann M. Kristjánsson dr. phil. h.c. Kæru stUdentar. Engin kynslóö hefir hlotið svo dýran arf úr hendi þjóðar sinnar sem ungmenni fSLANDS nú i byrjun siðasta kvartils tuttugustu aldar, né verðugra viðfangsefni aö fylgja til sigurs. Mannkynssagan er svo litilþæg að telja meðal þjóðhetja og mikil- menna kynslóðanna þá stjórn- málamenn, sem með styrjöldum við aðrar þjóðir og ránum hafa aukið umfang lands ins. islendingar auka umfang sitt á gagnstæðum forsendum. Með út- færslu landhelginnar eru þeir að taka rétt sinn i eigin hendur úr miskunnarlausri ásælni yfir- gangsstórvelda, sem hafa að fyr- irmynd gamla landræningja, en að þvi leyti verri, að þeir ganga að lifskjarna stórra hafsvæða dauðum, um alla framtið, sem hefir verið lif litillar þjóðar og eitt stærsta forðabúr hungraðs mann- kyns. Svona stór er glæpurinn, ef islenzka þjóðin reisir ekki rönd við ranglætinu með viðurkennd- um rétti yfir 200 milna landhelgi, til þess að geta tekið i umsjá þverrandi fiskistofna, sem eru i bráðri hættu vegna ofveiði og rányrkju. Verndun fiskstofna heimshaf- anna. vöxtur þeirra og varleg nýting er eitt stærsta framlagið . il úrbóta við útrýmingu næringar- skorts mannkynsins. bau tima- mót eru einmitt nú, að Islending- ar gætu orðið áhrifamesti aðili þessa heimsmáls — að fram vindu þess og sigrum. Árangur islenzkra stjórnmála- manna við útfærslu landhelginn- ar gegn ofurefli frá upphafi, er mikill. Hann er stór áfangi og megin undirstaða þess takmarks, sem að er stefnt, sem er: alls- herjarvernd og skipuleg nýting fiskjar og lífsins i heimshöfunum I heild, byggð á tækni, visinda- legri könnun réttlæti og alþjóða löggæzlu, á öllum auðugustu fiskimiðum heimshafanna. Und- irstaða þessa takmarks hefir enn aðallega verið unnin á vettvangi stjórnmálanna, en verður nú ekki lengur sótt eftir þeim leiðum ein- um, nema á svo löngum tima, að eftir engu yrði að seilast — fisk- stofnanir dauðir. Þeim sigrum, sem þegar hafa unnizt, verður að fylgja eftir til heimshreyfingár á vegum mann- úðar- og menningarstofnana sem flestra þjóða. Þér, stúdentar i háskólum lít- illa sem voldugra þjóða, hafið af minna tilefni kvatt yöur hljóös til áhrifa á mikilvæg mál. Hér er verðugt verkefni manndómsára yðar — frá tvitugu til fimmtugs, aö tuttugasta öldin telur út. Það verkefni er að metta þrjá fimmtu hluta mannkynsins, sem nú eru vannærðir. Avarp yðar þarf að vera i hárri tóntegund — viðfangsefnið er verðugt þess — helzt i tónhæð „sameinaðs mann- kyns”. MOTTÓ: „SEÐJUM , SVANGAN HEIM”. t átökunum um fiskveiðar ann- arra þjóða við tsland, sem nú eru á næsta leyti, við brezka ljóniðog v-þýzka örninn, verður auðmýkt- in og meðaumkunin léttvæg fund- in. Jafnvel hin gagngerðustu rök nægja ekki til að orka á ofstækis- fulltofbeldi. Óréttlætiði algleym- ingi er ósigrandi, nema með mót- vægi þess siðferðisstyrks fjöldans — mergðarinnar — sem eitt getur dregið máttinn úr ranglætinu. Einbeiting nógu gagngerðrar for- dæmingar á ódæðisverkunum, er það eina, sem böðlarnir óttast. „Við sveltum i hel, ef við fáum ekki allan fiskinn við strendur lands vors” verkar á ofbeldis- manninn eins og skrækur dýrs, sem hann hefir sparkað i, og egnir hann til að sparka aftur og kvelja dýrið enn meira. Þannig svarar ofbeldið alltaf auðmýkt- inni. Svarið: „Vér munum leggja verknað ykkar undir dóm mann- kynsins alls. Vér munum ögra samvizku heimsins til að gjöra uppreisn gegn framferði ykkar, vegna rányrkjunnar á lifs- mögnuðum verandi og verðandi matvælakjörnum. Þið eruð að myrða framtið- ina i einu auðugasta bjargræöi, er náttúran hefir búið börnum sin- um, — svona mikið er ranglætið. Þið eruð að skera á eina sterkustu æð mannlifsins á jörðunni með drápi ykkar i öllum höfum heims- ins. Þið allir, sem rányrkið og eitrið sjóinn, og þetta gerið þið meðan mannkynið sveltur að þremur fimmtu hlutum og fram- tiöin stækkar hlutföllin með mannfjölguninni og rýrnum mat- væla.” Eitthvað þessu lik gæti inntak „ræðu” yðar orðið — flutt mannkyni öllu. Vekið upp á hverjum bæ — hverjum stúdentagarði — milli jökla Islands og Himalaya og kynnið erindi yðar. Vekið þannig öldu samú.bar með svöngu fólki og andúð á böölum þess. Tungan og penninn eru vopnin, er bita bezt, og þeirra er þörf nú. Verk- svið ykkar er vitt. Heimsendanna á milli er vangurinn, verkefnið er lif kynslóðanna um aldir. t eftirfarandi linum verð ég persónulegri en ég ætlaði, en það er til að leggja nauðsynlega áherzlu á sannfæringu mina, að þið fáið góðan hljómgrunn um viða veröld, að unga fólkið um allan heim búi yfir meiri mannúð en áður hefir þekkzt. Yrði alda kveikt i þeim „ljósvaka”, gæti hún hrannazt i þá hæð að hrynja með þeim þunga, er myldi i rúst það valdboð, sem býr mannheimi hungur og strið. Veröldin er þvi ekki á heljarþröm, en hún er i djúpum öldudal. Jafnaldrar yðar um allan hinn siðmenntaða heim myndi fagna erindi yðar, — það er reynsla fyrir þvi. I september 1969 flutti ég ræðu á þingi SUN (Spiritual unity of nation) i Detroit i Bandarikjun- um. 32 fulltrúar frá ýmsum lönd- um, allar götur frá Indlandi til Kanada, fluttu háfleygar ræður. Þarna voru vitrir menn og lærðir menn, prófessor frá þekktum há- skólum, visindamenn, fulltrúar ýmissa trúarbragða, yogar ofl., fólk dökkt á hörund og hvitt. Meðan það þreytti arnflug I heiðrikju andans, var ég i lág- flugi undir skýjum heimsgátunn- ar. Mér kom það þvi á óvart, þeg- arfallegtogelskulegtungtfólk — gestir þingsins — kom til min og þakkaði mér fyrir það, sem ég hafðisagt i ræðu minni —ég hefði einmitt sagt það, sem það helzt vildi heyra. Ég hafði talað eitthvað um hungrið i heiminum, um þörfina á þvi, að umbótafólkið stæði saman og stofnaði heimssamband og reyndi að hafa sem mest áhrif á stjórnmálamennina, að það þyrfti aö eiga fulltrúa á þingi Samein- uðu þjóðanna, að þær væru ekki fulltrúar mannkynsins i heild, heldur umbjóðendur einstakra þjóða, þær vantaði yfirstjórn sameinaðs mannkyns. Si"ðast, en ekki sizt, talaði ég um menning- arastrið er þyrfti að koma, með heimsins stærstu útvarpsstöð, sem vakið gæti heimsöldu and- úðar og gagnrýni gegn mannrétt- indabrotum valdsjúkra stjórn- málamanna, en til þess að hún næði tilgangi, þyrfti tæki, sem gerðu henni mögulegt að hrynja með þeim árangri, að óréttlætið fengi ekki rönd við reist. Þetta tæki yrði útvarpsstöðin, sem gæti kallað i hvert einasta eyra um heimsbyggðina alla, nöfn, stöðu og þjóðerni þeirra, er beittu valdi ogmætti til að kúga og misþyrma jafnvel mannkyni öllu, með hungri og styrjöldum. Á um- ræddu menningarsetri yrði rödd og tunga máttur og vilji þess valds, er eytt gæti sundrung og alið upp á braut aldanna þroskað og farsælt mannkyn. Hefði þessi mikla útvarpsstöð verið til staðar hér og nú, þá hefði Einn af fulltrúum ungu kynsióö- arinnar á þingi S.U.N. yður veitzt létt að koma erindi yð- ar til heimsbyggðarinnar allrar. Heimurinn hefði á svipstundu fengið að vita um það nið, sem stórþjóðir Evrópú ætla að fremja á litilli nágrannaþjóð, sem ætlar ekki aðeins að verja eigið lif, heldur einnig efla umhverfi sitt vaxandi fæðustofnum fyrir solt- inn heim. Aldrei hefir virðulegra hlutverk verið ætlað neinni kynslóð, sem að beygja það vald til undan- halds, sem svo freklega brýtur velsæmis- og siðferðikröfur - mannlegrar réttlætiskenndar. Framlag yðar til styrktar og framhalds stjórnmálanna til þeirrar heimsbyltingar, er ekki má biða i.umgengni manns- ins við sjóinn, yrði þung á metun- um, i hvaða formi sem væri. GÖNGUM HEIL GÖNGUNA GEGN HUNGRl. Friður yrði i södduin heimi, en i soltnum strið. Tilvitnuð ræða Jóhanns birtist i ORION Magazine The Christian Spiritual Alli- ance Inc. USA, og i The SELF IS ONE, greinasafni sem gefið er út á MAURITIUS. Ræðan birtist þýdd í TtMANUM 21. og 23. marz 1971. Leikskóli KFUM og K LANGAGERÐI1 Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu KFUM og K, Amtmannsstig 2 B, aila daga frá kl. 1-5 e.h. fVerkfræðingar — Byggingatækni- fræðingar Eftirfarandi störf fyrir ísafjarðarkaup- stað eru laus til umsóknar: 1. Starf forstöðumanns tæknideildar: Laun: Launaflokkur B 1 plús 20% álag piús bifreiðagreiðslur. 2. Starf byggingafulltrúa. Laun: Launaflokkur 27 plús bifreiða- greiðslur. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1975. ísafirði 10. október 1975 Bæjarstjóri ísafjarðar. 250 manns á hersetuna og rádstefnu um sjálfstæðið vandlega hernaðarlega hlið málsins, starf varnamála- nefndar og afskiptaleysi is- lenzkra stjórnvalda af athöfn- um hersins, hernaðargildi stöðvarinnar og eðli hennar við breyttar aðstæður. i f jórða lagiþarf að afla upplýs- inga um þróun Keflavikurflug- vallar sem alþjóðlegs flugum- férðarsvæðis. í fimmta lagi verði unnið að á- ætlun um brottför hersins, og höfð um það náin samráð við alla þá pólitisku aðila, sem að þvi vilja vinna. Ennfremur segir i ályktuninni: Erlend herseta i landinu og að- ild að hernaðarbandalagi felur i sér skerðingu á sjálfstæði þjóðar- innar og hefur i för með sér margvisleg óæskileg áhrif á is- lenzkt þjóðlif. Brottför hersins og úrsögn úr Nato er þvi forsenda fyrir fullu og óskoruðu sjálfstæði, er jafnframt þvi sem herstöðva- andstæðingar skirskota til sjálf- stæðis- og þjóðernisvitundar landsmanna, hljóta þeir að leggja áherzlu á alþjóðlegt samhengi herstöðvamálsins, og þá stað- reynd að baráttan gegn herstöðv- um á íslandi er liður i örlagarikri viðureign smáþjóða viða um heim, sem heyja baráttu gegn yfirgangi og sifelldri ásælni stór- veldanna. Jafnframt er barátta islenzkra herstöðvaandstæðinga liður I viðtækri baráttu gegn hernaðarbandalögum og siaukn- um vopnabúnaði og vopnafram- leiðslu herveldanna. DAGANA 11. og 12. okt. var hald- in i félagshcimilinu Stapa i Njarð- vík ráðstefna, sem 54 andstæðing- ar erlendrar hersetu á isiandi boðuðu til. Tilgangur ráðstefn- unnar var að ræða núverandi stöðu herstöðvamálsins, tengsl þess við önnur sjálfstæðis- og ut- anrikismál og lciðir tii að vinna gegn þvi aö erlend herseta á is- landi verði varanleg. Ráöstefn- unni var valið heitið: HERSET- AN OG SJALFSTÆÐI ÍSLANDS. Ráðstefnuna sátu um 250 manns. Erindi á ráðstefnunni fluttu Gils Guðmundsson alþingismað- ur, Magnús Torfi Ólafsson fyrrv. menntamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grimsson prófessor og Ragnar Arnalds alþingismaður. Fundarstjórar voru Ólafur Þ. Kristjánsson Hafnarfirði, Bjarn- friður Leósdóttir Akranesi og Gestur Guðmundsson Reykjavik. Ráðstefnan kaus 12 manna miðnefnd, sem ætlað er að stýra starfi herstöðvaandstæðinga, stuðla að myndun sjálfstæðra starfshópa og vera tengiliður AUGLÝSIÐ í TÍMANUM þeirra innbyrðis og milli þeirra og annarra aðila. 1 miðnefndina voru kosnir Andri ísaksson, Ár- mann Ægir Magnússon, Arni Hjartarson, Bjarni Arason, Gils Guðmundsson, Hlin Agnarsdóttir, Ragnar Stefánsson, Sigmar Inga- son, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Sig- urður Magnússon, Soffia Sigurð- ardóttir og Svava Jakobsdóttir. Ráðstefnan samþykkti ályktun um verkefnin framundan, þar sem segir m.a.: Brýnasta verk- efni herstöðvaandstæðinga næsta áriö verði að örva sem mest frumkvæöi áhugasamra einstak- linga, sem taka að sér að vinna I starfshópum að tilteknum verk- efnum. Onnur verkefni, sem til greina koma á komandi vetri, eru að gera vandaða úttekt á öllum mikilvægustu þáttum herstöðva- málsins: 1 fyrsta lagiþarf aö kanna stöðu málsins hjá þjóðinni og gera sérgrein fyrir hvaða sjónarmið ráða mestu um skoðanamynd- un fólks I þessu máli. 1 öðru lagiþarf að rannsaka á- hrif hersetunnar á. islenzkt þjóðlif, m.a. áhrif hennar á tungu og menningu, á vinnuafl i islenzkum atvinnugreinum og á eiturlyfjanotkun hérlendis, og kanna þarf núverandi hags- munatengsl islenzkra aðila við herinn og herstöðina, t.d. oliu- félaga og verktaka, og búsetu starfsmanna herstöðvarinnar utan flugvallarsvæðisins. 1 þriðja lagi þarf að kanna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.