Tíminn - 15.10.1975, Síða 11

Tíminn - 15.10.1975, Síða 11
Miðvikudagur 15. október 1975. TÍMINN 11 KJARVAL 90 ár frá fæðingu meistarans Hann Kjarval hefði orðið níræður ef hann hefði lifað þennan dag, þegarlandhelgin er færð út í 200 mílur. Aldrei hef- ur (sland stækkað svona mikið á einum degi fyrr, nema ef vera skyldi dag- inn sem hann Kjarval fæddist, en nóg um það. Jóhannes Kjarval var fæddur 15. október árið 1885 að Efri-Ey austur i Meðallandi en frá fjögurra ára aldri ólst hann upp hjá móðurbróður sinum, Jóhannesi Jónssyni i Geitavik i Borgarfirði eystra, en Geitavfk er undir Njarðvikurskriðum, rétt norðan við kauptúnið. Stendur bærinn við samnefnda vik. Jóhannes Kjarval varð sjómaður og útróðramaður og fór á skútum. Munu elztu myndir hans vera málaðar i lúkarnum á einhverjum fiskikútterum. Kjarval stundaði sjómennsku til ársins 1911 er hann hélt utan til myndlistar- náms. Dvaldi hann fyrst i London, en siðan i Kaupmanna- höfn, þar sem hann lauk prófum við konunglega listaskólann árið 1918. Ýmsir frægir rithöfundar hafa skrifað um Kjarval, þar á meðal Halldór Laxness, Matthis Jóhannessen, og Thor Vilhjálmsson. Það er þó sam- merkt með öllum þessum skrifum, að þau fjalla aðeins um vissa þætti i lifi hans. Kjarval kemst ekki fyrir i einni bók, hversu indæl sem hún er. Fyrstur til þess að skrifa um Kjarval og tala fyrir snilligáfu hans við þjóðina var Guðbrand- ur Magnússon, sem siðar varð forstjóri Áfengisverzlunar rikisins. Guðbrandur var rit- stjóri og blaðam. og leiðtogi i ungmennafélagshreyfingunni, einskonar ,,rauður varðliði”, og þeir létu sér annt um listir og framfarir á íslandi. Ritaði Guðbrandur fræga grein um Kjarval i Austra 1908. Kjarval var ekki ein- vörðungu. málari, heldur var hannlika frumlegur rithöfundur og skáld. Hann skrifaði stuttar greinar, sem sögðu mikið og einkennilega um það efni sem honum var hugleikið. Hann gaf lika út bækur og eru þessar helztar: 1930 Grjót 1937 Meira grjót. 1938 Fornmannasaga. Enn grj ót. 1938 Einn þáttur. Leikur. 1956 Ljóðagrjót. 1956 Hvalasagan frá átján hundruð niutiu og sjö. 1957 II. útgáfa (o. fl.) Ennfremur ritaði Kjarval myndlistargagnrýni um skeið. Kjarval var kvæntur dönsk- um rithöfundi, Tove, dóttur Mads Christian Merild hljóm- sveitarstjóra i stórskotaliðinu danska. Þau skildu. Sonur þeirra er Sveinn Kjarval, sem er kunnur munaarkitekt, og er frægur fyrir teikningar sinar af húsgögnum og innréttingum. Dóttur eignuðust þau Kjarval og Tove. Hún heitir Ása og er gift kona i Danmörku. II Ef til vill var Jóhannes Kjarval auðskildasti maðurinn á þessu landi. Hann tók ofan fyrir börnum og var jafningi ráðherra. Allir þekktu Kjarval oghann þekkti alla, og þeir, sem séð höfðu milda glóðina i augum hans og heyrt djúpa röddina, höfðu eitthvað milli handanna, sem tók af öll tvimæli um að Kjarval var gæddur snilligáfu. Hann var duglegur, hefði lik- lega náð langt i útgerðinni og at- vinnulifinu eins og i listinni Að gera grein fyrir honum i rituðu máli er annað, þvi að viðurkenndar aðferðir brestur. Maður getur ekki sótt til fanga i bækur, sem um hann hafa verið ritaðar af þeim rit- höfundum sem þekktu hann bezt, þvi þær segja svo fátt. Prestar útskýra ekki guð betur en börnin. Sem félagsleg staðreynd minnir Kjarval einna mest á verðbólguna, að þeim mun meira sem fræðimennirnir útskýra, þeim niun minna skilur maður. Kjarval er þvi óskilgreindur enn fyrir næstu kynslóðir, eins og verðbólgan og guð almáttugur. Ef til vill eru Kjarvalsstaðir átakanlegasta dæmið um það hvernig Kjarval gengur okkur úr greipum. Árið 1966 var hafizt handa um að reisa Kjarvals- staði á Klambratúni. Þar var Eystri salurinn einvörðungu ætlaður Kjarval, en afgangur- inn af húsinu var handa öðrum. Þar hafa siðan verið stöðugar sýningar á verkum Kjarvals og nú stendur yfir þriðja sýningin á verkum hans. Fáeinar my.ndir höfðu bætzt við, myndir sem fomvinir höfðu gefið safninu. Kjarvalssýningin er mjög glæsileg sýning, þvi' að . Reykja- vikurborg á margar góðar myndir eftir Kjarval, en samt verða mistökin okkar einmitt þar. Þar er einfaldlega gengið út frá þvi, að Kjarval hafi verið mikill málari, en það gleymist að hann var margt annað, sem ekki þarf siður varðveizlu við. Hann var lika skáld, rit- höfundur, þjóðsaga og mikill persónuleiki. Það sópaði af meistaranum, þegar hann skálmaði um götur borgar- innar. Hann var glæsilegur á velli, karlmenni, en lika barn. Þessir eiginleikar eru ekki minna virði til varðveizlu en myndirnarsem hann málaði, og það er hrein söguföslunað halda þvi að nýjum kynslóðum að Kjarval hafi einvörðungu verið málari. Það segir.ekkert um hann. Vissulega standa myndir hans samt fyrir sfnu, en það er ekki minna virði fyrir skoðarann að vita, að myndirnar eru eftir mann sem neitaði staðfast að borða kartöflur úr kálgörðunum fyrir neðan kirkjugarðinn i F'ossvogi. ef.tir mann, er flutti tillögu um það á fundi i Félagi Isl. myndlistarmanna, að fundarmenn slitu fundi og færu útaðleita aðketti.sem auglýst hafði verið eftir i dagblaðinu Visi þá um daginn. Þá var mjög kalt. Kjarvai var meira en málari. Hann var lika eins konar sér- stofnun I samfélaginu. Þeir, sem voru honum samtiða, skilja að þeir sem lifa, fæðast og deyja i samfélagi, þar sem er enginn Kjarval, hafa i rauninni farið mikils á mis. Þeir lifa ekki i sams konar mannfélagi og við hin. Þetta á ekki einvörðungu við þá. sem þekktu Kjarval, heldur lika hina, serh fannst þeir þekkja hann betur en aðra menn, þótt þeir hefðu kannski aðeins hitt hann á götu og mætt augum hans brot úr andartaki. III Kiarval var sæmdur meistaratign mjög snemma. Meistaranafnbótin verður ekki til gegnum skólakerfið, banka- kerfið, ekki einu sinni gegnum sjálft kerfið, þvi það kemur allt frá yfirvöldunum . Meistara- nafnbótin kemur frá fólkinu eins og sólskin. Þetta er i rauninni merkilegt. Ýmsir merkir menn, sem þá áttu hug fólksins urðu ekki meistarar. Nægiraðnefna doktor Pál, Halldór Laxness og Þorstein frá Vatnsleysu. Þessir menn hafa verið handgengnir þjóðinni, en án nafnbóta. Það er þvi öðruvisi. Kjarval fer peningalaus út i heim til að mála. Mönnum er það ekki ljóst hvers vegna mál- verkið leggst eins og yfir- þyrming á einhverm mann út á sjó. — Hafði hann séð málverk, mér er spurn? Auðvitað voru þeir fyrstu komnir heim þá, t.d. As- grímur Jónsson. Það liggur lika fyrir að Kjar- val var byrjaður að teikna, þegar hann lærði að draga til stafs og teiknaði þá skip i aðra hverja linu. Þannig verður það lika óskýrt framvegis hvað kom Kjarval til þess að fara að mála og hvers vegna almættið setti gullhendur á dreng sem bjó undir Njarðvikurskriðum. Það er freistandi að fjalla ofurlitið um stöðu Kjarvals eftir að myndirnar einar verða að standa fyrir áliti hans. Myndir hans eru i mjög háu verði, þrátt fyrir þau kynstur sem hann kom i verk, en það segir þó litið. Sú staðreynd segir ekki allt um listgildi þeirra. Ásókn eftir myndunum gæti allt eins verið tilraun til þess að fylla upp i tómið, sem varð eftir að hann var horfinn sjálfur úr samtiðinni. Eitt get- um-við þó sagt að sé óbreytt, nafnhans er enn trygging fyrir þvi að mynd sé góð ef hún er eftir Kjarval. Það er að minnsta kosti haft fyrir satt á íslandi. Þegar listgæðin eru skoðuð og maður leyfir sér, eða ætlar sér að flokka myndir hans i góðar og vondar myndir, þá kemst maður i svolitinn vanda. Auðvitað eru mvndir hans mis- góðar. um það geta allir verið sammála. en mér er hreinlega til efs, að hann hafi nokkurn tima málað vondar mvndir um ævina. Svo virðist sumsé að i öllum myndum sé einhver guðsneisti, sem verður ekki frá þeim tekin. Þær eru allar ..kjar- valskar” og fara ekki dult með það hver gerði þær. Hvað mig sjálfan varðar skynja ég dálitla brevtingu. Stóru, glæsilegu myndirnar standa óbreyttar, en smám saman hefur mér opnazt nýr heimur. Þessar myndir eru dregnar i augnabliksþörf og þá málaðar á hvað sem fyrir varð, u m búðapappir , pappa, teiknipappir, vatnslitappir, jafnvel á pappir utan af brauði og slátri. Það er guð i þessum myndum, flestum. og neisti i þeim öllum. Það nægir að vitna i hausana hans Kjarvals þessu til stuðnings. Við þekkjum öll þessa kalla. en mununi bara ekki i svipinn hvar eða hvenær það var, sem vi hittum þá fyrst. IV Kjarval var örlátastur allra málara. Auðvitað hefur hann verið keyptur og gefinn i söfn.út* gerðarmenn.sildarspekúlantar. striðsgróðamenn og banka- stjórar kepptust við að kaupa myndirnar hans til að hafa þær uppi á vegg i' forretningum sin- um og peningahólfum. Mest hefur hann þó liklega gefið af myndunum. Gengu miklar sögur úm það. Sumt gáfu lika aðrir fyrir hann, en meistarinn undraðist höfðinglundina. eins og þegar vinur hans Kai Millner tók sig til og útbýtti verkum hans, ókeypis meðal manna að meistaranum forspurðum. Kjarval gaf myndir sinar út um allt. Sagan segir að einhver kona hafi komið og gefið honum sæng. Halldór Laxness man þessa sögu. og segir konuna liafa komið með ..sængurfiðu i poka að gefa listamánninum i heiðursskyni, af þvi honum hljóti að vera kalt á nóttunni. Þá var nú meistarinn ekki seinn á sér að taka monumentalt máverk ofanaf vegg og ta konunni, hengdi siðan sængina á nagiann." Framhald á bls. 19 BiBBII iJtiti.iiK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.