Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. október 1975. TÍMINN 11 BJORGVIN LEIKUR MEÐ FRAM-LIÐINU BJÖRGVIN BJÖRGVINS- SON, landsliðsm aöurinn snjalli lír Fram, sem er nú bú- settur á Egiisstöðum, mun leika með Fram-liðinu i vetur. Björgvin mun æfa fyrir aust- an, eftir æfingaprógrami, sem Ingólfur óskarsson, þjálfari Fram, hefur gert fyrir hann — og siðan mun hann koma til Reykjavikur og leika með Fram-Iiðinu. Björgvin mun þó ekki taka þátt i öllum leikjum Fram-liðsins I 1. deildar keppninni. Það er ekki aö efa, að þessi snjalli varnar- og linuspilari mun styrkja Fram-liðið mjög mikið. Það sást greinilega i landsleikjunum við Pólverja, að Björgvin er i mjög góðri æf- ingu — og hann hefur engu gleymt. BJÖRGVIN....klæðist Fram- peysunni i vetur. Hollendingar kaf- sigldu Pólverja! — þegar þjóðirnar mættust í Amsterdam í gærkvöldi Svíar / fengu skell — þegar þeir mættu Júgóslövum í gærkvöldi JÚGÓSLAVAR unnu góðan sigur (3:0) yfir Svlum I gærkvöldi I Evrópukeppni landsliða, þegar þjóðirnar mættust I Zagreb I Júgóslavíu. 35 þús. áhorfendur sáu knattspyrnukappann Oblak (Hadjuk Split) taka forystu fyrir Júgóslava 1:0 á 18. minútu leiksins, en siðan innsigluðu þeir Vladic og Vabec sigur Júgöslava, sem hafa tekið örugga forystu I 3. riðli Evrópukeppninnar. Staðan er nú þessi eftir leikinn í gærkvöldi: Júgóslavía..... 5 4 0 1 11:4 8 Sviþjóð ........6 3 0 3 8:9 6 N-írland .........4202 5:4 4 Noregur ........5 1 0 4 5:12 2 Eins og sést á stigatöflunni, þá standa Júgóslavar langbezt að vfgi i riðlinum — og eru nær öruggir með sigur i honum. N-ír- ar eiga möguleika, en þeir verða að vinna tvo siðustu leiki sina stórt, ef þeir eiga að ná betra markahlutfalli en Júgóslavar. Tveir leikir eru nú eftir i' riðlinum — N-lrland — Noregur og Júgó- slavia — N-írland. Newcastle sigraði NEWCASTLE tryggði sér rétt til að ieika i 16-liða úrsiitum deildar- bikarkeppninnar, þegar liðiö vann sigur (2:0) yfir Bristol Rovers á St. James Park f gær- kvöldi. Newcastle mætir Q.P.R. I 16-Iiöa úrslitunum. HOLLENDINGAR kafsigldu Pól- verja I gærkvöldi, þegar þjóðirn- ar leiddu saman hesta sina i Amsterdam i Hollandi — og þar með tóku þeir forystuna i 5. riðli Evrópukeppni landsliöa í knatt- spyrnu, Jan Tomaszewski, hinn snjalli markvörður Pólverja, þurfti þrisvar sinnum að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Það var HM-stjarnan Johann Neeskens, sem leikur með spánska liðinu Barcelona, sem gaf Hollendingum tóninn — hann skoraði strax eftir 19 minútur, en staðan var 1:0 fyrir Hollendinga i hálfleik. Þeir fengu siðan óska- start i siðari hálfleik — þegar Gells skoraði annað mark þeirra, eftir aðeins tvær minútur. Siðan innsiglaði Thyssen stórsigur (3:0) JOHANN GRUYFF.... og félagar standa með pálmann I höndunum. Hollendinga, sem hefndu fyrir tapiö (1:4) i Póllandi. Hollendingar eru nú með pálm- ann ihöndunum — staðan er þessi I 5. riðlinum: Holland............5 4 0 1 14:7 8 Ptílland...........53 11 9:5 7 Ualia ............4121 2:3 4 Finnland..........6015 1:111 Hollendingar og Pólverjar eiga nú eftir að leika gegn Itölum. Pól- verjar standa betur að vigi — leika heima, en Hollendingar á ttáliu. ísland sigraði Lúxemborg ÍSLENZKA unglingalandsliðiö vann góðan sigur yfir Lúxemborg 1:0 i gærkvöldi i Lúxemborg. Al- bert Guðmundsson úr Val skoraði sigurmarkið i leiknum, sem er liður i Evrópukeppni unglinga- landsliða. Pele biálfar Brasilíu PELE, knattspyrnusnillingur- inn frá Brasiliu, scm var mað- urinn á bak við sigra Brasiliu- manna i HM-keppninni 1958, 1962 og 1970, hefur ákveðið að taka við þjálfun landsliðs Brasiliu og undirbúa það fyrir HM-keppnina í Argentinu 1978. Með þvi að taka við þjálfun landsliðsins, gerir Pele vonir Brasiliumanna um aö hann gefi sjálfur kost á sér i landsliðið, að engu. MARKAREGN — þegar Austurríkí lagði Luxemborg að velli í gærkvöldi AUSTURRÍKISMENN unnu stór- sigur (6:2) yfir Luxemborgar- mönnum i gærkvöldi i Evrópu- keppni iandsliða, þegar þjóðirnar mæltust i Vin. Austurrikismenn eiga nú möguleika að vinna sigur i 2. riðli Evrópukeppninnar, en Wales-búar standa bezt að vigi — Stapleton dæmdur frá Evrópu- keppnum — fyrir að falsa vegabréf sitt FRANK STAPLETON/ hinn 19 ára ungi og efnilegi miöherji Arsenal, hefur verið dæmdur frá þátttöku í öllum Evrópukeppnum f knattspyrnu — næstu tvö árin. Það var knattspyrnusamband írlands, sem kvað upp þennan stranga dóm yfir Stapleton. Astæðan fyrir þessum dómi er, að Stapleton falsaði fæð- ingardag sinn i vegabréf sitt — þannig að hann gæti leikið með unglingaliði Irlands i Evrópukeppni unglingalands- liða i Sviss sl. vetur. Irar litu þetta brot Stapleton mjög alvarlegum augum — og var dómi hagað eftir þvi. Johnny Giies, einvaldur irska landsliðsins, hefur farið fram á, að dómurinn yfir Stapleton verði mildaður, þannig að hann geti valið hann i landslið Irlands, sem mætir Tyrkjum I Evrópukeppni landsliða á Dalymount Park i Dublin 29. október. Nú er verið að kanna, hvort mál Staple- tons verði tekið fyrir aftur. FRANK STAPLETON...einn af fram tlðarleikmönnum Arsenal og irlands. Mjög marksækinn leikmaður, sem hefur yfir mikilli skallatækni að ráða. Mt > þurfa aðcins jafntefli gegn Austurrikism önnum, til að tryggja sér sæti i 8-liða úrslitun- um. Staðan er nú þessi i riðlinum: Wales............5 4 0 1 13:4 8 Austurriki ......5 3 1 1 11:6 7 Ungverjaland .... 5 2 1 2 7:7 5 Luxemborg........5 0 0 5 6:20 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.