Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 16. október 1975. LÖGREGL UHA TARINN 42 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Þeir eru á fundi á skrifstofu flokksforingjans, sagði Parker. — Við ættum að kíkja inn og kveðja, sagði f yrri málar- inn. — Ég ræð þér eindregið frá því, sagð Parker. — Hvers vegna? — Þeir eru að ræða um morðmál.Það er ekki viturlegt að ryðjast inn á fólk, þegar það er að ræða um morðmál. — Ekki einu sinni til að kveðja? — Þið getið kvatt mig, sagði Parker. — Það verður nú ekki lagt að jöf nu, sagði f yrri málar- inn. — Þá skuluð þið hinkra við og kveðja þá þegar þeir koma út. Þeir ættu að vera búnir klukkan tólf. Raunar verða þeir að vera búnir fyrir tólf. — En við erum búnir NÚNA, sagði seinni málarinn. — Getið þið ekki leitað uppi bletti, sem eftir er að mála, sagði Parker f ullur sáttfýsi.. — Til dæmis máluð- uð þið ekki ritvélarnar eða vatnsgeyminn á drykkjar- sjálfssalanum. Að ekki sé nú minnzt á byssurnar okkar. Hvernig stóð á því að ykkur sást yf ir þær? Þið slettuð allt annað út hér í húsinu. — Þú ættir að vera þakklátur sagði fyrri málarinn.... — Sumt fólk vinnur alls ekki á laugardögum þó yf irborg- að sé. — Málararnir yf irgáf u bygginguna fullir vanþókun- ar. Parker settist aftur í stól sinn, hallaði sér fram á borðið og steinsofnaði. xxx — Ég veit ekki hvers konar lögreglusveit ég geri út nú orðið, sagði Byrnes f lokksforingi. — Hvernig getur það hent að tveir reyndir leynilögreglumenn glundri niður jafn einföldu verkefni eins og að fylgjast með ferðum manns. Annar fellur í hlægilega einfalda gildru og hinn missir af manninum rétt við nefið á sér. Það er heldur aumur afrakstur hjá tveimur reyndum leynilögreglu- mönnum. — Mér var sagt að sá grunaði væri bíllaus, sagði Mey- er.... — Mér var sagt að kvöldið áður hefði hann ferðast með járnbrautarlest. — Það er rétt. Hann fór með lestinni, sagði Kling. — Ég gat ekki með nokkru móti vitað að kona myndi bíða hans i bifreið, sagði Meyer. — Og þess vegna misstir þú af honum, sagði Byrnes. — Það hefði kannski verið afsakanlegt ef maðurinn hefði farið heim til sín í gærkvöldi. En O'Brian beið utan við hús þeirra La Bresca mæðginanna í gærkvöldi. Mað- urinn lét aldrei sjá sig. Þar af leiðir að við höf um nú ekki hugmynd um hvar sennilegasti sökudólgurinn er niður kominn, og það sjálfan daginn sem myrða á varaborgar- stjórann. — Það er rétt herra, við vitum ekki hvar La Bresca er niðurkominn, sagði Meyer. — Vegna þess að ÞÚ MISSTIR AF HONUM......... — Það er víst ekki hægt að þræta f yrir það. — Hvernig vilt þú umorða þetta, Meyer? — Þaðerekki hægt, herra. Ég missti af honum. — Ágætt. Ég læt mæla með þér. — Ég þakka þér fyrir herra. — Enga hótfyndni, Meyer. — Fyrirgefðu herra. — Þetta er enginn árans brandari. Ég vil alls ekki að Scanlon endi með tvö kúlugöt á hausnum eins og Cowper. — Nei, herra. Ég tek undir það. — Ágætt. Reyndu þá í guðs bænum að læra að elta mann án þess að enda það svona smánarlega. — Já, herra. — En hvað um hinn manninn? Þann sem La Bresca var að tala við. Hvað heitir hann? — Calucchi heitir hann. Peter Calucchi. — Ert þú búinn að kanna feril hans? — Ég gerði það i gærkvöld áður en ég fór heim, herra. Hér er skýrslan sem við fengum senda: — Hann heitir Peter Vincent Calucchi, en gengur undir ýmsum nöfnum, t.d. ,,Calooch", ,,Cooch" og ,,Kook". Heimilisfang nítugasta og fyrsta gata við Isola. Tuttugu og tveggja ára gamall, augna og háralitur brúnn. At- vinna: Byggingaverkamaður. Hvítur á hörund. Ein- kenni: Botnlangaskurður ekkert hörundsflúr. Handtek- inn af Henry Butler lögreglumanni, það var fyrir um fimm árum. Kæra: Rán. Málavextir voru þeir, að Ca- lucchi kom inn á bensínstöð við sextugustu og fimmtu götu rétt um miðnætti. Hann hótaði aðskjóta afgreiðslu- manninn ef hann opnaði ekki peningaskápinn. Maðurinn sagðist ekki kunna á læsinguna. Calucchi brá byssunni og var rétt í þann mund að hleypa af þegar Butler lög- reglumaður úr 63-lögreglusveit kom á vettvang og tókst að stöðva hann og handsama. Fyrri sakaskrá er engin. Fimmtudagur 16.október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Tómas Þor- valdsson f Grindavik: þriðji þáttur. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljómsveit Berlinar leikur „Rondo Arlecchinesco” eftir Busoni: Einsöngvari: Wil- helm Moser. Stjórnandi: Carl Bunte/Mercel Gravois, Francois Cour- pianó eftir Emile Jacques Dalcroze/Svjatoslav Richter og Enska kammer- sveitin leika Pianókonsert op. 13 eftir Benjamin Britt- en: höfundur stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan/ ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (3). 15.00 MiðdegistónJe ikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir), Tón- leikar. 16.40 Barnatiminn: Ragnhild- ur Helgadóttir og Kristin Unnsteinsdóttir stjórnar. Fjaran Friðrik Sigurbjöms- son ræðir um fjöruskoðun. Sigrún Sigurðardóttir les japanskt ævintýri i þýðingu Aslaugar Arnadóttur, „Taro og hinn furðulegi bambus- teinungur”. Ennfremur fluttar sögur um marbendla og seli. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðtal við Hafstein Guð- miindsson bókaútgefanda Óskar Halldórsson lektor ræðir við hann. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Ragnheiður Guðmundsdótt- ■ ir syngur lög eftir Fjölni Stefánsson, Jón Ásgeirsson og Pál Isólfsson. Guðmund- ur Jónsson leikur á pianó. 20.25 Leikrit: „Akæruskjalið” eftir Gergely Rákosy Þýð- andi: Aslaug Árnadóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Persónur og leikendur: Margrét Sikula....Sigriður Hagalin, Rósa Rövecses ...Anna Kristi'n Arngrims- dóttir, Frú ördög....Stein- unn Jóhannesdóttir, Kven- læknir......... Geir- laug Þorvaldsdóttir, Lög- regluþjónn....Ragnar Kjartansson, Barnið......- Sigurlaug M. Jónasdóttir. 21.00 Frá tónlistarhátiðinni i Bergen i mai Alicia de Larrocha leikur á pianó verk eftir Albeniz og Granados. 21.30 „Krá á Jótlandi”, smá- saga eftir Kund Sönderby Anna María Þórisdóttir þýddi. Knútur R. Magnús- son les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (3) 22.35 Krossgötur Tónlistar- þáttur I umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Timlnner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.