Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. október
TÍMINN
7
ASTAND FISKISTOFNA OG
ANNARRA DÝRATEGUNDA
Á ÍSLANDSMIÐUM OG NAUÐ-
SYNLEGAR FRIÐUNARAÐGERÐIR
1. Inngangur.
Hafrannsóknastofnunin telur,
að við Utfærslu Islensku fiskveiði-
lögsögunnar i 200 sm hilli loks
undir þaö, að Islendingar fái full-
komna stjórn á nýtingu flestra
þeirra fiskstofna, sem veiðast á
Islandsmiðum. Nauðsyn hag-
kvæmrar nýtingar hefur aldrei
verið meiri en nú, þar sem mikil-
vægustu fiskstofnar okkar eru
þegar ofveiddir, jafnframt þvi
sem sókn á fjarlæg miö fer
minnkandi.
Um hagkvæma nýtingu fisk-
stofnanna vill Hafrannsókna-
stofnunin vitna I eigin skýrslu til
landhelgisnefndar frá 1972:
;,Almennt má segja að hagnýt-
ingin verði best, ef veiðar á
ungfiski eru takmarkaðar
þannig, að fiskurinn fái friö til
að vaxa og þyngjast áður en
hann er veiddur.
Til þess að tryggja viðkomu og
viögang fiskistofna þarf hins
vegar að stilla fiskveiðum svo i
hóf að hrygningarstofn haldist
tiltölulega stór og draga þar
með úr likum fyrir þvi að klak
misfarist sökum smæðar
hrygningarstofnsins.
Til þess að ná þvi tviþætta tak-
marki sem hér um ræðir hefur
einkum verið beitt fimm mis-
munandi aðferðum:
1. Ákvæði um lágmarksstærð.
2. Lokun eða friðun veiöisvæöa,
sem ýmist er timabundin, eða
gildir allan ársins hring.
3. Akvæði um hámarksafla.
4. Akvæði um gerð veiöarfæra.
5. Ákvæðiumleyfisveitingartil
veiða.
Hafrannsóknastofnunin leggur
til að öllum þessum aðferðum
verði beitt eftir þvi sem við á og
fram kemur hér á eftir”.
2. Botnfiskveiðar.
<■ Meðalafli botnlægra tegunda á
Islandsmiðum hefur á undanförn-
um árum numið um 700 þúsund
tonnum. Talið er, að með
hagkvæmri nýtingu mætti auka
aflann i um 850 þúsund tonn og er
Islenzki fiskiskipastóllinn Inúver-
andi stærð fullfær um að veiða
það magn. Það er þvi mjög þýö-
ingarmikið, að útlendingar hætti
fiskveiðum á islenzka landgrunn-
inu.
Til skýringar tillögum
Hafrannsóknastofnunarinnar um
nýtingu islenskra botnfiska þykir
rétt að gera grein fyrir ástandi
stofna mikilvægustu tegundanna.
Þorskur.
Undanfarna tvo áratugi hefur
árlegur þorskafli á Islandsmiðum
numið að meðaltali um 400
þúsund tonnum. Mestur varö afl-
inn árið 1954 tæplega 550 þúsund
tonn, en minnstur áriö 1967 345
þúsund lestir. Arin 1968—1970 óx
aflinn aftur og náði hámarki árið
1970 (471 þús. tonn). Aukningin
umrætt árabil stafaöi að verulegu
leyti af sterkum þorskgöngum frá
Grænlandsmiöum. Siðanárið 1970
hefur afli farið siminnkandi (375
þúsund tonn áriö 1974). Þrátt
fyrir 3 góða árganga frá árunum
1964-69 hefur veriö mjög lélegt og
þvl dregið verulega úr göngum
þaðan. 2. Með stækkandi fiski-
skipastöl hefur sóknin i ókyn-
þroska hluta stofnsins farið ört
vaxandi, þannig að þeim fiskum,
sem ná kynþroska og ganga á
hrygningarstöðvarnar fer fækk-
andi.
Vegna þessarar miklu sóknar i
þorskinn á uppeldisstöðvunum
fyrir Norður- og Austurlandi fæst
ekki lengur hámarksnýting úr
stofninum. Þetta ástand hefur
rikt um nokkurra ára skeið og fer
versnandi.
Talið er að hámarksafrakstur
þorskstofnsins sé nær 500 þúsund
tonn á ári. Til þess að ná þeim
afla þarf að fullnægja eftirfarandi
skilyrðum:
1. Að minnka núverandi heildar-
sóknarþunga I þorskinn um
helming.
2. Að koma i veg fyrir veiði smá-
fisks, þriggja ára og yngri og
draga verulega úr veiðum á
fjögurra ára fiski.
Fiskiskipastóll sá, sem stundar
þorskveiðar á Islandsmiðum er
alltof stór. Ariö 1954 veiddust nær
550 þúsund tonn af þorski. Þá mun
fiskveiðidánarstuðull (sóknarein-
ing) i kynþroska hluta stofnsins
hafa verið innan við 0.5. I dag er
afli flotans verulega minni, en
fiskveiðidánarstuðull 0.9—1.0,
þ.e. sóknin hefur a.m.k. tvöfald-
ast, án þess að afli hafi aukist.
Ef sóknin yrði minnkuð um
helming, myndi slikt ekki aðeins
þýða nokkurn veginn sama afla-
magn á land þegar til lengdar
lætur, heldur myndi afli á sóknar-
einingu vaxa verulega strax, sem
þýðir I raun mun arðbærari veið-
ar en áður.
Til þess aö ná þessu markmiðf,
þarf að friða algjörlega 3 ára
þorsk og yngri, draga verulega úr
sókn I eldri hluta stofnsins á
næstu árum, þannig að þorskafl-
inn 1976 fari ekki fram yfir 230.000
tonn, en vegna hins óvenjusterka
árgangs frá árinu 1973 má auka
aflahámarkið á árinu 1977 I 290
þús. tonn. Ef þorskveiðum verður
framhaldið með núverandi sókn
mun aflinn næstu 2—3 árin hald-
st f um 340—360 þús. tonn, en
fara slðan ört fallandi. Stærö
hrygningarstofnsins hefur
minnkað ört á allra siðustu árum
eins og afli undanfarnar tvær
vetrarvertiöar ber vitni um. Þó
mun vertíöarafli minnka enn frá
þvi sem nú er, þar sem megin-
hluti aflans við óbreytta sókn yrði
smáfiskur. Er fram liða stundir
mun smáfiskveiði valda enn frek-
ari rýrnun hrygningarstofnsins.
Með tilliti til þess alvarlega
ástands, sem nú rikir i þrosk-
stofninum, eins og rakið er hér að
framan, leggur Hafrannsókna-
stofnunin eindregið til, að
heildarafli þorsks á íslandsmið-
um fari ekki fram yfir 230 þús.
lestir áriö 1976.
Hlutdeild útlendinga i heildar-
sókn í islenska þorskstofninn var
37%ás.l.ári.Þvierljóst, aðjafn-
vel þótt erlend veiðiskip hyrfu af
miðunum, er islenski fiskiskipa-
stóllinn of stór til hagkvæmrar
nýtingar þorskstofnsins, eins og
sókn islenska flotans er háttað i
dag.
Eins og komiö hefur fram hér
að framan, er brýn nauðsyn á
aukinni friðun smáþorsks. Sem
kunnugter.eruhelstu uppvaxtar-
svæði þorsksins út af
Norðvestur-, Noröur- og Norð-
austurlandi. Gögn Hafrannsókna-
stofnunarinnar sýna, að út-
breiðsla og magn smáþorsks er
talsvert misjafnt eftir svæðum og
árstimum. Eftirtalin svæði skera
sig úr, hvaö viövikur magni smá-
fisks á tilteknum tima.
1. Mánuöina janúar til júni og
október til desember á svæði,
sem takmarkast að vestan af
linu, sem dregin er réttvisandi
I norður frá Hraunhafnartanga
(grunnlinupunktur 5) og að
austan af llnu, sem dregin er
réttvisandi i norðaustur frá
Langanesi. Norðurmörk
svæðisins ákvarðast af 50 sm
mörkunum.
2. Mánuðina april til júni á svæði,
sem takmarkast af noröan af
linu, sem dregin er réttvisandi
i austnorðaustur frá Horni og
að austan af 20 gr. 40’
lengdarbaug.
3. Mánuðina júli til september á
svæði, sem takmarkast að
vestan af linu, sem dregin er
réttvisandi i norður frá Kögri,
að austan af 21 gr lengdar-
baug, að norðan af 67 gr
breiddarbaug og að sunnan af
linu, sem dregin er réttvisandi
i austnorðaustur frá Homi.
4. Mánuðina október til desem-
ber á svæði, sem takmarkast
aö vestan af linu, sem dregin
er réttvisandi f norönorövestur
' frá Rit og að austan af linu,
sem dregin er réttvisandi i
noröur frá Horni. Til norðurs
takmarkast svæðið af 50 sm
mörkunum.
Þetta sýnir nauðsyn öflugs og
stööugs eftirlits á veiðisvæðunum
noröanlands. Er þvi lagt til, aö
sliku eftirliti Hafrannsóknastofn-
unarinnar verði komið á, þannig
að loka megi timabundið áður-
nefndum eða öðrum svæðum eftir
þvi sem nauðsyn krefur.
Ýsa
Arið 1962 nam ýsuaflinn á
íslandsmiðum 119 þúsund tonnum
og er þaö sá mesti ýsuafli, sem
fengist hefur við Island fyrr og
siöar. Þennan mikla afla var
einkum að þakka mjög sterkum
árgöngum frá árunum 1956 og
1957. Siðan hefur ýsuaflinn
minnkað gifurlega og var aöeins
39 þúsund tonn árið 1972. Aöal-
ástæðan fyrir þessar aflarýrnun
er röð lélegra árganga um
margra ára skeið. Argangarnir
frá 1970 og 1971 voru i meðallagi
og hefur ýsustofninn nú rétt við að
nokkru leyti, þannig að ársaflinn
1973 varð 45 þúsund tonn. Hins
vegar er 1974 árgangurinn lélegur
og þvi mun afli minnka aftur, þar
sem ýsuaflinn er mjög háður ár
gangasveiflum. Ýsuaflinn er
verulega undir varanlegum há-
marksafrakstri, sem talinn vera
um 70-75 þúsund tonn á ári. Þetta
stafar að töluverðu leyti af of
miklu smáýsudrápi, en smáýsan
heldursigeinkum á landgrunninu
sunnanlands og vestan innan 150
m jafndýpislinunnar. Með tilliti
til núverandi ástands ýsustofns-
ins leggur Hafrannsóknastofnun-
in til að aflahámark ýsu árið 1976
verði 38 þús. lestir.
Ufsi
Árabilið 1960—1973 var ufsaafl-
inn á Islandsmiðum aö meðaltali
80 þúsund tonn á ári. Lægstur var
aflinn árið 1960 (48 þús. tonn), en
hæstur árið 1971, 134 þús. tonn, en
það er mesti ufsaafli, sem fengist
hefur fyrr og siðar hér við land.
Aukningu á ufsaafla undanfar-
inna ára má rekja til aukinnar
sóknar i ufsa samfara vaxandi
ufsagengd. Rannsóknir á ufsa-
stofninum benda til þess, aö hann
sé nú fullnýttur, en hámarksaf-
rakstur hans er talinn 100 þús.
tonn á ári. Samkvæmt niðurstöð-
um Alþjóðahafrannsóknaráðsins
er þó ekki talið ráölegt aö veiða
nema 75 þúsund tonn árið 1976. A
árunum 1971—73 var hlutdeild is-
lendinga i heildarufsaaflanum
50%.
Komið hefur i ljós, aö ufsaár-
gangar nokkurra undanfarinna
ára hafa verið lélegir. Smáufsa-
veiðarhafa verið bannaðarpg ber
aðhaldaþvi-
Þess ber að geta, að ufsinn
gengur oft landa á milli, þannig
að áætlanir um hámarksafrakst-
ur á hverju svæði eru erfiðleikum
háöar.
Karfi
A undanförnum árum hefur
verið gengið of nærri karfastofn-
inum og veiðin hefur i æ rikari
mæli verið borin uppi af smá-
karfa. Þessi smákarfaveiði stafar
m.a. af þvi, að nú er að alast upp
mikið af ungviði við tsland og
A-Grænland. Með þvi að draga úr
veiði smákarfa mætti auka veru-
lega nýtingu stofnsins.
Reglugerö, sem sett var um
lágmarksstærðir á karfa, sem
landa má, hefur ekki komið að
gagni sem friðunarráðstöfun þar
sem ungviði og vænn karfi eru
vfða á sama stað. Nú er undir-
málskarfa hent i sjóinn i stað þess
að hann var áður hirtur til lýsis-
og mjölvinnslu.
Komið hefur i ljós að hlutdeild
smákarfa i aflanum er mjög há á
Hryggnum og nærliggjandi svæð-
um. Er hér um að ræða svæði,
sem takmarkast af linum, sem
dregnar eru milli eftirfarandi
staða : 65 25’N og 27 00’V, 65 25’N
og 26 45’V, 64 40’N og 27 00’V,
64 40’N og 27 15’V, 64 40’N og
27 15’V. Er þvi lagt til að svæði
þessu verði lokað fyrir karfaveiði
á timabilnu 1. mai til 31. des.
Frekari stækkun möskva vegna
karfaveiðinnar er talin valda
ýmsum vandræðum, m.a. vegna
ánetjunar stærri karfa, og myndi
sennilega leiða til minnkandi
sóknar I karfa en aukinnar sóknar
i þorsk.
Tvær leiðir eru þvi taldar lik-
legar til að draga nokkuð úr smá-
karfadrápi án þess þó að auka
sóknarþunga I þorsk, en það er að
mismuna karfa i verði eftir stærð.
og loka vissum svæðum um
takmarkaöan tíma i senn.
Arin 1971—1973 hefur hlutur
erlendra veiðiskipa verið 62—65%_
af heildarkarfaaflanum við Is-
land, sem var um 76 þús. tonn á
ári aö meöaltali. Brotthvarf er-
lendra fiskiskipa af miðunum,
skapar þvi möguleika á auknum
karfaveiðum Islenzkra skipa án
þess að um ofnýtingu stofnsins
yrði að ræöa.
Samkvæmt mati á aflaskýrsl-
um hefur verið áætlað, að reikna
mætti með a.m.k. 80 þús. tonna
karfaafla á Islandsmiöum á ári
aö jafnaöi. Þessu marki hefur
ekki veriö náð sl. 3 ár (1972-74) og
hefurkarfaaflinn 1973 og ’74 verið
tæp 70 þús. tonn.
Með tilliti til þessa er mælt
með, að ekki verði tekin meira en
50 til 60 þús. tonn af karfa á árinu
1976.
Skarkoli
Skarkolastofninn virðist nú á
góðri leiö með að gefa af sér
meöalhámarksafrakstur, en hann
er talinn vera um 10 þúsund tonn
á ári.
Stofnunin telur, aö óheppilegt
sé að dragnótatimabilið endi
mánuöi seinna viö Norðurland en
annars staðar. Meirihlutinn af
kynþroska skarkola á þessu svæði
er lagöur af stað I hrygningar-
göngu um mánaðamótin októ-
ber-nóvember og er þvi fyrst og
fremst veriö að veiða ókynþroska
fisk I nóvember.
Grálúða
Arið 1973 var grálúðuafli is-
lendinga kominn niður I 2,1 þús-
und tonn, en var 8,3 þúsund tonn,
þegar hann var mestur árið 1970.
Siðari árin hefur meirihlutinn af
grálúðuafla útlendinga veriö
Frh. á bls. 15
Þegar fiskur var nægur á tslandsmiöum. Myndin er tekin um borö f
siöutogara og er veriö aö verka I salt.