Tíminn - 22.10.1975, Page 9
Miðvikudagur 22. október
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð f
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent H.f.
AAanndómspróf
Á þessum degi eru rétt hundrað ár liðin siðan
fjölmennur hópur langhrakinna íslendinga, karla,
kvenna og barna, var settur á land i kulda og
stormi á vesturströnd Winnipegvatns, þar sem
seinna nefndist Viðines, örskammt þaðan sem nú
er bærinn Gimli. Þetta fólk var komið óraleið um
haf og hauður til þess að gerast landnemar á
ókunnum slóðum og stofna þar islenzka nýlendu.
Það steig fyrst hvitra manna fæti á það land, sem
kallað hefur verið Nýja-ísland, i þeim vændum að
hefja þar búskap og hafa þar fasta búsetu.
Þessa fólks biðu miklar raunir. Þvi var fleygt á
land i jaðri eyðiskógar i byrjun vetrar, þegar kom-
ið var frost og snjór á jörðu. Það hafði enga gripi
til þess að lifa við, enda engin heyjaföng til þess að
framfleyta á skepnum, og það hafði ekki að nein-
um skýlum að hverfa. Það hafði ekki heldur neinn
forða matvæla, nema hvað það flutti með sér, og
þó af skornum skammti. Ein konan i hópnum tók
jóðsótt samtimis og land var tekið, og ól barn und-
ir stórum steini, sem enn er til sýnis þar á vatns-
bakkanum. Hið fyrsta fæðingarheimili landnem-
anna var aðeins lélegt hróf, sem tildrað var upp i
snatri af allslausu fólki, og þar léku vindar lausum
hala og snjór þyrlaðist inn á sængurkonuna. Löng-
um hefur verið til þess vitnað, er kona ein úr Ár-
neshreppi á Ströndum ól barn i hákarlalegu i
kringum 1840. Fæðingu fyrsta Islendingsins á
Nýja-lslandi bar að með svipuðum hætti.
Þarna í auðninni var fólkið skilið eftir, eitt sins
liðs og öllu ókunnugt. Hreppstjórar á Islandi voru
á þeim dögum margir harðir i horn að taka og ó-
náðugir, þegar örbjarga fólk baðst af þeim liknar.
í eyðiskóginum við Winnipegvatn voru aðeins fá-
mennir flokkar Indiána og firnalöng leið til byggð-
ar hvitra manna suður við Rauðá. Hver, sem á
þennan stað var kominn, hlaut annað tveggja að
duga eða drepast. Skýli varð aðeins fengið með þvi
að fella tré og hrófa upp bjálkakofum, sem íslend-
ingar kunnu þó ekki tökin á, og matfanga varð ekki
aflað nema með veiði i vatni og skógi. Aðkomu-
fólkið vissi ekki heldur, hvernig henni varð helzt
hagað með árangri, en naut þess, að sumir Indián-
anna urðu þeim vinsamlegir leiðbeinendur.
í kjölfar alls annars kom svo mannskæð bólusótt
og langvarandi sóttkvi með margvislegum þreng-
ingum. Vosbúð, skortur og sjúkdómar hjuggu stórt
skarð i hópinn. Það er hinn átakanlegi þáttur i
upphafskafla islenzks landnáms á Nýja-lslandi, að
þar laut verulegur hópur Islendinga siðast i lægra
haldi fyrir harðrétti.
Og kálið var ekki sopið, þótt i ausuna væri
komið. Þegar þessir fyrstu landnemar höfðu rutt
land og komið sér fyrir, svo að við hefði mátt una,
urðu þeir fyrir nýjum áföllum — ekki sizt stórflóð-
um, sem eyðilögðu uppskeruna, svo að margir
hrökkluðust burt til nýs landnáms á nýjum slóð-
um. Um þær raunir fjallar hið fræga kvæði Gutt-
orms J. Guttormssonar, Sandy Bar.
Hundrað ár eru liðin, og mikil saga hefur gerzt.
íslenzki kynstofninn i Vesturheimi, sem upphaf-
lega var ekki i miklum metum, hefur getið sér
góðan orðstir og stendur i hvivetna jafnfætis fólki
af öðru þjóðerni, þótt fámennur sé. Vissulega sjá-
um við hér heima enn i dag eftir öllu þvi fólki, sem
fluttist vestur um haf. Hitt höfum við hreppt i
staðinn, að geta glaðzt yfir þvi, hve vel það og niðj-
ar þess hafa staðizt sitt manndómspróf. JH
Grænhöfðaeyjar
— lítið ríki með hungur í arf
Portúgalir settu tugi þús. eyjaskeggja, sem ekki gátu framfleytt
sér sjálfir, i vegavinnu, svo aö nú eru viða góöir vegir á
Grænhöfðaeyjum.
ÞEGAR HIÐ sjúka og fom-
eskjulega nýlenduveldi Portú-
gala hrundi til grunna með
skjótum hætti, og þó tiltölu-
lega skaplegum, voru Græn-
höfðaeyjar ( Cap Verde) —
litill, mannfár og snauður
eyjaklasi I Atlantshafinu vest-
an Afriku — meðal þeirra
svæða, sem öðluðust sjálf-
stæði.
Grænhöfðaeyjar bera tæp-
ast nafn, sem lýsir þeim rétt.
Græni liturinn lætur þar litið
yfir sér, og má helzt segja, að
eyjarnar séu gráar eða
brúnleitar, enda eru þar mest
sandar og auðnir. Þar er oft
mjög þurrviðrasamt, þótt Uti i
reginhafi sé, og sólin sviður
eyjarnar og geitfénaður hefur
gengið nærri þeim gróðri, sem
þar hefur þrifizt i öndverðu.
t fimm hundruð ár drottn-
uðu PortUgalar á þessum eyj-
um, sem fyrr á timum vom
mikilli siglingaþjóð þægilegur
hvildarstaður á langferðum.
En eyjunum sjálfum hafa þeir
ekki orðið til gagnsmuna, þótt
þeir hafi haft þar fimm aldir
til athafna. Þegar portúgalski
fáninn var dreginn niður, voru
þar um þrjU hundruð þúsund
snauðar sálir, sem eiga ætt
sina að rekja til afriskra þræla
og ambátta, portUgalskra
þrælakaupmanna og gæzlu-
manna þeirra og örfárra jarð-
eigenda, sem sölsuðu undir sig
hvern nýtan skika.
Siðustu aldir hefur fólk si-
fellt verið að flytjast brott frá
Grænhöfðaeyjum. 1 Ameriku
er fleira fólk ættað þaðan
heldur en á eyjunum sjálfum,
og segir það sina sögu um lifs-
kjörin heima fyrir, sérstak-
lega þegar haft er i huga, að
eignalaus og margkUgaður
lýður átti ekki greiða leið til
annarra heimshluta.
Fyrstu eyjarskeggjarnir,'
sem leituðu brott, komust með
bandariskum hvalveiðibátum
tilMassachusetts og Rhode Is-
land að frumkvæði skipstjóra,
sem voru að leita sér áhafnar,
sem þeir gátu látið þræla
kauplítið eða kauplaust. Ahab
skipstjóri i Moby Dick hefur
sjálfsagt haft menn frá Græn-
höfðaeyjum meðal háseta
sinna. Þegar hungur svarf að,
voru menn fúsir til þess að
ráðast á slik skip, hvað sem
svo beið þeirra þar, rétt eins
og fjölmargir Vestfirðingar
réðust á hollenzkar skútur á
átjándu öld, þegar þær höfðu
bækistöð á Tálknafirði, er á
þeirra máli hét Luze Bay. Sið-
ast var hungursneyð á Græn-
höfðaeyjum á árunum upp úr
1940, og sú hungursneyð hratt
af stað mikilli öldu landflótta,
sem eitt af skáldum eyjar-
skeggja hefur lýst á átakan-
legan hátt og likt við fjöldaaf-
töku.
Langvinnir þurrkar og mikil
neyð hefur á ný orðið hlut-
skipti þess fólks, sem byggir
Grænhöfðaeyjar, nú á allra
siðustu árum. Þar hafa eyj-
arnar verið undir svipaða sök
seldar og belti það i Afríku
sem harðast hefur orðið úti.
Slðastliðin sjö ár hefur regn
verið þar af skornum
skammti, og þetta árið, sjálf-
stæðisárið, hefur varla komið
dropi úr lofti.
Þegar þurrkarnir byrjuðu i
lok sjöunda áratugarins, gerð-
ist það i fyrsta skipti, að
portúgölsk yfirvöld á eyjunum
töldu sig helzt ekki geta látið
fólkið deyja úr hungri og ves-
öld. Orsökin var sú, að augu
heimsins hvildu á Portúgöl-
um, sem sjálfir þóttust vera
bandamenn lýðræðis og
frelsis, mitt i harðstjórn sinni
og óstjórn, en voru á hinn bóg-
inn harla illa séðir bandamenn
viða um lönd. Foringi eyjar-
skeggja i sjálfstæðisviðleitni
þeirra, Amilcar Cabral, sneri
sér til Sameinuðu þjóðanna og
gagnrýndi harðlega nýlendu-
stjórn Portúgala, og Portúgal-
ar urðu nauðugir viljugir að
treina liftóruna i fólkinu á eyj-
unum af pólitiskum orsökum.
Þannig er það til komið, að
nú eru viða ágætir vegir á
Grænhöfðaeyjum. Karlar og
konur, öldungar og börn —
allir, sem ekki gátu framfleytt
sér sjálfir, voru kvaddir i
vegavinnu, alls um fimmtiu
þúsund manns. Kaup full-
friskra manna var um tvö
hundruð krónur á dag. Upp-
haflega var unnið átta klukku-
stundir á dag, en smám sam-
an var vinnudagurinn styttur i
fjórar stundir. Hugsunin bak
við þetta var ekki borin upp af
neinum framfarahug, heldur
einhverju ámóta og hagfræð-
ingurinn Keynes kallar að
grafa holu i jörðina og fylla
hana aftur, svo að láta megi
eins og fólk vinni fyrir kaupi.
í sannleika sagt gat
Portúgölum varla verið það
mikið keppikefli i seinni tið
aðhalda Grænhöfðaeyjum. En
fyrsti forsetinn eftir fall ein-
ræðisharðstjórnarinnarj,
Spinóla, beitti sér af ofstopa
gegn þvi, að Grænhöfðaeyjar
fengju frelsi. Hann hafði
hernaðaraðstöðuna i huga.
Þarvar draumurhans að hafa
virki og herstöð. Nú hefur
komiðá daginn, að Portúgalar
hafa (vafalaust á kostnað
Atlantshafsbandalagsins)
komið upp umfangsmikilli
samgöngubækistöð á öðrum
eyjaklasa við vesturströnd
Afriku nálægt miðbaug, Saó
Tóme, er fékk stjálfstæði
nokkrum dögum siðar en
Grænhöfðaeyjar. Er þessi
bækistöð á eyju, sem heitir
Saó Tiagó. A baksviðinu er
svo Suður-Afrika, þar sem
menn þykjast ekki óhultir um
flugleiðir slnar. Vandkvæðum
yrði bundið fyrir flugvélar
þeirra að komast að heiman
og heim til og frá Evrópu, ef
þær gætu ekki lent á leiöinni.
Flugvellir á meginlandi
Afriku eru þeim viðast hvar
lokaöir.
Spinóla var steypt, svo sem
allir vita, og nú er það PAIGC,
frelsisflokkurinn i
Guineu-Bissá og Grænhöfða-
eyjum, er öllu ræður i þessum
tveim nýju rikjum. A
Grænhöfðaeyjum hlaut hann
öll þingsætin, fimmtiu og sex,
er kosið var þing, sem á að
reyna að ráða fram úr erfið-
leikjum eyjaskeggja.
Kaþólska kirkjan, sem á af-
armiklar lendur á Grænhöfða-
eyjum reyndi i lengstu lög að
koma I veg fyrir valdatöku
frelsisflokksins. Beittu kirkju-
höfðingjarnir sér af alefli,
bæði I Portúgal og á eyjunum
sjálfum. Bæði var skirskotað
til trúarlegra tengsla og
leitazt við að mikla þann mun,
sem var á viðhorfum og hags-
munum fólks á Grænhöfða-
eyjum og i Guineu. Þar kom,
að foringi frelsisflokksins á
Grænhöfðaeyjum, Amilcar
Cabral, var myrtur árið 1973,
og svo virðist sem leynilög-
reglan portúgalska og enda
sjálfur Spinóla hafi komið þar
mjög við sögu. Amilcar
Cabral var talinn einn af
fremstu hugsuðum þriðja
heimsins.
Þessi undirróður allur bar
þann árangur, að sumir
Afrikumenn fóru að trúa þvi,
að foringjarnir á Grænhöfða-
eyjum væru að sölsa undir sig
öll yfirráð innan PAIGC, og
loks brauzt út skotbardagi i
Conakry að næturlagi. Fram á
þennan dag hafa áhrifamiklir
aðilar reynt að vekja ótta fólks
á Grænhöfðaeyjum við afrisk
yfirráð, en jafnframt hefursá
áróður verið rekinn I Gineu-
Bissá, að landinu sé i raun
fjarstýrt frá Grænhöfðaeyj-
um.
Það eru þó
PAIGC-foringjarnir, sem
áhrifamestir eru. Raunar eru
margir þeirra, sem starfa i
Guineu-Bissá, frá Grænhöfða-
eyjum, og þeir sem heim eru
komnir, börðust flestir i
skæruliðasveitum i Guineu,
áður en veldi Portúgala
hrundi. Það varpar þó ekki á
þá neinum skugga heima
fyrir. Þegar aðalritari
PAIG-hreyfingarinnar,
Aristides Pereira, kom heim
til þess að gerast forseti hins
nýja rikis, var það sem Che
Guevara hefði komið heill á
húfi með sigursveig um höfuð
til heimalands sins eftir
byltingu á Kúbu.
A stefnuskrá
PAIGC-hreyfingarinnar, er
samband við Grænhöfðaeyja
og Gufneu-Bissá. En það er
margt sett i stefnuskrár
flokka, sem aldrei verður að
veruleika. Það er trúlegt, að
PAIGC-leiðtogarnir á
Grænhöfðaeyjum muni smám
saman fara sinar götur og
foringjarnir i Guineu-Bissá
sinar. Eitt er að standa
saman i skæruhernaði, en
annað að taka ákvarðanir um
stjórnarfar og fjármál, þegar
sjálfsforræði er fengið.