Tíminn - 22.10.1975, Page 14
14
TÍMINN
Miðvikudagur 22. október
LÖGREGLUHA TARINN
46 Ed McBain
Þýðandi Haraldur Blöndal
Sá grunaði tók til fótanna. Genero féll til jarðar og
hundurinn sleikti andlit hans. Willis komst upp úr svefn-
pokanum og Eileen Burke hneppti að sér blússunni og
kápunni. I sama mund kom Hawes hlaupandi inn í skrúð-
garðinn, en rann til á hálum stígnum framan við þriðja
bekk. AAinnstu munaði að hann hálsbryti sig í fallinu.
— STANZ....LÖGREGLAN, hróppaði Willis.
Þá gerðist kraftaverk kraftaverkanna. Sá grunaði
snarstanzaði og varð eins og steinrunninn. Hann beið eft-
ir að Willis nálgaðist með byssu í annarri hendinni og
útataður í varalit í andlitinu.
xxx
Sá grunaði hét Alan Parry.
Þeir fræddu hann um lögvernduð persónuréttindi
hans, og hann samþykkti að ræða við þá, án þess að hafa
lögfræðing sér við hlið, þrátt fyrir að viðstaddur væri
lögmaður, ef ske kynni að hann óskaði þess.
— Hvar átt þú heima Alan, spurði Willis.
— Við hornið hér f yrir handan. Ég þekki ykkur alla. Ég
mæti ykkur hvern einasta dag. Þekkið þið mig ekki. Ég
bý hinum megin við hornið.
— Kannizt þið við hann, spurði Willis félaga sína.
Allir hristu þeir höfuðið og mynduðu hring umhverfis
manninn. Þarvoru mættir kexsölumaðurinn, nunnurnar
tvær, ástfangna parið og stór, rauðbirkinn maður með
svolitla gráa slikju á hárinu. Hann var með sáraumbúðir
á fætinum og á ullarnærfötunum.
— Hvers vegna ætlaðir þú að hlaupa Alan, spurði Will-
is.
— Ég heyrði skothljóð. Þegar fólk heyrir skothljóð í
þessu hverfi, er ráðlegast að hlaupa.
— Hver er félagi þinn?
— Hvaða félagi?
— Sá sem er með þér í þessu.
— AAeð mér í HVERJU??
— AAorðsamsærinu.
— AAORÐSAAASÆRINU???
— Vertu ekki að látast, Alan. Ef þú kemur vel f ram við
okkur, munum við láta þig njóta þess.
— Þú hefur handsamað rangan mann, sagði Parry.
— Hvernig ætluðuð þið að skipta peningunum?
— Hvaða eningum?
— Peningunum i nestisskrínunni.
— Heyrðu mig nú. Ég hef aldrei séð þessa skrínu fyrr.
— Það eru þrjátíu þúsund dollarar í henni, vinur sæll,
sagði Willis. Reyndu nú ekki að látast með þetta. Þetta er
enginn leikur.
Annað hvort varaðist Parry þessa gildru, eða hann
vissi ALLS EKKI að í skrínunni áttu að vera fimmtíu
þúsund dollarar. Að minnsta kosti hristi hann höfuðið og
sagði:
— Ég veit ekki neitt um neina peninga. Ég var beðinn
að sækja skrínuna og gerði það.
— Hver bað þig um það?
— Stór, I jóshærður maður með heyrnartæki á öðru eyr-
anu.
— Ætlastu til aðég trúi því? sagði Willis.
Þetta var lykilsetning, sem leynilögreglumenn 87.
sveitar höfðu margoft beitt við yf irheyrslur. AAeyer
blandaði sér þegar f yfirheyrsluna:
— Vertu ekki of harður sagði hann, Hal.... Þetta var
lika lykilsetning. Þar með var Willis gefið til kynna, að
enn gætu þeir sett á svið tvo andstæða póla í yf irheyrsl-
unni. Willis yrði harðsnúni fanturinn, sem reyndi hvað
hann gat til að hanka vesalings Alan Parry á falskri
ákæru — en AAeyer yrði sá samúðarf ulli. Hinir leynilög-
reglumennirnir yrðu eins konar þróað af brigði af gríska
leikkórnum. Þeirra hlutverk var að kinka öðru hverju
kolli, íbyggnir á svip. Faulk úr 88. sveit var vel kunnugur
þessari aðferð, og var því sem á heimavelli.
Willis létekki svo lítiðað lita á AAeyer, en sagði hvasst:
— Of harður? Hvað áttu i við? Hann er búinn að
spinna lygavef síðan hann kom hér inn. i
— Kannski hitti hann stóran, Ijóshærðan mann með
heyrnartæki á öðru eyra. Gefðu honum tækifæri til að
segja okkur frá þessu, sagði AAyer.
— Kannski sá hann líka röndóttan fíl með bláum
f lekkjum, sagði Willis... — Hver er félagi þinn? Svaraðu
mér, þroturinn þinn.
— Ég er ekki með neinn FÉLAGA, sagðiParry. Hann
sneri sér til AAeyers og sagði í umkvörtunartón: — Viltu
segja honum aðég séekki meðneinn félaga?
— Vertu rólegur, Hal. Segðu okkur nánar frá þessu,
Alan, sagði AAeyer.
— Ég var á leið heim, þegar...
— Hvaðan? — hvæsti Willis.
I
i
í
E
í
f
!■
!
iil
liffiMi !i
MIÐVIKUDAGUR
22. október
7.00 Morguniítvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugreinar dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Björg Arnadóttir les
söguna „Bessi” eftir
Dorothy Canfield i þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur (15).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Kirkjutóniist kl.
10.25: Morguntónleikar
kl. 11.00:
12.00 Dagskráin. Tónleikar,
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: ,,A
fullri ferð” eftir Oscar Clau-
sen. Þorsteinn Matthíasson
les (7).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphorn.
17.00 Lagið mitt. ^
17.30 Smásaga: „Sakra-
menti” eftir Þóri Bergsson.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 A ,kvöldmálum.
20.00 Ginleikur i útvarpssal:
Rögnvaldur Sigurjónsson
leikur á píanó Sónötu
pathetique op. 13 eftir Beet-
hoven.
20.20 Sumarvaka.
21.35 tJtvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson. Þorsteinn ö.
Stephensen leikari les (4).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Kjarval” eftir Thor
Vilhjálmsson. Höfundur les
(5).
22.35 Skákfréttir.
22.40 Orð og tónlist.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
AAiðvikudagur
22.október
18.00 Mynd án orða Fylgst
með tveimur litlum, jap-
önskum stúlkum i skólanum
og að leik.
18.20 Höfuðpaurinn Bandarisk
teiknimynd. Þýðandi Stefán
Jökulsson.
18.45 Kaplaskjól Breskur
myndaflokkur byggður á
sögum eftir Monicu
Dickens. Afmælisveisla i
Kaplaskjóli. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Nýjasta tækni og visindi.
Of hár blóðþrýstingur. Sam-
ræmingbjörgunaraðgeröa á
sjó. Hættuiegt ryk.
Umsjónarmaður Siguröur
H. Richter.
21.05 Farþeginn. Breskt saka-
málaleikrit. 2. þáttur. Aðal-
hlutverk Peter Barkworth
og Paul Grist. Þýöandi Jón
Thor Haraldsson.
21.50 Huglækningar.
Endursýndur þáttur úr
myndaflokknum Sjötta
skiiningarvitið. Fjlalað um
lækningar Einars Jónssonar
bónda á Einarsstöðum i
Reykjadal. Rætt er við hann
og Hrafnkel Helgason,
yfirlækni, og fyrrverandi
sjúkling þeirra beggja,
Baldur Sigurösson bónda i
Reykjahlið. Einnig tekur
séra Sigurður Haukur
Guðjónsson þátt i
umræðunum. Umsjónar-
menn Jökull Jakobsson og
Rúnar Gunnarsson. Þessi
þáttur var frumfluttur 3.
ágúst 1975.
22.40 Dagskrárlok.