Tíminn - 22.10.1975, Side 16
16
TÍMINN
Mittvikudagur 22. október
lUmsjón: Sigmundur ó. Steinarsson=
— segir ísiendingurinn Halldór Eggertsson, sem er
formaður knattspyrnufélagsins Fram í Los Angeles
„Bandaríkin
verða orðin
stórveldi
í knattspyrnu
innan 10 dra"
— Ég er ekki i nokkrum
vafa um að Bandaríkin
verða orðin stórveldi í
knattspyrnu innan 10
ára. Knattspyrnan þar
er á hraðri uppleið og
áhuginn fyrir henni er
orðinn gífurlega mikill,
sagði íslendingurinn
Halldór Eggertsson,
sem er formaður eins
stærsta knattspyrnu-
félags Los Angel-borgar
— Fram, þegar blaða-
maður Tímans ræddi við
hann um knattspyrnuna
i Bandarikjunum.
Undanfarin ár hafa Banda*
rikjamenn verið að byggja
upp knattspyrnuna hjá sér —
og unnið að þvi af kappi og
áhuga að innleiða hana i
Bandarikin. Mikið var rætt og
skrifað um knattspyrnuna i
Bandarikjunum fyrir nokkr-
um árum. Þá streymdu knatt-
spyrnumenn frá Evrópulönd-
unum til Bandarikjanna, sem
varð á skömmum tima gósen-
land knattspyrnumanna —
enda vörðu Bandarikjamenn
miklu fé til að fá góða knatt-
spyrnumenn til að koma þang-
aö og leika með bandariskum
knattspyrnuliðum. Til að
byrja með virtist þetta ætla að
gefa góða raun, enda var
knattspyrnan i Bandarikjun-
um þá mikið auglýst — og fólk
kom á völlinn til að forvitnast
um hvað væri að gerast. En
fljótlega kom það fram, að
Bandarikjamenn höfðu ekki
mikinn áhuga á knattspyrnu.
— Hverja telur þú ástæðuna
fyrir þvi, að knattspyrnan átti
erfitt uppdráttar á þessum
tima, Halldór?
— Ástæðan fyrir þvi var sú,
að Bandarikjamenn byrjuðu á
þvi, að byggja knattspyrnuna
upp á rangan hátt. Þeir byrj-
uðu á toppinum — ætluðu sér
að kaupa inn leikmenn frá
öðrum löndum, og láta þá
leika fyrir eldri kynslóðina.
Þeirgleymdu algjörlega yngri
kynslóðinni, og þvi fór sem
fór.
— Nú hafa Bandarikjamenn
lagt mikið kapp á, að kynna
knattspyrnu fyrir ungum pilt-
um, og leggja mikið kapp á að
ala upp leikmenn. Árangurinn
lætur ekki á sér standa, eins
og sést bezt á þvi, að fyrir 7 ár-
um voru aðeins 6 félög i Los
Angeles, en nú eru þau orðin
180 — og þar að auki eru i
borginni 5-600 unglingalið.
— Er áhuginn inikiil hjá
ungu piltunum?
— Já, hann er geysilega
mikill, og einnig hjá foreldr-
um drengjanna, sem koma til
HALLPÓR VIGFOSSON.... tslendingurinn, sem stjórnar einu
bezta knattspyrnuliði Los Angeies-borgar. (Tlmamynd G.E.)
að hvetja þá i keppni. Ahuginn
er nú orðinn mjög mikill á
knattspyrnu, og ég efast ekki
um, að knattspyrna verður orð
in einvinsælasta iþróttagrein-
in innan 10 ára. Unglingar æfa
miklu frekar knattspyrnu,
heldur en bandarisku knatt-
spyrnuna — „Rugby”. Bæði er
ódýrara fyrir unglinga að
stunda knattspyrnu, og þar að
auki er ekki eins mikil slysa-
hætt I henni og „Rugby”.
— Hefur knattspyrnu-
sniliingurinn Pele frá Brasilfu
haft góð áhrif á knattspyrnuna
i Bandarikjunum?
— Já, það hefur hann svo
sannarlega gert. Áhuginn hef-
ur aukizt og nú eru þetta 25-30
þús. áhorfendur á kappleikj-
um stóru félaganna. Pele og
félagar hans i Cosmos komu
til Los Angeles fyrir stuttu. —
Þá léku þeir fyrir fullum velli
af áhorfendum.
— En Halldór, hvað viltu
segja okkur um félagið þitt —
Fram-
— Fram var stofnað 1961 af
Islendingum og Norðmönnum,
og var aðstaða félagsins i
norsku sjómannakirkjunni i
Los Angeles. Upphaflega var
safnað saman liði til að leika
gegn áhöfnum á erlendum
skipum, sem komu til borgar-
innar. En fljótlega færði félag-
ið út kviarnar, — og nú leikur
félagið um 100 leiki á ári. —
Félagið hefur þrjú unglingalið
innan sinna vébanda og tvö
karlalið. Félagið varð Los
Angeles-meistari 1967 og siðan
hefur það verið i fremstu röð.
Við höfum verið að ala. upp
unga leikmenn sl. 6 ár, sem
eru nú orðnir mjög góðir. —
Það eru piltar á aldrinum 17-
18 ára, og er þvi ekki langt að
biða, að þeir geti farið að leika
með aðalliði félagsins, sagði
Halldór.
Þess má að lokum geta, að
Halldór Eggertsson, sem er
flugvirki að mennt, hefur ver-
ið búsettur I Los Angeles um
tiu ára skeið — hann starfaði
áður hjá Flugfélagi Islands.
JÓN HÉÐINSSON.... stýrimattur, sést hér mett bikarana, sem áhöfnin
á Grundarfossi vann til eignar I Rotterdam og Antwerpen.
(Timamynd Róbert)
Islenzkir sjómenn sigursælir ó
alþjóðlegum íþróttamófum:
Notuðu
matartímann
til að kep| 30
í boðhlauc H
Sjómennirnir okkar hafa veritt sigursælir I alþjóttlegum iþróttamótum,
sem þeir hafa tekitt þátt i I erlendum hafnarborgum. Eins og vitt höf-
um sagt frá, þá vann áhöfnin á Goöafossi frækilegan sigur i Norfoik i
Bandarikjunum í sumar. Áhöfnin á Grundarfossi var einnig I sviös-
ljósinu i sumar — tryggöi sér tvo verölaunabikara I hafnarborgunum
frægu, Rotterdam I Holiandi og Antverpen I Belgíu.
— Ahuginn var mikill um borð. Það mikill, að strákarnir brugðu sér í
land i matartimanum, til að keppa I boðhlaupi, sagði Jón Vigfússon,
stýrimaður, þegar við brugðum okkur um borð I Grundarfoss. — Allir I
áhöfninni tóku þátt i keppnunum i Rotterdam og Antwerpen, en við
vorum I þriðja sæti af áhöfnum af 45skipum, Ibæðiskiptin.
Willy Petersen náði beztum árangri af áhöfn Grundarfoss — hann
varð annar i hástökki i Rotterdam, stökk 1.47 m, sem er ágætur
árangur.Þá var hann þriðji I kúluvarpi (10.18 m) og langstökki (4.87
m) Willy varð einnig þriðji, þegar samanlagður árangur var
reiknaðurút — hlautsamtals 1450 stig. Hann komst þvi fjórum sinnum
á verðlaunapallinn. í keppninni I Rotterdam, þar sem keppt var i
aldursflokkum, varð Willy þriðji i kúluvarpi i slnum flokk og Jón
Héðinsson nældi sér I silfurverðlaun i sinum flokk.
HVAÐ GERA
HAUKAR
GEGN
í íþróttahúsinu í
Hafnarfjarðarliðin
Haukar og FH leiða
saman hesta sina i
iþróttahúsinu i Hafnar-
firði i kvöid, i 1. deildar-
keppninni i handknatt-
leik. Það má búast við
geysilega hörðum og
fjörugum leik, eins og
alltaf þegar að þessir
erkifjendur mætast.
Haukar sýndu mjög
góðan leik gegn Viking-
um á sunnudaginn, þeg-
FH?
Hafnarfirði í kvöld
ar þeir sigruðu íslands-
meistarana með 8
marka mun — 22:14. Nú
er spurningin, hvað era
þeir við bikarmeistara
FH?
Guðmundur Sveinsson, fyrrum
leikmaður Fram, leikur með
FH-liðinu i kvöld, og er ekki að
efa að hann lifgar upp á sóknar-
leik FH-liðsins, sem átti heldur
lélegari leik gegn Gróttu á laugar-
daginn. Tveir leikir verða leiknir
i Hafnarfirði i kvöld — Fram
mætir Gróttu kl. 20.15 og strax á
eftir þeim leik keppa Haukar og
FH-ingar.