Tíminn - 22.10.1975, Qupperneq 20
Miðvikudagur 22. október
SÍMI1E234
ttERRft
GARDURINN
A-ÐALSTRÆTI9
SÍS-FÓlHJll
SUNDAHÖFN
G0ÐI
fyrir góöan ntai
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS
FRANCOFÉKK HJARTA-
ÁFALL í GÆR
— Sterkur orðrómur
um andlót hans
Reuter/Madrid. Fréttir frá
Madrid i gær hermdu, að
Francisco Franco, þjóðar-
leiðtogi Spánar, hefði fengið
væga aðkenningu að hjarta-
slagi i gær, en væri á bata-
vegi. t kjölfar þessarar
fréttar bárust aðrar fregnir,
sein sögðu Franco látinn.
Franco er nú 82 ára að aldri
og hefur verið við stjórn i
tæplega fjörtiu ár.
Fregnin um að Franco
væri látinn, var borin til
baka af talsmönnum
spænsku stjórnarinnar.
Segja þeir Franco einungis
þjást af kvefi sem hann hafi
fengið i siðustu viku, en væri
nú á góðum batavegi.
Fréttin um að Franco væri
látinn birtist fyrst, þegar
bandariska fréttastofan ABC
rauf útsendingu sina og
sagði, að starfsmönnum
Hvita hússins hefði verið
skýrt frá þvi, aö Franco væri
iátinn. Talsmaður banda-
riska sendiráðsins i Madrid
neitaði þvi i gær að fréttin
um andlát Francos væri
komin frá sendiráðinu. Ron
Nessen, blaðafulltrúi Fords
Bandarikjaforseta, sagði, aö
fréttin um andlát Francos
hefði borizt til Hvitahússins,
en hún hefði ekki verið stað-
fest.
Spænskir fréttaritarar hjá
Sameinuðu þjóðunum skýrðu
svo frá i gær, að þeim hefði
verið tjáö, að búast mætti við
yfirlýsingu frá Madrid þess
efnis, að Juan Carlos, rikis-
erfingi á Spáni, myndi taka
við stjórn landsins. Frá
þessu var skýrt áður en ABC
birti frétt sina. Fréttaskýr-
endur eru mjög i vafa um,
hvernig túlka beri fregnirnar
um heilsu Francos. Vitað er,
að suður-afriski hjartasér-
fræðingurinn, dr. Barnard,
var i Madrid i siðustu viku,
og dvaldi hann þá hjá
tengdasyni Francos, sem
einnig er þekktur hjarta-
læknir.
Átök í Oporto í Portúgal
Margt hefur angrað Franco að undanförnu. Hér sést hann ásamt
Juan Carlos, rikiserfingja.
Er Sithole
Idtinn?
Reuter/Rhodeslu. N.anir
aðstoðarmenn dr. Sithole, eins
helzta leiðtoga innfæddra
Rhodesiubúa, óttast nú, að dr.
Sithole sé látinn. Ekkert hefur
spurzt tii dr. Sithole frá þvi á
miðvikudag i siðustu viku, en þá
hvarf hann ásamt ritara sfnum.
Vegfarandi, sem leið átti fram
hjá hóteli þvi I Salisbury, þar sem
Sithole hélttil, heldur því fram að
hann hafi séð tvo hvíta menn
ráðastað Sithole og nema hann á
brott.
Bretar og Norð-
menn ræða um
fiskveiðimál
Reuter/Osló. Areiðanlegar fréttir
frá Osló I gær hermdu, að
Norðmenn hefðu mikinn hug á að
færa núverandi fiskveiðimörk sin
i Norður-Noregi út, en á þvi svæði
eru fiskveiðar jafnt norskra sem
erlendra togara bannaðar. Er það
ætlunin, að þeir sjómenn, sem
veiði nálægt landi, sitji einir að
þeim veiðisvæöum, sem við út-
færsluna myndu falla innan
hinna nýju marka.
Sagði i fréttunum að Jens
Evensen, hafréttarráðherra
Norðmanna myndi ræða þennan
möguleika, þegar hann hittir
David Ennals, aðstoðarutanrikis-
ráðherra Breta, í London á
fimmtudaginn. Evensen mun
einnig ræða við Ennals um fyrir-
huguð áforin Norðmanna um að
færa auðlindalögsögu landsins út
i 200 sjómilur.
— Leiðtogar sósialista og kommúnista þinga
Beirút:
10 manns létu lífið f gær
— Fer Karami til Damaskus?
Reuter/Lissabon. Atök brutust
aftur út I Norður-Portúgal f gær,
og urðu þau til þess að auka enn á
þá óvissu, sem rikir I stjórnmála-
og hernaðarlifi iandsins.
Atökin urðu með þeim hætti, aö
óþekktir árásarmenn réðust að
bókaverzlun, sem kommúnistar i
Oporto reka, og vörpuðu þeir
sprengju að verzluninni. Hinn
hægfara flokkur miðdemókrata,
CDS, lýsti þvi yfir i gær að
bensinsprengju hefði verið
varpað að skrifstofum þeirra i
Leiria, suður af Oporto.
Francisco da Costa Gomes,
Portúgalsforseti, kallaði saman
til fundar i gær leiðtoga
kommúnista og sósialista, i þeirri
von, að með þeim fundi mætti
lægja nokkuö öldurnar i portú-
gölsku stjórnmálalifi, en mikil
spenna hefur verið i samskiptum
þessara tveggja stjórnmálafylk-
inga. Mið-demokrötum var hins
vegar ekki boðiö til fundarins.
Reuter/London. Reutersfrétta-
stofan I London skýrði frá þvf I
fyrradag, að mikill uggur sé nú
meðal brezkra umhverfisfræð-
inga, þar sem komiö hafi I Ijós, að
baneitraö kjarnorkuúrgangsefni,
sem taki þúsundir ára að eyöast,
sé flutt til Bretlands tii frekari
vinnslu og fullnýtingar.
Stjórn Verkamannaflokksins,
sem gerir nú allt sem i hennar
valdi stendur til þess að styðja viö
bakiðá brezku viðskiptalífi I þeim
þrengingum, sem gengið hafa yf-
ir að undanförnu, viðurkenndi i
gær, að i Bretlandi væru úrgangs
efni þessi, sem koma frá nokkr-
um þjóðum, geymd. Jafnframt
viðurkenndu talsmenn stjómar-
innar, að nú stæöu yfir samninga-
viðræður milli stjórna Bretlands
Fransisco da Costa Gomes fer i
dag til Italiu, og mun hann þar
meöal annars eiga viðræður viö
Pál páfa. Frá Italíu heldur hann
til Júgóslaviu til viðræðna við
þarlenda ráðamenn.
Hættulegt
leikfang
Reuter/Nairobi, Kenya. Fullorð-
inn maður og fimm börn biðu
bana, þcgar gömul fallbyssu-
sprengja sprakk I þorpinu Embu,
norður af Nairobi. Fann maður-
inn sprengjuna i skóginum utan
viö þorp sitt og fór meðhana heim
til sin. Þar handiék hann sprengj-
una án þess að vita, hvers konar
grip var um að ræða, með
framangreindum afleiðingum.
og Japans um aö Bretar kaupi
fjögur þúsund tonn af þessum
banvæna úrgangi.
Fréttirnar um úrgang þennan
birtust I blaðinu Daily Mirror I
fyrradag, og hafa þær vakið, eins
og fyrr segir, mikinn ugg meðal
vfsindamanna, þar sem þeir ótt-
ast, aö úrgangsefnin kunni að
berast út i umhverfi sitt, þótt
stjórnin haldi þvi fram, að fyllsta
öryggis sé gætt. Telja visinda-
menn það einnig hæpna stefnu, að
ætla aö gera Bretland að eins
konar ruslatunnu fyrir hættuleg
úrgangsefni frá öðrum þjóðum.
Úrgangsefnin eru geymd i
höggþéttum stáltönkum, sem
hafðir eru 6,5 metra undir vatns-
yfirborði i kjarnorkutilraunastöð-
inni I Windscale f Cumbira I Norð-
vestur-Englandi.
Reuter/Beirut. Skothvellir og
sprengjuhvinir kváðu viö I Beirut,
höfuðborg Libanon, i gær, og létu
að minnsta kosti 10 manns lifið,
að þvf er segir i fréttum frá Bei-
rut i gær. Þingmenn á libanska
þinginu létu þó allt slikt sem vind
um eyru þjóta, þvi að þeir komu
saman tii fundar í miðborg Beirut
I gær til þess að kjósa nýjan þing-
forseta.
Fallbyssusprengju var skotið
að húsi einu i hverfi kristinna
manna I borginni og létu þá þrir
llfið, en 10 særöust alvarlega.
Seinna um daginn var svo annarri
sprengju skotið að skála öryggis-
varöa I austurhluta borgarinnar,
en við það biðu þrfr öryggisverðir
bana og einn óbreyttur borgari.
Einn maður varskotinn til bana
við vegartálma i norðurhluta
borgarinnar og svo fundust sex
önnur lik þeirra, sem fallið hafa i
baráttunni, sem átti sér stað i
fyrrinótt. Mikið var um mannrán
þá nótt, bæði af hálfu múhameðs-
trúarmanna og kristinna manna.
Orrustugnýrinn kvaö við um
alla borgina og úthverfi hennar,
eins og fyrr segir. óttazt var, að
þingmennirnir á libanska þinginu
gætu ekki komiðsaman til fundar
sins, eins og fyrirhugað var, en á
fundinum átti að velja nýjan
þingforseta og ræða hið alvarlega
ástand stjórnmála i landinu. 99
kjömir fulltrúar sitja á þinginu I
Beirut. Þingmennirnir létu þó
eins og fyrr segir orrustugnýinn
sem vind um eyru þjóta og óku
eftirauðum strætum borgarinnar
til þinghússins, sem var vandlega
gætt af öryggisvörðum og lög-
.reglusveitum. Kamal Asaad, var
endurkjörinn forseti þingsins I ni-
unda skiptið. Hann er múhameðs-
trúarmaður.
23 biðu bana i fyrradag I
átökunum, sem þá áttu sér stað,
og opinberar skýrslur herma, að
tala þeirra, er látið hafá lifið sl.
7 mánuði sé nú komin upp i eitt
þúsund sex hundruð og fimmtiu
en meira en þrjú þúsund manns
hafa særzt.
Vopnaðir menn úr sveitum
beggja deiluaðila ráfuðu um göt-
ur borgarinnar I gær, þrátt fyrir
samninga þá, sem leiðtogar
deiluaðila hafa gert með sér að
undanförnu um aö slikt ætti ekki
að eiga sér stað.
Fregnir herma, að átök hafi átt
sér stað I gær á aöalgötu Beirut
borgar, þar sem upplýsingamála-
ráðuneyti rikisstjórnarinnar hef-
ur aðsetur sitt.
ísýrlenzka blaðinu Pro-Syrian,
var skýrt frá þvi i gær, að Rashid
Karami, forsætisráðherra Liban-
on, væri bráðlega væntanlegur til
Damaskus til viðræðna við sýr-
lenzka leiðtoga um ástandið i
Libanon. Frétt þessi var ekki
staðfest I rikisútvarpinu i Liban-
on I gær.
I sýrlenzka blaðinu sagði ekki,
hvenær Karami kæmi til Sýr-
lands, en þar sagði hins vegar, að
áður en hann snéri aftur til Beirut
myndi hann gefa út örlagarika
yfirlýsingu, sem skipta kynni
sköpum i átökum hinna striðandi
aðila I Libanon.
tspKSanEK
v&vr"*$£■ vv'.
viÍ'ÍtÆÍ'/íK •
*
Sýrlenzka biaðið Pro-Syrina heidur þvi fram að fyrirhuguð Damaskus-
ferð Karamis ráði úrslitum um framgang borgarstriðsins i Libanon.
Fær hann deiluaðiia til að leggja niður vopnin?
Bretland ruslatunna
eitraðra úrgangsefna frá
öðrum þjóðum