Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 1
j iCas/-.™. PRIMUS HREÝFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf c 243. tbl. — Föstudagur 24. október — 59. árgangur HF HÖRÐDR OUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 ÓLAFUR JÓHANNESSON í UTVARPSUMRÆÐUNUM: Getum ekki haldið áfram • • lifa um efni fram AÞ—Reykjavlk. — í útvarps- umræðunum i gærkvöldi lagöi Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra einkum áherzlu á tvö mál, efnahagsmálin og land- helgismálið. t sambandi við efnahagsmál- in'sagði viðskiptaráðherra, að nú væri aðalatriðið, að menn horfðust i augu við staðreyndir og viðurkenndu veruleikann. Staðreynd væri, að við gætum ekki haldið áfram að lifa um efni fram. Nauðsynlegt væri að hægja ferðina, án þess yrði þeim markmiðum, sem sett hefðu verið, að draga úr verð- bólguhraðanum og bæta stöð- una út á við, ekki náð. Ólafur Jóhannessonsagði, aðsamt yrði að fara að með gát og forðast stökkbreytingar, svo að at- vinnuöryggi yrði ekki stefnt I hættu. Þá sagði viðskiptaráðherra, að ekki hefði tekizt að ná þeim , tökum á efnahagsmálunum, er æskilegt hefði verið og að stefnt. „Ég hef enga löngun til að skjóta mér undan ábyrgð i þeim efnum," sagði viðskiptaráð- herra. Þá minnti hann á, að vor- ið 1974 hefði hann beitt sér fyrir tillögum til lausnar efnahags- vandanum, en þá hefðu flokka- drættir verið látnir ráða i stað þjóðarhagsmuna. Vandinn, sem nú væri við að etja, væri áreiðanlega minni, ef þessum tillögum hefði verið fylgt. Ólafur Jóhannesson vék einnig að landhelgisdeilunni, og sagði m.a.: „Ég tel að nokkuð sé gefandi fyrir friðsamlega og vinsamlega lausn þessarar deilu. Ég álit það farsælla fyrir þjóðina heldur en að búa við fjandksap grannríkja, sem við höfum öldum saman átt sam- skipti við. Það er mikils virði fyrir Island að eiga sem viðast vinum að mæta. Þess vegna er ég samþykkur þeim sjónarmið- um sem sett eru fram af for- sætisráðherra. Hitt er ljóst, að eins og ástandið er, sbr. skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar, höfum við litið að láta. Og sam- komulag er útilokað, nema litið sé með fyllstu sanngirni á að- stæður okkar." Ræða ólafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra er á bls. 7. „SAMKOMULAG ÚTILOKAÐ í LANDHELG- ISMÁLINU, NEMA LITIÐ SÉ MEÐ FYLLSTU SANNGIRNI Á AÐSTÆÐUR OKKAR" Stefnuræoa forsætis- ráðherra á bls. 6 KONUR í FRÍI í DAG Fjölmennt verður á fund á Lækjartorgi og baráttu- samkomur víða um land Á bls. 8 Framhaldsviðræður við Breta í dag Gsal—Reykjavík. — Viðræðu- nefndir tslendinga og Breta i Iandhelgismálinu ræddust við á fundi i London f gærmorgun, en árangur varð enginn, að sögn Einars Ágústssonar, utanrikis- ráðherra. Engin tilboð voru lögð fram á fundinum, hvorki af hálfu tslendinga né Breta, en hins veg- ar lagði fslenzka viðræðunefndin fram skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar, þar sem m.a. kemur fram aö á miðunum kringum tsland sé ofveiði á öllum mikilvægustu fiskstofnunum. Sfð- ari hluta dags i gær átti utanrikis- ráðherra svo fund með Callaghan, utanrikisráðherra Breta, — go stóð sá fundur i tæp- lega hálftima. Tlminn innti Einar Agústsson eftir þvi I gær, hver hafi verið niðurstaða fundanna með Bret- um. — Hún er nákvæmlega engin. Við lögðum fram skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar, sem Bretarnir höfðu ekki séð fyrri. Óskuðu þeir eftir að fá tækifæri til að kynna sér efni hennar og gerum við ráð fyrir að þeir hafi eitthvað fram að færa varðandi skýrsluna á fundinum sem hefst i fyrramálið. Það er ákveðin ósk Breta að fá áframhaldandi leyfi til veiða innan 50-milnanna. Hins vegar höfum við ekki lagt fram neitt tilboð, og þvi er ekki hægt að greina frá svörum okkar við þeirri ósk, sagði Einar Ágústsson. Einar kvað landhelgismálið hafa verið rætt „vitt ogbreitt" en - þó einkum á grundvelli áður- nefndarar skýrslu. — Það másegja, að þessi fund- ur hafi verið framhald af septem- ber-fundinum, sagði Einar. Ýms- ar nyjar upplýsingar voru kynnt- ar, aðallega af okkar hálfu. Um fund minn með Callaghan, er litið að segja, hann var aðeins smækk- uð Utgáfa af fyrri fundinum. Ég gerði honum grein fyrir rökum okkar varðandi útfærslu land- helginnar, en hann benti hins veg- ar á, að naumur tlmi væri til stefnu og að brezka stjórnin hefði mikinn áhuga á, að samningar tækjust. Callaghan minntist ekk- ert á herskipavernd eða annað i þeim diir, og hann gat þess, að Bretar vildu ekki annað þorska- strlð. Viðræðufundir hefjast aftur i dag kl. 10. Sjá viðbrögð Breta - -^ Bak SJÓMENN Á FUNDI MEÐ FORSÆTISRÁÐ- HERRA í GÆR BH-Reykjavlk. — Kl. 16 I gær gekk samstarfsnefnd yfir- og undirmanna á fiskiskipum á fund forsætisráðherra og átti. með honum eins og hálfs klukkutíma viðræðufund. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst Tímanum ekki að ná tali af Geir Hallgrimssyni, forsætis- ráðherra, i gær.eftirfundinn en sjómenn töldu að fundurinn hefði ekki komið neinni hreyfing á málið. Myndina hér að ofan tók Guðjón á viðræðufundi sjómanna og forsætisráöherra I gær. Frá vinstri sitja við borðið: Sigurpáll Einarsson, úskar Vigfússon, Guðmundur Jóns- son, Sigurður Kristjánssn,, Þórður Asgeirsson, skrifstofu- stjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu, Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, Björn Bjarnason, deildarstjóri i for- sætisráðuneytinu, Björn Ingólfsson, Gestur Einarsson, ólafur G. Gislason og Gunnþór Ólafsson. Neðri myndin sýnir fulltrúa sjómanna koma til fundarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.