Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 24. október 1975. JAFNRÉTTI - FRAMÞRÓUN - FRIÐUR — Atvinnulíf lamast um land allt í dag gébé Rvik — Þá er stóri dagurinn runninn upp: Kvennafri á ís- landi! Þátttaka kvenna um land allt virðist ætla að vera gifurleg, i þorpum, bæjum og svo i höfuð- borginni. Þátttaka I útifundinum á Lækjartorgi verður mikil, þvi þar verða ekki aðeins konur úr Reykjavik heldur einnig úr flest- um nágrannabyggðum. Má þar telja konur frá Hafnarfirði, Akra- nesi, Selfossi, Hvcragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þor- lákshöfn, Borgarnesi og af Suður- nesjum. Timinn kynnti sér þátt- töku kvenna i kvennafriinu á nokkrum stöðum úti á landi og allsstaðar er sömu sögu að segja, þær eru mjög samtaka og ákveðnar og má i þvi sambandi geta þess, að t.d. i Grimsey, munu allar konur taka sér fri og láta karlmenn um bú og börn meðan þærskemmta sér I félags- heimilinu! Svavar Jóhannsson fréttaritari Tlmans á Patreksfirði sagði að, að öllum likindum væri þátttakan mjög góð. Bjóst hann við að bæði frystihúsin yrðu lokuð, en verzlun kaupfélagsins mun vera opin, svo og samvinnubankinn, enda nær eingöngu karlmenn þar við vinnu. Engin sérstök dagskrá verður á Patreksfirði, þótt konur taki sér almennt fri frá störfum. Á ísafirðier mikill baráttuhug- ur i kvenmönnum, að sögn Guð- mundar Sveinssonar fréttaritara blaðsins. Flest allar verzlanir verða lokaðar, einnig bankar, frystihús og önnur fyrirtæki. Dagskráin hefst klukkan tiu f.h. með þvi að konur fjölmenna i leikfimi og gufubað til að vera vel upplagðar fyrir daginn. Léttur hádegisverður er i Múlakaffi og flytur Þuriður Pétursdóttir menntaskólakennari erindi. Klukkan tvö hefst samfelld dag- skrá sem stendur fram eftir degi. Um kvöldið verður kvikmynda- sýning. Guðmundur sagði, að eft- ir þvi sem hann kæmist næst, yrðu karlmenn yfirleitt heima við að passa börnin meðan konurnar taka þátt i dagskráratriðum dagsins. Valey Jónasdóttir, kennari á Siglufirði er i undirbúningsnefnd um kvennafri á staðnum og sagði hún að þátttaka væri mjög al- menn og konur samtaka. Opið hús verður frá kl. 11 f.h. að Hótel Höfn og siðdegis verður þar dagskrá með ávarpi, ræðum, ljóðalestri, söng og ýmsu léttmeti á milli. Um kvöldið verður bænastund i kirkj- unni. Flestar verzlanir verða opnar en það verða nær eingöngu karlmenn þar við afgreiðslu. Þá starfa skólarnir lika, enda eru kennslukonur fáar, en stúlkur i tveim efstu bækkjum gagnfræða- skólans mæta ekki i kennslu- stundir. Þá var og óákveðið hvort frystihúsin yrðu opin. Guðmundur Jónsson i Grímsey sagði að þátttaka kvenna væri mjög almenn og að þær ætluðu sér allar i allsherjarfri. — Við karlmennirnir búum að sjálf- sögðu til matinn og litum eftir börnunum, sagði hann. Konurnar ætla að lyfta sér upp og koma all- ar saman i félagsheimilinu, fá sér að borða þar og svo verða einhver skemmtiatriði á boðstólum. Sagði Guðmundur bara vonast til að það yrði gott veður svo þeir gætu flaggað i eynni i tilefni dagsins! Á Sauðárkrók verður unnið i sláturhúsinu, sagði Guttormur Óskarsson, en ekki vinna þó allar konurnar, heldur aðeins hluti þeirra. Verzlanir kaupfélagsins verða lokaðar, en opið hús verður i félagsheimilinu Bifröst, þar sem skemmtiatriði og veitingar verða á boðstólum. Kvaðst Guttormur ekki hafa orðið var við neinn spenning 'f sambandi við kvennafri, en að nokkur þátttaka yrði. Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði, að öll starfssemi I þorpinu félli niðurf dag, nema þá neyðar- þjónusta, t.d. verður neyðarvakt á simanum. Sagðist hann búast við um 80% þátttöku kvenna. Eft- ir hádegi ganga konur fylktu liði frá Egilsstöðum að Vegaveiting- um, sem er veitingaskáli við Lagarfljótsbrú og er um 1 km frá þorpinu. Þar verða ræður fíuttar og ýmis skemmtiatriði á dagskrá. Mikill baráttuhugur er i kven- mönnum og þátttakan mjög al- menn. — Allar konur, sem hér stunda vinnu utan heimilis, taka sér fri i dag, fullyrti Benedikt Guttorms- son i Neskaupstað. Ekki kvaðst hann vita um hve almenn þátt- taka húsmæðra væri. Kaupfélag- ið verður lokað, svo og aðrar verzlanir sem konur vinna i. Opið hús verður i Egilsbúð frá kl. 10 f.h. og fram eftir kvöldi. Fer þar fram fjölbreytt dagskrá, ræður og skemmtiatriði. — Við reynum að halda slátur- húsinu gangandi, sagði Aðal- steinn Aðalsteinsson á Höfn i Hornafirði, svo og öðrum at- vinnustöðum hér, en þó verða ein- hverjar deildir kaupfélagsins lokaðar. Þátttaka er mjög góð i kvennafrii, en opið hús verður i Sindrabæ frá kl. 10-19 og ýmislegt þar á boðstólum, skemmtiatriði og fleira, fyrir konurnar. Wj W/ 3/ Undirrituð verkalýðsfélög árna íslenskum konum heilla á kvennadaginn, 24. október, og óska þeim góðs árangurs á þeim sérstæða baráttudegi. Við tel jum einsýnt, að hið alþjóðlega kvennaár haf i þegar vakið til almennrar umhugsunar um núverandi stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins og leitt til mikilsverðrar hugarfarsbreytingar með þjóðinni. Nú ríður á að virkja þá hugarfarsbreytingu í raunhæfar aðgerðir til upprætingar öllu mis- rétti og mismunun byggðri á kynferði, á næstu árum. Sérstaklega vonum við, að konur gerist nú virkari í baráttu verkalýðsstéttar- innar og samtaka alþýðunnar, sem alltaf hafa haft jaf nrétti allra þjóðfélags- þegna ofarlega á sinni stefnuskrá. Með þvi að leiða jafnréttiskröfu kvenna til farsælla lykta á næstu árum, er þýðingarmikið skref stigið i áttina til þess framtíðarþjóðfélags, sem verka- lýðshreyf ingin hefur f rá upphaf i barist fyrir. Jafnréttisbaráttan er því einn þýðingarmesti liðurinn i baráttu verkalýðsins í dag. Því skora félögin á allar konur, að taka virkan þátt í aðgerðum þessa dags — 24. október — sem þær f ramast geta og stuðla þannig að því að gera hann að sannnefndum sigurdegi jafnréttisbaráttunnar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Trésmiðafélag Reykjavíkur Félag starfsfólks á veitingahúsum Verkamannafélagið Dagsbrún Flugfreyjufélag íslands Félag bifvélavirkja Starfsstúlknafélagið Sókn Hið íslenska prentarafélag ASB, fél. afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkurbúðum Verkakvennafél. Framsókn Félag íslenskra hljómlistarmanna %) f) Með morgninum i gær komu sjö togarar af hafi og lögðust á ytri höfn- ina. Timamynd GE. Austfirzku tog- ararnir í BH—Reykjavik. — t gærkvöldi var ljóst, að allir austfirzku togararnir, sem verið hafa að veiðum fyrir austan, myndu halda til lands og verða komnir til hafnar um miðnætti. Hafa togaramenn lýst þvi yfir, að þeir geri þetta til að sýna samstöðu með stéttarbræðrum sínum, sem þegar séu hættir veiðum i mót- mælaskyni við nýákveðin fisk- verð og sjóðakerfi sjávarútvegs- ins. Sjö togarar komu á ytri höfnina i Reykjavik i gærmorgun og biðu nöfn þar átekta, en útgerðir þeirra, Bæjarútgerð Reykjavikur og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, hafa ekki samþykkt hafnarkomu þeirra, m.a. á þeim forsendum að ekki sé unnt að taka á móti fiskin- um úr þeim, vegna fridags kvenna i dag, en þá liggur að sjálfsögðu öll vinna niðri i frysti- húsum. I Hafnarfirði hafði ekki verið lokið við að vinna aflann úr Júni I gærkvöldi, og þegar Guð- steinn kom til lands neitaði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hon- um um löndun. Kveðja frd dönskum konum til íslenzkra gébé—Reykjavik. — islenzkum konum hal'a borizt margar stuðningsyfirlýsingar vegna kvennafris, og ein þeirra var frá Danmörku og var svohljóðandi: Til islenzkra kvenna: Ákvörðun ykkar um aðleggja niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október hefur vakið mikla athygli ogánægju meðal kvennasamtaka okkar. Aðgerðir ykkar fyrir jafnrétti i launamálum, munu einnig styðja danskar konur og við sendum ykkur beztu óskir og vonum að aðgerðirnar muni bera verð- skuldaðan árangur. Undirskriftin er: Kvennasamtök I Socialistisk Folkeparti, Danmark. Eins og kunnugt er hefur Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi jafnan gengizt fyrir kynningu á samtökunum á þessum degi og hefur sú kýnning aðallega farið fram i skólum landsins. Vegna hinnar miklu þátttöku kennslu- kvenna I kvennafrii, mun þó ekki verða af þessu i þetta skiptið. Stjórn Félags SÞ á Islandi, lýsir hins vegar yfir fullri samstöðu og stuðningi við aðgerðir kvenna og væntir þess að allir leggi sitt af mörkum til þess að árangur þeirra verði sem mestur og varanlegastur. 1. des.-kosningarnar: „AAjög dnægðir með úrslitin" Gsal-Reykjavik. — Verðandi, félag róttækra stúdenta vann mikinn sigur I kosningunum I fyrrakvöld, þar sem kosið var um skipan 1. desnefndar. Eins og við sögðum frá i Timanum i gær hlaut listi Verðandi yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. — Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með úrslit kosninganna, sagði Gylfi Kristjánss,, fulltrúi Verðandi-manna i Stúdentaráði, en þar hafði Verðandi meirihluta sem kunnugt er. Kvaðst Gylfi lita á kosningaúrslitin sem óbeina traustsyfirlýsingu á stúdentaráð og þeirra starf — og hvatning til þeirra að standa sig vel i lána- málabaráttunni. Það efni sem Verðandi ætlar að taka til umfjöllunar á 1. des. samkomu stúdenta er „Kreppan” og að sögn Gylfa hyggst Verðandi koma upp fjór- um samstarfshópum sem fjalla um „Kreppuna” frá mismunandi sjónarhornum. Þeir sem skipa 7 manna nefnd 1. des hátiðarinnar eru/ Skúli Thoroddsen, Sólrún Gisladóttir, Ivar Jónsson, Kristrún Ástgeirsdóttir, Kolbeinn Árnason, Skafti Þ. Halldórsson og Stefán Hjálmarsson. Starfsmaður óskast Orkustofnun óskar að ráða til sin starfs- mann til að annast fulltrúastarf fram- kvæmdastjóra jarðborana ríkisins. Kunnátta i almennum skrifstofustörfum er nauðsynleg. Eiginhandar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Orkustofnun, Laugavegi 118, Reykjavik, eigi siðar'en 1. nóvember n.k. Orkustofnun. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi: Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JÉB » 55 5 5 JÓN LOFTSSON Hringbraut 121 . Sími 10-600 mmm * HF. ft»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.