Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 24. október 1975. Ræöa Geirs Hallgrímssonar í útvarpsumræðunum í gærkvöldi: „í bezta falli hægt að búast við óbreyttum þjóðartekjum á mann" — Ríkisstjórnin mun stefna að því að draga verulega úr viðskiptahallanum strax d næsta dri og hægja á verðbólguhraðanum, jafnframt sem stefnt verður að því að tryggja fulla atvinnu „Ræöa min mun fjalla um þau tvö megin viðfangsefni, sem eru öllum öðrum mikilvægari um þessar mundir, annars vegar landhelgismálið og hins vegar þann mikla efnahagsvanda, sem Islenzka þjóðin stendur frammi fyrir. Rlkisstjórnin mun að sjálfsögðu vinna að margvislegum öðrum málum, og læt ég nægja í þeim efnum að visa til yfirlits um ein- stök lagafrumvörp, sem rikis- stjórnin hyggstflytja á nýbyrjuðu þingi, og sent er þingmönnum sem fylgiskjal með ræðu þessari. Landhelgismólið Miðvikudaginn 15. október s.l. gekk I gildi reglugerð um fisk- veiðilandhelgi Islands, er kvað á um útfærslu hennar i 200 sjómil- ur. Er það I samræmi við stefnu- yfirlýsingu rikisstjórnarinnar frá 28. ágúst 1974, að færa fiskveiði- landhelgi Islandsút i 200sjómilur á árinu 1975. Allt frá þvi að ríkisstjórnin var mynduð, hefur ötullega verið unnið að undirbúningi útfærsl- unnar. Rétt þótti að ákveða akki út- færsludagjnn, fyrr en eftir fund HafréUsarráðstefnunnar, sem haldín var fyrr á þessu ári. Fljótlega að honum loknum var endanleg ákvörðun tekin og sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð um 200 milna fiskveiði- landhelgi 15. júlí s.l., er taka skyldi gildi 15. október. Reynslan hefur sýnt, að það var skynsamlegt að fresta þessari ákvörðun fram yfir síðasta fund Hafréttarráðstefnunnar. Þar var lagt fram frumvarp að hafréttar- sáttmála, samræmdur texti, sem formenn undirnefnda ráðstefn- unnar standa að. Það er styrkur, að Utfærsla okkar i 200 sjómilur, þótt einhliða sé, er i fullu sam- ræmi við þetta frumvarp. Okkur skiptir nú mestu máli að vernda þau ákvæði frumvarpsins, sem mæla fyrir um óskoruð yfirráð strandrikis yfir 200 milunum, að strandrikiðhafi einhliða rétt til að kveða á um, hve mikið fiskmagn skuli þar taka upp úr sjó, og hvort öðrum þjóðum skuli heimilaðar veiöar. Við verðum að standa vörðum þessi ákvæði frumvarps- ins og leitast við að sjá um að þau breytist ekki i meðferö Hafréttar- ráðstefnunnar. Samkvæmt heimildum alþjóð- legra aðila,/sem hafa gert skrá yfir stærð rikja, eftir að þau öðl- ast 200 mflna efnahagslögsögu, eins og gengið er út frá á Haf- réttarráðstefnunni, yrði tsland þá 25. viðáttumesta ríki heims. Við útfærsluna stækkaði yfir- ráðasvéeði tslands um rúma 500 þús. ferkilóm. eða þrefaldaðist. Þessar tölur einar gefa til kynna, hve glfurlegt verkefni það er að halda uppi lögsögu á islenzku yfirráðasvæði. Á hafinu mæðir auðvitað mest á landhelgisgæzl- unni og starfsmönnum hennar. Við aukin verkefni fylgja þeim allar góðar óskir, en jafnframt hljdtum við að gera okkur grein fyrir, að fjárþörf landhelgisgæzl- unnar er mikil bæði vegna tækja- kaupa og reksturs. Mat á þeirri fjárþörf veltur m.a. á þvi hvort ófriður verður um Utfærsluna eða ekki. Viðræður við aðrar þjóðir Eins og jafnan áður, þegar við tslendingar færum út fiskveiði- lögsögu okkar, gerum við þaö einhliða og með vitneskju um það, að ákvörðun okkar veldur deilum við aðrar þjóöir. Um leið gerum við okkur ljóst, að með ýmsum alþjóðlegum skuld- bindingum, ekki sizt með tilvisun til stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna, höfum við heitið þvi, að leitast við að leysa deilur við aðr- ar þjóðir með friðsamlegum hætti og samningum. t þessu deilumáli höfum við bæði réttinn og rökin með okkur, þegar viðræðum við aðrar þjóðir. Ef við viljum annað hvort ekki eða treystum okkur ekki að halda fast fram málstað okkar i viðræð- um og frjálsum samskiptum þjóða, erum við vart verðug þess að heita sjálfstæð þjóð. tslenzka rikisstjórnin hefur tekið þá sjálfsögðu afstöðu að ræða beri við aðrar þjóðir, sem þess óska, á þeim grundvelli, að 200 milurnar verði i heild friðað- ar sem allra fyrst. Þær undan- þágur, sem hugsanlega kynnu að verða veittar, eiga að byggjast á þvi, að stórfelldur samdráttur verði I afla erlendra skipa, erlendum fiskiskipum fækki verulega, veiðisvæðin færist sem lengst frá landi, og einkum verði lögð áherzla á að friða 50 mflurn- ar sem mest. Jafnframt verður ekki gengið til samninga nema til skamms tíma. Ég fjölyrði ekki frekar um það, hvernig viðræðum verður háttað i einstökum atrið- um, enda verða engir samningar gerðir án þess að þeir komi til umræðu og samþykktar Alþingis. Crslitum ræður, hvort við losnum frekar og fyrr við erlend fiskiskip af tslandsmiðum með samkomu- lagi eða án þess. Við skulum hafa það til hlið- sjónar, að erlend fiskiskip hafa á undanförnum 10 árum veitt frá 40% og allt að 54% af afla botnlægra fiska á tslandsmiðum. Það er ekki i raun fyrr en á árinu 1974, að hlutdeild erlendra veiði- skipa minnkar nokkuð, eða niður i 38.1% en árið 1974 er einmitt fyrsta heila árið, sem Bretar veiða hér við land samkvæmt nýju fiskveiðisamkomulagi og landhelgisgæzlan hefur getað einbeitt sér að þvi að stugga Þjóð- verjum einum út fyrir 50 mflurn- ar. Við höfum margvislegra hags- muna að gæta i viðræðum við aðra, auk þess meginmarkmiðs að friða allt 200mflna svæðið fyrir erlendum fiskiskipum. Við megum ekki spilla góðum málstað okkar á Hafréttarráð- stefnunni og leggja vopn i hendur þeirra andstæðinga okkar, sem vilja fá það ákvæði inn i haf- réttarsáttmálann, að gerðardóm- ur kveði áum, hvernig veiðum út- lendinga skuli háttað innan fisk- veiðilögsögu strandrikjanna, ef samkomulag næst ekki. Við verðum einnig að hafa hug- fast, að við kunnum að hafa hag af því að stunda veiðar innan fyrirhugaðrar 200 mflna lögsögu annarra rikja. Þá verður að koma skýrt fram i viöræðum við aðra, að Islending- ar geta ekkisætt sig við.að erlend skip séu styrkt til veiða á tslands- mið og aflinn siðan seldur undir kostnaðarverði, i samkeppni við fiskafurðir tslendinga sjálfra. Engin þjóð getur sætt sig við slika samkeppni og allra sizt, er um er að ræða allt að 80% af útflutn- ingi hennar. Loks megum við ekki missa sjónar af þeim viðskiptalegu hagsmunum, sem við af þvi að fá samning okkar við Efnahags- bandalag Evrópu að fullu i gildi, þótt við látum ekki undan viðskiptaþvingunum. Hagnýting hinnar nýju fiskveiðilögsögu Rikisstjórnin mun leggja áherzlu á, að fiskveiðilaganefnd, er skipuð var að tilhlutan sjávar- útvegsráðherra til að fjalla um hagnýtingu islenzku fiskveiðilög- sögunnar, skili áliti sem fyrst, Alþingi fjallaði um málið og lög- gjöf verði samþykkt fyrir árslok. Við tslendingar eigum að samein- ast um að móta skynsamlegar reglur um eigin nýtingu 200 milna fiskveiðilögsögunnar. Við verðum að sýna bæði sjálfra okkar vegna og til að styrkja stöðu okkar út á við, að útfærslan sé ekki unnin fyrir gýg og fiskstofnar eyðist ekki jafnt eftir að útlendingar eru horfnir af miðum okkar. Skýrslur um ástand fiskstofnanna á Islands- miðum sýna hve brýnt verkefnið er. Vist er, að ágreiningur er mik- ill milli landshluta, milli út- gerðarmanna og sjómanna á mis- munandi fiskiskipum um friðunarráðstafanir og eðlilega skiptingu veiða á miðunum við landið. Þennan ágreining verður að leysa, og við verðum að standa sameinaðir að hagnýtingu mið- Geir Hallgrimsson forsætisráðherra. anna, þannig að við náum hámarksafrakstri af fiskstofnum á hverjum tima. An sliks heild- arsamkomul. getum við með eig- in aðgerðum eða aðgerðaleysi leitt bjargarskort yfir landsmenn i bráð og lengd. Framvinda landhelgismálsins, bæði út á við og inn á við, ræður miklu um lifskjör þjóðarinnar. Verið getur, að af landsmönnum verði krafizt meiri kjaraskerð- ingar en jafnvel hinn mikli efna- hagsvandi okkar hefur hingað til gefiö tilefni til. Þá er að taka þvi. Lokatakmarkinu verður að ná, að Islendingar einir stjórni og hagnýti öll fiskimið innan 200 milnanna. í þeirri baráttu stöndum við þvi aðeins sterkt að vigi, að við kunn- um.að fara með stjórn eigin mála og treysta efnahag okkar, svo að við séum ekki öðrum háðir. Þvi næst vék forsætisráðherra að þróun efnahagsmála á árunum 1974 og 1975. Sagði hann m.a. að nú virtust horfur á, að þjóðar- framleiðslan minnkaði um 3 1/2% á árinu 1975 og vegna versnandi viðskiptakjara rýrnaði raunveru- legt verðgildi þjóðarteknanna á mann um 9%. Þá ræddi forsætis- ráðherra um aðgerðir I efnahags- lifinu 1975, sem miðuðu að þvi að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuveganna og fulla atvinnu, auk þess, sem byrðar lágtekju- manna voru léttar. Þessu næst vék Geir Hallgrimsson að horfun- um framundan. Horfurnar framundan Eins og ég hefndi hér áðan hef- ur þróun þjóðartekna og við- skiptakjara orðið mun óhagstæð- ari á árinu 1975 en búizt var við i upphafi ársins. Þrátt fyrir mikla aukningu erlendra lána, er nú bú- izt við að nettógjaldeyrisstaðan muni versna um 2.500 millj. kr. á árinu og gjaldeyrisforðinn yrði þvi aðeins lánsfé. Staða sjávarút- vegsins er tæp. Þrátt fyrir veru- legar greiðslur úr Veröjöínunar- sjóði til frystihúsanna blasir við þeim taprekstur við rikjandi skil- yrði og frystideild verðjöfnunar- sjóðs er tæmd. Ef ytri skilyrði, svo sem útflutningsverð, batna ekki, er hér a.m.k. um 2000 millj. kr. vanda að ræða á ársgrund- velli. Flestar greinar fiskveiða eiga við mikla rekstrarerfiðleika að etja, ekki sist vegna endurtekinn- ar oliuverðshækkunar. Handriti af ræðu minni er skil- að I hendur þingmanna fyrir sið- ustu helgi. Siðan hefur það gerzt að fiskiskipum er stefnt i höfn, ef fiskverð er ekki hækkað enn um a.m.k. milljarð á ársgrundvelli, og sjóðakerfi sjávarútvegs endurskoðað. Sú endurskoðun er i gangi og á að ljúka fyrir 1. des. n.k. Brýna nauðsyn ber til að gera róttækan uppskurð á sjóðakerfinu, en að svo miklu leyti, sem breytingar, er i kjölfar fara, leysa ekki tekju- skiptingarvandamál sjávarút- vegsins, verða menn að viður- kenna þá staðreynd, að aðrir fjár- munir eru ekki til en þeir, sem út- flutningsverð segir til um á hverj- um tima. Kröfur bæði innan og utan sjávarútvegs verða við það að miðast. Á þessum vettvangi er ekki kostur að fjalla itarlega um þann mikla vanda, sem sjávarútvegur- inn á nú við að striða. Rikisstjórnin telur það grund- vallarskilyrði að leysa þennan vanda. Ekki virðast horfur á þvi, að viðskiptakjör muni fara batnandi á næstunni. Þótt vonir standi til þess, að verðlag afurða þeirra út- flutningsgreina, sem tæpast standa um þessar mundir, fari hækkandi og rétti hag þeirra á næstu misserum, er jafnframt við þvi að búast, að innflutningsverð hækki, svo þessi vinningur eyðist frá sjonarmiði þjóðarbúsins i heild. Efnahagsástandið i heiminum vekur ekki bjartsýni. Margvis- legir erfiðleikar hafa tafið endur- bata I efnahagsmálum umheims- ins. Islendingar geta þvi ekki bú- ist við búhnykk á næsta ári vegna bættra ytri skilyrða. Þegar vandi næsta árs er met- inn, virðist f bezta falli hægt að búast við óbreyttum þjóðartekj- um á mann. í þeirri þröngu stöðu, sem þjóðarbúið er I um þessar mundir, hljótum við að taka mið af þessum horfum i öllum okkar ákvörðunum. Ef treysta á stöð- una út á við, verður það að gerast með þvi að draga úr þjóðarút- gjöldum. Markmið efna- hagsstefnu 1976 Helztu markmið stefnu rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum á næstu misserum eru: Að draga verulega úr viðskipta- hallanum strax á næsta ári. Að hægja mikið á verðbólgu- hraðanum frá þvisem verið hefur á þessu ári. Að tryggja fulla atvinnu i landinu. Viðskipta jöfnuð- urinn 1976 Hinn mikli halli þjóðarbúsins út á við hefur ekki aðeins stóraukið greiðslubyrði þess og dregið úr efnahagslegu öryggi, heldur liður brátt pö þvi, að frekari greiðslu- halli verði ekki fjármagnaður með skynsamlegum kjörum. Stefna verður að þvi marki, að viðskiptahallanum verði eytt á næstu þremur til fjórum árum. Að öðrum kosti verður hvorki unnt að halda áfram eðlilegri fjármögnun né standa við greiðsluskuldbindingar út á við. Jafnvel þótt þessu marki verði náð, yrðu erlendar skuldir ís- lendinga engu að siður komnar upp I 50% þjóðarframleiðslunnar i lok áratugsins, og greiðslubyrð- in yrði þá um 20% af heildar- gjaldeyristekjum. A næsta ári virðist, i samræmi við þetta, varla unnt að stefna lægra en svo, að viðskiptahallinn fari niður I 6% af þjóðarfram- leiðslu, en það er um 6.000 til 7.000 millj. kr. lægri halli en horfur eru á taldar á þessu ári. Traust greiðslustaða landsins er forsenda fjárhagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar og valfrelsis I utanrikisviðskiptum auk þess, sem hún er undirstaða þess að okkur takist að afla lánsfjár til framfara i framtiðinni. Atvinnuóstand Fram til þessa höfum við búið viö fulla atvinnu, þrátt fyrir alvarlegt atvinnuleysi i flestum öðrum rikjum heims. Að nokkru leyti stafar þetta af þvi, að brugð- ist hefur verið við versnandi við- skiptakjörum með þvi að ganga á gjaldeyrisforðann ogmeð skulda- söfnun erlendis, sem haldið hefur uppi innlendri eftirspurn, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Svigrúm- ið til þess að halda slikri stefnu áfram er hins vegar á þrotum. Samdráttur innlendrar neyzlu og fjárfestingar i þvi skyni að leiðrétta viðskiptahallann við út- lönd, getur hér á landi eins og annars staðar haft i för með sér minnkandi eftirspurn eftir vinnu- afli. Afleiðingarnar fyrir atvinnu- stigið i landinu ráðast hins vegar mjög af stefnunni i launamálum og viðleitninni til þess að varð- veita samkeppnishæfni atvinnu- veganna. Gagnkvæmur skilning- ur I þessum efnum milli rikis- valds, launþegasamtaka og vinnuveitenda getur ráðið úrslit- um um það, hvort hægt verði að draga verulega úr greiðslu- hallanum út á við án þess að stofna atvinnuöryggi i hættu. Við verðum að finna þá leið, sem i senn tryggir fulla atvinnu og óumflýjanlega aðlögun að gjör- breyttri efnahagsstöðu. Þessu næst ræddi forsætisráð- herra um verðþróunina að undan- förnu, en vék næst að atvinnu- ástandinu. Kjaramdlin 1976 Kjarasamningarnir, sem tók- ust hinn 13. júni s.l., báru þvi vitni, að verkalýðshreyfingin skilur nauðsyn þess að draga samtimis úr þjóðarútgjöldunum og hraða verðbólgunnar. Þjóðin öll stendur nú andspænis þvi vandasama verkefni að ráða kjaramálum sinum fyrir næsta ár farsællega til lykta. Nú riður á að tapa þvi ekki, sem áunnizt hefur. En vissulega eru aðstæður erfiö- ar. Likur benda til, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna lækki I árum 16-17% frá fyrra ári. Fyrir þessari lækkun eru tvær meginástæður. Annars vegar munu þjóðartekjur lækka i ár um 8-9%. Hins vegar jókst kaupmátt- ur tekna og útgjöld heimilanna um 9% á árinu 1974, þótt þjóðar- tekjur stæðu i stað. 1 ár hafa met- in þvi jafnazt. Horfur um hag þjóðar- búskaparins eru nú þannig, að kjaraákvarðanir fyrir næsta ár geta aðeins miðazt við það að tryggja núverandi rauntekjur heimilanna og fulla atvinnu. Þetta verður bezt gert með þvi að ákveða nú hóflegar kjara- brey.tingar, sem virða þau tak- mörk, sem þjóðarbúinu eru sett, og miða að þvi að draga úr verð- bólgunni. Vitað er, að enn eru ekki komn- ar fram verðhækkanir af eldra innlendu tilefni og erlendar verð- breytingar munu óhjákvæmilega hafa áhrif á verðlagið hér á landi á næstu mánuðum. Það er skoðun Framhald á bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.