Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 24. október 1975. 2 . Hraunhitaveitan í Eyjum á næsta leiti FB-Reykjavik. Talið er, að við vatnskælingu hraunsins i Vest- manneyjum hafi tapazt hiti, sem nægt hefði til þess að hita upp öll ibúöarhús i Eyjum í 50 ár. Nú eru menn alvarlega farnir að hyggja að möguleikum á uppsetningu hitaveitu i Vestmannaeyjum, sem nýtti varma þann. sem í hinu kólnandi hrauni leynist. Raunvisindastofnunin hefur skilað frá sér skýrslu um hita- möguleikana, og er nú verið að kanna möguleika á uppsetningu hitaveitu fyrir 20 til 30 hús i Eyj- um> Á fjárlögum var ráðstafað 2 milljónum króna til þess að rann- saka möguleikana á hitaveitu i Eyjum, og er þvi fjármagni nú þegar ráðstafað, enda hefurverið unnið á vegum Raunvisindastofn- unarinnar i allt sumar að at- hugunum i Vestmannaeyjum. — Við höfum hér hitageymi, þar sem hraunið er, sagði Sigur- geir Kristjánsson fréttaritari Timans i Vestmannaeyjum i við- tali við Timann. Hraunið er gló- andi undir yfirborðinu, og þegar rignt hefur hér, rýkur gufan upp af hrauninu, eins og væri þetta hverasvæði. — Eins og stendur eru þrjU hUs i Eyjum hituð upp með varma Ur hrauninu. Upphitunin byggist á tilraunum, sem Sveinbjörn i Ofnasmiðjunni og uppfinninga- maðurinn Sigmund hafa lagt lið, en framtiðarhugmyndin er að gera tilraun með upphitun 20 til 30 hUsa og auk þess sjUkra- hússins. Kostnaðurinn við uppsetningu varmaveitu fyrir þessi hUs myndi nema um 20 milljónum króna, en geysilegur sparnaður yrði, ef hægt væri að nýta hitann Ur hrauninu og leggja niður oliukyndinguna. t skýrslu Raunvisinda- stofnunarinnar er talað um, að hitinn ætti að endast i 15 ár að minnsta kosti, en sumir telja, að sá timi ætti að geta orðið að minnsta kosti 80 ár. Reyndar þyrfti þá að öllum likindum að einangra yfirborð hraunsins þannig að vatnskæling gæti ekki átt sér staðofanfrá, og ýmislegt fleira þyrfti að gera, sagði Sigur- geir að lokum. Engar endanlegar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hita- veituna i Eyjum en allt bendir til þess að af henni verði, enda virðist sparnaður geta skipt hundruðum milljóna króna ár- lega, ef vel tekst til. „Ríkið getur eins lagt niður meginhluta af kennslu í landinu" Leikarar, höfundur og leikstjóri og aörir aöstandendur Saumastofunnar, sem frumsýnd verður n.k. þriðjudag. Tfmamynd: Róbert Nýtt leikrit í tilefni kvennaárs — eftir Kjartan Ragnarsson frumsýnt í Iðnó Heimili: Sími: — „eins og að skáka í því skjólinu að grunnskólalögin eigi að koma til framkvæmda á 10 árum þegar um akstur skólabarna er að ræða" gébé Rvik — A þriðjudagskvöldið næstkomandi verður nýtt leikrit frumsýnt i Iðnó, og hefur það hlotið nafnið Saumastofan. Leik- ritið er eftir Kjartan Ragnarsson, og hefur hann einnig samið söngva þá og lög sem sungin eru I þvi. Kjartan, sem jafnframt er leikstjóri, sagði, að hann heföi samið leikrit þetta i tilefni kvennaárs, og að hann hafi verið með vissa leikara i huga við samningu þess, og þessir sömu leikarar leika allir I leikritinu nema einn, sem ekki gat verið með vegna veikinda. Leikararnir eru: SigriBur Hagalín, Soffia Jakobsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ás- dis SkUladóttir, Hrönn Stein- grimsdóttir og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. Fara þær allar með hlutverk starfskvenna á sauma- stofunni þar sem leikritið gerist. Karlmenn eru þrir i leikritinu, þeir Sigurður Karlsson, sem leik- ur forstjóra og eiganda sauma- stofunnar, Karl Guðmundsson fer með hlutverk klæðskerans og með hlutverk sendils fer Harald G. Haralds. Kjartan sagði efni leikritsins vera i stuttu máli það, að forstjór- Mál í sm: Hæö Brjóst Mjaömir. Nafn:. Efni með hvitum teinum: D Dökkblátt □ Svart □ Brúnt Efni með svörtum teinum: □ Ljósblátt □ Drappað □ Grænt SJ-Reykjavfk. Svo sem fram hefur komið i fjölmiðlum skuldar rikið sveitarfélögunum tugi milljóna króna fyrir akstur skóla- barna i strjálbýli. Kostnaöur við akstur skólabarna fyrri hluta þessa árs var 70-80 milljónir króna og er sU upphæð ógreidd. Samkvæmt frumva.rpi til f járlaga fyrir 1976 eru 150 milljónir áætlaðar til aksturs skólabarna, en að sögn Magnúsar E. Guðjónssonar framkvæmda- stjora Sambands islenzkra sveitarfélaga er fjárþörfin 370 milljónir, ef unnt á að vera að greiða skuldirnar, og halda uppi akstri það sem eftir er þessa árs og einnig árið 1976 en samkvæmt skólakostnaðarlögunum á að greiða þennan kostnað mánaðarlega. Samkvæmt reglum um greiðslu kostnaðar við akstur skólabarna iog Ur skóla á rikið að greiða 85%, en sveitarfélögin 15%. Þá eiga sveitarfélögin að leggja Ut fé fyrir aksturskostnaðinum, en rikis- sjóður á síöan að greiða sinn hluta mánuði eftir að sveitarfélagið hefur innt heildargreiðsluna af hendi. Á undanförnum árum hefur verið að siga á ógæfuhliðina i þessum efnum. I fjárlögum yfir- standandi árs var ætlunin að veita 116 milljónir króna til að standa undir hlut rikisins. Þessi upphæð var siðan skorin niður um 10% I vor og dugði það fé, sem þá var eftir, aðeins til að gera upp við sveitarfélögin kostnað af akstri 1974. MagnUs E. Guðjónsson sagði, að þessi dráttur á endur- greiðslunum kæmi hvað harðast niöur á fámennum sveitar- félögum i dreifbýlinu. Sum þeirra hefðu orðið að afla sér lánsfjár til að geta haldið uppi akstrinum og greiða af þvi hæstu vexti. Þá hefurþettaog leitt af sér vanskil við þá, sem annast akstursinn, og að þvi getur komið að akstur skólabarna i og Ur skóla stöðvist i einhverjum sveitarfélögum. — Það þýðir ekki fyrir fulltrUa rikisins, að ætla að skjóta sér undan ábyrgð með þvi að halda þvi á lofti, að grunnskólalögin eigi að koma til framkvæmda á tiu ár- um. Reglugerð er fyrir hendi um akstur skólabarna og hUn hefur fulltlagagildi, auk þess sem rikið inn fer i söluferð norður i land, en Sigga gamla, starfskona á saumastofunni, hafði átt afmæli, og átt mikið af veitingum af- gangs, sem hUn kemur með á stofuna til starfsfélaga sinna. Hefst upp heljarmikið „partý” og kemur margt óvænt fyrir, — t.d. að forstjórinn kemur öllu fyrr en bUizt haföi veriö viö. Kjartan sagði, að I leikritinu væri fjallað um stöðu konunnar og þá ekki siöur um stööu karl- mannsins. Komið er inn á kjörorð kvennaárs, og eins og áður segir sámdi Kjartan leikritið með fyrr- greinda leikara I huga. Leiktjöld gerði Jón Þórisson, en pianóundirleik annast MagnUs Pétursson. í nýjustu sniðum og litum Nýtt tilboð frá JMJ-búðunum í Reykjavik og á Akur- eyri til þeirra, sem úti á landi búa og vantar vel sniðin og nýtizkuleg föt í nýjustu litum. Allt sem þér þurf iðað gera erað færa inn á formið hér að neðan rétt mál og merkja við þá efnisliti, sem þér óskið, klippa síðan auglýsinguna úr blaðinu og senda til Herradeildar JMJ, Laugavegi 103 í Reykjavík eða Herradeildar JMJ á Akureyri, þar sem reyndir fag- menn sjá um að þér fáið falleg föt, sem kosta aðeins Einlit efni □ Dökkblátt □ Svart □ Brúnt □ Drappað □ Grænt komin til yðar — hvar sem er á landinu. skólalaganna, og bar þá þegar að greiða kostnað af akstri skóla- barna með sama hætti og nú. Rikið gæti þá alveg eins lagt niður meginhluta af kennslu i landinu, og lokað heilu skólunum með sömu röksemdafærslu, sagði MagnUs E. Guðjónsson. Eitt af atriðunum i Saumastofunni Timamynd: OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.