Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. október 1975. TÍMINN 7 Ólafur Jóhannesson viðskiptardðherra í útvarpsumræðunum: „Getum ekki haldið áfram að lifa um efni fram" „Við verðum að hægja á ferðinni, án þess verður þeim markmiðum, sem sett eru um minni verðbólguhraða og bætta stöðu út á við ekki náð.” Forsætisráðherra hefur i stefnuræðu sinni gert grein fyrir þvi, hver verða muni aðal stefnu- mið stjórnarinnar á næstunni. Eru þau þessi: „Að draga úr viðskiptahallan- um, Að hefta verðbólguhraðann, Að tryggja fulla atvinnu. Ég er þessu að sjálfsögðu sam- mála og tel ekki ástæðu til að endurtaka röksemdir fyrir þess- ari stefnumörkun, né heldur rekja tölur um efnahagsástandið. Þær hafa verið birtar. Hér er heldur ekki i sjálfu sér um neina nýja stefnu hjá stjórninni aö ræöa. Þetta eru stefnumið, sem höfð voru i huga og fest voru á blað við myndun núverandi stjórnar, en þá varð að snúast við vandamálum, sem enga bið þoldu, og þá fyrst og fremst við vanda útflutningsatvinnuveg- anna, en styrkt staða þeirra miðaði að þvi að tryggja atvinnu- ástandiö. Má og segja að þvi marki hafi verið náð, að tryggja fulla atvinnu, þegar undan eru skilin staðbundin áhrif af völdum togaraverkfalls. Hins vegar hefur ekki tekizt að ná þvi marki, sem stefnt var að varðandi hemlun á verðbólgu og viðskiptajöfnuð við útlönd. Verðlagsþróunin hefur orðiðönnur og óhagstæðari en bú- izt var við, og viðskiptahallinn hefur orðið meiri en áætlað var. Við höfum eytt meira en aflað var Hin óhagstæða framvinda i þessum efnum á sér ýmsar orsakir og skýringar. Þar er að sumu leyti um óviðráðanlegar ástæður að ræða, svo sem versn- andi viðskiptakjör, sem hafa orð- iö stórum óhagstæðari en reiknaö var með. Verðlagsþróunin á einnig rætur að rekja til aðgeröa, sem óhjákvæmilegt þótti að gera til styrktar útflutningsatvinnu- vegunum og þar með til að tryggja fulla atvinnu, og á ég þar fyrst og fremst við gengisfelling- ar. Þjónustufyrirtæki hafa fengið miklar hækkanir til þess að af- stýra hallarekstri, greiða upp skuldahala og halda i horfi um framkvæmdir. Hið opinbera, bæði riki og sveitarfélög, hafa haldið uppi miklum framkvæmd- um, að of miklu leyti fyrir lánsfé. Hefur það auðvitað stuðlað að at- vinnuöryggi, en haft I för með sér versnandi stöðu út á við og ýtt undir þenslu fram yfir það, sem heppilegt var. Siðast enn ekki sizt má svo nefna það, sem e.t.v. er mergurinn málsins, að við höfum eytt meiru en aflað var. Hér er um að ræða keðju og keðju- verkanir. Um það skal ég ekki orðlengja frekar. Það er kannski úr þvi, sem komið er, fyrst og fremst viðfangsefni fræðimanna. Vandinn væri minni nú, ef tillögunum 1974 heföi verið fyigt Það stoðar oftast litið að sakazt um orðinn hlut. En auðvitað eiga menn að læra af reynslunni. Og það verður enginn minni maður af þvi að viðurkenna mistök. Og ég viöurkennihreinskilnislega, að . okkur hefur ekki tekizt að ná þeim tökum á efnahagsmálum, sem æskilegthefði verið og að var stefnt. Ég hef enga löngun til að skjóta mér undan ábyrgð i þvi efni. En ætli það verði ekki æði margir að játa á sig skilnings- skort i þessum efnum. Það heföi margt getað betur farið, ef menn hefðu viljað snúast við fyrir- sjáanlegum vanda, og afkomu- breytingum i tæka tið. Vandinn hefði verið minni nú, ef menn vor- ið 1974 hefðu viljað fallast á að at- huga þau úrræöi, sem ég þá benti á og beitti mér fyrir og látiö þjóðarhagsmuni ráða i stað flokkadrátta. En sleppum þvi. Hér erhvorki timi né ástæða til að rifja upp þá sögu. Getum ekki keyrt áfram á sama hraða Nú er aðalatriðið, að menn horfist i augu við staðreyndir — að menn viðurkenni veruleikann. Staðreyndin er sú, að við getum ekki haldið áfram að lifa um efni fram, að við getum ekki keyrt áfram á sama hraða og að undan- förnu. Við verðum að hægja á ferðinni og skipta i lægri gir. An þess verður þeim markmiðum, sem sett eruum minni verðbólgu- hra ða og bætta stöðu út á við ekki náð. En i þeim efnum verður lika að fara með gát og forðast stökk- breytingar, svo að atvinnuöryggi sé ekki stefnt i augljósa hættu. Hér verður áreiðanlega vandþætt meðalhófið. Það verður að játa, að það er ekki auðgert að stefna að og ná öllum þessum þrem markmiðum i senn. En hér er ekki lengur um neitt val að ræða, þvi að óbreyttur verðbólguhraði og vaxandi viðskiptahalli myndu leiða til stöðvunar i atvinnu- rekstri og atvinnuleysis innan tið- ar. Aðhaldssemi nauðsynleg Það er þvi óhjákvæmilegt að beita aðhaldssamari stefnu I fjármálum og á efnahagssviðinu en að undanförnu. Það er ekkert fagnaðarerindi, en það er betra að lita raunsætt á hlu'tina en að blekkja sjálfan sig. Og vissulega eru talsverðar aðhaldsaðgeröir þolandi, takist jafnframt að tryggja atvinnuöryggi. Stefnumið nr. 3 mun þvi aðeins nást, að lag- færingar verði á verðbólguhraða og viðskiptahalla. Þau meginverkefni, sem nefnd hafa verið, verða að ganga fyrir öllu öðru. Stefna stjórnarinnar og Alþingis á öðrum sviðum hlýtur að mótast af þeim. Það þarf mönnum að vera ljóst, þvi að menn verða að vera við þvi búnir að leggja sitthvað i .sölúrnar i svipinn til þess að áðurnefndum markmiðum verði náð. En það er þess virði, þegar horft er fram á veginn. Athuga þarf tekjuskiptinguna Það er mikilvægt, að þessi stefna mæti skilningi þjóðarinn- ar, og þá ekki hvað sizt aðila vinnumarkaðarins og annarra þeirra aðila, sem sérstaklega móta verðlagsþróun i landinu. Það riður á miklu, að þessi sjónarmið séu höfð i huga við gerð þeirra kjarasamninga, sem yfir standa og fram undan eru. Þar er um viðkvæm mál að ræða, eins og á stendur, og verður þar til að koma gagnkvæmur skilningur og góður vilji. Það þarf að grandskoða tekjuskiptinguna i þjóðfélaginu meö opnum augum og af fullri sanngirni. Það þarf að lita á rauntekjur manna, hvort sem þær liggja i augum uppi eða eru kannski i skugga. Hið opinbera — i viðtækustu merkingu — verður lika að leggja sitt af mörkum. Það þarf að draga Ur sinum kröfum, en þá verður einnig að stilla þeim kröf- um i hóf, sem til þess eru gerðar. Á hagsældartimum hafa menn e.t.v. stundum verið of raunsnar- legir i útgjöldum og fjár- veitingum — i eyðsluaf almanna- fé. Það kann að mega finna ein- hverja pósta i fjárlögum, sem draga má úr eða fella niður, án þess að stór skaði hljótist af. Það verður nú hlutverk fjárveitinga- nefndar að fara þar i rækilega eftirleit. Ég held að við þurfum að hverfa frá þvi að reyna að leysa slvanda atvinnuveganna, með þvi alltaf að skrúfa upp á við. Ég held, að við ættum að reyna að at- huga að vinda ofan af — reyna að draga úr eða létta á ýmsum kostnaðarliöum atvinnuveganna. Þá vandförnu leið þurfa kunnáttumenn að þrautkanna á næstunni. ólafur Jóhannesson, dómsmálaráöherra. Kjaramálin Kjaramálin eru i deiglunni. Við eigum öll mikið undir þvi, að á þeim finnist farsæl og raunsæ lausn. Að þvi mun rikisstjórnin vinna eftir þvi sem i hennar valdi stendur. En i þessu sambandi vil ég sterklega vara við þvi, að menn freistist til að gripa til ólögmætra aðgerða i sambandi við kjaramál eða verðákvarðan- ir. Slik vinnubrögð munu ekki vekja samúð og kunna aldrei góðri lukku að stýra. Landhelgismálið Landhelgismálið verður áreið- anlega i brennidepli á næstunni. Um það efni get ég á þessu stigi að mestu visað til greinargerðar forsætisráðherra. Fiskveiðilandhelgin hefur verið færð út i 200 sjómilur. Sú ákvörð- un var að okkar mati tekin af óhjákvæmilegri nauðsyn. En þessi útfærsla hefur ekki verið viðurkennd af öðrum þjóðum. t lengstu lög verður að vona, að langflest riki viðurkenni hana i verki, og að innan skamms feti ýmsar aðrar þjóðir I fótspor okk- ar, veröi dráttur á þvi, að sam- komulag náist á Hafréttarráð- stefnunni um alþjóðalög á þessu sviði. En eins og er, rikir óvissa um viðbrögð nokkurra þjóða gagnvart 50 milunum, þegar bráðabirgðasamkomulag um þær fellur úr gildi. Um þessi málefni hefur rlkisstjórnin talið sjálfsagt að eiga viðræöur við aðrar þjóðir, sem eftir hafa óskað. Það hefði naumast verið stætt á þvi fyrir Island, að neita þvi aö ræða þessi mál við aðrar þjóðir. Hitt er ann- að mál og óséð nú, hvort slikar viðræður leiða til nokkurs sam- komulags. Vanhugsaðar yfirlýs- ingar brezkra stjórnmálamanna eru óliklegar til að greiða fyrir þvl. En ég fyrir mitt leyti tel rétt að sjá,hvað fram kemur i þessum viðræðum. Samkomulag er útilokað, nema litið sé með sanngirni á aðstæður okkar Ég dreg ekki i efa að i raun og veru vilja allir tslendingar hið sama i þessu máli, þ.e. að fiski- mið á landgrunni tslands lúti óskoruðum yfirráðum Islendinga. Ég held, að við ættum að spara allar getsakir i garð hver annars um þetta, auk þess sem slikt get- ur gefið viðmælendum okkar vill- andi hugmyndir um viðhorf manna. Hitt er annað mál, að menn geta haft mismunandi trú á þvi, hvaða aðferðsé vænlegust til að ná settu marki. Ég tel, að nokkuð sé gefandi fyrir friðsam- lega og vinsamlega lausn þessar- ar deilu. Ég álit það farsælla fyrir þjóðina en að búa við fjandskap grannrikja, sem við höfum öldum saman átt sam- skipti við. Það er mikils virði fyrir ísland að eiga sem viðast vinum að mæta. Þess vegna er ég samþykkur þeim sjónarmiðum, sem sett eru fram af forsætisráð- herra. Hitt er ljóst, að eins og ástandið er, sbr. skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar, höfum við litið að láta. Og samkomulag er útilokað nema litið sé með fyllstu sanngirni á aðstæður okk- ar. Ógnanir erlendra orðháka breyta þar engu um. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að hér ættum viö að flýta okkur hægt og gefa okkur nægan tima til að skoða allt málið vandlega. Rökin eru okkar megin Ég tek undir þau orð forsætis- ráðherra, að I viðræðum við aðrar þjóðir höfum við réttinn og rökin okkar megin. Ég undirstrika sér- staklega þau orð hans, að i hugsanlegu bráðabirgðasam- komulagi verði einkum lögð áherzla á að friða 50 milurnar sem mest fyrir veiðum út- lendinga, og auðvitað helzt alger- lega. Það er ekki alltaf nóg að hafa réttinn sin megin, þegar um sam- skipti milli þjóða er að ræða. Réttur og vald eiga þar ekki alltaf samleið. Valdið þjónar ekki alltaf réttinum og stundum verður rétturinn að vikja fyrir valdinu. Það er ljóst, að ef ekkert sam- komulag tekst, verður sambúð stirö við tilteknar þjóðir, og verð- um við þá að taka þvi með þeim afleiðingum, sem þar af kunna að fljóta. Hins vegar vil ég ekki á þessu stigi — þrátt fyrir hótanir — gera þvl skóna sem sjálfsögðum hlut, að við verðum beittir ofbeldi, þó að samkomulag takistekki. Það á eftir að skýrast, ef til kemur. En ef svo fer, að til átaka kemur, þá verða það ekki yfirlýsingar okkar og svardagar nú, sem úrslitum ráða, heldur þrautseigja, sterkar taugar og vaskleiki okkar land- varnarmanna og öll þeirra að- staöa. Hverju, sem fram vindur, skulum við þvi kappkosta að búa þá sem bezt i stakk, og við skulum ekki tala af léttúð um þær hættur, sem þeirra gætu beðið. Þó að þau málefni, sem ég hefi hér drepið á, verði efst á blaði á næstunni, verður auðvitað jafn- framt unnið að margháttaðri lagasetningu og endurbótum á löggjöf, og þá auðvitað helzt þeim, sem ekki hafa aukin útgjöld i för með sér. Má þar t.d. nefna löggjöf um hagnýtingu fiskimið- anna, sem er mjög aðkallandi, eins og á stendur, og við megum meö engu móti heykjast á að setja. Skýrsla Hafrannsóknastofn- unarinnar er okkur alvarleg áminning. Þá áminningu megum við ekki láta sem vind um eyru þjóta. Rányrkja á miðunum má ekki eiga sér stað. Hún er ekki lengur afsakanleg, þvi að nú eig- um við kunnáttumenn til að leið- beina okkur. Hagnýtingu þessara náttúr-auðlinda okkar, fiskimið- anna, þarf að byggja á þekkingu. Við þurfum lika alvarlega að fara að hugsa um fiskrækt. Með auk- inni þekkingu og tækni kunna að opnast þar leiðir, sem menn hing- að til hafa aðeins séð I draumi. Væntanleg frumvörp Af væntanlegum frumvörpum, er fjalla um málefni, sem eru i minum verkahring, skal ég að- eins nefna þessi: Frumvarp til laga um breyt- ingu á umferðarlögum. Fjallar það fyrst og fremst um skráningu ökutækja, og eiga hinar nýju regl- ur að gera hana auðveldari i framkvæmd og þar með ódýrari. Frumvarp um breytingu á hegningarlögum, sérstaklega um reynslulausn fanga, og eru reglur um það efni nokkuð rýmkaðar. Frumvörp um breytingu á réttarfarslögum og dómstóla- kerfi. Eru þau frumvörp samin af nefnd, sem skipuð var 6. októ- ber 1972 til að endurskoða dóm- stólakerfi landsinsá héraðsdóms- stiginu og gera tillögur um, hvernig breyta megi reglum um málsmeðferð i héraði til að af- greiðsla yrði hraðari. 1 frumvörp- um þessum verður um að ræða allumfangsmiklar breytingar. Geri ég ráð fyrir, að Alþingi vilji gefa sér góðan tima til að skoða þær, enda kunna þær sumar að hafa nokkurn kostnaðarauka i för meö sér. Frumvarp til laga um skotvopn og skotfæri. Nýjar og fyllri reglur um það efni eru nauðsynlegar. Það er orðið óeðlilega mikið af skotvopnum iumferð. Getur staf- að hætta og umgengnisspjöll af óvarlegri meðferð þeirra. Þar um þarf þvi að setja strangari regiur. Af frumvörpum, er lúta að við- skiptamálefnum, vil ég sérstak- lega nefna: Hlutafélagalög, sparisjóðalög, verðgæzlulög og lög um afborgunarkaup. Vanda þarf f járlagagerð Venju samkvæmt munu störf Alþingis á næstunni og allt fram til jóla snúast að miklu leyti um fjárlagasetningu. Þar sem sér- stakar fjárlagaumræður fara fram innan skamms, skal ég ekki ræða það efni hér. Vil aðeins segja, að fjármál rikisins eru nú að minum dómi éitt veigamesta vandamálið. Verður þvi að þessu sinni að vanda vel til fjárlaga- gerðar. Þar þarf að sýna mikla gætni og aðhald. Það er nauðsyn- legt að halda þannig á málum, að staða rikissjóðssé styrkt. Það er i rauninni fjórða ófrávikjanlega stefnumiðið. Fjölyrði ég eigi fremur um það. íslendingar aldrei færari en nú að mæta andbyr Þó að nauðsynlegt sé að fylgja aðhaldssamri stefnu á næstunni, og þó að við sé að etja erfiðleika á vissum sviðum efnahagslifsins. er engin vá fyrir dyrum. Þessi orð eru sögð i trausti þess, að stöðvun fiskiskipaflotans verði aðeins stundarfyrirbæri. Islendingar hafa i rauninni sjaldan eða aldrei verið færari um það, að mæta nokkrum mótbyr en einmitt nú. Á undanförnum árum hafa orðið hér stórstigari framfarir en áður eru dæmi til. Þá stórfelldu at- vinnuppbyggingu, er átt hefur sér stað viðs vegar um landið, má nánast kalla atvinnubyltingu. Þeirri uppbyggingu er haldið áfram. Þá vorum við svo gæfu- samir að færa fiskveiðilandhelg- ina út i 50 milur á réttum tima. Sjálfsagt má segja, að við höfum farið full hratt á sumum sviðum. Þess vegna hafa farið um okkur nokkrir vaxtarverkir. En án framvindu og framfara undan- genginna ára, hefði ástand allt verið hér erfiðara. Vegna þess hversu við erum i stakk búnir, er engin þörf að kvarta. þó að við siglum i svolitlu mannrauna-is- hrafli um skeið. Og þess vegna er engi ástæða til að mögla, þó að við verðum um sinn að draga úr ökuhraðanum, og örlitil töf verði á framsóknarleið okkar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.