Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. október 1975. TÍMINN 13 120 manns á fræðslufundi Kennarasambandsins á Norðurlandi eystra Árlegur fræðslu- og aðalfundur Kennarasambands Norðurlands eystra var nýlega haldinn að Hrafnagilsskóla, Eyjafirði. A fundinum mættu 120 kennarar víðs vegar að úr Norðurlandsum- dæmi eystra. Fráfarandi stjórn gerði greinfyrirstörfum og reikningum félagsíns og m.a. gekkst stjórnin fyrir 4 námskeiðum á s .1. skóla- ári, i bókasafnsfræðum, teiknun, kennslu yngri barna og hand- mennt auk árshátiðar, sem haldin var að Laugarborg i Eyjafirði 1. desember s.l. og var þátttaka félagsmanna á námskeiðunum og árshátiðinni góð. 1 stjórn félagsins fyrir næsta ár voru kjörnir: Sigmar Ólafsson, Barnaskóla Akureyrar, Björn Ingólfsson, Barnaskóla Grýtu- bakkahrepps, Jóhann ólafsson, Barna- og unglingaskóla Reykdælahrepps. Halldóra Jóns- dóttir, Hafralækjarskóla, Þórey Ketilsdóttir, Stórutjarnarskóla. Á aðalfundinum urðu miklar umræður um kjaramál kennara, en á fundinum voru mættir fulltrúar frá S.Í.B., þau Svavar Helgason og Þórhildur Jónasdótt- ir. Ennfremur var rætt um sam- einingu allra kennarafélaga á svæðinu, en á siðasta aðalfundi félagsins var kjörin nefnd til undirbúnings þessa máls. Að þessu sinni gekk þó ekki saman með félögunum. Um siðustu áramót tók sam- bandið við útgáfu timaritsins Heimilis og skóla og var blað- stjórnin endurkosin nema hvað Ragnheiður Jónsdóttir, Hafra- lækjarskóla, kemur i stað Kristinar Aðalsteinsdóttur, Barnaskóla Akureyrar, sem er við framhaldsnám erlendis. Fjárhagur blaðsins er heldur bágborinn, enda hefir allur tilkostnaður við útgáfustarfsem- ina farið ört vaxandi undanfarin ár, t.d. var kostnaður við útgáf- una árið 1973 um 300 þúsund krónur en verður á þessu ári vart undir 750 þúsundum króna. Að venju fór fram margháttuð leiðbeiningar- og fræðslustarf- semi i tengslum við aðalfundinn. Flutt voru erindi um Námsmat og Rikisútgáfu námsbóka, náms- stjórar skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins leið- beindu kennurum i ensku, eðlis- fræði, stærðfræði, tónmennt og mynd- og handmennt. Haldm voru stutt námskeið i islenzku, tónmennt, mynd- og handmennt, rennismiði, málmsmiði og sér- kennslu. Fyrirlesarar og leið- beinendur voru 17 að tölu. Sýningar voru haldnar á kennslubókum frá Rikisútgáfu námsbóka og handbókum i mynd- og handmennt, sem Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar i Reykja- vik sendi hingað norður. Þá sá Anna Kristjánsdóttir, námsstjóri um sýningu á námsgögnum i stærðfræði og leiðbeindi um notkun þeirra i kennslu. Fundinum lauk svo með árs- hátið i Laugarborg og var það sið- asta verkefni fráfarandi stjórnar, sem starfað hafði vel og dyggi- lega undir forustu Viktors A. Guðlaugssonar, skólastjóra, Stórutjarnarskóla. Starfsmaður óskast Orkustofnun óskar að ráða til sin vél- tæknimenntaðan mann til starfa hjá jarð- borunum rikisins. Enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar til Orkustofnunar, Laugavegi 118, Reykjavik, eigi siðar en 1. nóvember n.k. Orkustofnun. Kvennaárs Merki kvennaárs er tákn jafnréttis og friöar. Tákn einber tryggja ekki konum jafnan rétt körlum, en værðarvoð frá Gefjun tryggir þeim yl og gæði íslenzkrar ullar. íofið kvennaársmerki minnir jafnframt á, að ávallt og ekki aðeins á kvennaári ber konum að gæta réttinda sinna. Verð aðeins 2.950 krónur. Kvennaársteppið fæst í þremur litum, í sauðalitum, mórauðu og gráu, og í rauðu. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI cFullkomnir‘ 1 0 j * litir ^Faerurt útlit Spectra litsjónvarpstæki hafa verið leiðandi í notkun tækninýjunga um margra ára skeiö. Þannig er þetta enn i dag. Nýjasta tæknin okkar er mynd- lampi sem sendir myndina út i strikum en ekki kornum eins og hingað til hefur verið gert. Þessi tækni er i öllum Spectra tækjum og gerir það að verkum að litakerfi okkar er fullkomið. Við bjóðum yður sjónvarpstæki sem hefur aðeins einn keppinaut: Móður náttúru!! Til þess að-skila til áhorfandans fullkomnum litum og auðveldri stjórn er þetta bráðfallega L2X-tæki búið Strato-veljara og elektrónískri f jarstýringu. Þér getið valið um fjórar hlustunaraðferðir: Heyrnartæki: þér getið tekið upp á segulbandið yðar; þér hafið möguleika á að tengja sjónvarpið við hljóm- burðartækin, og siðast en ekki sist er hægt að bæta við aukahátölurum — i önnur herberqi ef vill. Þetta sýnir að Spectra er enn einu sinm skrefi á undan. Það lætur ekki mikið yfir sér en tæknin og útlitið svikja tfk engan. Við erum þess fullvissir að einhver þeirra tiu gerða sem framleiddar eru hljóti aö falla í yöar smekk. Komið og skoðið — það svíkur engan. nordITIende Skipholti 19. Símar 23-800&23-500.-Klapparstíg 26. Sími 19-800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.