Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN TTTtOQQflTTTTTl Föstudagur 24. október 1975. Engin vandræði í stæðum með þessar hurðir A hraðskreiðasta bilnum, sem framleiddur er i fjöldafram- leiðslu Lamborghini Countach (315 km á klst., 12 strokka, 375 hestöfl), opnast hurðirnar upp á við. A VW Golf er hægt að fá auka- lega rennihurðir. PILLA, SEM LÆKNAR STAM Nýbúið er að finna upp meöal, sem nefnist Haloperidol-Jans- sen. Þetta lyf er i hópi þeirra lyfja, sem hafa áhrif á ótta- tilfinningu. Það getur valdið óþægilegum aukaverkunum og er þvi aðeins gefiö undir eftirliti lækna. Jafnhliöa meðala- gjöfinni verður viðkomandi að fara i talþjálfun. 1 Þýzkalandi starfa nú um 8000 talþjálfarar. Einnig er til heimaþjálfun fyrir þá, sem stama. Stofnun i Mannheim býöur upp á taktmæli og bækling, sem á að gera sjúklingnum kleyft aö tala frjálslega, fyrir 70 mörk. Æfingarnar eru byggðar upp á leikrænum hátt og valda stööugum framförum og auka sjálfstraust nemanda.s. Tækið hjálpar fólkinu, sem oft þjáist af rytmiskum, melódiskum eða sérstökum takterfiðleikum, til að losna við spennu. SIRKUSHASKOLI I MOSKVU Sirkusháskólinn i Moskvu er hinn eini sinnar tegundar i heim inum. Tekur skólinn á móti 90 nemendum árlega. Auk kennslu I sérgreinum veitir skólinn al- menna menntun. Likt og i öörum sovézkum skólum er kennslan ókeypis. Þau 48 ár, sem skólinn hefur starfað, hefur hann menntað um 2000 sirkuslistamenn. Frá og meö næsta ári verður hann gerður að háskóla. Er nú unnið að stækkun skólans i sambandi við breytinguna á starfsemi hans. Kennarar við sirkusskól- ann I Moskvu hafa aðstoðað við aö koma á fót skólum i Búlgariu, Austur-Þýzkalandi, Ungverjalandi, Mongóliu og Póllandi til að mennta sirkus- listamenn. Ungt fólk frá ýmsum sósialistarikjum aflar sér menntunar i sirkuslist i Moskvu. Hártoppur á bringuna Berbrjósta karlmenn hafa nú ráö til úrbóta. Henry Soucy, ameriskur hárgreiðslusér- fræðingur, fann upp bringutopp. „Þýðingarmesta tákn karl- mennskunnar”, eins og hann nefnir það, er nú til sölu fyrir 200-450 dollara. Bringuhárkollan er úr ekta hári og er lfmd með limbandi á húðina. „Brúskkennt eða liðaö hár á bringu er I tizku”, segir Soucy, „þvi að reglulegir karl- menn hafa skyrtuna opna niður á nafla".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.