Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 30. október 1975. —I ■ Frumvarp um breytingar á hegningarlögum Dómsmdlardðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær A FUNDI neöri deildar i gær mælti ölafur Jóhannesson dóms- málaráðherra fyrir frumvarpi til breytinga á hegningarlögunum. i ræöu sinni sagði dómsmála- ráöherra: „Frumvarp það til breytinga á almennum hegningarlögum, sem hér er lagt fyrir háttvirta neðri deild, fjallar um tvo þætti al- mennra hegningarlaga, annars vegar ákvæði 40.-42. gr. um reynslulausn fanga, og hins veg- ar um ákvæði 232. gr., sem fjallár um röskun á friði einstaklinga. Akvæði hegningarlaganna um reynslulausn fanga hafa staðið aö mestu óbreytt frá þvi hegningar- lögin voru sett 1940. Þær tillögur, sem hér eru settar fram, eru að meginstefnu til byggðar á tillög- um norrænu refsilaganefndarinn- ar, sem skilaði álitsgerð um reynslulausn 1970. Helztu breytingarnar, sem lagt er til i frumvarpinu, að gerðar verði á ákvæðunum um reynslu lausn, eru þær, að lagt er til að lágmarkstimi, sem fangi hafi af- plánað áður en hann fær reynslu- lausn, skuli vera 4 mánuðir i stað 8 mánaða eins og nú er, sem þýðir að fangi, sem dæmdur er i 6 mánaða fangelsi, getur átt kost á að fá reynslulausn, þegar hann hefur afplánað 2/3 hluta refsitim- ans, eða 4 mánuði, en núgildandi ákvæði gera ráð fyrir, að fangi hafi afplánað 8 mánuði af eins árs refsivist áður en hann á kost á reynslulausn. Ef sérstaklega stendur á er einnig heimilt skv, 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins að veita fanga reynslulausn, þegar liðinn er helmingur refsitimans. Ekki er reynslulausn samkv. þessu ákvæði bundin við að ákveðinn lágmarkstimi hafi verið afplán- aður. I 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir, að reynslutimi skuli vera allt að 3 árum, þó i vissum tilvik- um allt að 5 árum. Samkv. nú- gildandi ákvæði 42. gr. er heimilt að ákveða refsitima allt að 2 ár- um, en þó ekki lengri en til loka refsitima. Þetta ákvæði var sett með lögum nr. 31 frá 1961, en samkvæmt eldra ákvæði hélzt reynslutimi þar til refsitiminn væri liðinn, en þó aldrei skemur en 2 ár. Hér er þvi i frumvarpinu horfið að nokkru aftur til eldri ákvæða hegningarlaganna. Reynslan hefur sýnt, að æskilegt er að geta beitt eftirliti lengur en þann tima, sem eftir stendur óaf- plánaður af refsingunni, þegar reynslulausn er veitt. Hefur nú- giidandi ákvæði um reynslutim- ann m.a. haft þau áhrif, að reynslulausn hefur mun minna verið beitt en ella hefði verið. Hefur i þess stað verið beitt náð- unum i mun meira mæli en verið hefði, ef ákvæðin um reynslu- lausn hefðu kveðið á um mögu- leika á lengri reynslutima. I 3. gr. frumvarpsins eru ákvæði um, hvernig skuli brugð- izt við, ef aðili rýfur þau skilorð, sem honum voru sett við reynslu- lausnina. Er þar lagt til, að sett verði fyllri ákvæði en nú eru um meðferð slikra mála. Er þar i fyrsta lagi sett fram sú megin- regla, að fremji aðili nýtt brot eftir að hann hlaut reynslulausn, þá ákveði dómstóll, sem fjallar um nýja brotið, refsingu i einu lagi fyrir nýja brotið og eftir- stöðvar af eldri refsivist, og skal þá beitt sömu meginreglum og við skilorðsrof samkv. skilorðs- bundnum dómi. í öðru lagi er lagt til i 2. mgr. 3. gr. að það sé háð ákvörðun dóms- málaráðherra hvort eftirstöðvar refsingar séu teknar út ef önnur skilyrði eru rofin, eða hvort einungis sé breytt skilyrðum, svo sem reynslu- eða tilsjónartimi lengdur. Þá er i þriðja lagi lagt til að heimilt sé að láta hefja þegar i stað afplánun eftirstöðva, ef um er að ræða skilorðsrof, sem fólgin eru i ótviræðu broti á alm. hegn- ingarlögum, enda þótt dómstóll hafi ekki enn fjallað um nýja brotið. Á það við þegar aðili hefur játað brot sitt, eða óyggjandi gögn benda til, að hann hafi fram- ið það, svo sem þegar hann er staðinn að verki. Samkvæmt núgildandi ákvæði i 41. gr. skal sá, sem brýtur gegn skilyrðum þeim, sem honum voru sett, taka út refsingu þá, sem eftir stendur, sem nýja refsingu. Samkv. 3. mgr. 3. gr. er lagt til, að refsingu teljist fullnægt á þvi timamarki, sem aðili fékk reynslulausn, ef ekki er tekin ákvörðun um, að hann taki út refsivist við lok reynslutimabils, en samkv. núgildandi ákvæði telst refsingu ekki fullnægt fyrr en við lok reynslutimabilsins. Getur þetta haft þýðingu þegar meta skal þau réttaráhrif, sem tengd eru við lok refsifullnustu, svo sem við mat á itrekunaráhrif- um, og við ákvörðun æruuppreist- ar. Regla sú, sem hér er lagt til, að tekin verði upp, er mun hag- stæðari fyrir aðila en núgildandi regla. I niðurlagi 3. gr. er tekið upp ákvæði þess efnis, að beita megi reglupi um reynslulausn, þegar veitt er skilorðsbundin náðun á hluta refsivistar, en slikt ákvæði hefur ekki verið i lögum fyrr. t 4. gr. frumvarpsins, sem fjall- ar um breytingu á 1. mgr. 232 . gr. almennra hegningarlaga, er lagt til, að refsimörk við röskun á friði annars manns á þann hátt, sem i greininni er lýst, verði hækkuð og geti verknaður varðað allt að 6 mánaða fangelsi. Samkvæmt nú- gildandi ákvæði er hámarksrefs- ing varðhald allt að 6 mánuðum. Þau refsimörk, sem hér er lagt til að tekin verði upp, eru i samræmi við ákvæði i hegningarlögum Norðurlandaþjóða, sem fjalla um þessi brot. Það er lagt til, að gildistimi lög- regluáminningar verði markaður og áminningin gildi i 5 ár, en i nú- gildandi ákvæði er ekki tiltekinn gildistimi slikrar lögregluáminn- ingar. Samkv núgildandi ákvæði er ekki unnt að beita mann gæzlu- varðhaldi meðan á rannsókn stendur vegna brots á þessu ákvæði, en oft getur verið þörf á þvi. Hin hækkuðu refsiviðurlög, sem hér er lagt til að tekin verði upp, veita hins vegar möguleika til beitingar gæzluvarðhalds.” Skiptar skoðanir um Framkvæmda- stofnunina FRAMHALDSUMRÆÐUR um Framkvæmdastofnun rikisins urðu i neðri deild Alþingis i gær. Tóku þingmennirnir Tómas Árnason (F) og Jón Skaftason (F) til máls, en að þvi búnu var umræðu frestað til kvöldfundar. Voru allmargir á mælendaskrá. í ræðu sinni gerði Tómas Arna- son grein fyrir þvi, hvernig störf- um Framkvæmdastofnunarinnar væri háttað. M.a. gerði hann grein fyrir landshlutaáætlunum og fl. Þá svaraði þingmaðurinn gagnrýni, sem fram hefur komið á störf stofnunarinnar. Jón Skaftason gagnrýndi harð- lega uppbyggingu Framkvæmda- stofnunarinnar og sagðist ekki fara dult með það, að fram- kvæmdaráðið væri sér þyrnir i augum. Lagði þingmaðurinn áherzlu á, að Framkvæmdastofm unin ætti að starfa serh mest óháð flokkavaldi i landinu. Nánar verður sagt frá þessum umræðum i blaðinu siðar, og þá birtir kaflar úr ræðum þeirra Tómasar Arnasonar og Jóns Skaftasonar. Síðari hluti ræðu fjármála- ráðherra birt- ist á morgun Siðari hluti ræðu Matthiasar A. Mathiesen fjármálaráðherra mun birtast i blaðinu á morgun. Mó—Iteykjavik.— Á fundi neðri deildar Alþingis mælti Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrir frumvarpi um Námsgagna- stofnun. Um hlutverk og skipu- lag stofnunarinnar segir svo i frumvarpinu: „Námsgagnastofnun vinnur að þvi, að islenzkir skólar hafi sem bezt og fullkomnust náms- og kennslugögn, þar á meðal prentað mál, hljóð- og myndrit- að efni, tæki og hluti. Undir Námsgagnastofnun heyra þessar deildir: a) Rikisútgáfa námsbóka, er annast útgáfu náms- og kennslubóka, sbr. II. kafla laganna. b) Fræðslumyndasafn rikisins, er annast útgáfu, söfnun og útlán nýsiefnis og aflar sér nýsitækja, sbr. III. kafla laganna. c) Námsgagnagerð, er annast framleiðslu náms- og kennsluefnis, sbr. IV. kafla laganna. d) Skólavöruhús, er annast út- hlutun, sölu, geymslu, inn- kaup og innflutning hvers konar náms- og kennslu- ganga, sbr. V. kafla lag- anna. Yfjr hverri þessara deilda skal vera forstöðumaður, skipaður af ráðherra að fengn- um tiilögum Námsgagnastjórn- ar. Forstöðumenn skulu að jafnaði sitja fundi Námsgagna- stjórnar með málfrelsi og til- lögurétti. Ofangreindar deildir skulu halda sjálfstæðum heitum og koma fram út á við undir þeim samkvæmt nánari ákvörðun Námsgagnastjórnar.” Samhljóða frumvarp var lagt fyrir siðasta alþingi, en varð ekki útrætt. Nokkrar umræður urðu um varpið að lokinni ræðu ráð- herra, og tóku þessir þingmenn þátt i þeim: Jónas Árnason, Gylfi Þ. Gislason, Sighvatur Björgvins- son og Karvel Pálmason. Siðan var frumvarpinu visað til menntamálanefndar, og ann- arrar umræðu. „Ef sundur sl< cipt er lögunum. þá mun sund ur skipt friðnum i útvarpsumræðunum i sið- ustu viku var Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra annar ræðumanna af hálfu Framsóknarflokksins. i upphafi máls sins gerði menntamálaráðherra grein fyrir þeim lagafrumvörpum á sviði mcnntamála, sem sam- þykkt voru á siðasta þingi, og þeim Irumvörpum, sem vænt- anleg eru á þessu þingi. Menntamálaráðherra sagði m.a.: „A siðasta Alþingi voru sett lög um tónlistar- fræðslu, um launasjóð rit- höfunda, hús- friðunarsjóð, leiklistarskóla og hússtjórn- arfræðslu Frumvarp um bókasöfn, leik- listarstarfsemi, þjóðleikhús, brfeytingu á háskólalögúnum og lögum um Lánasjóð isl. námsmanna verða meðal þeirra, sem fram koma á fyrra fallinu i vetur. Endur- skoðun laga um iðnfræðslu, viðskiptamenntun, Myndlista- og handiðaskóla og fleiri þætti skólalöggjafarinnar er nú i gangi, og vinnuhópur innan ráðuneytisins hefur fyrir nokkru hafið undirbúning að heildarendurskoðun fram- haldsskólaátigsins. A grunn- skólastiginu er stöðugt unnið að endurskoðun og endurnýj- un námsefnis, og sett hefur verið af stað námsskrárgerð iðnfræðslunnar. Jafnframt er unnið að samræmingu, og þar með eflingu verkkennslu á ýmsum stöðum á landinu. Skipulagning sérkennslunnar er undirbúin, Höfðaskólinn hefur fengið nýtt húsnæði i Fossvogi, og hafizt hefur verið handa um aðgerðir á þessu sviði utan Reykjavikur. Til- finnanlegur skortur er á sér- hæfðu fólki, en það stendur til bóta, þvi að allmargir kennar- ar eru i framhaldsnámi á þessu sviði. Þrátt fyrir aukið aðhald og beinan niðurskurð i fjárlögum, hefur - i ár verið byrjað á nokkrum skólamann- virkjum, og auðvitað haldið á- fram byggingu annarra. En hér er of langt upp að telja, þvi að fjölmörg verkefni eru ætið i vinnslu, sum seinunnin lang- timaviðfangsefni. En mér ber að þakka umburðarlyndi og atbeina fjölda fólks, sem starfar að skólamálum, list- um, iþróttamálum og skyldum verkefnum. Menntamálin eru umfangs- mikil, og þykja enda rúmfrek i fjárlögum. 1 hagtölum ágúst- mánaðar segir þó, að íslend- ingar verji til menntamála 4,30% af þjóðarframleiðslu, á sama tima og Norðmenn nota 5,90%. Þegar að þrengir, er gjarna horft eftir möguleikum til sparnaðar á stærstu fjár- lagaliðunum. Á sumum svið- um þessa málaflokks er erfitt að spara án tjóns. Svo er t.d. um aðstoð vegna barna með sérþarfir og ýmsa þætti verk- menntunár, sem þurfa örvun- ar. En menntamálaráðuneytið mun á skipulegan hátt leita leiða til aðhalds og aukinnar hagkvæmni i menntakerfinu og væntir góðs samstarfs við alla þá, sem þar eiga hlut að máli.” Þessu næst svaraði Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ýmsu, sem fram kom i ræðum þeirra Ragnars Arndals og Bene- dikts Gröndal, en sagði siðan: „Ég vil þó að lokum, góðir hlustendur, bera fram örfá að- vörunarorð. Stórfelldur halla- rekstur rikissjóðs, 30—40 milljarða viðskiptahalli á tveimur árum, samróma spár visindamanna um hrun þorsk- stofnsins með sömu sókn og nú, eru sem aðvörunarmerki á erfiðri leið. Harðar kröfur vel- flestra hagsmunahópa um stórbætt kjör þeim til handa breyta þessum aðvörunar- merkjum i uggvænleg tákn um aðsteðjandi hættu. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er einn af hyrn- ' ingarsteinum stjórnarfarslegs sjálfstæðis. „Ef frelsið glatast við Festarklett, er fjötranna skammt að biða.” Og hér er að fleiru að hyggja- Islendingar setja sér lög samkvæmt stjórnarskrá sinni, með þingbundnum hætti, breyta þeim og setja ný, þegar löglega kjörnu Alþingi býður svo við að horfa. Til Al- þingis er kosið á fjögurra ára fresti, og veltur á ýmsu um valdahlutföllin þar. Fram- kvæmdavaldið er og skipað samkv. stjórnarskrá. Ég sé á- stæðu til þess að rifja þetta upp hér og nú — og visa þá jafnframt til þúsund ára gam- allar umsagnar: „Svo list mér sem málum vorum sé komið i ónýtt efni ef vér skulum eigi hafa ein lög allir. En ef sundur skipt er lögunum, þá mun sundur skipt friönum og mun eigi mega við það búa”. Herra forseti, góðir hlust- endur. Enn eiga Islendingar leikinn. Enn höfum við haft nóg að starfa, og raunar staðið i stórræðum við aðdrætti og uppbyggingu i okkar stóra og góða landi, á meðan margar nálægar þjóðir hafa stritt við bölvald allrar alþýðu, at- vinnuleysið. Við skulum leggja metnað okkar i það að halda þessu forskoti.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.