Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. október 1975. TIMINN n BS® 10 landsleikir í vetur Fyrstu landsleikirnir við Englendinga um helgina — VIÐ GERUM ráð fyrir jöfnum leik, sagði Halldór Jónsson, sem sæti á ílandsliðsncfnd, um lands- leikina i blaki við Englendinga, sem háðir verða hér á landi um helgina. Fyrri landsleikurinn hefst i iþróttahúsi Kennarahá- skóla íslands kl. 17.30 á laugar- daginn, og síðari leikurinn er á sama tima og sama stað á sunnu- deginum. Halldór sagði, að landsliðs- nefndin vissi ekki mikið um styrkleika Englendinganna, en þeir hefðu keppt við Skota ekki alls fyrir löngu og tapað þeirri keppni3:l. —Þegarviðlékum við Skota, sagði Halldór, töpuðum við að visu 3:0, en tvær siðari hrin- urnar töpuðust með naumum mun, 15:11 og 15:13. Ef eitthvað má af þess- um tölum ráða, má búast við jöfnum leik, sagði Halldór. Hann gat þess ennfremur, að islenzka landsliðinu hefði vaxið mjög fisk- ur um hrygg, og næði liðið sér vel á strik i leikjunum við Englend- inga, gæti vissulega svo farið, að Islendingarnir færu með sigur af hólmi. Fram að þessu hefur landslið íslendinga i blaki háð 7 landsleiki, þann fyrsta i marz 1974. 1 vetur eru hins vegar þegar ákveðnir 10 landsleikir, og munar þar mest um undankeppni ólympiuleik-, anna, þar sem fslendingar eru nú i fyrsta sinn meðal þátttakenda og einir Norðurlandabúa. Undan- keppni ÓLfer fram i Róm á Italiu i janúarnk.,og keppa þar 21 þjóð, HARALDUR KORNELtUSSON — hefur tekið þátt i báðum landsleikjunum, sem íslending- ar hafa leikið i badmonton tii þessa. Hann varð þrefaldur ís- landsmeistari siðastliðið vor, og hefur verið nær ósigrandi i iþróttinni siðustu ár. en aðeins 2 vinna sér rétt til keppni i Montreal 1976. t siðasta mánuði var dregið i riðla, og höfnuðu Islendingarnir i C-riðli með A-Þjóðverjúm, Búlgörum, Spánverjum og Indónesiumönn- um. Um landslið tveggja siðar- nefndu þjóðanna er litið vitað, en A-Þjóðverjar og Búlgarar standa mjög framarlega i blaki. Að af- loknum leikjunum i Róm heldur islenzka liðið til Englands og leikur þartvolandsleiki, 21. og 22. janúar. Áður en landsliðið heldur til Rómar, eða 5. og 6: desember nk., verða tveir landsleikir i blaki við Færeyinga i Laugardalshöll, og verða það fyrstu leikirnir i árlegri landskeppni þjóðanna, en leikið verður til skiptis heima og heim- an — og er þvi ráðgerður lands- leikur við Færeyinga i Færeyjum desember 1976. Landsliðið sem keppir um helg- ina verður tilkynnt i dag. Þriðji landsleikur íslendinga í badminton Keppt við Færeyinga í Höllinni á morgun tslendingar leika sinn 3ja landsieik i badminton föstudag- inn 31. oktðber n.k. og að þessu sinni gegn Færeyingum. Hefst keppnin kl. 20 i Laugardalshöll- inni. Hér er um fyrsta landsieik tslendinga og Færeyinga i bad- minton að ræða. Verða leiknir 5 leikir, 3 i einliðaleik og 2 i tviliða- leik. Landsiið landanna hafa ver- ið valin og verða þannig skipuð: tsland: Haraldur Korneliusson Friðleifur Stefánsson Óskar Guðmundsson. Færeyjar Poul Michelsen Hans D. Steenberg Petur Hansen Tviliðaleikur tsland Haraldur Korneliusson Steinar Petersen Sigfús Ægir Árnason Otto Guðjónsson Færeyjar Poul Michelsen Petur Hansen Egil Lyngsöe Svend Steensborg Fyrirliði islenska iiðsins verður Óskar Guðmundsson, keppnis- stjóri Einar Jónsson. Varamenn verða, tsland: Reynir Þorsteins- son — Færéyjar: Jan Joensen og Gudmund Niclasen. FÆREYSKA LIÐIÐ Um styrkleika færeyska liðsins er litið vitað með vissu, þar sem um það bil tvö ár eru liðin siðan að islenskir badmintonmenn fóru til Færeyja, en þá voru þeir heldur lakari en okkar beztu menn. Um framfarir hjá þeim siðan þá er litið vitað hér á landi. Að þessu sinni koma hingað sjö keppendur og tveir fararstjórar, þar af taka fimm keppendur þátt i landsleiknum. OPIÐ BADMINTONMÓT LAUGARDAGINN 1. NÓV. Þótt aðeins fimm af færeysku keppendunum taki þátt i lands- leiknum munu þeir allir sjö verða með á oþnu móti sem fram fer daginn eftir landsleikinn, laugar- daginn 1. nóvember i iþróttahús- inu i Garðahreppi, ásamt öllum okkar sterkustu badmintonmönn- um, og nokkrum A-flokks mönn- um. Hefst þetta mót kl. 13.30 og verður keppt bæði i einliða og tvi- liðaleik. FÆREYINGAR GEFA BIKAR Færeyingarnir koma hingað með veglegan bikar til að keppa um i þessari landskeppni og er hann gefinn af Föroya Fiskasölu Tórshavn. Þarna er um að ræða farandbikar sem keppa á um ár- lega næstu fimm árin,og þar með er tryggt að landskeppni i bad- minton mun fara fram milli fær- eyinga og tslendinga næstu fimm árin. Evrópukeppni bikarmeistara: Ármann °g Pla^ ^boy í KVÖLD i KVÖLD kl. 20.30 mæta Ármenningar finnska iiðinu Palyboy i Laugardaishöliinni, og er það fyrri leikur liðanna i Evrópukeppni bikarmeistara. Bæði liðin hafa á að skipa blökkumanni: i liði Ar- manns kleikur Jimmy Rogers, og i liði Playboy leikur Ronnie Canon. Siðari leikur liðanna fer fram i Helsinki miðvikudaginn 5. nóvember n.k. Liðin verða þannig skipuð i leiknuin i kvöid: Leikmenn Playboys nafn hæð Landsl. Ronnie Canon 206 (bandariskur/1 Jari Maklamaki 185 6 Kari Liimo 201 157 Kalevi Sarkalathi 203 58 Mika Vuorio 195 67 Klaus Maklamaki 189 85 Heikki Tiainen 195 12 Juhani Herrala 195 Paavo Koskvaara 190 51 Þjálfari Kari Liimo Leikmenn Ármanns nai'n hæð landsl. Birgir Örn Birgis 191 32 Jón Sigurðsson 184 29 2 Hallgrimur Gunnarsson 189 4 Sigurður Ingólfsson 194 7 Q Haraldur Hauksson 187 2 Guðmundur Sigurðsson 187 Atli Arason 180 3 Jón Björgvinsson 187 5 Björn Magnússon 194 Guðsteinn Ingimarsson 183 Björn Christensen 188 6 Jimmy Rogers 195 (bandar.) Þjálfari Ingvar Sigurbjörnsson Givens skor aðifernu DON GIVENS var hetja írska landsliðsins i knattspyrnu þegar liðið vann Tyrki i Evrópukeppn- inni i gærkvöldi. Givens skoraði öll mörk liðsins, fjögur að tölu! Leik Englendinga og Tékka i Evrópukeppninni varð að fresta sökum þoku i Bratislava. Dómari leiksins flautaði leikinn af eftir 17 min., en þá hafði hvorugu liðinu tekizt að skora. Norður-irska landsliðið sigraði það norska i Evrópukeppninni i gærkvöldi með 3:0. Mörk N-íra skoruðu: Sammy Morgan, Sammy Mcllroy og Bryan Hamil- ton. • r sionvarps t'æki r _Meö 20" og 24" skjá. Aratugsreynsla á islenzkum markaöi. Hagstaett verð. — G6Ö greiðslukjör. Fást víöa um land. JFÁLKINN’ Suðurlandsbraut 8 Reykjavík • Sími 8-46-70 ^ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.