Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 30. október 1975.1 SÍM112234 tiERRA GftRÐURINN AIDALSTR-fETl 3 SÍS-FÓIHJK SUNDAHÖFN fyrirgóéan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Gangan til Sahara: 200 þúsund Marokkomenn komnir að landamærunum UpplýsingamálaráOherra Marokko, Taibi Benhima, sagði i gær, að viOræður hefðu hafizt I Madrid milli spjisku stjórnarinn- ar, utanrikisráðherra Mauritaniu og Marokko og væri viðræðunum ,,um vaidaskiptin” haidið áfram. Koma viðræður þessar i kjölfar viðræðna, er stjórnmálamenn frá Marokko og Spáni áttu með sér, bæði I Madrid og Marrakesh, i‘ siðustu viku. Hassan konungur Marokko hef- ur sem kunnugt er lýst því yfir, að hann hyggðist senda 350 þúsund óvopnaða borgara inn i spænsku Sahara innan 10 daga, og er und- irbúningi fyrir þá ferð stöðugt haldið áfram. Innanríkisráðherra Alsir, Mo- hamed Benahmed Adbel- ghani, kom til Madrid i gær til viðræðna við spænsk yfirvöld um framtið spænsku Sahara. Hann mun hins vegar ekki taka þátt i viðræðum Marokkomanna og Mauritaniumanna við spænsku stjórnina, að þvi er haft var eftir honum við komuna til Madrid i gær. ,,Ef meiningin er, að ég ræði við Laraki utanrikisráðherra Mar- okko, verður það ekki hér i Madrid,” sagði alsirski utanrikis- ráöherrann, og itrekaði þaö, aö hann myndi einungis eiga viðræð- ur við spænsku stjórnina. Alsfrstjórn hefur lýst þeirri skoöun sinni, að ibúar spænsku Sahara eigi sjálfir að ákveða með þjóöaratkvæðagreiðslu, hver verði pólitisk framtið landsins. Við komuna til Madrid I gær sagði alsirski ráöherrann, að för hans til Spánar stæöi i sambandi við þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna, að allar þjóðir, er hagsmuna eigi að gæta I spænsku Sahara taki þátt i öllum ákvörð- unum, er teknar verði varöandi framtið nýlendunnar. Benhima, upplýsingamálaráð- herra Marokko, sagði ennfremur i gær að hermál og efnahagsmál væru einnig rædd á Spánarfund- unum, þvi að á viöræðufundunum sætu Dlimi, hershöfðingi, yfir- maður hins 20 þúsund manna her- afla Marokkostjórnar á landa- mærum og Lamrani, forstjóri fosfatnámanna i spænsku Sahara. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum i Marokko i gær, að spænski herinn heföi yfirgefið námasvæöin við landamærin og ljóst var i gær, að spænsk yfirvöld höfðu farið frá Tah, við landa- mærin. Benhima sagði loks, að 200 þúsund sjálfboðaliöar væru komnir til Tarfaya, við landa- mærin. Marokko og Mauritania hafa bæði krafizt þess, að fá yfir- ráð yfir spænsku Sahara, en Benhima sagöi, að löndin tvö hefðu mótað með sér sameigin- lega afstöðu á fundunum i Madrid, og að I framtiðinni yrði ekki um deilur milli þessara tveggja rlkja að ræða varöandi spænsku Sahara. Sadat vill að Genfarráðstefnan verði aftur kölluð saman Reuter/Washington. Sadat forseti Egyptalands hélt i gær frá Washington til New York, en þar hófst annar áfangi 11 daga heimsóknar hans til Banda- rikjanna. t New York ávarpaði Sadat Ailsherjarþing Samcinuðu þjóðanna. Sadat átti tveggja daga viðræð- ur við Ford Bandarikjaforseta og Henry Kissinger, utanrikisráö- herra, og er Sadat að sögn frétta- skýrenda ánægður með árangur viðræðnanna og þær góðu móttök- ur, er hann hlaut i Washington. Ekki hlaut hann þó eins góðar móttökur I New York, þvi þar neitaði Abraham Beam, borgar- stjóri að bjóða Sadat velkominn. 1 kvöldverðarboöi, sem Ford héltSadat i fyrrakvöld, urðuFord þau meinlegu mistök á að skála fyrir tsraelsriki i stað Egypta- lands I veizluræðunni. Ford varð þó fljótur til að átta sig á mistök- unum og leiðrétti sig. Sadat flutti ræðu sina á Alls- herjarþinginu i gær 35 minútum seinna en ráð haföi verið fyrir gert. Stafaði töf þessi af þvi, að viðræður Sadats við Kurt Waldheim og Gaston Thorn, forseta Allsherjarþingsins, tóku lengri tima, en ráðgert hafði ver- ið. Fulitrúar allra aðildarrikja Sameinuðu þjóöanna voru viö- staddir, er Sadat flutti ræðu sina, nfi.a. Haim Herzog, formaður Beirut: Nýja vopnahléð ekki virt — skotbardagar halda áfram Reuter/Beirut. Bardagar geisuöu af mikilli hörku umhverfis öli heiztu hótel í Beirut i gær, en útiendingar fiykktust unnvörpum út á fiugvöii borgarinnar I leit að skjóli. Sifelldar skotdrunur og spreng- ingar kváðu við i umhverfi Phoenic hótelsins og Holiday Inn hótelsins siðla dags i gær. Hinir fáu gestir, sem eftir voru á Holiday Inn og starfsfólkið þar komst undan i gær I brynvörðum bifreiðum, erdökkur reykmökkur frá sprengju, sem sprungið hafði i nágrenni hótelsins, umlukti bygg- inguna. Efstu hæðir hótelsins eru sem brunarústir að sjá, eftir að eldflaugar hittu 20. og 21 hæð hótelsins, sem vera mun ein veglegasta bygging i borginni. Haft var eftir talsmönnum Leyniskytta i Beirut. Middle East Airlines I gær, að þrisvar sinnum fleira fólk hefði i gær verið saman komið á flug- velli Beirutborgar en daginn áður i von um að fá far frá landinu. Stjórnmálamenn héldu i gær áfram tilraunum sinum til þess að koma á friði, en i átökum siðustu niu vikna hafa 925 látið lif- ið. Karami forsætisráðherra biöur enn eftir þvi, að leiðtogar Kristi- lega flokksins komi til fundar við hann og aðra stjórnmálaleiðtoga á skrifstofu forsætisráðherrans. Junblatt, leiðtogi vinstri manna, kom til fundar við Karami i gær en var þar ekki nema I tvær klukkustundir Fréttaskýrendur telja, að til- gangur Karamis með þvi að kveðja 10 helztu stjórnmála- leiðtoga landsins saman til fundar á skrifstofu sinni, sé sá að reyna að einangra forseta Libanons, Sujeiman Franjieh. Forsetinn hefur mjög verið gagn- rýndur af fylgismönnum Karamis fyrir að tjá sig hreint út um ástand mála i Beirut. Niunda vopnahléð, sem gert hefur verið siðustu sex vikur, var undirritað siðustu nótt, og átti að ganga i gildi i gærmorgun, en leynisky tturhéldu skothriö áfram á við varnarlinu þá, sem myndast hefur eftir miðri borginni og ligg ur frá norðri til suðurs. Hundruð útlendinga héldu tii flugvallar borgarinnar, fiestir konur og börn, enda hafa sendi- ráðsstarfsmenn erlendra sendi- ráða i Beirut, óspart hvatt landa sina til þess að yfirgefa landið, nema þvi aöeins að þeir ættu þar mikilvægum viðskiptaerindum að sinna. sendinefndar Israels á Allsherj- arþinginu. Lögreglubátar sigldu eftir eystri kvisl árinnar, sem rennur meðfram byggingu Sameinuðu þjóðanna, og þyrilvængjur sveimuðu umhverfis bygginguna. Auk þess voru hundruð lögreglu- manna á verði við aðalbygging- una. Um það bil 150 manna hópur stóð andspænis aðalbyggingu S.Þ. og mótmælti hópurinn þeirri stefnu Sadats að leita eftir sætt- um við ísraelsriki. Bygging S.Þ. var lokuð fyrir öllum óviðkom- andi I gær, er Sadat kom þangað. Er þetta i fyrsta skiptið frá þvi Yasser Arafat ávarpaði þingið fyrir um það bil ári. Frétta- skýrendur sögðu, að fleiri fulltrú- ar á Allsherjarþinginu hefðu ver- ið viðstaddir, er Sadat flutti ræðu sina heldur en voru, þegar Idi Amin flutti sina frægu ræðu þar i siðasta mánuði. Iræðusinniá Allsherjarþinginu kvatti Sadat til þess, að Genfar- viðræðurnar um friö i Miðaustur- löndum yrðu aftur hafnar með þátttöku allra þeirra aðila, er hagsmuna hefðu að gæta, þar á meðal' frelsissamtök Paíestinu- araba, PLO. Sagði Sadat siðan, að þeim viðræðum ætti að halda áfram sleitulaust og taka til með- ferðar öll þau atriði, er leitt gætu til réttláts og varanlegs friðar. Beindi hann þeim tilmælum til stjórna Sovétrikjanna og banda- rikjanna,svo og Kurts Waldheim, að þessir aðilar beittu sér fyrir undirbúningsviðræðum, svo að Genfarviðræðurnar gætu aftur hafizt. Ýmis vandkvæði kunna þó að verða þess valdandi, að erfitt getur reynzt að kalla Genfarráð- stefnuna aftursaman til viðræðna um frið i Miðausturlöndum, þvi að ísrael hefur neitað að taka þátt I slikum viðræðum með frelsis- samtökum Palestinuaraba, og Palestinuarabar að sinu leyti neita að viðurkenna tilverurétt Israelsrikis. Ford ætlar ekki að lána New York Reuter/Washington. Ford Bandarikjaforseti tilkynnti i gær, aö hann hygðist ekki beita sér fyrirþvi, aðNewYorkborg fengi fjástuðning frá alrikisstjórninni i Washington. Hann sagðist þó ætla að sjá til þess, að starfsemi lögregiunnar og slökkviliðsins i borginni gæti haldið áfram. Gagnrýndi hann yfirmenn fjármála borgarinnar fyrir lélega fjármálastiórn. Burton með malaríu Reuter/Botswana. Hinn heimsfrægi brezki leikari Richard, Burton, liggur nú þungt haidinn af malaríu og til greina kemur að flytja hann til Suður-Afriku til áriðandi læknismeðferðar. Burton og kona hans, Ellsa- bet Taylor, hafa að undan- förnu verið i brúðkaupsferð I Botswana, en þau gengu sem kunnugt er i hjónaband að nýju 10. október eftir allsögu- legan skilnað. Blaðafulltrúi Burtonhjón- anna sagði I gær, að ekki væri ástæða til að óttast um lif Burtons, sem nú er 49 ára að aldri. Hins vegar gæti engu að siður reynzt nauðsynlegt að flytja hann til meðhöndlunar hæfra sérfræðinga i Suður-Afriku i öryggisskyni. Hatterslay fer til Portúgals Reuter/London. Brezka utanrikisráðuneytið skýrði svo frá ígær, að ákveðið hefði verið, að Roy Hatterslay, að- stoðarutanrikisráðherra Breta, færi i þriggja daga heimsókn til Portúgals dagana 25 til 28. nóvember. Ætlar brezka stjórnin með þessu móti að lýsta yfir stuðn- ingi við núverandi rikisstjórn Portúgals og þróun þá i lýð- ræðisátt, sem þar hefur átt sér stað. Hatterslay fer til Portúgals i boði hins portúgalska starfs- bróður sins, Manuel Ferrira. Brezki ráðherrann ætlar einn- ig að kynna sér hag þeirra fjögur þúsund Breta, er i Portugal búa. Ráðherrarnir munu ræðast viðum málefni brezkra þegna I Portúgal, tengsl Portúgals við EBE og alþjóðastjórnmal. Miettunen reynir stjórnar- myndun Reuter/Helsinki. Uhuro Kekkonen, Finnlandsforseti, fól i gær Martti Miettunen, sem er úr Miðflokknum, að mynda nýja ríkisstjórn i landinu, en árangurslausar stjórnarmynd- unarviðræður hafa nú staðið yfir i Finnlandi frá þvi i kosningunum i siðasta mánuði. Ákvörðun þessi kemur mjög á óvart, þvi að Miettunen hefur ekki tekið virkan þátt i finnsku stjórnmálalifi siðustu fimm árin. Miettunen er 68ára að aldri, og gegndi hann forsætisráðherra- embætti 1961 til 1962. Hann sagði við blaðamenn i gær, að hann hygöist reyna að mynda starf- hæfa meirihlutastjórn, en kvaðst hins vegar ekki myndu sitja i forsæti minnihlutastjórnar. Siðustu kosningar breyttu i engu styrkleikahlutfalli á finnska þinginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.