Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. nóvember 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gísia- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Hiaðaprent H.f. Ásakanir í garð stjórnmálamanna Um þessar mundir heyrast oft þungar ásakanir i garð stjórnmálamanna. Þeim er borið á brýn, að þeir hafi ekki snúizt nógu fljótt við efnahags- vandanum og eigi þvi verulega sök á þvi, hvernig komið sé. Ástæðan sé m.a. sú, að þeir hafi verið að láta undan alls konar þrýstihópum. Ef talað er tæpitungulaust um þessi mál, fela þessar ásakanir það i sér, að stjórnmálamenn hafi ekki gripið nógu fljótt til kjaraskerðingar og sam- dráttar og tryggt þannig betri viðskiptajöfnuð út á við og minni skuldasöfnun. Þá væri staðan hag- stæðari i þessum efnum en hún nú er. Til þess að skýra þessi mál er nokkur söguleg upprif jun nauð- synleg. Vinstri stjórnin, sem kom til valda á miðju ári 1971, tók við batnandi viðskiptaárferði. Þetta hélzt nokkurn veginn fram i ársbyrjun 1974. í árslok 1973 var gjaldeyrisstaðan mjög hagstæð. Atvinnu- vegirnir hafa sjaldan búið við hagstæðari afkomu en á árinu 1973. Þessi árangur náðist, þrátt fyrir stórauknar framkvæmdir, sökum hinna hagstæðu viðskiptakjara. Þetta breytist svo skyndilega á fyrra helmingi ársins 1974. Viðskiptakjörin fóru að versna og hefur það haldizt stöðugt siðan. Við það bættust svo hinir óraunsæju kjarasamningar i febrúar 1974. Vinstri stjórnin sá strax að hverju stefndi. Að frumkvæði Ólafs Jóhannessonar lagði hún fram i mai 1974 frumvarp, sem fól i sér að verulegu leyti ógildingu kjarasamninganna frá þvi i febrúar. Hefði verið fallizt á þær tillögur, væri efnahagsástandið nú allt annað. Þvi miður brá þáv. stjórnarandstaða fæti fyrir þetta frumvarp, ásamt meirihluta þingmanna Samtakanna. Vinstri stjórnin reyndi samt að hamla gegn fyrir- sjáanlegum erfiðleikum atvinnuveganna, m.a. með bindingu kaupgjaldsvisitöiunnar. Þeirri stefnu hefur núv. stjórn fylgt. Þvi er nú talsverð kjaraskerðing komin til sögu, en samkvæmt kenn- ingum ýmissa þeirra, sem nú deila mest á stjórn- ina, hefði hún þurft að verða meiri. Þessum ásökunum er þvi að svara, að stjórnin hefur lagt áherzlu á að tryggja næga atvinnu og vinnufrið, og að spádómar hagfræðinga, einkum erlendis, hafa yfirleitt gengið i þá átt, að hér væri aðeins um stundarkreppu að ræða og að efnahagsástandið myndi brátt lagast aftur. Illu heilli er nú komið i ljós, að þessar spár hafa verið of bjartsýnar. Vegna þeirra, sem halda þvi fram, að betra hefði verið að gripa til róttæks samdráttar og mik- illar kjaraskerðingar, er ekki ófróðlegt að rifja upp reynsluna frá kjörtimabilinu 1967-1971, þegar slikum aðgerðum var beitt. Þessi stefna leiddi bæði til stórfellds atvinnuleysis og stórfelldari verkfalla en dæmi eru um hér á landi. ísland setti þá heimsmet i verkföllum og a.m.k. Evrópumet i atvinnuleysi. Þá töpuðust 700 þús. vinnudagar vegna verkfalla og 1300 þús. vinnudagar vegna at- vinnuleysis samkv. skýrslum kjararannsóknar- nefndar. i kjölfar þessa fylgdi stórfelldur land- flótti. Jafnhliða þessu átti sér stað þrefalt til fjór- falt meiri dýrtiðarvöxtur en i öðrum löndum Vest- ur-Evrópu. Ekkert var gert til að byggja upp skipaflotann eða fiskiðnaðinn á þessum árum. Þeir, sem vilja fá slikt ástand aftur, geta áfellzt núv. rikisstjórn fyrir að hafa ekki farið inn á þessa braut. Framsóknarmenn taka fúslega á sig sinn hluta þeirrar ábyrgðar, að það hefur ekki verið gert. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Trudeau grípur til róttækra aðgerða Takmarkar hækkanir á kaupi og verðlagi Trudeau FYRIR rumu ári vann Frjálslyndi flokkurinn i Kanada einn mesta sigur sinn i kosningum. Þessi sigur var fyrst og fremst þakkaður Trudeau forsætisráðherra. Fyrir kosningarnar hafði flokkurinn verið i minnihíuta á þingi og rikisstjórn hans orðið að leita stuðnings flokks nýdemókrata, þegar um deilumál var að ræða. Trudeautaldfþetta ástand svo ótryggt, að hann rauf þingið i þeirri von, að flokkur hans fengi meirihluta i kosningun- um. Þessi von hans rættist. Flokkurinn fékk um tuttugu atkvæða meirihluta á þingi og varð þetta miklu meiri sigur en yfirleitt hafði verið spáð fyrirfram.Menn þóttust þvi sjá fyrir að Trudeau myndi sitja fastur i sessi sem forsætis- ráðherra fimm næstu árin, ef ekki kæmi neitt sérstakt fyrir hann. Það þykir nú komið i ljós, að Trudeau hafi efnt til kosninga á réttum tima og úrslit kosninganna mundu verða önnur nú en fyrir ári. Efna- hagsástandið hefur hriðversnað á flestum sviðum á þeim tima, sem liðinn er frá kosningunum. Verðbólga hefur mjög aukizt og atvinnu- leysi einnig. Þegar gengið var til kosninga i fyrra, rikti yfir- leitt sú bjartsýni, að efnahags- ástandið myndi brátt lagast aftur og var það ekki sizt byggt á spám um efnahags- bata i Bandarikjunum á árinu 1975. Þær spár hafa ekki rætzt. í Kanada hafa afleiðinarnar orðið þær, að ástandið hefur stórversnað. Rúmlega 7% vinnufærra manna eru á at- vinnuleysisskrá og verðbólgan nálgast það að hún svari til 15% vaxtar á ári. Það er nær helmingi meiri verðbólgu- vöxtur en stjórnin hafði stefnt að. Fyrir réttum tveimur mánuðum baðst fjármála- ráðherrann, John Turner, lausnar, og skapaöi þaö Trudeau aukinn stjórnmála- vanda. Turner færði opinber- lega fram persónulegar ástæður fyrir lausnarbeiðni sinni, en yfirleitt var þó ástæðan talin önnur. Turner var lika óspar á að segja kunningjum sinum frá þvi, að hann væri ekki samþykkur fjármálastefnu stjórnarinnar. M.a. teldi hann þörf meiri sparnaðar og gætni. Blaða- menn rifjuðu það upp, að þegar Trudeau var fyrst kosinn formaður Frjálslynda flökksins, hafði Turner verið helzti keppinautur hans. Sumir þeirra gizkuðu þvi á, að Turner væri að draga sig i'hlé I þeim tilgangi að geta keppt við Trudeau að nýju, ef stjórninni hlekktist á vegna efnahagsvandans. Við þetta bættist svo, að bæöi fylkiskosningar og auka- kosningar til sam- bandsþingsins leiddu i ljós, að kjósendurvoru óánægðir með stjórnina. Einkum leiddu úr- slitin i ljós, að flokkur ný- demókrata ætti vaxandi fylgi að fagna. Flokkurinn fer nú með stjórn i þremur fyikjum og fékk nýlega til viðbótar oddaaðstöðu á fylkisþinginu i Ontario, sem oft er talið mikilvægast fylkjanna, þvi að þar eru höfuðstöðvar iðnaðar- framleiðslunnar f landinu. Mest pólitiskt áfall fyrir Trudeau urðu þó úrslit auka- kosningar i Montreal fyrir skömmu. Þar var efnt til aukakosninga vegna fráfalls þingmanns i kjördæmi, sem hafði verið talið öruggt vigi Frjálslynda flokksins. Fram- bjóðandi flokksins varmaður, sem Trudeau hafði mikla trú á, Pierre Juneau, en Trudeau hafði skömmu áður skipað hanri ráðherra yfir stjórnar- deild, sem á að vinna að bættri sambúð milli fólks af frönskum og brezkum ættum i Kartada Orslitin urðu þau, að Juneau féll og varð þá jafn- framt að leggja niður ráðherradóm. Þótt þessi úrslit væru mikill ósigur fyrir hann, þóttu þau raunar enn meiri ósigur fyrir Trudeau. TRUDEAU hefur af öllu þessu dregið þær ályktanir, að timi væri kominn til athafna, ef hann og flokkur hans ætti að rétta álit sitt að nýju. Ber- sýnilegt væri, að kjósendur krefðust róttækra aðgerða. 1 kosningabaráttunni i fyrra, hafði Stanfield, foringi Ihalds- flokksins, látiö á sér skilja, að nokkurt eftirlit með verðlagi og kaupgjaldi gæti orðið óhjá- kvæmilegt vegna efnahags- ástandsins. Trudeau tók þessu fjarri þá. Nú taldi hann hins vegar nauðsynlegt að fara inn á þessa braut. Hann lagði fram róttækar tillögur, sem eru miðaðar við það, að gilda i þrjú ár. A þeim tima verður stefnt að þvi, að kaup hækki ekki yfir 8% á fyrsta árinu 6% á öðru árinu og 4% á þvi þriðja. Þó mega þessar hækkanir verða meiri, ef þjóðartekjur aukast umfram visst mark. Sett verður há- mark á hærri laun á þann hátt að engin laun mega hækka meira en 2400 dollara á ári. Þá verður tekið upp strangt verðeftirlit með öllum stærri fyrirtækjum og fá þau ekki að hækka verðlag nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Þá verður tekið upp strangt eftir- lit með ýmsum aukagreiðsl- um, arði af hlutabréfum, o.s.frv. Jafnframt er gert ráö fyrir hömlum og aðhaldi á mörgum fleiri sviðum. Tak- markið er að rikisvaldið geti náð þeim tökum á efnahags- þróuninni, að hægt verði að halda veröbólgunni innan hóf- legra marka. ENGINN efi er á þvi, aö Trudeau fær þingið til að fallast á tillögur sinar. Hitt þykir hins vegar ljóst að það verður ekki vandalaust að framfylgja þeim. Mikiðveltur á þvi, að verkalýöshreyfingin sætti sig við þær, en hún hefur þegar látið i ljós, að ekki sé gert ráð fyrir nógu ströngum verðlagshömlum. Þá er veru- leg hætta á skæruverkföllum. jafnvel þótt forusta verka- lýðshreyfingarinnar gangi til móts við fyrirætlanir stjórnarinna'-. Maður sá sem Trudeau hefur skipað sem yfirmann þeirrar stofnunar, sem á að hafa framkvæmd allra þessara mála með hönd- um, hefur látiö svo ummælt. að hér velti mest á þvi, hvort þjóðin vilji styðja þessar að- gerðir, þvi að annars verðí til 111 leiðir til að sniðganga þær. Trudeau er eigi að siður ákveðinn i að reyna að fylgja þeim fram með fullkominni einbeitni. Þvi verður veitt mikil athygli viða um heim. hvernig honum tekst það. Viða erlendis hafa aðgerðir hans vakið mikla athygli og þykja bera vott um, aö Trudeau sé ákveðinn og ábyrgur stjórn- andi. T.d. hefur New York Times hvatt til þess, að bandariskir ráðamenn taki hann sér til fyrirmvndar og gripi til hliðstæðra aðgerða i Bandarikjunum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.