Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 1. nóvember 1975. Á kvennaári hefur mikið verið rætt um kynskiptingu i handa- vinnukennslu i skólum og mis- munun, sem þvi er óhjákvæmi- lega samfara. Ég hef ekki enn séð viðtal við smiðakennara um þetta mál og tel þvi vel hæfa að rita skoðun mina hvað þetta varðar nú, þegar konur hyggj- ast sýna mikilvægi sitt i þjóðfé- laginu með þvi að leggja niður vinnu á degi Sameinuðu þjóð- anna. Hefðbundin verkaskipting hefur viðgengizt hér á landi sem annars staðar og verið viður- kennd alveg fram á þennan ára- tug, sem góð og gild, samanber hefðbundna kennslu i kvenna- skólanum. Það var ekki fyrr en fáeinar konur fóru að æsa sig og láta bera á skoðunum sinum um misrétti kynjanna, meðal annars i skólum, að fólk uppgötvaði, að það lifir á breyttum timum, þar sem kon- an vill ganga inn i hefðbundin störf karlmannsins, eftir þvi sem hæfileikar hennar og löng- un standa til, og að karlmaður- inn eigi að ganga inn i hefðbund- in störf konunnar á sömu for- sendu.Éghygg að fáir Islend- ingar eigi gott með að neita þvi, að þetta eru sjálfsögð mannrétt- indi og að okkur beri að vinna að þvi að allir fái að njóta þeirra. Ég hef kennt smiðar i 3 ár og á þessum tima átt þess kost að kenna stúlkum og drengjum smiðar saman i bekk. Tilraun þessi sannfærði mig um, að svipuð breidd er i hæfileikum stúlkna og drengja til smiða, m.ö.o. að stúlkur væru jafn hæf- ar til smiða og drengir, ef þær fengju sömu þjálfun og kennslu. Hvað veldur þvi þá að stúlk- um eru ekki kenndar smiðar? Eru smiðar- og hannyrðakenn- arar á móti þvi og þá hvers vegna? Eru æðstu stjórnendur landsins á móti þvi og þá hvers vegna? Er ekki aðstaða til þess i skólum? Er orsökin e.t.v. fólgin i göllum á menntun mynd- og handmenntakennara? Ég vona að bráðlega verði gefin svör við þessum spurningum af réttum aðilum, en hér á eftir er ætlun min að skýra viðhorf mitt til málsins sem -smiðakennara. Afstaöa smíða- og hannyröakennara Smiðakennarar, sem ég hef átt viðræður við um þetta, virð- ast allir hlynntir þvi að hafa bæði kynin saman i bekk. Stúlk- ur virðast hafa jafnmikinn áhuga á smiðum og drengir. Þvi er þó ekki að neita, að stúlkur gefast oftast fyrr upp, þegar á reynir, en drengir og bera þá fyrir sig að smfðar séu karl- mannsverk. Það er skoðun min, að þetta mótaða viðhorf nem- enda og foreldra, hverfi með timanum, þegar stúlkur fá að byrja i smiðum á sama tima og drengir og aukin áherzla verður lögð á sjálfsmat og skynsamleg vinnubrögð nemenda og nem- endur verða gerðir ábyrgir i skólastarfinu. Hannyrðakennarar hafa hins vegar kvartað yfir, að drengirn- ir hafi litinn áhuga á hannyrð- um og ætla sumir þeirra þess vegna, drengjunum önnur og -| ITII ~ II II......... araskortur, húsnæðisskortur, ófullnægjandi menntún og endurmenntun smiðakennara i Kennaraháskóla fslands, skipu- lagslaus innkaup rikisins til handavinnukennslu, og þvi óviðunandi og mun dýrari en ástæða er til, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Bæta þarf mennt- un smíðakennara Skortur á menntuðum smiða- kennurum er’ gifurlegur. Ot- skrifun þeirra, hefur engan veginn haldist i hendur við fjölgun skólanna undanfarna áratugi, og mjög óviða er um þá að ræða úti á landi. Á þessu vandamáli verður að taka fyrr en seinna, m.a. með þvi að meta oftar góða iðnmenntun til jafns við stúdentspróf inn i smiða- kennaranám, bæta kennsluna til muna i Kennaraháskólanum og hefja tilraunakennslu hið bráð- asta i 3-6. bekk grunnskóla, með það i huga að prófa á hvaða aldri bezt hentar að kenna ákveðin kennsluatriði. Safna siðan saman niðurstöðum af athyglisverðum tilraunum og reynslu smiðakennara, t.d. um ýmis efni og hvernig þroska má upp einstaka mikilvæga eigin- leika i nemandanum. Einnig mættu slikar tilraunir leiða i ljós leiðir til að halda áhuga nemandans við námsefnið, gera nemandanum ljósa ábyrgð hans á náminu og skólastarfinu og leiðir til að ná öðrum mark- miðum handavinnukennslunn- ar, s.s. gera honum auðveldara að túlka og útfæra hugmyndir sinar, þekkja eigin getu og kunnáttu, hagnýta sér aðgengi- lega þekkingu o.s.frv. Ég tel það til mannréttinda- mála, að allir fái lært i skóla að tjá hug sinn, setja hugmyndir sinar fram, útfæra þær og túlka og verða þannig hæfari til að móta umhverfi sitt að þörfum sinum, jafnframt þvi að taka til- lit til og vinna með náunganum. Þetta tel ég eitt af aðalmark- miðum smiðakennslunnar, og þetta er bezt að temja og kenna nemendum i 3.-6. bekk grunn- skóla. Óþarfi er að tiunda gildi smiða hjá börnum, ef þeim er kennt að nota verkfærin, skilja efnið sem handleikið er og verk- efnið, sem unnið er að. Þetta sjá menn i sjálfum sér. Ef árangur er góður er hugarfarið jákvætt og gildi áhugamálanna i sam- ræmi við gildi verkefnanna. Stefnumótun og góð kennsla i Kennaraháskóla Islands ér for- senda fyrir þvi að uppvaxandi æska fái notuð umræddra nannréttinda. Ef til vill er þess að vænta að .neð auknum áhrifum kvenna i stjórnmálum ráðist bót á þessu máli. Mér er þó til efs að svo verði, meðan hannyrða- og smiðakennsla er i hugum nem- enda, kennara og foreldra, föndurtimi, sem helzt má likja við afþreyingu frá bóklegu námi. Að sjálfsögðu mega handavinnukennarar sjálfum sér um kenna að nokkru leyti og vona ég þvi að þeir finni bráð- lega hvöt hjá sér til að bæta úr þessu. léttari verkefni en stúlkunum. Ef drengir og stúlkur eiga að vera saman I handavinnu, tel ég að kenna eigi þeim skilyrðis- laust sömu undirstöðu. Annað er ekki sjálfsögð mannréttindi. En hvaða gagn er að hafa drengi og stúlkur saman i smiði, ef kennslutiminn sem til handa- vinnu er ætlaður, er skertur um helming i hvorri grein, þannig að ekki er mögulegt að fara yfir nema innan við helming af nauðsynlegu kennsluefni. Þá verður þjálfunin helmingi minni, kennarinn hættir að þekkja nemendurna, og kennsla hans verður ómarkviss og ómögulegt er- fyrir hann að finna — hvað þá lagfæra — ein- staka galla i sjálfsgagnrýni, hegðun, hreyfingum likama og verkhæfni nemandans, þar sem fjöldi nemenda eykst um helm- ing á skólaárinu og hver nem- andi er aðeins 2 tima á viku 1/2 veturinn, eða 2 timahálfs- mánaðarlega allan veturinn. Hver heilvita maður, sem átt hefur við uppeldi og kennslu, hlýtur að sjá að hér er verið að hlaupa úr öskunni i eldinn. Ég vil því eindregið vara við þvi að tekin verði upp umrædd breyt- ing, án þess að til kennslunnar verði ætlaður minnst 2 kennslu- stundir á viku i hvorri grein. Ætti slik ósk ekki að vera óraun- hæf, ef miða á við yfirlýsingar menntamálaráðherra og ann- arra stjórnmálamanna, svo og ráðuneytisstjóra, um aukinn þátt verkmenntunar i skólum landsins. Við siðustu setninguna vildi ég bæta: ,,og betri nýtingu verkkennslunnar”. Ég vil nú ganga út frá þvi, að almenningur og forráðamenn þjóðarinnar hugsi skynsamlega og bæti við 2 timum i handa- vinnu, þannig að hannyrðir og smiðar fái 4 tima á viku samtals i 3-6 bekk grunnskóla. Þá blasa við ýmis vandamál, s.s. kenn- Stúlkur i handavinnutima. Prengir við smiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.