Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. nóvember 1975. TÍMINN 15 iiiiii Viðtalstímar alþíngismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals kl. 10-12 n.k. laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18. Framsóknar- menn Suðurlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 9. nóv. og hefst kl. 10 f.h. Auk venjulegra þingstarfa verða tekin til meðferðar orku- og menntamál. Framsögumenn verða Helgi Bergs banka- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Hafnarf jörður Viðtalstímar bæjarfulltrúa Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opið hús að Strandgötu 11, 2. hæð á hverjum fimmtudegi kl. 18—19. Þar verða til viðtals bæjarfulltrúi flokksins og varafulltrúi, svo og nefndarmenn. Simi 51819. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur um skattamál verður haldinn nk. fimmtudag 6. nóv. að Rauðarárstig 18 kl. 20.30. Frummælandi verður Halldór Ásgrimsson alþm. Fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna i Árnessýslu verð- ur haldinn að Flúðum þriðjudaginn 4. nóv. kl. 21,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Halldór Ásgrimsson alþingism. ræðir stjórnmálaviðhorfið Magnús ólafsson form. SUF. greinir frá starfi sambandsins önnur mál. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna. Ungar konur! Fjölmennið á fundinn og hefjið virkari þátttöku i þjóðfélagsmálum i framhaldi af velheppnuðum aðgerðum i kvennafrii. Stjórnin. Akureyri — nógrenni Haustfagnaður framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel KEA laugardaginn 8. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræðumaður Þórarinn Þórarinsson alþingismaður. Skemmtiatriði — dans. Þátttaka tilkynnist Hótel KEA fyrir föstudaginn 7. nóv. Stjórn Kjördæmissambandsins. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 2. nóv. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er 2. vistin af 5. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Kristjóns Friðrikssonar Flyt fyrirlestur minn um nýskipan efnahagsmála, einkum sjáv- arútvegs-og iðnaðarmála, á Akureyri sunnudag kl. 15.00 að Hótel KEA. Kristján Friðriksson. Snæfellingar Önnur umferð i þriggja kvölda spilakeppninni verður að Breiða- bliki laugardaginn 1. nóv, og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Mallorkaferð fyrir tvo. Einnig góð kvöldverðlaun. Alexander Stefánsson oddviti flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. * Arnessýsla Akveðið er að Framsóknarfélag Arnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hið fyrsta verður að Aratungu 14. nó v, annað að Borg 21. nóv. og þriðja og siðasta spilakvöldið i Arnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Kjördæmisþing Norðurlands eystra Þingið hefst laugarsaginn 8. nóv kl. 13. Þátttakendum stendur til boða gisting á Hótel KEA á hagstæðu verði. 0 Tómas Fyrst vil ég nefna hraðfrysti- húsaáætlunina. Hún var unnin á vegum áætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunar rikisins, undir yfirstjórn framkvæmdaráðs og stjórnar stofnunarinnar. Við áætlanagerðina unnu ýmsir sér- fræðingar, svo sem hagfræðing- ar, fiskiðnfræðingar, fiskvinnslu- ráðgjafi o.fl. Samstarfsaðilar við áætlana- gerðina hafa verið flestar stofn- anir og samtök, sem um sjávarútveginn fjalla, og hrað- frystiiðnaðinn þó sérstaklega. Þær stofnanir, sem sér i lagi komu við sögu, voru Fiskveiða- sjóður Islands, viðskiptabank- arnir, umsagna- og tillögunefnd um hollustuhætti, Fiskifélag ís- lands, Sölusamtök fiskiðnaðarins, ásamt þeim, sem fengizt hafa við hönnun fiskiðjuveranna, og L.l.Ú. o.fl. Ekki má gleyma þýðingar- mestu aðilunum, þ.e.a.s. frysti- húsunum og eigendum þeirra. En i raun og veru er tilgangur áætl- unarinnar að styðja við bakið á 96 frystihúsum, viðs vegar um land- ið, og stuðla að nýbyggingum, vélvæðingu og tækniumbótum frystiiðnaðarins. Heildarstærð hraðfrystihúsa- áætlunarinnar nemur 5.085 mill- jónum króna, á verðlagi hvers árs fyrir sig. Á verðlagi fyrri hluta árs 1974 gæti ég trúað að hún næmi 6.063 millj. kr. Fjármögnun framkvæmda er fólgin i 60% lánveitingum Fisk- veiðasjóðs tslands af kostnaði við byggingar, en innflytjendur og framleiðendur véla og tækja hafa aðgang að lánamöguleikum til þriggja ára, m.a. i gegn um út- flutningslánasjóð. Þá hefur verið um verulegar lánsfjárhæðir að ræða úr Byggða- sjóði og Atvinnuleysistrygginga- sjóði, eða allt að 25% i sumum til- fellum. Að sjálfsögðu verður afkasta- geta fiskiðjuveranna mjög mikil, þegar þau eru komin i það horf, sem ráð er fyrir gert i áætluninni. Heildargeymslurými fyrir fryst- an fisk verður þá 67.530 tonn. Auk uppbyggingar hraðfrysti- húsanna hefur verið veruleg upp- bygging annarrar fiskvinnslu, svo sem saltfiskverkunar rækjuvinnslu, skelfisks o.fl. Framkvæmdastofnunin hefur komið þar viða við sögu. Á árinu 1975 er áætlað, að út- flutningsverðmæti frystra sjávarafurða nemi 17.185 millj. kr. Af þvi, hvernig að þessum mál- um hefur verið staðið, er alveg ljóst, að engin pólitisk sjónarmið hafa komið þar við sögu af hálfu Framkvæmdaráðsins. Ég hefði viljað varpa fram þeirri spurningu, i sambandi við þessar umræður, hvort spilling væri fólgin i þvi að byggja upp 96 frystihús i landinu. Er illa varið þvi fjármagni, sem beint er inn á þessar brautir? Efling Byggðasjóðs 2% af fjárlaga- frumvarpi Það hefur komið fram i þessum umræðum, að Byggðasjóður hafi raunverulega ekkert verið efldur i tið núverandi rikisstjórnar. Háttvirtur fimmtu þingmaður Vestfjarða hafði orð á þessu. En hvað er það rétta i málinu? Litum á árið 1975 og berum saman framlög til Byggðasjóðs samkvæmt lögunum um Fram- kvæmdastofnunina og siðan sam- kvæmt ákvæðum stjórnarsam- nings núverandi stjórnarflokka. 1 fyrra tilfellinu hefðu framlög- in orðið þessi: 1) m.kr. Framlag úr rikissjóði 100 Skattgjald af Albræðslu iStraumsvik,70,9% 95 Samtalsm.kr.: 195 2) Samkvæmt samningi stjórnarflokkanna 2% af útgjöldum fjárlfrv. 860 En litum á árið 1976 og gerum sambærilegan samanburð. t fyrra tilfelli: Framlag úr rikissj. lOOm.kr. Álgjaldið 70,9% af 141 m. kr. lOOm .kr. ' 200m.kr. Samkv. stjórnarsamn. 1.123 m.kr. Það liggur þvi fyrir, að árin 1975 og 1976 hefðu framlög til Byggðasjóðs numið skv. hinni eldri skipan 395 m.kr., en skv. hinni nýju skipan i samræmi við stjórnarsamninginn 1.993 m.kr. Þessar tölur eru sambærilegar. Frá þvi Byggðasjóður var stofnaður, hefur hann tekið að láni til starfsemi sinnar fjár- magn, sem hér greinir. Arið 1972 145 m.kr. Arið 1973 325 m.kr. Arið 1974 129 m.kr. Samtals: 559 m.kr. Byggðasjóður hefur hins vegar samþykkt lánsloforð svo semphér segir: Árið 1972 480,4 m.kr. Arið 1973 357,3 m.kr. Arið 1974 661,7 m.kr. Samtals: 1.499,4 m.kr. A þessu sennilega ári mun Byggðasjóður samþykkja lánsloforð að upphæð 900-1000 m. kr. Á fyrstu 4 starfsárum hefur Byggðasjóður þvi að likindum lánað fast að hálfum þriðja mill- jarði kr. Viðureign gegn byggðaröskun Ég hef talið nauðsynlegt að rekja það hér i þessum umræð- um, að visu að takmörkuðu leyti, hvernig staðið hefur verið að málum i Framkvæmdastofnun- inni frá þvi hún var sett á stofn. Framkvæmdaráðið hefur lagt áherzlu á að reyna að starfa hlut- laust að málum, og hefur hagað starfsaðferðum i samræmi við það. En eigi aðsiður getur vel komið til greina að breyta til um tilhög- un mála. Um það atriði mun ég ræða siðar, þegar hæstvirt rikis- stjórn leggur málið fyrir Alþingi. Ég held, að á þeim tima, sem deilurnar um Framkvæmda- stofnunina stóðu sem hæst hér á hæstvirtu Alþingi, hafi verið gerð óþörf grýla úr þessari stofnun. Og það hafi komið á daginn, að þeir sem óttuðust hana i byrjun, hafi verið óþarflega hræddir við til- komu hennar. t raun og veru var Fram kvæmdastofnunin að verulegu leyti framhald á starfi, sem þegar var hafið og hafði viðgengizt um alllanga hrið. Til viðbótar kom fyrst og fremst stofnun Byggða- sjóðsins, sem var stór efling At- vinnujöfnunarsjóðs. Sú stefna, sem mörkuð hefur verið af hálfu Framkvæmda- stofnunar i áætlanamálum, er svonefnd frjáls áætlanagerð, sem leggur áherzlu á rammaáætlanir, sem marka meginlinur um upp- byggingu og þróun byggðar i landinu. Hvernig svo sem stjórnkerfi Framkvæmdastofnunarinnar er fyrir komið, og hvernig sem framkvæmdáráðið er skipað, komast menn ekki framhjá þvi, að verkefni Framkvæmdastofn- unarinnar eru bæði fjölþætt og þýðingarmikil. Það riður á miklu að stofnunin sem slik sé i lifræn- um tengslum við atvinnulifið i landinu, ekki aðeins hvað snertir bókhald, reikningsskil og sér- fræðilega þjónustu við áætlana- gerð, heldur varðandi framfarir, þróun og uppbyggingu og i nánum tengslum við atvinnulifið sjálft. Þess vegna hef ég, sem fram- kvæmdaráðsmaður, lagt áherzlu á að ferðast, hitta að máli sem flesta, sem um þessi málefni fjalla. Eitt merkasta verkefni Fram- kvæmdastofnunarinnar tel ég vera að takast á við afleiðingarn- ar af hinni stórkostlegu byggða- röskun, sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum, og stuðla að þvi að treysta byggðina i landinu á þann hátt, sem hæfir framtiðinni. Ég trúi þvi, að þvi aðeins geti þjóðin hagnýtt auðlindir landsins, að bvggð eflist og blómgist, ekki aðeins á Stór-Reykjavikursvæð- inu. heldur einnig sem viðast um landið. Vestur- Skaftafellssýsla Aðalfundur Framsóknarfélagana i Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn i Vik laugardaginn 1. nóv. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson mæta á fundinum. Stjórnirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.