Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. nóvember 1975. TÍMINN 11 FYRSTU SIGRAR í LANDSLflKJUM í BLAKI ? NÚ UM HELGINA verða háðir tveir landsleikir i blaki hér á landi, og eru mótherjar islenzka landsliðsins að þessu sinni Eng- lendingar. Eins og áður er komið fram hér á iþróttasiðunni, er fremur litið vitað um styrkleika Englendinga, en það litla sem þó er vitað, gefur okkur góðar vonir um, að jafnvel megi búast við fyrstu sigrum i landsleik i blaki. Leikirnir verða báðir háðir i iþróttahúsi Kcnnaraháskólans og hefst sá fyrri i dag kl. 17.30 og sá siðari á sama stað á sama tima á morgun, sunnudag. Svar við þeirri spurningu fæst um helgina, þegar íslendingar mæta Englendingum. — Fyrri leikurinn í dag, sá síðari á morgun maður”, Helgi Harðarson ÍS, bætist i landsliðshópinn. Landsliðið er þannig skipað: Guðmundur E. Pálsson, l>rótti Valdemar Jónasson, Prótti Gunnar Arnason, Þrótti I’áll ólafsson, Vikingi Gestur K. Bárðarson, Vikingi Guðmundur E. Nielsson, Vik- ingi lndriði Arnórsson, ÍS Sigfús Haraldsson, ÍS llelgi Harðarson, iS Landsliðið var valið i gær, og er gegn „pressuliðinu” fyrr i vik- Skólahljómsveit Kópavogs mun það næstum þvi sama liðið og lék unni, utan hvað einn „pressu- leika áður en fyrri leikurinn hefst. BEZTA LIÐ SEM EG HEF SEÐ — segir George Kirby, þjálfari IA um Dinamo Kiev IA - Dinamo Kiev á AAelavelli n.k. miðvikudag kl. 20 DINAMO KIEV er bezta lið, sem ég hef séð, sagði George Kirby þjálfari Akurnesinga, en hann er nú aftur kominn til landsins og mun verða með IA-liðinu fram yfir leikinn á miðvikudagskvöld, sein verður siðastli leikurinn á knattspyrnutimabilinu i ár og jafnframt einn mesti stórleikur sem háður er hér á landi. Dinamo Kiev kemur hingað til lands með einkaþotu l'rá Leningrad á mánu- dag og á þriðjudaginn munu leik- menn liðsins halda upp á Skaga, og litast um á Akranesi, en að sögn Gunnars Sigurðssonar for- manns knattspyrnuráðs II voru leikmenn liðsins vantrúaðir á að Akranesliðið væri frá jafn fá- mennuin bæ og Ieikmenn þess sögðust vera, og óskuðu þvi eftir að fá að sjá Akranes meö eigin auguin. — Ég mun senda leikmenn IA- liðsins inn á völlinn með þvi hugarfari, að þeir eigi að vera hugrakkir og gefa hvergi eftir, sagði George Kirby. Hvort við munum reyna að leika sóknar- knattspyrnu, get ég ekki um sagt, þar sem það fer eftir leikaðferð sovétmannanna, en engu að siður get ég sagt það, að mér geðjast ekki að eintómum varnarleik. Ég geri ekki ráð fyrir að sovézka liðið muni eingöngu sækja — þeir munu gefa okkur svigrúm i þeim tilgangi að draga okkur fram — og freistast siðan til að ná upp skyndisóknum. spyrnu á Melavellinum heldur en i Sovétrikjunum þar sem leikið Kirby tók það fram, að sovézka liðið myndi leika öðruvisi knatt- var á grasi. — Við höfum að undanförnu leikið á möl og við munum mæta Dinamo Kiev alveg ófeimnir, þótt við vitum, að liðið er geysisterkt, sagði hann. Kirby sagði, að veður til æfinga hefði verið einstaklega gott i allt haust og kvaðst hann vonast til þess að gott veður yrði á miðviku- dagskvöldið. Sag t eftir 1 lei kinn Við vorum óvenju mistækir Jón Sigurösson: — Ég er óánægður með ýmis- legt hjá okkur i þessum leik, og hefði okkur tekizt það sem við reyndum, er ég sannfærður um að við gátum mun betur. Við vorum óvenju mistækir, sendingar fóru forgörðum og körfuskotin nýttust illa. Hvað sjálfan mig áhrærir, þá man ég ekki þann leik, sem ég hef ekki skorað i seinni hálfleik. Ég veit ekki hvort ég á að taka svo djúp i árinni að segja, að við vinn- um úti á miðvikudaginn, en það er vist, að við munum verða ró- legri þá og ganga óþvingaðir til leiks. Að visu verða þeir á heima- velli, en engu að siður er ég þess fullviss, að við munum sýna betri leik en nú. Playboyliðið er frá- bært, það leikur mjög yfirvegað og tekur nær enga áhættu. Þeir leika kerfisbundið og Canon „svarti playboyinn” gerði gæfu- muninn. Úthaldið er kannski ekki nógu gott hjá okkur, þegar við er- um komnir i svona hörkuleik, enda var siðari hálfleikurinn lak- ari af okkar hálfu. Canon vann leikinn fyrir þó Birgir örn Birgis — Ég er nokkuð ánægður, en þó er ég ekki fyllilega sáttur við að tapa með 23 stiga mun. Ég hefði getaðsætt mig við 10, eða hámark 15 stiga mun, en mér fannst við ekki sýna okkar beztu hliðar i leiknum. Sem dæmi um það má nefna, að ég minnist þess ekki að hafa leikið með Jóni Sigurðssyni leik, þar sem hann hefur ekki skoraðstig i seinni hálfleik. Þetta sýnir glöggt, að við sýndum ekki okkar beztu hliðar. Blökkumaðurinn i liði Play- boys, Ronnie Canon, vann bók- staflega leikinn fyrir þá. Hann er á næstu hæð fyrir ofan okkur, og við réðum ekki við hann. Það eina sem kom mér á óvart, var hversu góður Canon var, en liðið i heild var mjög svipað þvi, sem ég átti voná. Samkvæmt úrslitum þessa leiks tel ég, að við ættum að geta staðið talsvert betur i þeim, held- ur en i þessum leik. NU GETA ALLIR KEYPT ÍÞRÓTTAMÁL IÞRÖTTAKENNARAFÉLAG IS- LANDS hefur allt frá þvi i desem- bermánuði 1973 gefið út blað, sem heitir Iþróttamál, og hefur það verið sent félagsmönnum. Efni blaðsins hefur einkum verið um likamsmennt, uppeldi og i- þróttir, þ.e. fræðirit fyrir kenn- ara. Nú hefur vérið ákveðið að gefa utanfélagsmönnum kost á að gerast áskrifendur að blaðinu, og að sögn Ingimars Jónassonar, formanns IKFl, mun áskrift að blaðinu kosta 500 kr. á.ári, jafn- framt þvi sem nýjum áskrifend- um ergefinn kostur á að fá öll þau blöð, sem gefin hafa verið út til þessa — 130 blöð — fyrir 1500 kr. tþróttamál er gefið út i laus- blaðaformi, og er hver blöðungur eitt tölublað. Útgefendur hafa gefið út sérstakar möppur fyrir blaðið, og er verð á möppunni innifalið i áðurnefndum 1500 kr. Meðal efnis i blaðinu til þessa má nefna greinaflokk eftir Magnús H. Ólafsson, „Geta i- þróttakennarar komið i veg fyrir bakveiki?”, greinaflokk um „Likamsuppeldi og iþróttir i Sovétrikjunum,” greinaflokk um „Varnarkerfið 6:0 i handknatt- leik” eftir Ingimar Jónasson, og eftir sama höfund, greinaflokk um kroppviðbragð i spretthlaupi þá má nefna greinaflokkinn „Þol- þjálfun i skólum” eftir Guðmund Þórarinsson, „Leiðbeiningar fyr- ir þjálfara i handknattleik” eftir Hilmar Björnsson og fleira og fleira. NÝSTÁRLEGT HAPPDRÆTTI BLAKSAMBAND ÍSLANDS hefur komið á fót mjög nýstár- legu happdrætti, þar sem dregið er fjórum sinnum! Hver happ- drættismiði gildir i öll skiptin, og þvi er fræðilegur möguleiki fyrir þvi að vinna á sama miðann i öll- um dráttunum. Vinningar eru sólarlandsferðir að verðmæti 50.000 hver. Sjálfir happdrættismiðarnir eru stórir um sig (svo menn týni þeim siður) og á bakhlið miðanna er dagatal, þar sem merktir eru inn á ýmsir helztu blakviðburðir ársins. Hver miði kostar kr. 300,— VILTU KOMA í BRIDGE? A SIÐASTLIÐNUM vetri efndi Vikingur til bridgekeppni i fé- lagshei'nili sinu við Hæðargarð og var þátttaka mikil. Vikingar hafa nú ákveðið að halda þessari starfsemi áfram og hefst fyrsta bridgekvöldið n.k. mánudag kl. 19.30 i félagsheimilinu við Hæðar- garð, og verður framvegis á sama tima á mánudögum. Á bridgekvöldunum verða bæði tvimennings- og sveitakeppnir. Þeir, sem hafa hug á að taka þátt i bridgestarfi Vikings, eru beðnir að láta skrá sig hið fyrsta. ° o ^ O o ° Armenningar ógnuou Playboy — sérstaklega í fyrri hálfleik, en liðið náði þó aldrei að sýna sitt bezta Ármannsliðinu tókst ekki að sýna sinar beztu hliðar, er það lék við finnsku bikarmeistarana Playboy í LaugardaIshöl linni á f immtudagskvöldið, en þetta var fyrri leikur lið- anna í Evrópukeppni bik- armeistara. Finnarnir sýndu mjög góðan leik og sigruðu með 88 stigum gegn 65. Það gætti greinilega tauga- óstyrks hjá Armannsliðinu i byrj- un leiksins. Þeir voru feimnir við að skjóta á körfuna og fyrstu min- úturnar einkenndust af þvi. Það var ekki mikið skorað fyrri helm- ing hálfleiksins og stóðu Ármenn- ingarnir þann tima vel i Finnun- um og þegar 5 min. voru til leik- hlés var munurinn aðeins 7 stig (31-24). I leikhléi höfðu Finnarnir yfir, 43:32. Finnarnir komu ákveðnir til leiks i seinni hálfleik og sýndu þeir þá oft mjög skemmtileg til- þrif og þá má sérstaklega nefna Bandarikjamanninn þeirra, Ronnie Canon. Finnarnir voru farnir að rata leiðina i körfu Ár- menninganna, en ekki er sömu sögu að segja um Ármenninga. Það bókstaflega mistókst allt hjá þeim á timabili. Körfuskotin geiguðu, ónákvæmar sendingar og leikmenn Playboys hirtu flest fráköst. Þegar auðséð var að Playboy-sigur væri i höfn fannst manni eins og Finnarnir væru bara að leika sér, þeir hlógu og gerðu að gamni sinu. Seinni hálf- leikurinn var þvi alls ekki eins skemmtilegur á að horfa og sá fyrri. Yfirburðirnir voru of mikl- ir. Baráttuviljinn virtist vera dottinn úr Ármannsliðinu. Finn- arnir juku þvi forskotið smátt og smátt og er leiktiminn var liðinn var munurinn orðinn 23 stig — 88:65. Um Ármannsliðið er það að segja að það náði alls ekki sinu bezta, þó að þeir hal'i verið hvattir mjög af fjölmörgum áhorfendum, sem sennilega hafa aldrei verið fleiri á körfuboltaleik hér á landi. En einstaka leikmenn áttu þó góðan leik og ber þá hæst Jón Sig. og Jimmy Rogers. Jón átti sér- lega góðan leik i fyrri hálfleik og snéri hann Finnana oft af sér með snöggum hreyfingum sinum. Rogers hafði það erfiða hlutverk að gæta hins hávaxna landa sins Ronnie Canon, sem honun tókst sæmilega vel, Jón og Jimmy vinna oft mjög skemmtilega sam- an i sókninni, þar sem Jón hefur mjög gott auga fyrir að stinga boltum inn á Jimmy. Birgir O. Birgis kom lika nokkuð vel út úr leiknum. f'innarnir eru mjög sterkir, all- ir háir (sá minnsti 185) og „tekniskir”. Það er ekki bara einn og einn maður, heldur er það liðið i held. Ronnie Canon (5) var svo sannarlega með „kanónuna” i lagi hjá sér, hann skoraði alls 33 stig og hirti mjög mikið af frá- köstum. Sarkalahti (8), vakti at- hygli fyrir góðan leik, sérstaklega i fyrri hálfleik, og fyrir það hversu óskaplega rólegur hann var. Stigahæstu menn voru Ármann: Jimmy Rogers 24. Birgir örn 11, Jón Sig. 10, Guð- steinn 8. Playboy: Ronnie Canon 33. Sark '-nti 19, Koskivaara 10 stig. Dómarar i þessum leik voru Peter E. Jaques frá Skotlandi og Lucien De Waehter frá Belgiu og dæmdu þeir leikinn svo til óað- finnanlega. — MV—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.