Tíminn - 08.11.1975, Síða 15

Tíminn - 08.11.1975, Síða 15
Laugardagur 8. nóvember 1975. TÍMINN 15 Iðnnemasambandið: Aukum verk- menntun í landinu Mó-Reykjavík. Timanum hafa borizt ályktanir frá Sambands- stjórnarfundi Iönnemasambands Islands og félagsfundi i Tré- smiöafélagi Reykjavikur um verkmenntun. Ályktanirnar eru svohljóöandi: „Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands tslands, haldinn 1/11 1975, ályktar eftirfarandi: Enn einu sinni ætla stjórnvöld að hunza verkmenntun i landinu. Þetta lýsir sér vel i f járlagafrum- varpi rikisstjórnarinnar, og þvi sinnuleysi er hún sýnir iðnnem- um, er þeir koma fram meö rétt- mætar kröfur sinar um hækkun á þeim liðum, sem að almennri verkmenntun i landinu snúa. Krafa okkar er, að þvi fjár- magni verði veitt til verkmennta sem til þarf, þannig að verk- menntun standi jafnfætis öðru, námi á framhaldsskólastigi. Ef stjórnvöld koma ekki til móts við okkur i þessu máli, þá verður þvi mætt af fullri hörku af hálfu iðn- nema.” „Félagsfundur i Trésmiða- félagi Reykjavikur mótmælir harðlega ákvæði fjárlagafrum- varps rikisstjórnarinnar um stór- felldan niðurskurð á fjárveitingu til verkmenntunar i landinu. Á sama tima og lækkaðir eru tollar á iðnvarningi utanlands frá, hyggjast stjórnvöld enn auka á það misrétti sem verkmenntun hérlendis hefur mátt sæta. Framkvæmd þessi mun ugg- laust hafa afdrifarikar afleiðing- ar i för með sér, fyrir islenzkan iðnað í framtiðinni. Þvi skorar fundurinn á stjórn- völd að hverfa frá slikri óhappa- stefnu en auka i þess stað fjár- veitingu til verkmenntunar, og stuðla með þvi að traustari og vaxandi framlagi alls iðnaðar til uppbyggingar islenzkra atvinnu- vega.” „Félagsfundur i Trésmiða- félagi Reykjavikur haldinn 30. október, 1975, fagnar þeim næsta áfanga sem útfærsla fiskveiði- landhelginnar i 200 milur er i þessu mikla lifshagsmunamáli okkar Islendinga. Astand fiskistofna hér við land hefur ekki fyrr verið jafn iskyggi- legt og nú. Þvi varar fundurinn við undan- þágum til handa erlendum fiski- skipum, innan hinnar nýju fisk- veiðilandhelgi. Allar hugmyndir um samninga til veiðiheimilda erlendra fiski- skipa innan gömlu 50 milna markanna fordæmir fundurinn harðlega.” Borgarnes Framsóknarfélag Borgarness heldur sitt fyrsta spilakvöld á þessum vetri föstudaginn 21. nóv. i samkomuhúsinu kl. 8.30. Halldór E. Sigurðsson mætir á spilakvöldinu. Allir vel- komnir. Keflavík — Suðurnes f ramsóknarfélag Keflavikur heldur fund i Framsóknarhúsinu um framhaldsmenntun á Suðurnesjum — menntaskóli — fjöl- brautaskóli — mánudaginn 10. nóv. kl. 21. Allt áhugafólk um skólamál velkomið á fundinn. Framsögumenn: Gunnar Sveins- son, formaður skólanefndar, og Rögnvaldur Sæmundsson skóla- stjóri. Keflavík Viðtalstimi bæjarfulltrúa. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna hefur opið hús mánudaginn 10. nóv. n.k. kl. 20-21. Bæjarfulltrúar flokksins, Guðjón Stefánsson og Hilmar Pétursson, verða til við- tals. Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur um skattamál að Rauðarárstig 18. n.k. miðvikudag kl. 20.30. Hringborðsumræð- ur. Frummælandi Halldór Asgrimsson, alþingismaður. Fjölmennið. — Stjórnin. Hafnarfjörður - Framsóknarvist Siðasta umferðin i 3ja kvöld keppninni verður spiluð i Iðnaðarmannasalnum Linnetsstig 3, fimmtudaginn 13. nóv. kl. 20.30. Ilver verður sá heppni sem hreppir sólar- lerð l'yrir tvo með Ferðamiðstöðinni. Mætið stundvislega. Framsóknarfélögin. Akureyri — nógrenni Haustfagnaður framsóknarmanna i Norður- landskjördæmi eystra verður haldinn að Hótel KEA laugardaginn 8. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræðumaður Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður. Skemmtiatriði — dans. Þátttaka tilkynnist Hótel KEA fyrir föstu- daginn 7. nóv. Stjórn Kjördæmissambandsins. Starf leikmyndateikn- ara Þjóðleikhússins er laust til umsóknar frá 1. janúar 1976. Laun samkv. 2:5. launaflokki rikisstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Þjóðleik- hússins. Umsóknarfrestur er til 5. desember. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Agústsson, ráðherra, verður til viðtals að Rauðarárstig 18, laugardaginn 8. nóv. kl. 10-12. Framsóknarvist önnur framsóknarvist Framsóknarfélags Reykjavikur verður miðvikudaginn 19. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. SNJÓDEKK Hagslæll verð/ 600—16 4 strigal. 650—16 4 strigal. 825—20 12 strigal. 900—20 14 strigal. 1000—20 14 strigal. 1100—20 16 strigal. 8.917 kr full negld 9.790 kr full negld 38.665 kr 49.410 kr 59.818 kr 71.022 kr 600—12 7.277 kr full negld 125—12 5.960 kr full negld 135—13 7.532 kr full negld 560—13 7.321 kr full negld 590—13 7.553 kr full negld 600—13 7.488 kr full negld 640—13 7.858 kr full negld 560—15 8.453 kr full negld Opið mánud.—fimmtud. 8—19 föstudaga 8—22 laugardaga 8—17 VÉLADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 Sem stendur getum við boðið SCANIA LS 140 á sérlega hagstæðu verði, með eftirtöldum aukabúnaði: 14 lítra forþjöppu dieselvél. Af lúttaki. Hemlabúnaði fyrir festivagn. Halogen framljósum. 6 hjólbörðum. 10 gíra gírkassa. Niðurgírun í afturhjólum. Scania sparar allt nema aflið Verð i dag kr. 7.900.000. ÍSARN H.F. REYKJANESBRAUT 10-12 Reykjavik — Sími 20-720. Róðstefna um atvinnumól hóskólamanna Dagana 14. og 15. nóvember n.k. gengst Bandalag háskóla- manna fyrir ráðstefnu um at- vinnumál háskólamanna á Hótel Loftleiðum. A ráðstefnunni verða flutt 15 erindi. t þeim verður m.a. fjallað um fjölda háskólamennt- aðra manna, þróun kennslu á háskólastigi, aðgang að háskólanámi, námsval stúdenta, nýtingu háskólamenntaðs starfs- fólks i þjóðfélaginu og framtiðar- verkefrii og þarfir fyrir háskóla- menntað starfsfólk i hinum ýmsu atvinnugreinum. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 föstu- daginn 14. nóvember. Verða þá flutt framsöguerindi og umræður fara fram. Ráðstefnunni verður siðan fram haldið laugardaginn 15. nóv. kl. 9.00. Þá verða flutt er- indi, umræður fara fram og vinnuhópar starfa. AuglýsifT í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.