Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 3
Þrið.iudagur 11. nóveinber 1975. TÍMINN 3 Ráðherrafundur EFTA: f Oskar þess að fríverzlunar- samningur íslands við EBE taki OÓ-Reykjavik. Ólafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra og Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri eru nýkomnir heim frá Genf, þarsem þeir sátu ráðherra- fund Friverzlunarbandalags Evrópu. Eins og komið hefur fram i fréttum, sat Ólafur i for- sæti,bæði i ráðherranefniinni og i svokolluðu ráði á fundunum, og er þetta i fyrsta sinn sem islenzkur fulltrúi skipar forsæti á ráðherra- fundi EFTA. Viðskiptaráðherra og ráðu- neytisstjóri héldu blaðamanna- fund i gær, og skýrðu þar frá heiztu málum, sem rædd voru á fundinum, sem voru aðstoð við PortUgal og umræður um inn- flutningshöft, sem Sviar hafa sett á hjá sér á skófatnað, Ólafur Jó- hannesson vék að þvi máli, sem mest varðar okkur tslendinga, þ.e. landhelgismálinu, og þeim efnahagsþvingunum, sem við erum beittir af Efnahagsbanda- lagsrikjum Evrópu vegna þess. Á ráðherrafundinum flutti Þórhall- ur Ásgeirsson ræðu i nafni Ólafs Jóhannessonar, sem stýrði fundi eins og fyrr er sagt, og flutti þvi ekki ræðu sina sjálfur. í ræðunni var fyrst og fremst gerð grein fyrir efnahagsástandi almennt, og siðan vikið að vandamálum Is- lendinge og komið að þvi, að samningar við Efnahagsbanda- Framhald á bls. 19 Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra og Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri á blaöamanna- fundinum. Timamynd Gunnar. Tún í Selvogi illa leikin PÞ—Sandhóli — Ef gengið er mcðfram sjávarkambinum í Sel- vogi, gefur að lita ófagra sjón, sjóvarnargarðarnir eru útflattir, og túngirðingarnar, sem á þeim voru, cru i tætlum og liggja á tún- unum ásamt grjóti úr görðunum, rekaviö, sjávargróðri og öðrum lilutum, sem borizt liafa inn á tún- in. Eins og frá liefur verið greint, gekk sjór upp að ibúðarhúsum, og að sögn fróðra manna var flóð- hæðin i þessu óveðri meiri nú en árið 1925. Hins vegar barst á landi i þvi flóði mikið af fiski, en ekki kom uggi á iand að þessu sinni. Mjög alvarlegt ástand hefur skapazt nú, vegna þess að tún- girðingarnar, sem voru á sjó- varnargörðunum, eyðilögðust, og þvi er sú hætta nú yfirvofandi, að fé flæði á skerjum úti fyrir. A öllum býlum hefur grjót bor- izt inn á tún, og eru sum túnin mjög illa útleikin. Hjá Helga Guðnasyni, bónda i Þorkelsgerði, flæddi inn i fjárhúshlöðu, og sl. föstudagsnótt urðu bændur i Sel- vogi að rif upp hey sin i hlöðum vegna hita. A þriggja kilómetra kafla eru túngirðingarnar gjörsamlega ónýtar, eða frá Selvogsvita að Strandakirkju. Fyrir framan kirkjuna hefur verið landbrot á undanförnum árum, en nú stækk- aði það skarð til mikilla muna, og gekk sjór upp að sáluhliði kirkj- unnar. Eins og sakir standa er vegurinn heim að kirkjunni ófær, og sjóvarnargarðurinn meðfram veginum er viða að hruni kominn. Selvogshreppur er mjög fá- mennur, og þar eru aðeins sex einstaklingar, sem greiða opinber gjöld til hreppsins. Þvi er ljóst, að úrbætur á þessum náttúruspjöll- um eru sveitarfélaginu ofviða. Sé það haft i huga, að framlag opin- berra aðila til byggðarlagsins hefur ekkert verið á undanförn- um áratugum — t.d. hefur rafmagn ekki fengizt lagt út i Selvog — verður frólegt að fylgj- ast með þvi, hvort Selvogs- hreppur verður nú settur við sama borð og önnur byggðalög, sem orðið hafa fyrir tjóni að und- anförnu. Bandaríkjamennirnir viðurkenndu smyglið GSAL—Reykjavik — Eins og greint var frá i frétt Tlmans á sunnudaginn, hefur komizt upp um smygl á Keflavikurflugvelli, þar sem tveir bandariskir starfs- menn varnarliðsins eiga hlut að máli. Að sögn Þorgeirs Þorsteins- sonar, lögreglustjóra á Keflavik- urflugvelli, hafa mennirnir tveir viöurkennt að hafa um alllangan tima selt allmikiö magn af áfengi til tslendinga, búsettra utan flug- vallarins. Þorgeir kvað crfitt að henda reiður á, hvað áfeiigis- magnið væri mikið, en álitið væri, að mennirnir hefðu smyglað 100-150 flöskum hvor út af vallar- svæðinu. Auk áfengisins smygluðu mennirnir einhverju magni af tóbaki og öðrum varningi. Þor- geir kvað báða mennina kvænta islenzkum konum, og heföi áfeng- ið að verulegum hluta borizt til venzlamanna þeirra og annarra kunningja. Mennirnir tveir voru úrskurð- aðir i 15 daga gæzluvarðhald meðan mál þeirra var i rannsókn. Lokaskýrsla var tekin af þeim i gær. Mál þessara tveggja manna, sem báðir vinna við radarstöð hersins, eru ekki tengd. Þannig eru hrannirnar á túnum Selvogsbænda. TimamyndirPÞ Rafn Bjarnarson I Þoixi'sgerði fjarlægir rekadrumbana, sem sjórinn skolaði upp aðfjósdyrunu'n. Griðarmikið skarð kom I sjóvarnargarðinn fram undan Strandakirkju. Snarræði vegfaranda bjargaði 5 manna fjölskyldu úr eldi Gsal-Reykjavik —S-narræði veg- faranda liefur að öllum likindum orðið til bjargar fimm manna fjölskyldu i Hafnarfirði aðfara- nótt sunnudags. Vegfarandinn, sem heitir Þór Sigurjón ólafsson, var á gangi eftir Álfaskeiði, þegar liann sá eldblossa i gegnum stofu- glugga hússins nr. 1 við Máva- hraun. Þór Sigurjón brá skjótt við og tókst að vekja ibúa hússins með þvi að berja húsið að utan. Nokkur timi leið frá þvi Þór Sigurjón kom að húsinu, þar til fólkið vaknaði, og hafði eldurinn magnazt nokkuð á þeim tima. fhúarnir björguðust út um þvottahúsið, allir nema einn, en það var litill drengur, sem kom sér út um gluggann á herberginu sinu — og mátti ekki tæpara standa að ibúarnir kæmust út, að sögn Sigurðar Þórðarsonar, varaslökkviliðsstjóra i Hafnar- firði. Það var um kl. 4.20 aðfaranótt sunnudagsins að slökkviliðið i Hafnarfirði var kvatt að Máva- hrauni 1, sem er einlyft steinhús með timburlofti. Forstofa hússins var alelda, þegar slökkviliðs- menn komu á staðinn, og mikinn og þéttan reyk — m.a. frá plast- einangrun — lagði um allt húsið, að sögn Sigurðar. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn, en skemmdir urðu miklar i forstofu og reykskemmdir i öllu húsinu. Húsið var vátryggt en innbú óvátryggt. Meðvitund- arlaus á gjör- gæzludeild — Pilturinn frá Djúpavogienn meðvitundarlaus Gsal—Reykjavik — A sun'nu- dagskvöld varð alvarlegt um- ferðarslys i Keflavik. Þá lenti öldruð kona fyrir bil á llring- braut, á móts við liúsið nr. 92. Að sögn lögreglunnar var skyggni mjög slæmt, auk þess sem götulýsing er ekki góð á þessum stað. Konan var á leiö yfir götuna, en billinn ók i suöurátt. Konan var flutt á gjörgæzlu- deild Borgarspitalans, þar sem hún liggur nú. Hún er meðvitundarlaus, en að sögn læknis á gjörgæzludeild i gær- kvöldi var liðan hennar ögn skárri i gærdag heldur en í fyrrinótt. Pilturinn, sem slasaðist hvað mest i alvarlegu umferð- arslysi á Djúpavogi á laugar- dagsmorgun, hefur ekki kom- izt til meðvitundar, en hann var fluttur á Borgarspitalann ásamt tveimur félögum sin- um, sem einnig slösuðust al- varlega. A gjörgæzludeild Borgarspitalans fékk Timinn þær upplýsingar i gærkvöldi, að liðan piltsins væri óbreytt. Slysið varð á laugardags- morgun, er bil var ekið aftan á kyrrstæðan vagn, sem lagt hafði verið á götunni skammt frá þorpinu. Talið er, að bill- inn hafi verið á miklum hraða, er slysið varð. Fimm ung- menni voru i bifreiðinni, og sluppu aðeins tvö með minni- háttar meiðsl. KVIKN- AÐI í TJÖRU Gdal-Reykjavik — A suntiudaginii kl. 14.40 var slökkvilið Hafnar- fjaröar kvatt að Mosabarði 5 i Hafnarfirði, þar sem eldur hafði kviknað I tjöru á hlóðuin inni i bilskúr. Húseigandinn var fluttur á slysadeild Borgarspftalans, en hann hafði hlotið brunasár á höndum og andliti. „Slík tilfelli af heilahimnubólgu koma upp á hverju ári" SJ—Reykjavik — Á ári hverju koma hér upp tilfelli af vissri teg- und af heilahimnubólgu, og þetta er eitt þeirra, sagði ólafur Ólafs- son landlæknir um frétt. sem birt- ist i öðru siðdegisblaðanna i gær um að smitandi heilahimnubólga væri komin upp i radarstöð Bandarikjahers á Miðnesheiði. — Þetta er viruspest og smitandi eins og kvef eða annað þess háttar en engan veginn bráðsmitandi.og þvi ekki ástæða til æsifréttaskrifa um málið. Maðupnn, sem veiktist á fimmtudaginn, er við góða heilsu og orðinn hitalaus. Héraðslæknar úti á landi sjá yfirleitt ekki ástæðu til að gefa skýrslu til landlæknis, þótt tilfelli sem þetta komi upp, en yfirlækn- irinn á sjúkrahúsi hersins á Keflavikurflugvelli gerði það i þetta sinn. Miklar sögusagnir fóru af þvi að smitandi sjúkdómur væri kominn upp á Keflavikurflug- velli. og hefur það sennilega or- sakazt af þvi, að á sunnudag höfðu varnarliðsmenn æfingu á vellinum og stöðvuðu m.a. allar bifreiðar. sem fóru inn og út um vallarhliðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.