Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 11. nóvember 1975. Flugmódelin vinsælu Ingvar Helgason, Vonarlandi v/Sogaveg simi 8451 0. Aðvörun til bifreiðaeigenda í Reykjavík Hér með er skorað á bifreiðaeigendur i Reykjavik, sem enn eiga ógoldinn þunga- skatt af bifreiðum eða önnur bifreiðagjöld fyrir árið 1975 að ljúka greiðslu þeirra nú þegar, ella verði bifreiðar þeirra teknar úr umferð og ráðstafanir gerðar til upp- boðssölu á bifreiðunum nema full skil hafi áður verið gerð. Starf fró dramótum Félagasamtök i Reykjavik óska eftir starfskrafti (hálft starf kl. 13-17). Upplýsingar um launakröfur og fyrri störf sendist i pósthólf 5195. Menntamálaráðuneytið 7. nóvember 1975 Styrkveitingar til norrænna gestaleikja Af fé þvi, sem Háðherranefnd Norðurlanda hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningar- mála, er á árinu 1976 ráðgert að verja um 950.000 dönskum krónum til gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og danslistar. Umsóknir um styrki til slikra gestasýninga eru teknar til meðferðar þrisvar á ári og lýkur fyrsta umsóknar- fresti vegna fjárveitingar 1976 hinn 1. desember nk. Skulu sumsóknir sendar Norrænu menningarmála- skrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskildum eyðublöð- um, sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsetning Meitilsins millj. kr. árið '74 AÐALFUNDUR Meitilsins hf. i borlákshöfn var haldinn 21. ágúst s.l. i skýrslum, sem fluttar voru, kom fram, að á árinu 1974 var umsetning fyrirtækisins 640,5 millj. kr. og greidd vinnulaun 148,8 millj. kr. A s.l. ári og fyrri hluta þessa árs hefur verið um verulegar framkvæmdir að ræða á vegum fyrirtækisins. Keyptur var skut- togarinn Jón Vidalin, sem smiðaður var á Spáni, og kom hann til landsins i april 1974. Með tilkomu hans hefur hráefnisöflun fyrirtækisins jafnazt mjög yfir árið, og þannig hefur tekizt að halda nokkurn veginn óslitinni vinnu i frystihúsinu. Saltfiskverk- unarhús var algjörlega endur- Sjdlfvirk smurkerfi fyrir fisk- vinnsluvélar MARGVISLEGAR fisk- vinnsluvélar af gerðinni Baader hafa á siðustu árum rutt sér mjög til rúms f frystihúsum hérlendis. A sama hátt og aðrar vélar þarfnast þær reglubundinnar smurningar, og nú hefur sjálvarafurðadéild SIS tekið að sér umboð hér á landi fyr- ir sjálfvirk smurkerfi, sem einkum er ætlað að koma að gagni við Baader-vélarnar. Að sögn Gylfa Sigurjóns- sonar, deildarstjóra hjá sjávarafurðadeild, eru þessi kerfi bandarisk og nefnast Lincoln. Þetta eru smurn- ingsdælur með skömmtur- um, og með þvi að tengja þennan útbúnað við vélarn- ar, er unnt að ganga svo frá hnútunum, að hver vélar- hluti fái með reglulegu milli- bili þann skammt af smur- feiti, sem hann þarfnast. Verður að þessu mikið hag- ræði fyrir frystihúsin, þvi að með þessu móti er hægt að auka endingartima vélanna, spara varahluti og vinnu, auk þess sem viðhalds- kostnaður i heild minnkar. Lincoln-kerfin eru þegar mikið notuð i norskum fisk- vinnslustöðvum, en auk þess má nota þau við hvers konar vélar i flestum greinum iðnaðar, t.d. i matvæðaiðn- aði, málm og skipaiðnaði, plastiðnaði og vefjariðnaði, svo nokkuð sé nefnt. Næturhitun 8 rúmmetra vatns- tankur með spiral, einangrun, 3 stk. 15 kw hitatúbum, segulrofa, o. f I. til sölu. — Simi 4- 27-31, Garðahreppi. byggt, en það var orðið mjög gam ait og úr sér gengið. Hafin er viðbygging við frysti- hús og þar komið upp isfram- leiðslu með mjög fullkomnum búnaði. Getur nú fyrirtækið full- nægt allri eftirspurn eftir fs i Þor- lákshöfn, en á honum hefur verið mikill skortur á undanförnum ár- um. Komið var upp lausfrystingar- tækjum, og i þeim hefur verið framleiddur fiskur i neytendaum- búðum fyrir innanlandsmarkað undir vörumerkinu MARIS. Guðspekifélagshúsið við Ingólfs- stræti hcfur verið eitt þeirra húsa i bænum, scm hafði sérkennileg- an svip. Það var frábrugðið öðr- um húsum að ytra útliti, fallegt hús og sérstakt. Mun það hafa verið reist á sínum tima að frum- kvæði L. Kaabers bankastjóra. Nú er húsafriðunarár, svonefnt, og á þessu húsafriðunarári út- hallandi brá allt i einu svo við, að þetta gamla og sérkennilega hús hefur verið klætt bárujárni. Astæðan er sjálfsagt sú, að hf. 640,5 Vélakostur sildar- og fiski- mjölsverksmiðju hefur einnig verið bættur, og keypt hafa verið ýmis flutninga- og vinnutæki. Rekstur fyrirtækisins á yfir- standandi ári hefur verið mjög örðugur vegna minnkandi fisk- afla og sihækkandi tilkostnaðar, samfara óbreyttu eða lægra markaðsverði. Framleiðslumagn frystihúss og saltfiskverkunar er þvi nokkru minna nú en á sama tima 1974. Stjórnarformaður Meitilsins hf. er Oddur Sigurbergsson, kaupfé- lagsstjóri á Selfossi, en fram- kvæmdastjórar Rikharð Jónsson og Benedikt Thorarensen. steyptir veggir hússins hafi verið orðnir lekir. Ekki skal um það dæmt, til hvaða ráða hefði mátt gripa til þess að gera þá vatns- helda, annarra en þeirra sem að hefur verið horfið. En svip sinn og sérkenni hefur Guðspekifélags- húsið misst og fengið i staðinn heldur aumkunarvert yfirbragð. Og þetta gerist á húsafriðunarár- inu, þegjandi og umræðulaust, eftir allan hávaðann, sem staðið hefur árum saman um ýmis önn- ur reykvisk hús. Óskilahestar í Hraungerðishreppi Rauðskjóttur hestur ómarkaður, járnaður á einum fæti, ca. 8-12 vetra. Rauður hest- ur, ljósari á tagl og fax, mark: gagnbitað vinstra, ca. 8-10 vetra. Hestarnir verða seldir á uppboði eftir 3 vikur, hafi eigend- ur ekki vitjað þeirra. Hreppstjórinn. r| I m- jiij Smurkoppar fjölbreytt úrval Slöngur og stútar fyrir smursprautur PÓSTSENDUAA UAA ALLT LAND # é k ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 Guðspekifélagshúsið, komið til hálfs i bárujárnssloppinn, sem þvi hef- ur veriö sniðinn. — Timamynd: GE. Guðspekifélagshúsið klætt bárujárni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.