Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. nóvember 1975. TÍMINN 19 O EBE lagið hefðu ekki komið til fram- kvæmda. Gerð var grein fyrir Ut- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur og talin upp þau megin- atriði, sem hún er byggð á og rök- studd með. Sfðan var bent á, að sú afstaða eins eða tveggja rikja Efnahags- bandalagsins að beita neitunar- valdi til að sérstakir samningar Islands við bandalagið gætu tekið gildi, gætu leitt til þess að tslend- ingar sæju sig tilneydda að endurskoða afstöðu sina til við- skipta við riki Vestur-Evrópu. Þessi afstaða Islendinga er ekki ný af nálinni, þvi hið sama hefur verið sagt á tveim ráðherrafund- um EFTA áður. 1 ályktun, sem gerð var i fundarlok, lýstu ráðherrarnir m.a. áhyggjum sinum yfir að mikilvægasta atriði samningsins um friverzlunarákvæði hefði ekki komið til framkvæmda, og létu i ljós ósk um að skjótt yrði ráðin bót þar á. A ráðherrafundinum var einna mest rætt um Portúgal, og látinn var i ljós vilji til að verða Portúgölum að liði, en þau mál hafa verið til athugunar hjá framkvæmdastjóra og starfsliði EFTA um nokkurt skeið. Lágu fyrir fundinum tillögur um að lengja aðlögunartima verndar- tolla, um tækniaðstoð, friðinda varðandi landbúnaðarafurðir og að stofna sérstakan iðnþróunar- sjóð fyrir Portúgal. öll aðildar- rikin létu i ljós áhuga á að greiða fyrir Portúgölum með þessum hætti, en sumir töldu ekki tima- bært að ákveða strax upphæð iðn- þróunarsjóðsins, vegna þeirrar óvissu, sem rikir i landinu. Efna- hagsbandalagið hefur gert sam- þykkt um að veita Portúgal slika aðstoð, og lagði Campinos, við- skiptaráðherra Portúgals, mikla áherzlu á að EFTA sýndi lit á að bandalagið vildi koma til móts við þarfir Portúgala, en mikið liggur við að koma atvinnulifi landsins á traustari grundvöll, en þar eru nú 300 þúsund manns atvinnulausir, þ.e. 10% allra vinnufærra manna i landinu. Niðurstaðan varð sú, að samþykkt var gerð um að stofna sjóð með 100 millj. dollara til iðn- þróunar i Portúgal, og á ffamlag i sjóðinn að greiðast á fimm árum. Gert er ráð fyrir að framlag hvers lands miðist við þátttöku- kostnað vegna EFTA. Samkvæmt þvi verður framlag Islendinga um 1 millj. dollara. Sjóðsstofnun- in er gerð með þeim fyrirvara, að framlögin verði samþykkt af fjárveitingavaldi viðkomandi rikja. A fundinum var mikið rætt um þá ákvörðun Svia, sem tekin var daginn áður en fundurinn hófst, að setja innflutningshöft á skó- fatnað, og sætti hún mikilli gagn- rýni. Hefur Efnahagsbandalagið tekið þetta mál óstinnt upp og tel- ur það skýlaust brot á samningi Sviþjóðar og EBE, og ráðherrar EFTA hörmuðu, að gripið var til þessa ráðs, án þess að gefa ráðinu tækifæri til að athuga málið áður. Sviar skírskota til ákvæðis um öryggisráðstafanir vegna ófriðarhættu, en þegar slikt ástand varir, er hægt að vikja frá friverzlunarákvæðum samnings- ins. Sviar halda þvi fram, að fari svo að styrjöld brjótist út og ekki verði til nægilega margir skó- smiðir i Sviþjóð vegna erlendrar samkeppni, muni skapast vand- ræðaástand. Þetta munu mönn- um hafa þótt heldur léttvægar Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann varaþingmaður og Guðmundur G. Þórarins- son varaborgarfulltrúi verða til viðtals að Rauðarárstlg 18 laugardaginn 15. nóv. kl. 10-12. Vesturlandskjördæmi Laugardaginn 22. nóv. 1975 verður 15. kjördæmisþing sambands Framsóknarfélaga i Vesturlandskjördæmi haldið i félagsheim- ilinu Valfelli i Borgarhreppi, og hefst það kl. 10 árdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verð- ur haldið sunnudaginn 7. desember I Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 10. Stjórnin KFR. Austurland Eftirtalin Framsóknarfélög á Austurlandi boða til aðalfunda næstkomandi föstudag og laugardag. Þingmenn flokksins mæta og ræða stjórnmálaviðhorfið: Framsóknarfélagið Egilsstöðum 15.11 kl. 16. i Valaskjálf, Tómas Arnason Framsóknarfélag Reyðarfjarðar 14.11. kl. 21 i Félagslundi, Vílhjálmur Hjálmarsson Framsóknarfélag Neskaupstaðar og Framsóknarfélag Norðfjarðarhrepps 15.11 kl. 15 á Kirkjumel, Vilhjálmur Hjálm- arsson Framsóknarfélag Fáskrúðs- fjarðar 14.11 kl. 21 i Skrúði, Halldór Ásgrimsson Framsóknarfélag Eskifjarðar 15.11 kl. 16 i Valhöll, Halldór Asgrimsson ástæður, og var þvi beint til sænsku stjórnarinnar að endur- skoða málið. Aðspurður sagði Ólafur Jóhannesson að stöðvun á inn- flutningi litsjónvarpstækja bryti á engan hátt i bága við samninga við EFTA, og hefði það mál ekki verið rætt, enda ekki ástæða til. Staðfest var ráðning nýs fram- kvæmdastjóra EFTA á fundin- um. Er hann Charles Miller, Svisslendingur, sem áður starfaði i utanrikisþjónustu lands sins, og aðstoðarframkvæmdastjóri var ráðinn Norðmaðurinn Arne 'Langeland, en hann hefur áður verið starfsmaður bandalagsins. Rangæingar — Þykkvbæingar Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson verða til viðtals i samkomuhúsinu i Þykkvabæ næstkomandi miðvikudag 12. nóvember frá klukkan 21. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn i Framsóknar- húsinu á Akranesi miðvikudaginn 12. nóv. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing. 4. Bæjarmál. Framsögumenn, bæjarfulltrúar flokksins á Akranesi. Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið i Miðgarði, Varmahlið, íaugardaginn 22. nóv. og hefst kl. 10.00 árd. Auk venjulegra þingstarfa flytur Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra erindi um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. * Arnessýsla Ákveðið er að Framsóknarfélag Arnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hið fyrsta verður að Aratungu 14. nó.v, annað að Borg 21. nóv. og þriðja og siðasta spilakvöldið i Arnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Borgarnes Framsóknarfélag Borgarness heldur sitt fyrsta spilakvöld á þessum vetri föstudaginn 21. nóv. i samkomuhúsinu kl. 8.30. Halldór E. Sigurðsson mætir á spilakvöldinu. Allir vel- komnir. Félag framsóknar j kvenna í Reykjavík Fundur um skattamál að Rauðarárstig 18. \ n.k. miðvikudag kl. 20.30. Hringborðsumræð- ur. Frummælandi Halldór Asgrimsson, alþingismaður. Fjölmennið. — Stjórnin. Hafnarfjörður - Framsóknarvist Siðasta umferðin i 3ja kvöld keppninni verður spiluð i Iðnaðarmannasalnum Linnetsstig 3, fimmtudaginn 13. nóv. kl. 20.30. Ilvcr verður sá he.ppni sem hreppir sólar- lerð l'vrir tvo með Ferðamiðstöðinni. Mætið stundvislega. h'ramsóknarfélögin. Framsóknarvist Önnur framsóknarvist Framsóknarfélags Reykjavikur verður miðvikudaginn 19. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30. Nánar auglýst siðar. Stór l/ í Sigtúni n.k. fimmtudagskvöld kl. 20,30 18 umferðir. Storglæsilegir vinningar Utanlandsferð kr. 70,000,00 Meðal vinninga Frystikista „ 86,000,00 Frystiskópur ,, 63,000,00 ásamt f/ölda annara glæsilegra vinninga Lionsklúbburinn Fjölnir Ath. husið opnað kl. 19 30 1 umfoið hcfst stundvislega kl. 20,30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.