Tíminn - 13.01.1976, Page 3

Tíminn - 13.01.1976, Page 3
Þriöjudagur 13. janúar 1976. TÍMINN 3 Tómas Á. Tómasson, sendiherra: „Stuðningur og skilningur við sjónarmið Islendinga innan Atlantshafsbandalagsins" OÓ-Reykjavilc. Fastaráð Atlants- hafsbandalagsins var kallað saman til fundar i gær að ósk Is- iendinga, til að ræða innrás brezkra herskipa f islenzka fisk- veiðilögsögu og siendurteknar ásiglingar á islenzk varðskip, og hindra þau I að gegna skyldu- störfum sinum. Tómas A. Tómas- son, sendiherra hóf umræður og sagði hann, að islendingar vildu brottkvaðningu brezka flotans af islandsmiðum, og viidu þeir fá aðstoð bandaiagsins til þess. Ef það ekki gengur, þá hefur það sin- ar afleiðingar i sambandi við áframhaldandi samvinnu islands i Nato. Fuiitrúar alira bandalags- rikjanna, nema tveggja, tóku þátt i umræðunum. Fundurinnhófstkl. 16.00 og stóð yfir i tæpar tvær klukkustundir. Tómas Á. Tómasson hóf um- ræðurnar og rakti sögu deilunnar hvað viðkemur bandalaginu sér- staklega, er hófst með kröftugum mótmælum, sem Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, flutti á ráðherrafundinum i desember, mótmælti hann bæði brezkri flotaihlutun almennt, og sérstak- lega árásum brezkra skipa á is- lenzk varðskip. Minnti hann á, að ásiglingarnar fyrir mynni Seyðis- fjarðar hafi verið kærðar til öryggisráðsins. Siðan skrifaði forsætisráðherra brezka forsætis- ráðherranum bréf rétt fyrir jólin, og upp úr þvi hófust hinar marg- endurteknu ásiglingar. Siðan kom til þeirra ráðstafana, sem rikis- stjórnin boðaði s.l. fimmtudag, að slitiö yrði stjórnmálasambandi við Breta ef ásiglingum linnti ekki, en allt kom fyrir ekki, eftir það kom enn til ásiglingar. Benti Tómas á, að við þetta væri ekki unandi, og ef einhver lausn ætti að verða á þessu máli, hlyti brezki flotinn að fara af Is- landsmiðum, — sem er aðalkraf- an. Brezki fulltrúinn, Sir John Killick, talaði næstur, en hafði ekkert nýtt fram að færa i mál- inu. Siðan tóku nær allir full- trúarnir til máls, nema fulltrúar Portúgals og Luxemburg, sem leiddu umræðurnar hjá sér. Full- trúar Islands og Bretlands skipt- ust oft á orðum meðan á umræð- um stóð. Tómas A.Tómasson, sagði I við- tali við Timann eftir fundinn, að fulltrúar þeirra ríkja, sem standa utan við deiluna, hafi lýst yfir áhyggjum yfir ósætti Islendinga ogBreta,enekkisé siður innan bandalagsins, að riki dragi taum eins bandamannsins á kostnað annars, en ekki fer á milli mála, sagði hann, að íslendingar njóta skilnings og stuðnings margra, kannski velflestra, bandalags- rikjanna og menn i aðalstöðvun- um eru þess vel meðvitandi, að deilan skaðar bandalagið i heild og lausn verður að finnast. Verð- ur upphaf lausnarinnar að vera það, að Bretar kalli flota sinn heim. 1 fundarlok komu fulltrúarnir sér saman um fréttatilkynningu sem send var út. bar segir m.a. að landhelgisdeila Islendinga og Breta skaði ekki aðeins sambúð þeirra i milli heldur Atlantshafs- bandalagið i heild. Siðar segir, að framkvæmdastjóri samtakanna muni fara til íslands til viðræðna við islenzku rikisstjórnina og að hann vonist eftir að fara til Bret- lands sömu erinda þar á eftir. I lok tilkynningarinnar segir, að .bandalagið sé samtök frjálsra þjóða, og sé ekki verið að segja einni þjóð fyrir verkum, en það eru óskir fastaráðsins, að heim- sóknir framkvæmdastjórans muni leiða til viðunandi lausnar deilunnar. Eftir fundinn héldu bæði is- lenzki og brezki fulltrúinn fundi með blaðamönnum og skýrðu þeir frá sjónarmiðum rikis- stjórna sinna i deilunni. 1 fréttaskeytum frá Reuter seg- ir að íslendingar hafi hótað að hætta þátttöku i Atlantshafs- bandalaginu, ef brezki flotinn verði ekki kallaður burt og að brezki fulltrúinn hafi lýst yfir áhyggjum sinum yfir þvi, að brottför tslendinga mundi veikja varnarmátt bandalagsins á Norð- ur-Atlantshafi verulega. 80 sekúndulítrar MÓ-Reykjavik — t fyrrinótt opnaðist stór æö i borhoiunni hjá Laugalandi i Eyjafirði og þar streyma nú 80 iitrar af meir en 90 stiga heitu vatni á sekúndu. Að orku til samsvarar þetta um 20 MW og er meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona, að sögn Rögnvaldar Finnbogasonar hjá Orkustofnun. Þetta mun vera langsamlega mesta vatn, sem fengizt hefur úr einni holu i Eyja- firði. Vatnið fékkst þegar borinn var kominn á 1305 m. dýpi. Sem kunnugt er er á Lauga- landi verið að leita eftir heitu vatni fyrir Akureyri og er þetta um þriðjungur af þvi heita vatni, sem bærinn er talinn þurfa. Rætt um undirnefndir BH—Reykjavík. — Samninga- nefndir ASI og vinnuveitenda komu saman á fund hjá sátta- semjara i gær og stóð fundurinn að þessu sinni i fjórar klukku- stundir. Þegar Timinn ræddi við Ólaf Hannibalsson, skrif- stofustjóra ASl, i gærkvöldi, sagði Ólafur, að heldur litið hefði gerzt á þessum fundi. Rætt hefði verið um kosningu undir- nefnda til ýmissa starfa, og yrðu ákvarðanir um það að likindum teknar á fundi nefnd- anna, sem haldinn verður i dag. Undirskriftasöfnun í Þorlákshöfn: ,,Sýnum í verki, að við eigum í stríði við Breta Vf Gsal-Reykjavik. — Áhugamenn um landhelgismál i Þorlákshöfn stóðu fyrir undirskriftasöfnun meöal ibúa Þorlákshafnar s.l. sunnudag, þar sem m.a. er lýst yfir aðdáun á störfum skipherra og skipshafna varðskipanna. Þá er lýst yfir fyllsta stuðningi við aðgerðir Grindvikinga og enn- fremurhvatttil þess, að öll þjóðin sýni þaði verki að hún eigi i striði við Breta. Þorlákshafnarbúar krefjast þess, að varnarliðið leggi til skip til eflingar Landhelgisgæzlu, að öðrum kosti ,,litum við svo á, að forsendan fyrir áframhaldandi dvöl varnarliðsins hér á landi sé brostin”. Krafist er stjórnmálaslita við Breta þegar i stað. Með undirskriftasöfnuninni vilja Þorlákshafnarbúar vekja athygli stjórnvalda á þvi, hve mikilvægt er, að tslendingar fari með full umráð yfir auðlindum Aðgerðaleysi NATO mótmælt BH-Reykjavik. — Laust fyrir miðnætti á mánudagskvöld fjarlægðu -sjómenn og aðrir hér, sem að aðgerðum stóðu við stöð varnarliðsins I Grindavik, vega- tálma þá, sem komið hafði verið fyrir. Telja Grindvikingar, að iokun stöðvarinnar hafi í bili náð þeim tilgangi, sem til var ætlazt. Fylgzt verður náið með fram- kvæmd máia í þorskastrfðinu og ef Bretar iáta ekki af flotaihlutan sinni i islenzkri fiskveiðiland- helgi, verður gripið til frekari aðgerða fyrirvaralaust. Þannig hljóðar frétta- tilkynning, sem aðilar þeir, sem stóöu að lokun vegarins til stöðvar varnarliðsins hjá Grinda- vik, gáfu út i gær. Timinn hafði samband við Guðfinn Bergsson, lögregluvarðstjóra I Grindavik og spurði hann, hvað þarna hefði gerzt. Sagðist Guðfinni svo frá, að allt hefði farið friðsamlega fram, en upp úr hádeginu á laugardag hefðu menn safnazt saman á veginum, sem liggur upp að stöð varnarliðsins hjá Grindavik, og hefði veginum verið lokað með þungum farartækjum oggrjóti og engin umferð um hann leyfð. Um fimm-leytið hefði yfirmönnum i herstöðinni verið afhent yfir- lýsing yfirmanns varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, þar sem aðgerðaleysi Nato gagnvart hernaðarihlutun Breta i islenzkri landhelgi. væri mótmælt, og af þeim sökum væri herstöðin hjá Grindavik lokuð um tima. Þá var veginum að radar- stöðinni á Miðnessheiði, svonefndri Rockville, lokað i fimm-sex klukkutima til áréttingar sömu kröfum. Voru þar að verki ýmsir, sem útveg stunda frá Keflavik og Sand- gerði. Hornfirðingar lokuðu vegi að stöð NATO á Stokksnesi Gsal-Reykjavik — tltgerðarmenn og sjómenn frá Höfn i Hornafirði lokuðu i gærdag kl. 13 veginum, sem liggur að herstöð NATO á Stokksnesi i A-Skaftafellssýslu og mótmæltu með þeim hætti fram- komu NATO-herskipa Breta á Is- landsmiðum að undanförnik Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar, lögreglustjóra á Höfn, fóru mót- mælin friðssimlega fram. I gær- kvöldi var talið að útgerðarmenn ogsjómenn myndu aflétta vegar- tálmunum á miðnætti. 1 gærmorgun afhentu fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna á Höfn yfirmanni radarstöðvar- innar á Stokksnesi, eftirfarandi bréf. „1 beinu framhaldi af aðgerð- um útvegsmanna og sjómanna á Suðurnesjum, hafa útvegsmenn og sjómenn á Hornafirði ákveðið að loka veginum að radarstöðinni á Stokksnesi fyrir allri umferð tækja og bifreiða, sem eru i tengslum við starfrækslu radar- stöövarinnar, þar sem NATO-herskip ógna varðskipum okkar Islendinga, þar sem þau eru við skyldustörf á fiskimiðum okkar. Undantekningar verða þó gerðará lokuninni, ef um neyðar- tilvik verður að ræða. Við teljum okkur tilneydda að gripa til umræddrar lokunar kl. 13 i dag. Ennfremur viljum við benda á, aö gripið verður til frekari aðgerða, verði engin breyting á núverandi ástandi á tslands- miðum.” Undir bréfið rita höfn sin fulltrúar útgerðar- og sjómanna, Jón Sveinsson, útgerðarmaður, Stefán G. Arngrimsson, útgeröar- maður og skipstjóri, Björn Lúðvik Jónsson skipstjóri, Ingi Einarsson, vélstjóri og Bragi Bjarnarson, útgerðarmaður. — Hér hafa ekki orðið neinar ýfingar á neinn hátt, sagði Friðjón Guðröðarson, lögreglu- stjóri,er Timinn náði tali af hon- um i radarstöðinni á Stokksnesi i gærdag. Friðjón kvað útgerðar- menn og sjómenn hafa lokað veginum að radarstöðinni við þjóöveginn, en það er 2-3 km fjar- lægð frá stöðinni sjálfri. Þar strengdu þeir kaðal yfir veginn, að sögn Friðjóns, og héldu vörð. Friðjón sagði, að fyrst eftir lokunina hefðu um tuttugu bilar með margt manna komið á staðinn, en sökum mikillar frost- hörku, hefði fólkinu fækkað er á daginn leið. innan 200milnanna, þar sem ,,öll- um landsmönnum hlýtur að vera ljóst, að afkoma þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna” eins og segir i fréttatilkynningu með undir- skriftunum. — Viðskorumá alla Islendinga að sýna samtakamátt sinn i verki, eins og þeir hafa oft sýnt áður, þegar erfiðleikar hafa steðjað að þjóðinni, þannig að fullur sigur náist i þessu lffshags- munamáli okkar. 350 ibúar Þorlákshafnar rituðu nöfn sin undir skjalið, en ibúar bæjarins eru alls um 900. 120 sjómenn frá Þorlákshöfn voru á sjó er undirskriftasöfnunin fór fram. Listinn var afhentur for- sætisráðherra. Borgardómaraembættið: TÆPLEGA 6000 MÁL AFGREIDD Gsal—Reykjavik. — Timanum hefur borizt yfirlit um afgreiðslu máia við borgardómaraembættiö á siðasta ári frá yfirborgardóm- ara. Skriflega flutt dómsmái voru nokkru fleiri á siðasta ári, en á árinu þar á undan.eða 5445 á móti 4608, þar af var dæmt I 2155 mál- um á siðasta ári. Áskorunarmál voru 2265 og sættir geröar i 574 málum. Þá var hafin afgreiðsla i 451 máli. Dæmt var i 207 munnlega flutt- um dómsmálum og sættir gerðar i 121 sliku máli. Þá var hafin af- greiðsla á 104 munnlega fluttum málum. Vitnamál voru átta á sið- asta ári, eiðsmál eitt. Samtals voru þvi afgreidd 5886 mál hjá borgardómaraembættinu á siðasta ári, á móti 5010 málum árið 1974. Þingíestingar voru á s.l. ári 6212, hjónavigslur 184, könnunar- vottorð 184, leyfi til skilnaðar frá borði og sæng 195, hjóna- skilnaðarmál 724 (voru 550 árið 1974), sjóferðapróf 38. Dóm- kvaðningar matsmanna voru 148 á siðasta ári. LEZT EFTIR ATOK VIÐ GESTGJAFA Gsal-Reykjavik. — 23ja ára gamail maður hefur veriö úr- skurðaður i 45 daga gæziu- varöhald vegna dauða 46 ára gamals manns, sem fannst látinn á Háteigsvegi i Reykjavik á laugardagsmorgun, eins og greint frá frá i Timanum á sunnu- dag. Maðurinn, sem hét Baldur Jónsson, til heimilis að Dverga- bakka 36, fannst látinn viö innkeyrslu aðbilskúr við hús eitt og voru áverkar á höfði hins látna. Viö rannsókn málsins hefur komið frant, aö maðurinn var gestkomandi I húsi við Háteigs- veg og ienti þar i átökum við gest- gjafann. Um dánarorsök er ekki hægt aö fuiiyrða fyrr en lik- krufning hefur fariö fram. Það var um kl. 7 á laugardags- morgunn að lögreglunni var tilkynnt um, að maður hefði fundizt á Háteigsvegi. Þegar lög- regla og sjúkralið komu á staðinn virtistmaðurinn vera látinn. Lög- reglan kannaði strax næsta um- hverfi og sáu lögreglumenn ógreinilega slóð frá þeim stað er maðurinn fannst látinn. Lög- reglumenn röktu slóðina að húsi einu ekki langt frá og þar að kjallaradyrum. Siðar kom i ljós, að slóðin var eftir snjóþotu. Pilturinn, sem býr i áðurnefnd- um kjallara. var handtekinn, og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að maðurinn hefði veriö gestkom- andi hjá sér. Kvað pilturinn manninn hafa komið til sin á fimmtudagskvöld og hefðu þeir sezt að drykkju. Um nóttina hefði þeim orðið sundurorða og það hefði leitt til átaka. Að sögn rann- sóknarlögreglu kom fram við yfirheyrslur að pilturinn sló manninn og hann féll við það i gólfið og missti meðvitund. Eftir átökin lagðist pilturinn til svefns, en er hann vaknaði á föstudag kom hann að manninum i sömu stellingum og var hann þá enn meðvitundarlaus. Siðan leið allur sá dagur og nóttin þar á eftir — og gerði pilturinn enga tilraun til að koma manninum i hendur lækna, eða láta lögreglu vita. Er pilturinn vaknaði árla á laugar- dagmorgun fannst honum maðurinn vera látinn og greip hann þá til þess ráðs að setja manninn upp á snjóþotu. Siðan dró hann þotuna fram eftir kjallaragöngunum og út úr húsinu og nokkuð vestur Háteigs- veginn. Við athugun rannsóknarlög- reglumanna fundust blóðblettir á heimili piltsins. Rannsókn málsins verður haldið áfram, er niðurstöður krufningar liggja fyrir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.