Tíminn - 13.01.1976, Side 8

Tíminn - 13.01.1976, Side 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 13. janúar 1976. Jónas Guðmundsson: Greiða íslendingar raunverulega herkostnað Breta á íslandsmiðum? Herstöðin í Keflavík annast m.a. varnir Breta og sparar þeim herskip og fé Freigátur, sem ekki geta sokkið Hvers vegnavilja herskipin sérstakiega sigla á Þór ÞAD er grundvöllur heimspeki vorrar, aö láta segja okkur hlut- ina þrisvár, en svo þarf ekki að segja okkur neitt meira, við get- um sagt okkur allt sjálf. Nú hafa Bretar sent á okkur herskip i þriöja sinn og förum við þvi senn að skilja hvar skell- ur i tönnum, og það fer að verða móðgun úr þessu að vinveittar þjóðir. sem misstu allt að þvi sama og Bretar á íslandsmið- um, að láta þeim haldast þetta uppi öllu lengur. 1 eftirfarandi grein verður fjallað um einstaka þætti máls- ins, sem litið hefur verið rætt um (sum þeirra) en skipta tölu- verðu máli vegna lausnar vand- ans. Þessi atriði eru. 1) NATO 2) Varnir islands 3) ögranir við varðskip og önnur islenzk skip. Gat á varnarkerfinu? Ef þau eru athuguð sérstak- lega virðist einsýnt að Nato-flot- inn er ekki notaður til þess að skerast i ágreining einstakra bandalagsrikja. Gott og vel. En þá vaknar spurning hvenær megum við gera ráð fyrir að til varnaraðgerða komi? Fyrirsát- in i mynni Seyöisf jarðar er hlut- leysisbrot og ekkert annað. Þjóðin verður að gera sér það ljóst, að með þessu erum við i raun og veru að kalla yfir okkur hlutleysi Atlantshafsrikjanna, ef þjóð i Bandalaginu ræðst á okkur meðhernaði? Þetta þýðir einfaldlega það, aö það er gat á varnar.kerfi Islands. Það hafa ekki aðriren Bretar ógnað sjálf- stæði okkar, en það hafa þeir gert þrisvar eða nógu oft til að við skiljum það út i hörgul. En er okkur það ljóst, að á sama tima og Bretar ráðast gegn okkur, þá erum við notaðir til þess að tryggja vanir Bret- lands. Staða Islands i Atlants- hafsbandalaginu gerir „varnir” eða varnarkerfi NATO-rikjanna ódýrara en ella væri. N ATO-rik- in þyrftu að stunda þau störf sem þeir stunda i Keflavik, frá flugvöllum i Bretlandi, Kanada og Bandarikjunum, og yrðu að hafa fastar flotadeildir, þar á meðal flugvélamóðurskip, birgðaskip og varnarskip (flug- vélamóðurskipa), staðsett i At- lantshafinu. Brezku freigáturn- ar eru einmitt skip, sem notuð eru til að verja flugstöðvaskip. Það er m.a. vegna þessa „sparnaöar”, sem Bretar hafa afgangs þessar freigátur, sem nú eru á tslandsmiðum. Ef ts- land færi úr NATO hækkuðu út- gjöld allra Atlantshafsrikjanna, þar á meðal útgjöld Breta. Þess vegna eru þau svör, að NATO skipti sér ekki af deilum tslands og Bretlands alveg út i hött, meðan varnarstöðinni i Kefla- vik er ekki lokað. Henni verður að loka meðan brezku herskipin eru á tslandsmiðum. A meðan erum við að taka fjárhagslega þátt i þorskastriðinu — með Bretum, með þvi að losa þá við aö verja Atlantshafiö. Atlantshafsrikin hafa verið reiðubúin til þess að greiða milljarða króna fyrir það að þurfa ekki að vera ,,út á sjó” með bækistöðvar til þess að fylgjast með hemaðarumsvif- um á hafinu. Við eigum því að loka stöðinni i Keflavik svo lengi sem brezk herskip eru i landhelgi okkar. Varnir islands — 2) Varnir Islands eru ekki i eðli sinu ómerkilegt mál. Unnið hefur verið ljóst og leynt að þvi að grafa undan efnahagslegu sjálfstæði landsins, og þá eink- um af bræðraþjóðum okkar i Nato. Má þar einkum nefna til Vestur- Þjóðverja, sem hafa brotið á okkur friverzlunar- samning, með þvi að banna fisklandanir — og það sama hafa Bretar gert. Svo eru það tollar Efnahagsbandalagsins, sem eru að riða útflutnings- verzlun okkar og iðnaði að fullu. Þetta skeður á sama tima og óvinalöndin i austri hafa séö okkur i friði, hafa viðurkennt fiskveiðilögsögu okkar i reynd og hafa ekki beitt viðskiptaleg- um þvingunum. Hernaðarlegum vörnum ts- lands hefur verið borgið með þátttöku NATO, og með samn- ingi við Bandarikjastjórn að þvi er talið var. Við vitum, að báðir eru varnarsamningar þessir okkur gagnslausir. Við verðum þvi að gera nýja og raunhæfa varnarsamninga. Við getum gert slika samninga vegna legu landsins, og eigum að gera þá. Fyrst skulum við kalla sendiherra okkar heim frá Bretlandi og slita stjórnmála- sambandi viö Breta. Við getum fengið t.d. Kinverja til þess að annast hagsmuni okkar i Bret- landi fyrst um sinn. Kinverjar hafa viðurkennt 50 milurnar, og hafa verið okkur vinveittir. ts land er varnarlaust nú. Það sést t.d. á þvi að ekki eru send hingað bandarisk herskip, þrátt fyrir fyrirsátina i Seyðisfirði, hvaö sem fiskveiðideilunni annars liður. öryggi herskipa er ekki stefnt i voða i ásiglingum 3) Það er komið að þriðja lið þessarar greinar. Ef til vill hefði fyrirsögnin átt að vera: um herstyrk (flotastyrk) ts- lendinga, og hugsanlegan manndauða i þorskastrfðinu. Oft heyrist rætt um — lika i brezkum fjölmiðlum — að ástandiö geti leitt til manntjóns. og þá vaknar sú spurning: Hver er i lifshættu? Bretarnir eru það ekki, svo mikið vitum við. Skal nú farið um það örfáum orðum. Tvö skip skulu tekin til skoðunar i þvi sambandi, brezka freigátan HMS ANDRO- MEDA og varðskipið ÞÓR., en bæði skipin hafa komið við árekstrasögu þorskastriðsins. Við skulum þá fyrst vikja ögn að freigátunni, sem talin er of veikbyggö fyrir árekstra. Frei- gátan HMS ANDROMEDA er tæpar 3000 lestir að stærð DW. A henni er 260 manna áhöfn og er skipið byggt árið 1968 og er af svonefndum Leander flokki, eða seriu. Þessi skip eru þau fyrstu erbúin voru Sea Cat eldflaugum brezka flotans. Auk þess hefur freigátan fallbyssur og djúp- sprengjur. HMS ANDROMEDA er ekki „brynvarin”, en hún er samt byggð sérstaklega til þess að verða fyrir hnjaski. Allt skip- ið er hlutað niðnr i vatnshelda smáliólftanka og vistarverur og þeim má öllum loka hverju fyrir sig (lika herbergjum) ef frei- gátan verður fyrir tjóni. Hægt er að dæla sjó úr og i þessi rými, þvi allar hurðir eru vatnsheldar og sumum er lokað með fjar- stýribúnaði. Skipið hefur 260 manna áhöfn og geta allt að 100 manns unnið að viðgerðum og björgunarstarfi og hljóta að staðaldri þjálfun i þvi. Með þvi að loka vatnsþéttum hólfum, má halda „skaða” úti og það gerir ekkert til þótt rifur komi á þilfar eða skrokk. Eina leiðin til þess að gera freigátuna ósjó- færa er liklega að klippa hana i tvennt i ásiglingu. Ef eldur kemur upp, t.d. við ásiglingu, þá er ekkert sem get- ur brunnið, nema dagblöð og timarit —já og kannske klósett- pappir. Hitt er flest úr efnum, sem ekki geta brunnið og á sama hátt má slökkva elda með þvi að loka svæði, sem eldur hefur kviknað i og dæla inn slökkviefnum, vatni, gufu, eða kolsýru. Þá hefur skipið eld- varnarlið, sem er sérþjálfað. Sem sagt, alltermjög vel búið til þess að verða fyrir árekstri, þótt ekki sé skipið brynvarið. — Hvað um vélarrúmið? — Skipið hefur tvö vélarrúm og er hvoru fyrir sig skipt niður i ótal hólf. Það væri hugsanlegt, að annað vélarrúmið yrði óstarfhæft um tima, en aldrei bæði, þvi þau eru sjálfstæð. Skipið hefur nægan vélarkraft og meiri en varðskipin, þótt annað vélarrúmið yrði óstarf- hæft. Engin rými undir þiljum eru það stór, að skipið þoli ekki að gat komi á þau og þau fyllist af sjó. Hversvegna Þór? En hvað um Þór. Þór hefur tvær vélar og eitt velarrúm. Að visu mun vera skilrúm til ljósa- véla, en skipið hefur enga telj- andi hólfaskiptingu aðra undir þiljum. Eittcinasta gat á skipið neðan sjólinu verður til þess að sökkva þvi i djúpið. Þetta gerir talsverðan mun. Stærri varðskipin eru með hólf- uð vélarrúm, enda verða þau ekki fyrir teljandi ááiglingum, ÞÓR er of hentugur til þess arna, þessvegna er hann lagður i einelti. Andrómta gengur 30 hnúta en Þór 17hnúta. Að halda þvi fram, að varpskipið geti siglt á her- skipið er eins og að halda þvi fram að maður á róðrarbáti rói uppi og keyri á aflmikinn mótorbát. Niðurstaðan af athugun er þvi sú, að i fyrsta lagi er óhugsa- andi að varðskip sigli á herskip undir þessum kringumstæðum og þegar talað er um að her- skipin séu veikbyggðari, er það hræsni. Bretar ætla að sökkva þessum skipum og drepa hér menn. Enn um vopn frá Grænlandi — Hvað er þá til ráða, spyr kannski einhver? Islenzku varðskipin eru með vopn úr Búastriðinu. Það er byssa á TÝ, sem „keypt var frá Grænlandi”, þvi svona byssur eru ekki til nema á söfnum. Það myndi koma i veg fyrir að at- burðirnir i mynni Seyðisfjarðar endurtækju sig, ef vopn væru keypt frá öðrum löndum en Grænlandi. Varðskipin gætu lika gripið til sjálfsvarnar á neyðarstundu, ef leikurinn á miðunum yrði of svæsinn. Sprengikúla af stuttu færi i stjórnstöð herskipsins frá sökkvandi varðskipi dygði frei- gátunni liklega, þvi hægt er að skjóta mörgum sprengjum á svo stuttu færi á skömmum tima. Þetta mundi minnka liðs- muninn, sem núna er, þegar ábyrgð brezku herstjórnarinnar er engin. Ekkert getur hróflað við „öryggi” brezku sjóliðanna eins og nú er ástatt. Það breytti leiknum svolitið ef betri vopn væru á varðskipunum. Breytti honum mikið. Músin getur þá lika bitið illa frá sér. Annað væri það, að við þyrft- um að fá herskip að láni. Brezku herskipin tilheyra ekki NATO flotanum. Bandarikjamenn eiga lika skip, sem ekki tilheyra flota Atlantshafsbandalagsins. Við eigum menn, sem eru fullfærir um að stjórna slikum skipum. Ef landhelgisgæzlan væri á jafn vel búnum og hraðskreið- um skipum og Bretar, yrði erfitt að hindra klippingar, og ásiglingar væru úr sögunni. Skæruliðsaðgerðir strandvirki Einnig er sjúlfsagt að koma upp færanlegum strandvirkjum á hentugum stöðum til land- varna. Skæruliðssveitir viðs- vegar um heim eiga að geta gef- ið stjórnvöldum ýmsar hug- myndir, sem komið geta að haldi. Við eigum að hindra að brezki flotinn geti leitað i land- var úr þvi að harka færist i leik- inn. Það er einvörðungu unnt að gera með strandvirkjum. Mér er t.d. til efs, að brezku dráttarbátarnir hefðu lagt i fyrirsát, ef strandvirki hefði verið á Dalatanga, eða öðrum hentugum stað. Nú kann einhver að segja sem svo: — Er maðurinn'að halda þvi fram að við geþim sigrað brezka flotann? Já það er verið að þvi. Ekki i gamaldags sjóor- ustu, heldur i skæruhernaði. Hann eigum við að stunda eftir mætti. Eitt litiö dæmi eru klippurnar, sem i raun og veru eru þó eina nýjungin, sem boðið hefur verið upp á. Allar slikar hugmyndir, sem fram koma, þarf að skoða og framkvæma siðan þær, sem hentugar þykja. Annars er allt tapað. Og þegar leikurinn er farinn að snúast um það að drepa fólk og sökkva varðskip- um, þá verðum við hvort eða er neyddir til þess. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.