Tíminn - 13.01.1976, Page 14

Tíminn - 13.01.1976, Page 14
14 TÍMINN Þriftjudagur 13. janúar 1976. Óvelkominn qestur ásamt því að það var hún, sem hafði fest bílinn. Bljá- bónaður bíllinn og skínandi krómið hlaut að vera þakið leðju og leir, og það var hrein furða, að hún hafði ekki velt honum eða ekið út af veginum. Hef ði hana grunað að Neil vissi ekki að þau voru á bílnum, hefði hún verið á hóteli í bænum um nóttina, eða reynt að fara gangandi heim, frekar en að gera eitthvað, sem henni fannst hún ekki hafa leyfi til. Hann kinkaði kolli í áttina til Dicks og sagði: — Frændi minn hlýtur að haf a verið í þessu ástandi, þegar þið fór- uð úr bænum, svo ég geri ráð f yrir, að þú haf ir ekið bíln- um hingað? — Já. Mér þykir það leitt, Neil. Ég vissi ekki....trúðu mér, ég hefði ekki farið með, ef ég hefði vitað það....! Rödd hennar brast og tárin komu fram í augu hennar. Hann mildaðist svolítið á svipinn. — Ég er ekki að kenna þér um neitt, Jane. .. Komdu, við skulum koma okkur héðan. Það er næstum hætt að rigna. Hann opnaði bíldyrnar og steig út. Aftur kom köld vindhviða inn í bílinn. — Blakkur stendur tjóðraður hérna uppi á ásnum. Við þurf um að ganga svolítinn spöl. Geturðu komið svolitið nær dyrunum? Jane stakk fótunum niður í óhagkvæma, hælaháa skóna, sem henni fannst þröngir núna og ók sér yf ir að dyrunum. Hún var stirð og velti fyrir sér, hvernig hún ætti að komast út, án þess að detta. Síður en hún gerði sér grein fyrir ætlan hans, hafði Neil lyft henni upp og skellt aftur hurðinni. Síðan lagði hann af stað upp brekkuna, hægt og rólega með hana i fanginu. Þótt Blakkur væri ekki nema nokkurra minútna gang burtu, fannst Jane þessi erf iða ganga upp til hans enda- laus. Neil rann oft til í leðjunni og vindurinn reif og elt í þau eins og hann vildi slíta þau sundur. Jane hélt dauða- haldi í öxl hans og vonaði að hann dytti ekki. Þegar þau loks komust á fastari jörð, andaði hann þungt og óreglu- lega og hún rann úr fangi hans, þakklát fyrir að þau höfðu náð til hestsins án óhappa. Hún hækkaði róminn og reyndi að yfirgnæfa vindinn: — Hvað með Dick? Er allt í lagi með hann í bílnum? — Já, hann getur verið þar þangað til í fyrramálið? kallaði Neil, meðan hann losaði hestinn og leiddi hann eftir stígnum. Jane sneri sér upp í vindinn til að hár hennar f yki ekki framan í hana og hrökk við, þegar Neil tók með báðum höndum fast um mitti hennar og lyfti henni upp í hnakk- inn. Meðeinni sveif lu var hann á bak fyrir aftan hana og hesturinn tók þegar við sér. Hann kleif léttilega upp brattan stíginn með þunga byrði sína. Jane fann til öryggiskenndar með Neil fyrir aftan sig og það fór einhver hríslingur um hana. Þetta kvöld með Dick hafði beinzt inn á óvæntar brautir. Ef Neil hefði ekki verið svona reiður, hefði þetta getað orðið bezta ævintýri. Að minnsta kosti fannst henni það núna, þegar það versta var liðið hjá. Eins og það væri það, hugsaði hún æst og gat varla hugsað skýrt. Við hvert skref, sem hesturinn tók, fannst henni Neil grípa fastar um mitti hennar. Henni f annst næstum leitt, þegar þau komu loks upp á hæð, þaðan sem þau sáu niður í viðan, regnblautan dal- inn, þar sem hún greindi tindrandi Ijós og vissi að bú- garðurinn var. Litlu seinna sveiflaði Neil sér niður úr hnakknum og lyfti henni á eftir. Hann tjóðraði Blakk og leit niður í andlit hennar. Það var fölt og þreytulegt í skini lampans yfir dyrunum. Augun voru stór og gljá- andi og undir jáeim dökkir skuggar. Hann steig eitt skref til hennar. — Ekki sérlega skemmtileg endalok á kvöldinu fyrir þig, er það? sagði hann svolítið hæðnislega. Hún hafði þegar snúizt á hæli til að fara inn, en hikaði og sneri sér aftur að honum. Hún varð undrandi, þegar hún sá svipinn í augum hans og stóð eins og negld í sporunum. Þögnin var þrúgandi. Jane hélt niðri í sér andanum og fann að hjartað barðist í brjósti hennar. Það var einhver glampi í augum Neils, þegar hann greip um hana og dró hana hægt að sér. Hún starði á hann eins og dáleidd og tók ekki ef tir því að harðir f ingur hans næstum gróf ust inn í axlir henni en svo gat hún ekki hugsað meira, því hann þrýsti vörum sínum að hennar. Kössinn var harður og ákafur, án nokkurrar blíðu. Handleggir hans voru eins og stálgjarðir og hún gat ekki hreyft sig, þó hún hefði viljað og reynt. Nær jafn fIjótt og hann hafði gripið um hana, sleppti hann henni aftur, svo hún var nærri dottin á qrindverkið á veröndinni. Hún skalf frá hvirf li til ilja og andaði í gus- um. — Ég hlýt að vera vitlaus! tautaði Neil og renndi hönd- inni gegnum hárið. Hann horfði á hana.— Ef Dick hefði ■ m IkilflllllfI ■fil ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 Hvernig tekur fólk þvi að missa sjón? Gisli Helgason sér um þáttinn. 15.00 M iðdegistónleikar: tslensk tónlist a. „Rabbi” söngleikur eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Guðmund- ur Guðbrandsson, EUsabet Waage, Elisabét Erlings- dóttir, Inga Lára Baldvins- dóttir og nemendur og kenn- arar i Barnamúsikskóla Reykjavikur flytja, höfund- ur stjórnar. Kynnir og leikstjóri: Pétur Einarsson. b. ,Brotaspil” eftir Jón Nordal. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, Jindrich Rohan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Starf og hlutverk for- eidrafélaga vangefinna á Norðurlöndum Margrét Margeirsdóttir félagsráð- gjafi flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Árni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 Norski blásarakvintett- inn leikur. 21.50 Kristfræði Nýja teste- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur sjötta erindi sitt: Guðssonur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „1 verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les siðara bindi (4). 22.40 Harmonikulög Fred Hector og félagar leika. 23.00 Á hljóðbergi.Major Barbara”, leikrit i þrem þáttum eftir George Bernhard Shaw. Með aðalhiutverk fara: Maggie Smith, Robert Morley, Celia Johnson, Warren Mitchell og Cary Bond. Leikstjóri: Howard Sackler. Fyrri hluti. 23.55 Fréttir i stuttu máli. | IBBBBI ■ Þriðjudagur 13. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Skólamál Þessi þáttur fjallar um nýjungar i stærð- fræðikennslu i grunnskóla. Sýnd eru atriði úr kennslu- stund i 1., 2. og 3. bekk og rætt við Hörð Lárusson, deildarstjóra, en hann var ráðunautur við gerð þáttar- ins. Umsjónarmaður Helgi Jónasson, fræðslustjóri. Upptöku stjórnaði Sigurður Sverrir Pálsson. 21.15 Benóni og Rósa Fram- haldsleikrit i sex þáttum, byggt á skáldsögum eftir Knut Hamsun. 4. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.10 Utan úr heimi Umræðu- þáttur um erlend málefni. Hvers virði eru Sameinuðu þjóðirnar? Stjórnandi Gunnar G. Schram. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.