Tíminn - 13.01.1976, Page 19

Tíminn - 13.01.1976, Page 19
Þriðjudagur 13. janúar 1976. TÍMINN 19 Fundym um sjdvarútvegsmál frestað um viku vegna samgönguerfiðleika Vestfirðingar. Fundir um málefni sjávarútvegs veröa haldnir á Bildudal kl. 14.00 laugardaginn 17. jan. Patreksfirði kl. 16.00 sunnudaginn 18. jan. Tálknafirði kl. 21.00 sunnudaginn 18. jan. Fleiri fundir auglýstir siðar. Allir velkomnir. Steingrimur Hermannsson. FUF, Reykjavfk Aðalfundur FUF i Reykjavik veröur haldinn miðvikudaginn 28. janúar aö Hótel Hofi, Rauðarárstig 18 kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Hveragerði — Ölfus Framsóknarfélag Hveragerðis og ölfuss, auglýsir áriðandi fé- lagsfund n.k. fimmtudag á venjulegum fundarstað. Stjórnin. Fró happdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram, og eru vinnings- númerin innsigluð á skrifstofu borgarfógeta. Þeir umboðsmenn, sem enn eiga eftir að gera skii, eru eindregið hvattir til þess að póstleggja þau, svo fljótt sem þeim er mögulegt, til þess að unnt sé að birta vinningsnúmerin. 9 300 fjórir. Upptök hans voru í Kelduhverfi. A föstudagskvöld i fyrri viku flaug flugvél Landhelgis- gæzlunnar yfir Gjástykki, og taldisigþá verða var við merki eftirsprengigos. Ifyrradag fóru menn á vélsleðum úr Mývatns- sveit og Kelduhverfi i Gjástykki tilaðkanna þetta. Fóru þeir vitt um, en uröu einskis varir. Kári Þórarinsson i Lyngási, sem var einn leiðangursmanna sagði að það væri þó ekki að marka þvi að þetta væri stórt svæði, og snjóað hefði i millitiðinni. Þó taldi hann hæpiö að þarna hefði gos átt sér staö, Borgarafundur Stúdentaráö Háskóla íslands hefur ákveðið aö boöa til almenns borgarafundar um viöhorfin i landhelgismálinu. Stúdentaráð hefur boöið talsmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu að vera frummælendur á fundinum. Fundurinn veröur að Súlnasal Hótel Sögu miövikudaginn 14. janúar og hefst kl. 20. öllum er heimill aðgangur og þátttaka i umræðum aö loknum framsögu- ræðum. Fonnst fótbrotinn Gsal—Reykjavik, — 1 gærkvöldi um kl. 18.30 fannst tólf ára gamall piltur i vegarkanti á Borgarholtsbraut i Kópavogi og var hann fótbrotinn og illa hald- inn vegna kulda. Að sögn lög- reglunnar i Kópavogi er talið að drengurinn hafi verið að hanga aftan i bíl en ekki kvaðst lög- reglan hafa vitneskju um það hvenær dagsins slysið hefði orð- ið. Það voru vegfarendur, sem leið áttu um Borgarholtsbraut sem komu að drengnum. LEGGJA ÁHERZLU Á AFLA- PRÓSENTU OG TRYGGINGU BH-Reykjavik. —Samninganefnd Sjómannasambandsins kom saman sl. föstudag til þess að ræða kjarasamninga sjómanna á bátunum og minni togurunum. Að sögn Jóns Sigurössonar, var nefndin öll mætt, en hún er skipuð 13 manns. Voru samningamálin mikið rædd, og virtust menn á einu máli um, að i væntanlegum kjarasamningum yrðu farnar troðnar slóðir og lögð áherzla á að halda prósentum af afla og ákveöinni kauptryggingu, en mjög æskilegt væri, að taka upp þaö fyrirkomulag að fá fast kaup og premíu af afla. Var talið rétt að vinna að þvi að koma þessu á, ef ekki i komandi samningum þá i framtiðinni. Þá voru á fundinum talsverðar umræður um endurskoðun sjóða- kerfisins, og voru menn mjög mótfallnir þvf að upp yrði tekið það fyrirkomulag, sem áöur tiökaðist, að áhafnir skipanna tækju þátt i útgerðarkostnaðin- um, t.d. á þann veg, aö oliu- kostnaðurinn væri tekinn af óskiptum afla. Samþykkt var á fundinum, að beina þeim tilmælum til aðildar- félaganna að afla sér nú þegar verkfallsheimildar, sem komi til framkvæmda eigi siðar en 1. febrúar næstkomandi, ef samningar hafa eigi tekizt fyrir þann tlma. Kvaö Jón Sigurðsson þessum tilmælum nú þegar hafa verið komið áleiðis. Loks kvað Jón Sigurösson fram hafa komið á fundinum nauðsyn þess að hefja viöræður við út- vegsmenn um nýja kjarasamn- inga hið allra fyrsta, en ekki kvaðst Jón geta frekar um það sagt, hvenær þær viðræður hefj- ist. Það geti þó varla dregizt á langinn. _ STJÓRN UNARFÉLAG ISLANDS Hvers vegna er verkmenntun „vanmetin"? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir ráð- stefnu um verkmenntun að Hótel Loftleið- um 16. og 17. jan. nk. Dagskrá: Föstudagur 16. janúar: kl. 15:00 Sameiginleg kaffidrykkja. kl. 15:30 Ráöstefnan sett: Ragnar S. Halldórsson form. SFl. kl. 15:35 Hvaö hefur veriö gert i verkmenntunarmálum? Stefán ölafur Jónsson deildarstjóri. kl. 16:15 Námskeið nokkurra samtaka i atvinnulifinu: Friðrik Sophusson framkv. stjóri SFl. kl. 16:40 örstuttar ræður um æskilegar breytingar á sviði verkmenntunarmála: Dr. Björn Dagbjartsson, Gunnar Björnsson, Gunnar Guttormsson, Haukur Eggertsson, Jónas Jónsson, Kristinn Hrólfsson, Rúnar Bachmann, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Þórður Gröndal og Þorsteinn Gislason. kl. 18:15 Fyrirspurnir til ræðumanna. Laugardagur 17. janúar: kl. 09:30 Þróun verkmenntunar I grannlöndunum: Steinar Steinsson tæknifr. kl. 09:50 Aöbúnaður hins opinbera að verkmenntun: Óskar Guðmundsson framkvæmdastjóri. kl. 10:20 Staðan I dag: Hákon Torfason verkfræðingur. kl. 10:40 Tillögur iðnfræðslulaganefndar: Guðmundur Einarsson verkfræðingur. kl. 11.00 Mikilvægi verkmenntunar og ábyrgð aöila vinnumarkaðarins: Baldur Guðlagusson lögfræð- ingur og óskar Hallgrimsson bankastjóri. kl. 11:40 Fyrirspurnir til ræðumanna. kl. 12:00 Hádegisverður. Ávarp: Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra. kl. 13:30 Umræðuhópar starfa.M.a. verður rætt um eftir- farandi spurningar: 1. Að hve miklu leyti á verkmenntun að fara fram i skóla? 2. Hvernig á að skipa verkmenntun sambærilegan sess viö aðrar menntagreinar? 3. Hvernig á að fjármagna verkmenntunarkerfiö? 4. Hvaöa aðferðum á að beita til að i verkmenntun sé fylgst með nýjungum i viðkomandi atvinnu- greinum? 5. Hvernig á að mæta offjölgun i einstökum starfs- stéttum? 6. Hvernig verður verkmenntun best tengd tækni- og verkfræöi? 7. Hvernig á endurmenntun að fara fram og hvernig á að mennta mennina i aðrar og nýjar starfsgrein- ar? kl. 15:00 Kaffihlé. kl. 15:30 Skýrslur umræðuhópa. kl. 16:00 Almennar umræður. kl. 17:00 Ráðstefnuslit: Ragnar S. Halldórsson. Auglýsið í Tímanum Húsvíkingar vilja lúta reyna ó það, hvort aðild að NATO og dvöl hersins þjóni ís- lenzkum hagsmunum ÞJ-Húsavik. Fundur i stjórn og trúnaöarmannaráði Fram- sóknarféiags Húsavikur, hahdinn sunnudaginn 11. janúar, gerir svohljóðandi ályktun: í fréttum frá fundi rikisstjórnar Islands, sem haldinn var 8 janú- ar sl. segir, að rikisstjórnin telji einsýnt, aö slita verði stjórn- málasambandi við Breta, haldi brezk herskip áfram að sigla á is- lenzk varðskip. Þar sem brezkt herskip hefur siðan siglt á is- lenzkt varðskip, skorar fundurinn á rikisstjórnina að standa við orð sin og slita nú þegar stjórnmála- sambandi við Breta. Fundurinn litur svo á, að nú verði að koma i ljós, hvort vera Islendinga i Atlantshafsbanda- laginu og dvöl svonefnds varnar- liðs á tslandi þjóni hagsmunum Islendinga, og skorar þvi á rikis- stjórnina aö láta nú þegar reyna á það með þvi' að gefa Atlantshafs- bandalaginu og varnarliöinu ákveðinn frest til þess að koma herskipum Breta út úr islenzkri landhelgi. Þá minnir fundurinn á, að vegna ástands fiskstofnanna við Island eru vart möguleikar á að heimila Bretum fiskveiðar innan islenzkrar landhelgi. TIL LEIGU 1 Laugavegi 26 Verzlunarhæðirnar verða til leigu nk. vor. Leigist í stórum eða smóum verzlunareiningum. Tillöguuppdrættir að fjölda- verzlunum fyrirliggjandi. Upplýsingar gefa: Hjörtur Jónsson. S: 12841 — 13300 — 10115 Guðmundur Ingvi Sigurðssonhrl. S: 22505—22681 — 17517.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.