Tíminn - 24.01.1976, Side 6

Tíminn - 24.01.1976, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 24. janúar 1976. „Við höfum ekki lengur ráð á að líta aðeins við stærstu bitunum" framtíð sjávarútvegs A FIMMTUDAGINN hclt Rann- sóknaráö rikisins ráðstefnu að Hótcl Loftlciðuni um þróun sjávarútvegs. Boðað var til ráð- stefnunnar til að ræða á breið- um grundvelli yfirlit um stöðu útvcgsinsog spá um þróun fram til 1980, sem sjö sérfræðingar gerðu á vegum ráðsins og kom út i nóvember sl. Mörgum aðil- um var boðin þátttaka i ráð- stefnunni, og var hún fjöimcnn. A ráðstefnunni var olt vitnað i fyrrncfnt yfirlit, „bláu skýrsl- una”, svo og i „svörtu skýrsl- una”, margumtöluðu, scm sér- fræðingar Hafrannsóknastofn- unarinnar gerðu. Steingrimur Herntannsson. formaður Rannsóknaráðs, setti ráðstefnuna, en inngangserindi fluttu þeir Bjarni Bragi Jónsson um Sjávarútveg i islenzkum þjóðarbúskap og Már Elissón um Rannsóknastarfsemi i þágu sjávarútvegs. Þá skýrði Jónas Blöndal frá yfirliti sérfræðing- anna sjö, sem eru auk hans Jónas Bjarnason, Jakob Jakobsson, Hjalti Einarsson, Gylfi Þórðarson, Jón lngvars- son og Reynir Hugason. Siðan störfuðu umræðuhópar, og siðdegis greindu umræðu- stjórar frá niðurstöðum þeirra. Viti til varnaðar Meginniðurstaða starfshóps um stjórnun fiskveiða, sem Ólafur Björnsson i Ketlavik stýrði, var sú, að taka bæri gild- ar þær tölur, sem komið hafa fram að undanförnu um ástand fiskstofnanna. Hópurinn ræddi um ýmsarleiðir til að hafa áhrif á f isk veiðarnar, svo sem skyndilokanir veiðisvæða. að færa skuli upp stærðarmörk fiskjarins og möskvastærð sam- svarandi. að draga úr sókn með þvi að leggja skipum eða senda þau á aðrar veiðar. Hópurinn hafði ekki trú á pólitiskri stjórn- un fiskveiða. og taldi uppbygg- ingu flotans á undantörnum ár- um þar viti til varnaðar. Þórður Ásgeirsson ráðuneyt- isstjóri hafði orð fyrirhópi. sem fjallaði einnig um stjórnunina. Taldi hann, að árangur hefði náðst i stjórnun loðnuveiða með þörfu starfi loðnulöndunar- nefndar. Hópurinn áleit, að flotinn, sem stundar loðnuveið- ar, væri jafnvel of stór, og nauð- synlegt væri að finna önnur verkefni fyrir hann jafnhliða loðnuveiðun'um. t hópnum kom fram sú hugmynd, að minni skip en 150 tn ættu ekki að stunda loðnuveiðar. Einsog i hinum hópnum báru umræðurnar keim af þvi, að fyrstog fremst þyrfti að bjarga fiskstofnunum. Talið var, að markmiðog leiðir myndu breyt- ast i framtiðinni. Lokun svæða myndi hafa minnkandi þýðingu, þegar fram i sækti. í hópnum var rætt um, að e.t.v. ætti að stækka möskva- stærð upp i 150 mm, eftirlit með veiðum bæri að herða, og tii þess þyrlti :t—5 eftirlitsbáta. Þá var einnig rætt um þá leið að skipa sérstakan trúnaðarmann um borö.sem hefði samband við vfirvöld, ef óeðlilega mikið af smáfiski væri i aílanum. Þeirri hugmynd var hreyft að halda uppboð á veiðileyfum og að koma upp reiknistofnun, sem annaðist bókhald fyrir alla út- gerð i landinu og reiknaði út, hvernig veiðum skyldi hagað. Meðferð á fiski ábóta- vant Björn Dagbjartsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, skvrði frá niður- stöðum hóps um hvernig unnt væri að auka verðmæti is- lenzkra sjávarafurða. Sagði hann menn hafa verið raunsæja og jafnvel svartsýna á að unnt verði að auka verðmæti afurð- anna alveg á næstunni. Visaði hann til töflu á bls. 135 i ,,bláu skýrslunni” um ýktar þróunar- leiðir i fiskiðnaði, en þar er gert ráð fyrir, að til hagstæðrar þróunar i fiskiðnaði þurfi eftir- farandi skilyrðum að vera fu 11 - nægt: Aðild að markaðssvæð- um. Aukið hráefni til fiskiðnað- ar. Mannaflaaukning i fiskiðn- aði. Mikil sölustarfsemi. Mikil tilraunastarfsemi. Ahættufjár- magn til reiðu. Aukin menntun i fiskiðnaði. Verulegar fjárfest- ingar i fiskiðnaði og sköpun skil- yrða til eigin fjármunamyndun- ar. „200 milur”. Aukin stjórnun. Björn benti á að islenzku fisk- verksmiðjurnar' i Bandarikjun- um hefðu gert mikið gagn, en Evrópumarkaði hefði ekki verið sinnt nóg og verksmiðjur SH og StS i Bretlandi hefðu verið lagð- ar niður. Starfshópur Björns Dag- bjartssonar taldi meðferð á fiski ábótavant. Svo væri t.d. um blóðgun, enblóðgun i sjókör um borð i fiskiskipi hefði i för með sér að hráefnið yrði betra. Fisk- kassar hefðu e.t.v. ekki verið rétt notaðir hér i byrjun. Þekk- ing sjómanna á hvernig ganga ætti frá fiski i is og köldum geymslum væri ónóg, en það mál hefði þegar verið tekið til athugunar. Björn harmaði, að i Sjómannaskólanum væri litið kennt um meðferö fiskafla. Netafiskur væri yfirleitt lélegt hráefni. og taldi hópurinn nauð- synlegt að takmörkun á neta- fjölda yrði framfylgt og að veiðileyfi yrðu sviptanleg. Miðiun til vinnsluaðila væri nauösynleg stýring til að fá betri afurðir. Starfshópum kom saman um að lagmetisiðnaður ætti rétt á sér, en stökkbreytingar til hins betra væriekki að vænta. Flest- ar tilraunir til að efla lagmetis- iðnaðinn hefðu mistekizt. Hóp- urinn taldi framleiðslueiningar lagmetisiðnaðarins of litlar. Þá benti Björn á að aukaaí- urðir væru illa nýttar, og hefði sú hugmynd komið fram i starfshóp hans að nýta bæri allt, sem um borð kæmi. Þarna er þó viðast hvar galli á gjöf Njarðar. Verð á slógi er of lágt til að borgi sig að nýta það. Rann- sókna er þörf i sambandi við gall, svil og liíur og óvissa i sölumálum . Rætt var um mann- eldismjöl og ónýttar fisktegund- ir, kolmunna og spærling. Verð á fiskmjöli er lágt, og marningi litlu hærra, en verið er að at- huga hvernig tekst að herða kol- munna i skreið, svo og hvort markaður verður fyrir þessa af- urð. Norðmenn hafa stundað kol- munnaveiðar við trland, Ekki er vitað, hvort það borgar sig að islenzk nótaskip færu á þau mið, en það þyrfti.að reyna. þó ekki væri nema til að hlifa þorskin- um. sagði Björn. Þá var kúíiskur nefndur, sem hugsanleg ný tegund fyrir is- lenzka fiskimenn að veiða. Magnið er ekki megin- atriði Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson og hópur hans fjölluðu einnig um leiðir til verðmætaaukningar islenzkra sjávarafurða: Nær- tækasta ráðið til að ná skjótum árangri er að auka ga'ði hráefn- isins. Verð á fiskblokk er aðeins 60% af verði fyrsta flokks vöru. Furðulegt erað kaupa skip fyrir milljónirkróna, þar sem ekki er aðstaða til blóðgunar eða isunar á fiski um borð. Styttri útivist- artimi gefur að jafnaði betri voru. Togtimi á humar og ýsu- veiðum er lengri en áður var, og það veldur skemmdum á fiskin- um. Ef verulegur áfangi á að nást i átt til verðmætaaukningar, þarf aukið gæðaeftirlit. Þar standa Danir og Norðmenn okkur framar. Við höfum alltaf verið magnþjóð. Nóg er til af reglu- gerðum og lögum, en við förum ekki eftir þeim, nerna okkur þóknist það. Rætt var um nýtingu á lifur, innyflum og hrognum, fiskmjöl til manneldis, kolmunna. spærl- ing og kúfisk sem framtiðar- lisktegundir, og menn voru sammála um nauðsyn þess að auka tilrauna og rannsókna- starfsemi. „Hingað til höfum við fleyttrjómann ofan af, en nú er komið að þvi að við þuríum að fara að lepja undanrenn- una.” Þá minntist Eyjölfur á að auka þurfi verkmenntun og fræðilega þekkingu starfsfólks i sjávarútvegi. Samræma þarf stjórnun á veiðum og vinnslu. i þvi efni hefurorðið breyting til batnaðar að undanförnu, bæði á Akureyri og Vestfjörðum. Þannig yrði aukin vinnsla möguleg. Ef bók- un sex tekur gildi, eiga ísiend- ingar mikla möguleika á Evrópum örkuðum. Viðskiptadeild Hí taki markaðsathuganir út- flutningsvara fyrir Bjarni Magnússon frá is- lenzku umboðssölunni talaði fyrir starfshópi um sölu sjávar- afurða og markaðsathuganir. Sagði hann umræðurnar hafa einkennzt af viðkvæmni gagn- vart þessum málum. Hópurinn taldi meiri árangur á mörkuöum i A-Evrópu litt mögulegan. Margt sem nú væri gert i markaðs- og sölumálum væri talið harla gott. Bent var á nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þvi sem gerðist i þessum efnum. Starfshópurinn lagði til að i Viðskiptadeild Háskóla Islands verði aukin áherzla lögð á sölu og markaðsathuganir á útflutn- ingsvörum landsins. Þá benti hópurinn á, að meðal alvarlegra tálmana á sölu is- lenzkra fiskafurða væru stór- felldir styrkir samkeppnis- þjóða, Norðmanna og Kanada- manna, til sjávarútvegs landa sinna. Umræðuhópur Þórhalls Ás- geirssonar fjallaði einnig um sölu og markaðsathuganir. Taldi hann sölufyrirtækin SH og StS hafa reynzt gagnleg sjávar- útveginum og hagkvæm þjóð- inni. Menn töldu ekki ástæðu til að breyta söluframkvæmd á mjöli og lýsi, þar sem margir aðilar eru um söluna, en við- skiptaráðuneytið fylgist vel með henni. Rætt var um stofnun fisk- réttaverksmiðju hér á landi. sem framleiddi fyrir Evrópu- markað, og töldu menn hana óhugsandi, fyrr en bókun sex hefði tekið gildi. Rætt var um spádóma um óbreytt fiskverð á næstu árum, hópurinn taldi hæpið að þeir rættust. Eggert Jónsson hagfræðingur hafði orð fyrir starfshópi um iramtiðarhlutverk sjávarútvegs i islenzku þjóðlifi. Taldi hann. að hlutverk hans yrði ekki minna næstu fimm árin en verið hefði til þessa, og færi siðan vaxandi. Byggðastefnan hefði orðið til eflingar sjávarútvegi. Tekju- jöfnunar yrði þörf, meðan verið væri að vinna að bata fisk- stofnanna og þá i'þágu þeirra er fjærst byggju veiðisvæðum. Eggert taldi það fæla fólk frá störfum i' sjávarútvegi, að það næöi þar ekki fullum starfsaldri og yrði þá að leita annarrar vinnu. sem oft væri ekki að hafa á heimaslóðum viðkomandi. Hafa ber liffræðileg og al- menn þjóðhagsleg markmið i huga i uppbyggingu sjávarút- vegsins. Hugarfarsbreyting með „svörtu” og ,,bláu skýrslunni” Kristján Ragnarsson frá Landsambandi islenzkra út- vegsmanna stýrði hópi um sama efni og Eggert. Taldi hann skýrslurnar, þá bláu og svörtu, hafa haft jákvæð áhrif á mótun hugarfars manna gagnvart sjávarútveginum. Við hefðum talið auðlindir hafsins ótak- markaðar, og við hefðum verið i kapphlaupi við útlendinga um fiskinn. Kristján gat þess, að sjóðakerfið væri að liða undir lok, og myndu nú þeir sem mest öfluðu bera mest úr býtum. Hann var ósammála Eggerti um tekjujöfnun. Kristján skýrði frá þerri skoðun nokkurra i starfshópn- um, að arðsemi fiskveiða gæti i næstu framtið orðið svo mikil, að hægt verði að skattleggja út- veginn til að styrkja aðrar at- vinnugreinar. Kristján gat þess, að hann væri sjálfur ekki á þessu máli. Ungviðisrannsóknir og stærðarútreikningar Unnsteinn Stefánsson haf- fræðingur mælti fyrir umræðu- hópi um rannsóknamið i ljósi nýrra viðhorfa. Hópurinn ræddi um alvarlegt ástand fisk- stofnanna, fiskveiðilögsöguna, fjölbreytni i nýtingu fiskafurða og fæðuþörf i heiminum. Unn- steinn sagði, að við hefðum ekki lengur ráð á að taka aðeins stærstu bitana, hefðbundnir fiskstofnár væru full- eða of- nýttir. Mörg úrræði væru hugsanleg, svosem ræktun i sjó t.d. á laxi. hryggleysingjum eða þörungum. Gefa bæri gaum að nýtingu krabbadýra og ljósátu. Þvi neðar sem kæmi i fæðu- keðjunni þei meiri væri endur- nýjunarhæfnin. Fiskleit væri eitt úrræði. og hefði sildarleitin, eins og hún var rekin á sinum tima. verið til fyrirmyndar. Veiðarfæra- rannsóknir væru einnig vænleg- ar til árangurs. Hafrannsóknastofnunin þarf að marka stefnuna og skipu- leggja. Nýta þarf hafrann- sóknaskipin sem bezt. Áætlanir þeirra eiga að miðast við rann- sóknaáætlanir, en ekki öfugt. Jakob Magnússon fiski- fræðingur frá Hafrannsókna- stofnuninni stýrði hópi, sem einnig fjallaði um rannsóknir. Meginniðurstaða hópsins var sú. að nauðsynlega þurfi að leggja aukna áherzlu á ung- viðisrannsóknir, þvi fyrr sem stærðarútreikningar væru fyrir hendi, þvi fyrr væri hægt að leiðbeina mönnum. Ákvörðunartaka um rannsóknir þarf að vera með skjótari hætti en nú er. Uppbygging fiskiskipaflotans og vinnslustöðvanna á að fara eftir stofnstærð fisktegundanna. Að lokum voru almennar um- ræður. SJ. 2 skip Eim- skipafélags Reykjavíkur leigð Eim- skipafélagi íslands gébé—Rvik —Akveðiðhefur ver- ið, að tvö skip Eimskipafélags Reykjavlkur, Askja og Nordic, verði leigð Eimskipafélagi ts- lands, og að skipin verði máluð i litum Eimskips og gefin „fossa- nöfn”. Að sögn stjórnenda fyrir- tækjanna, er þetta gcrt i þvi skyni að auka hagkvæmni i rekstri. Eimskipafélag Reykjavikur festi nýverið kaup á skipinu Nor- dic frá Þýzkalandi, eins og sagt hefur verið frá i blaðinu áður, en Nordic verður væntanlega afhent i byrjun febrúar. Undanfarin ár hefur Askja, skip Eimskipafélags Reykjavikur, verið i timaleigu hjá Eimskipafélagi íslands, sem, eins og kunnugt er, á rösklega 98 hundraðshluta alls hlutafjár Eimskipafélags Reykiavikur. Framargreind skip verða leigð Eimskipafél. tslands án áhafnar, en skipverjum öskju er gefinn kostur á að gerast starfsmenn Eimskipafélags lslands. Kunnur danskur rithöfundur heldur fyrir- lestra um bókmenntir og tónlist DANSKI rithöfundurinn DAN TURELL verður um næstu mán- aðamót staddur á tslandi i boði Norræna hússins, og heldur þar fyrirlestra, bæði um bókmenntir og tónlist. Dan Turell er meðal eftirtekt- arverðustu fulltrúa ungu dönsku skáldakynslóðarinnar, sem nú er að skipa sér sess i' dönsku menn- ingarlifi. Hin óróagjarna æska frá 1968hefur komið upp á yfirborðið eins og gulur kafbátur með skáld- skap sinn, opinn og öllum að- gengilegur. I dönsku menningar- lifi hefur jazz, beat- og rokktón- listin verið mun þyngri á metun- um undanfarið heldur en rómöns- urnar, sem Axel Schiötz hefur sungið, og áhrifin frá Kristjaniu eru öllu liklegri til að yngja upp danskt menningarlif en áhrif frá Kristjánsborg. Dan Turell er einmitt sá, sem getur manna bezt frætt okkur um þetta, er hann ræðir um skáld sinnar kynslóðar og tónlist sinnar kynslóðar. Sjálfur hefur hann sent frá sér fjölda bóka, þar sem hann hefur gert ýmiss konar til- raunir með tjáningarform, merk- ingu orða, uppsetningu o.s.frv. Verk hans hafa komið út bæði hjá ,,neðanjarðar”-forlögum og stór- um, þekktum og virtum útgefend- um. Bók hans „Vangede billeder”, sem er minningabók höfundar frá uppvaxtarárum hans i Vangede, hverfi nálægt Gentofte, hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda er hún kom út siðast liðið haust, og með þeirri bók hefur hann ótvi- rætt haslað sér öruggan völl sem rithöfundur. Dan Turell heldur væntanlega erindi um nýju skáldakynslóðina i Danmörku fimmtudaginn 29. jan. kl. 17,15 óg sunnudaginn 1. febr. kl. 17,15. Þar kynnir hann rokk/beat tónlist með tóndæm- um. Enn fremur kemur Dan Tur- ell fram hjá Rithöfundasambandi tslands m iðvikudagskvöld 28. janúar n.k.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.