Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 24. janúar 1976. Eitt þúsund vél- sleðar á — flestir í eigu bæn Gsal—Reykjavík — Sala á vél- sleAum hefur aukizt mikið hin sfð- ari ár og munu nú vera um eitt þúsund vélsleðar á landinu öllu og eru þeir flestir i eigu bænda, enda hefur vélsleðinn reynzt þarfur þjónn i snjóþungum héruðum. Björgunarsveitir eiga einnig stór- an hluta af vélsleðaeign lands- manna, en vélsleðar hafa komið að góðum notum við leit að fólki. Nýlega kynnti fyrirtækið Þór landinu la h.f. tvær gerðir af Evinrude vél- sleðum, en fyrirtækið hefur selt u.þ.b. helming allra snjósleða á Islandi. Fyrirtækið kynnti tvær nýjar gerðir Evinrude-snjósleða, Quiet Flite, sem er 30 ha sleði með 20,4 þumlunga breiðu belti og mun hljóðlátari en aðrir sleðar, sem hafa verið á markaðinum til þessa, og Skimmer 440 árgerð 1976, 40 ha sleða með 15,5 þuml- unga breiðu belti. .. Vonzkuveðurá ioðnumiðunum BH-Reykjavik. — Hér er ekkert hægt að athafna sig. Við erum búniraðvera hérna ivonzkuvcðri i tvo sólarhringa, og það hefur ekkert verið hægt að skoða, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang- ursstjóri um borð i Arna Friðriks- syni, þegar Timinn hafði sam- band við hann i gær og innti hann l'rétta. Sagði Hjálmar, að þeir hefðu veriðkomnirút á slóðina og leitað norður með kantinum austur af Dalatanga, en nú væru þeir stopp og biðu átekta. — Ég held, að hún sé ekki kom- in sunnar en rétt suður fyrir Digranessgrunn, en petta er bara ágizkun, þvi að það er ekkert hægtað skoða. Við erum núna um 30 milur út af Gléttinganesi, i norðvestan garra, sjö vindstig- um. Við spurðum Hjálmar. hvort margt báta væri á miðunum, og sagði hann, að þeir virtust fáir úti, enda væri ekkert að gera. Þá spurðum við hann eftir Bretan- um. hvort hann hefði orðið var við hann á þessum slóðum. — Nei, svaraði Hjálmar, hann hefur ekkert orðið á leið okkar núna. Þessi mynd er tekin I kennslustund i 4. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, og sýnir Boga Agnars- son, stýrimann hjá Landhelgisgæzlunni, i hlutverki kennara. Að beiðni Stefáns Halldórssonar kenn- ara og ólafs H. óskarssonar skólastjóra komu tveir starfsmenn Landhelgisgæzlunnar I heimsókn i skólann. Það voru þeir Jón Magnússon, talsmaður Landhelgisgæzlunnar, og Bogi Agnarsson stýri- maður. Bogi tók að sér eina kennslustund og kynnti nemendum starfsemi Landhelgisgæzlunnar á sjó og lofti. Bogi er um þessar mundir stýrimaður á gæzluvélinni TF-Sýr. Víðihóll bíður niðurrifs Ibúðarhúsið Viðihóll á Kópaskeri skemmdist það mikið I jaröskjálftanum mikla, að matsmenn töldu það óibúðarhæft og skemmdirnar það miklar aö ógerlegt væri að lagfæra þær. Vlðihóll, sem er aust- ast I kauptúninu, er eina húsið á Kópaskeri, sem talið er gjörónýtt eftir jarðskjálftann og þess bfður nú ekkert annaðen niðurrif. Tlmamynd: Gsal Fjárhagsáætlun Njarðvíkurbæjar 1976: Niðurstöðutölur 192 milljónir BH—Reykjavík — Bæjarstjórn Njarðvikur hefur afgreitt fjár- hagsáætlun fyrir árið 1976, og gerðist það á fundi bæjarstjórn- arinnar þann 20. janúar sl. Niður- stöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru kr. 192.125.000,00. Helztu tekjuliðir eru: Útsvör kr. 83.125.000. Aðstöðu- gjöld kr. 25.800.000. Fasteigna- skatlur kr. 20.250.000. Jöfnunar- sjóður kr. 17.000.000. Helztu gjaldaliðir eru: Til heilbrigðis- og trygginga- mála 20 milljónir. Fræðslumál þ.m.t. til skólabyggingar 32 millj. Styrkir til félags- og menningar- mála 11,5 millj. Rekstur iþrótta- mannvirkja 12 millj. Til vatns- veituframkvæmda 10 millj. Til undirbyggingar gatna 24. millj og stjórn bæjarins 10 millj. Nú eru um eitt þúsund vélsleðar I landinu öllu. Þessi vélsleði, sem á myndinni sést, nefnist Skimmer 440 (árgerð 1976) og er af Evinrude- gerð. Útvarpsþáttur Péturs Péturssonar: Þegar stúku Þórbergur gekk í og dróttsetinn hló Nlna Sveinsdóttir. PÉTUR Pétursson út- varpsþulur hóf um síð- ustu helgi nýjan út- varpsþátt, sem hann nefnir Gamla Gúttó — horfin menningarmið- stöð. Annar þátturinn verður i kvöld, og hefst þegar klukkuna vantar fimmtán minútur i niu. I þessum þætti verður meðal annars sagt frá þvi, er Þórbergur Þórðarson gekk istúku, og verður rætt við annan dróttsetann — stúlkuna i upphlutnum, sem Þór- bergi þótti býsna álitleg. Þetta er Guðrún Sigurðardóttir, kona Guðgeirs Jónssonar bókbindara. Hún skellti upp úr, þegar Þór- bergur var tekinn i stúkuna, svo að ekki þótti Þórbergi einum þetta atvik fyndið. Af öðru má nefna, að lesið verður bréf frá Jóhanni Sigur- jónssyni, sem var i stúkunni Bif- röst og flutti þar ræðu i bundnu máli, Nina Sveinsdóttir syngur visur eftir Plausor frá þeim tima, er óðaverðbólgan var slik, að kaffið fór i krónu, og Þóra Borg segir frá móður sinni. Árvakur tekur við vitaþjónustunni af Baldri Gsal-Reykjavik. —Þessa dagana er verið að vinna að viðgerð á varðskipinu Þór i Rcykjavíkur- höfn, en skipið er sem kunnugt er nokkuð laskað eftir ásiglingar hrczkra freigáta á það siðustu vikur. Ahöfn Þórs er nú komin yfir á annað varðskip — Arvakur — en skipið hélt nýlega úr höfn. Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór, er nú i leyfi, en skipherra á Arvakri er Þorvaldur Axelsson. Árvakur mun að öllum likind- um taka við þvi hlutverki, sem varðskipið Baldur hefur haft sið- ustu vikur, þ.e. þjónustu við vita og önnur störf, sem falla undir Landhelgisgæzluna við strendur landsins. Nú geta Akur- eyringar lært að hætta að reykja Mó-Reykjavik. — Akureyr- ingum gefst nú tækifæri til að fara á námskeiðtilaðhætta að reykja. Slikt námskeið, sem ísl. bindindisfélagið gengst fyrir, hefst i Gagnfræðasköla Ákureyrar sunnudagskvöldið 25. jan. og stendur i fimm daga. Slikt námskeið hafa far- ið fram viða um land og borið mikinn árangur. Að vanda verður þetta nám- skeiðókeypis, en þátttakendur þurfa að greiða 500,00 fyrir handbók. Námskeiðið hefst kl. 20.30, og innritun fer fram i sima 227.78. Leiðbeinendur á námskeið- inu verða Úlfur Ragnarsson læknir og Jón Hj. Jónsson, sem sér um sálræna þáttinn, glimir við reykingavandann og veitir námskeiðinu for- stöðu. Námskeiðiö er öllum .opið, og vona forráðamenn þess að sem flestir sæki það og noti þetta tækifæri til að losna við reykingavandamálið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.