Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. janúar 197C. TÍMINN 3 Piltarnir fimm með áhöfn landhelgisvélarinnar SÝR, á Reykjavíkurflugvelli áður en lagt var upp i gæzluflug. Tímamynd: Gunnar. Skólanemar í starfskynningu: Ákveðnir í að komast á varðskip — 5 piltar kynntu sér störf Landhelgisgæzlunnar í 3 daga gébé—Rvik —Fimm ungir piltar, nemendur úr Hagaskóia, fengu þá hugmynd, þegar starfskynn- ing fór fram í skóla þeirra, að fara fram á að fá að kynnast störfum Landhelgisgæzlunnar, bæði fyrr og nú. Var þeim vel tek- ið, og um miðjan janúar eyddu þeir þrem dögum með starfs- mönnunt gæzlunnar og urðu það hrifnir og hugfangnir af störfum þeirra, að þeir eru allir ákveðnir i að reyna að komast að sem létta- drengir á varðskipunum næsta sumar. Þessir tilvonandi starfs- kraftar Landhelgisgæzlunnar heita: Sigurður Indriðason, Guð- bergur Ástráðsson, Garðar Jó- hannsson, Valgarður Júliusson og Eirikur Þórðarson og náði Tim- inn taii af þeim og bað þá að lýsa, hvers þeir urðu visari um Land- helgisgæzluna þessa þrjá daga. — Fyrsta morguninn tók Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar á móti okkur og sýndi okkur stjórnstöðina, auk þess sem hann skýrði fyrir okkur störf og hlutverk gæzlunnar fyrr og nú, sögðu þeir. Urðu þeir margs fróð- ari þá tvo tima, sem þeir nutu leiðsagnar Péturs. — Eftir hádegi fengum við að fara i reynsluför með Óðni hér út á sundin, héldu piltarnir áfram. — Sigúrður Árnason var skipherra og sýndi hann, og áhöfn hans, okkur allt skipið og skýrði fyrir okkur tækjabúnað. Hrifnastir urðu pilt- arnir af „leynivopninu” klippun- um frægu, sem skelft hafa marg- an brezkan togaraskipstjórann. — Annan daginn fengum við að fara i eftirlitsflug með landhelg- Kínversk kvikmyndasýning í Stjörnubíói i dag kl. 14 MÓ-Reykjavik — Kinversk-is- lenzka félagið efnir til kvik- myndasýningar i dag kl. 14 i Stjörnubiói. Sýnd verður kin- verska kvikmyndin „Skinandi rauða stjarnan”, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu. Myndin fjallar um atburði, sem gerðust á árum styrjaldarinnar við Japani og er baráttan milli kommúnista og Kuomingtang stór þáttur söguþráðarins. Aöal söguhetjan er litill piltur, sem tekur virkan þátt i barátt- unni, ásamt fjölskyldu sinni. Mynd þessi hefur notið gifur- legra vinsælda i Kina, segir i frétt frá Kinversk-islenzka félaginu, og eru þess dæmi, að kinverskur almenningur fari 3-4 sinnum til að sjá myndina. Þessi mynd er sú fyrsta sinnar tegundar, sem Kin- verjar framleiða með ensku tali. Ollum er heimill ókeypis aðgang- ur að sýningunni. isvélinni SÝR, en þar var Bjarni Helgason skipherra, en auk hans var 5 manna áhöfn á vélinni og i förinni voru einnig erlendir ljós- myndarar, ásamt ljósmyndara Timans. Fyrst var flogið norður i land, og yfir Kópasker og jarð- skjálftasvæðin, en siðan haldið á togaramiðin fyrir austan land. — Þar sáum við marga brezka togara, svo og brezk herskip. Varðskipin Týr og Þór voru þar einnig á siglingu og fannst okkur einna eftirminnilegast, þegar SÝR flaug iágt yfir skipin, sér- staklega þar sem Týr var, þvi varðskipinu fylgdi brezkt herskip eftir. Nimrod-þotu sáum við einn- ig, hún sveimaði yfir SÝR meiri hluta timans, sem við vorum þarna. — Þriðja og siðasta daginn, sem við vorum með Landhelgis- gæzlunni, var farið með okkur niður að höfn, og okkur sýnd varðskipin Ægir, Albert og Ár- vakur. Okkur leizt mjög vel á þau, en eftir að hafa séð stóru brezku herskipin, finnst okkur Al- bert t.d., hafa litið i þau að segja. Um borð i varðskipunum var okk- ur sýndur allur björgunarbúnað- ur þeirra, og byssur. Svo fengum við að sigla i höfninni á gúmmibát eins varðskipsins og höfðum mikla ánægju af. Að lokum vildu piltarnir fimm koma á framfæri beztu þökkum til Landhelgisgæzlunnar og þá sérstaklega forstjórans, Péturs Sigurðssonar, fyrir mjög alúðleg- ar móttökur og skemmtilega samveru. „Spurning okkar og um þrautseigju þolinmæði" — segir Kristjón Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ Gsal-Reykjavik — Við teljuin þetta vera spurningú um þolin- mæði, og við erum þess fullvissir, að fyrr en siðar muni deilan taka enda að obreyttu ástandi, sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenzkra útvegsmanna I viðtali við Tfmann í gær, en stjórn LÍÚ hefur sent frá sér ályktun um landhelgismálið, þar sem varað er við samningum við Breta og aðrar þjóðir um veiðar á tslands- miðum. — Við teljum betra að taka þann kost, sagði Kristján, að sýna þrautseigju i málinu en að semja sérstaklega með tilliti lil þess, að talað hefur verið um að semja til tveggja ára, en við væntum þess, að malinu Ijúki á þessu ári. Kristján sagði, að sér hefði fundizt lslendingar of bjartsýnir strax eftir úrfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 200 sjómilur. — Stjórn- málamennirnir gáfu fólkinu til- efni til þess að vera bjartsýnt með þvi að tala aljtaf um sigur i þvi sambandi. Sá sigur er hins vegar engan veginn öruggur ennþá, Málið þarf að fá að þróast, og við vinnum það ekki nema með þrautseigju, sagði Kristján Ragn- arsson. Álvktun stjórnar Ltú fer hér á eftir: Fundur stjórnar Lt.U. haldinn 22. janúar varar við. að samið verði við Breta og aðra um veiðar á tslandsmiðum. Vegna lélegs ástands þoi-sk- stofnsins liggur fyrir, að settur verði aflakvóti fyrir árið 1976 og mun því hver lest af fiski, sem samið er um við erlenda aðila dragast frá þvi magni. sem is- lendingum verður leyft að veiða, en þeim afla kann að verða náð siöari hluta sumars. Stjórn L.t.Ú. telur með öilu óviðunandi að viðræður fari nú fram við erlenda aðila um veiði- heimildir á tslandsmiðum, þegar fyrir liggur að leggja þurfi hluta af fiskiskipaflotanum og loka fiskimiðum fyrir islenzkum fiski- mönnum i' þeim tilgangi. að koma i veg fyrir of mikla sókn i fiski- stofnana. Dagsbrún 70 óra: HÉR VERÐI ALDREI TIL SÉRSTÖK LÁGLAUNASTÉTT — rætt við Eðvarð S formann félagsins BH—Reykjavik — Verkamanna- félagið Dagsbrún verður 70 ára nk. mánudag, 26. febrúar, en fé- lagið var stofnað þann dag árið 1906. Fyrsti'formaður Dagsbrún- ar var Siguröur Sigurðsson, en núverandi formaður félagsins er Eðvarð Sigurðsson, og hefur liann gegnt formennsku inanna lengst i félaginu, eða alls i 15 ár, og var endurkjörinn i 16. sinn nú fyrir skömmu. Áður haföi Héðinn Valdimarsson lengst gegnt for- mennsku félagsins, en hann var kjörinn formaöur fimmtán sinn- um. Blaðamaður Timans hitti Eð- varð Sigurðsson að máli i gær og bað hann að segja nokkuð frá starfsemi félagsins þessa sjö ára- tugi, sem félagið hefur starfað. — Starfstimi Dagsbrúnar er mesti byltingatimi i islenzku þjóðlifi. Um aldamótin höfðu eng- ar stórvægilegar breytingar orðið á þjóðlifinu, en siðan hafa breyt- gurðsson, ingarnar nánast verið byltingar- kenndar á öllum sviðum þjóðlifs- ins — og það er enginn vafi á þvi, að verkalýðshreyfingin er aflvak- inn i þeim breytingum. Kröfur fólksins um betri kjör. betra lif i öllu tilliti. er sterkasta framþró- unaraflið, sagði Eðvarð Sigurðs- son. v — Ef við litum á stöðuna, verð- um við að hafa það hugfast, að Al- þýðusambandið er stof nað 1916 og á áratugunum þar á eftir er Al- þýðusambandið samband al- mennu verkalýðsfélaganna, sam- taka verkamanna, verkakvenna og sjómanna fyrst og fremst, og svo nokkurra iðnaðarmannafé- laga. Á þessum árurn, sem liðin eru, hafa orðið gjörbreytingar. Atvinnulifið, sem var tiltölulega einhæft, er orðið fjölbreytt, og á seinni árum hafa orðið til verka- lýðsfélög i ýmsum starfsgreinum. vegna tækniþróunarinnar. Nú er krafizt meiri sérmenntunar, og vaxið hafa upp verkalýðsfélög i Frh. á bls. 15 Þessi mynd af Eðvarð Sigurðssyni var tekin i skrifstofu Dagsbrúnar í Sær- —Tlma'mynd: Gunuar Átti ekkert viðtal við fréttamann Reuters — segir Níels P. Sigurðsson sendiherra BH-Reykjavik. — Það er afskap- lega einkennilegt, að Reuter-fréttastofan skuli senda út „viðtal” við mig, sem átti að hafa verið tekið i fyrradag. Ekki birt- ist neitt slikt i brezkum fjölmiðl- um í gær, og i fvrradag liélt ég kveðjuboð, en ekki ncinn blaða- mannafund. ftg hafði boðið þangað 35 manns, það komu að vísu um 60 og þar á meðal piltur frá Reuter, sem ég eða sendiráöið hef ekki haft nein samskipti við. Þessi piltur, Goodman aö nafni, hlustaði á samtöl min við ýmsa, en spurði mig einskis, og skrifaði ekkert niður á staðnum. ftg bjóst þvi alls ekki við, að neinar fréttir kæmu eftir þetta, sizt fréttir byggðar á vankunnáttu, skrifaðar eftir á eftir ininni. Þannig komst Niels P. Sigurðs- son, sendiherra i London að orði við Timann i gær, þegar við höfð- um samband við hann og inntum hann eftir fréttaskevti Reuters. sem hingað barst i fvrrakvöld og Timinn skýrði frá i gær. Kvaðst Niels P. Sigurðsson hafa sent utanrikisráðunevtinu skeyti i gærmorgun. strax og hann vissi um þetta furðulega skeyti. með fullnægjandi útskýringum. Ýmislegt kvað Niels P. Sigurðsson hafa borið á góma manna á meðal. og hefði hann vissulega látið ýmsar skoðanir i ljós. en ekki búizt við að sjá þær orðræður sem afskræmdan .fréttamat. Sem dæmi nefndi hann jafn augljóst atriði og það. að hann hefði sagt að tveggja ára friðun þorskstofnsins hlvti að auka hann. en kvaðst aldrei hafa látið orð falla i þá átt. að þá væri það sjállsagður hlutur. að Bretar fengju að veiða hann hér. Væri öll fregnin bvggð á forsendum. sem blaðamaðurinn þekkti ..hvorki haus né sporð á”. og væri ekkert um þetta að segja annað en harma að slikt hefði komið fyrir. Alþingi kemur saman að nýju á mánudaginn Alþingi kemur saman á mánu- dag að loknu jólalevfi. Boðað hefur verið til fundar i sam- einuðu þingi klukkan tvö þann dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.