Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 1
------—-------- Leigu f lug—Neyða rf lua HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 ÆNGIR” Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 leiguflug um $2 Brezka ríkisstjórnin kallar togaraflotann út fyrir 200 mílurnar — „rafmagnað andrúmsloft" á miðunum í gær, þar sem togaraskipstjórarnir neita að hlýða Gsal-Reykjavik. —- Brezk stjórnvöld skipuðu i gærdag brezku togurunum við íslands- strendur að hlýða fyrirmælum skipherra islenzku varðskip- anna og sigla út fyrir 200 milna mörkin. Enn fremur komu boð frá brezkum stjórnvöldum til brezku eftirlitsskipanna, um að aðhafast ekkert. Brezku togara- skipstjórarnir neituðu þó að verða við þessum tilmælum frá Bretlandi og fóru hvergi.' Af þessum sökum hefur „and- rúmsloftið verið rafmagnað” á miðunum i gærdag, eins og tals- maður Landhelgisgæzlunnar orðaði það i samtali við Timann i gær. Þegar siðast fréttist i gær- kvöldi, hafði ekki komið til neinna átaka milli varðskipa og brezkra togara, en að sögn Landhelgisgæzlunnar verður reynt að klippa á togvira brezku togaranna, neiti þeir að hlýða fyrirskipunum skipherra varð- skipanna. LANDHELGISVIÐRÆÐUR: Fvrsti urinn FJ-Reykjavik — Geir Hallgrimsson fer i dag til viðræðna við Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, og eru 8 ínenn i för með forsætisráðherr- anum. Með Wilson vcrða niu menn i viðræðunum, sem fara fram á sveitasetri Wilsons, Che- quers. Fyrsti viðræðufundurinn er ákveðinn i dag en islenzka viðræðunefndin er væntanleg heim á þriðjudag. Með Geir Hallgrimssyni fara : Þórarinn Þórarinsson, formað- fund ■ dqg ur utanrikismálanefndar Alþingis, Guðmundur H. Garð- arsson alþingismaður, Einar Ingvarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar, Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur, Sigfús Schopka fiskifræðing- ur og Björn Bjarnason, skrif- stofustjóri i forsætisráðuneyt- inu. Samninganefnd sjómanna með fund í dag BII-Reykjavík. Nei, við boð- um ekki verkföll i dag, hvað sem kann að gerast á morg- un, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands- ins, þegar Timinn hafði sam- band við hann i gær. Það er alveg rétt, að á sinum tima fór Sjómannasambandið þess á leit við aðildarfélögin, að þau miðuðu verkfallsboð- anir sinar við 1. febrúar og ef til verkfalls ætti að koma þá, hefði átt að booa það i dag, föstudag. En af boðun verður sem sé ekki, af þvi að ég hef ekki fengið tilkynningu um verkfallsheimild frá öllum aðildarfélögunum. Hins veg- ar kemur samninganefnd sjómanna saman á morgun, laugardag, kl. 14, og það er að sjálfsögðu i hennar verka- hring að taka ákvarðanir um, hvað gert verður i verk- fallsmálunum. Tillögur um lánamál námsmanna tilbúnar fyrir mánaðamótin gébé Rvik — Eins og kunnugt er, hafa lánamál námsmanna verið ofariega á baugi i fjöimiðlum undanfarna inánuði. Tlminn hafði samband við Vilhjálm Hjálmars- son menntamálaráðherra og spurði hann hvernig þau mál stæðu. — Eg hef lagt á það áherziu að fá tiliögur frá milli- þinganefnd, sem um mál þetta hefur fjailað, sem fyrst, svo að hægt sé að leggja þær fyrir þingið, sagði hann. t siðasta lagi vonast ég tii að þær tillögur nefndarinnar liggi fyrir i janúar- lok. m»~ :>«sláÉlÉi. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra Kjarabaráttunefnd náms- manna, sem i eiga sæti fulltrúar fjórtán námsmannasamtaka, sendi frá sér tillögur um breyt- ingar á lánakerfi námsmanna, og beindist starf endurskoðunar- nefndar þeirra aðallega að mótun endurgreiðslukerfis. Nefndin telur, að óraunhæft sé að ætla, að öll námslán skuli að fullu endur- heimt, þar sem launakjör náms- manna að loknu námi eru mjög misjöfn. Þjóðfélagið eigi að gera vægari kröfur um endurgreiðslu á hendur þeim, sem ekki hafa sjálf- ir fjárhagslegan ávinning af þvi að láta þjóðfélaginu i té afnot af sérþekkingu sinni, en krefja hins vegar hina, sem verðleggja sér- þekkingu sina hátt, um fulla endurgreiðslu. bpurningu blm. Timans um hvort þessi tillaga námsmanna yrði tekin til greina, svaraði menntamálaráðherra á þessa leið: — I sjálfu sér tel ég þetta óaðgengilegt, en tillögur þeirra munu verða hafðar til hliðsjónar i milliþinganefndinni. A þessu stigi málsins er of snemmt að segja nokkuð um einstök atriði: beðið verður eftir tillögum milliþinga- nefndar. I tillögum námsmanna kemur einnig fram, að þeir vilja stytta endurgreiðslutimann, þannig að greiðslur hefjist þrem árum eftir námslok, i stað fimm nú, og að þær standi yfir i tuttugu ár hið lengsta, og verði þá eftirstöðvar lánsins óafturkræfar. Þá vilja þeir, að námslánin skuli verð- tryggð, þannig að visitölutrygg- ing verði á öllum lánum, sem byrjar að verka strax og lánin eru greidd út. Níels P. Sigurðsson: Rangt eftir mér haft — bls. 3 Lúðvík svarar starfshópi Rann- sóknar- róðs — bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.