Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 24. janúar 1976. 25 cP Övelkominn qeskir Kannski var hann þreyttur, hugsaði Jane. En þegar hann var ennþá úrillur tveimur dögum síðar, fór henni að líða illa. Hefði hún átt aó fara? Það var eins og Dick kærði sig kollóttan um, hvort hún væri þarna, eða ekki En Neil hafði beðið hana að líta eftir David og hana lang aði ekki að fara, fyrr en hún hafði frétt meira af Neil Nú var komin þriðja vika hennar á búgarðinum og merking kálfanna var að verða lokið. Þegar hún sagð Wilmu, að nú færi að líða að því;að hún færi, mótmælti hún ákaflega. — Þú getur heldur ekki farið, Jane! Allir kúrekarnir eiga von á mikilli veizlu í lokin og það er dálítið, sem þú ættir ekki að missa af, sagði hún og bætti hreinskilnis- lega við: — Ég gæti líka vel notað hjálp þína. Jane varánægðyfir að hafa afsökun til að vera lengur og lét hana tala um fyrir sér að vera fram á laugardag. Hún átti að koma aftur í vinnuna á mánudag, svo þetta var síðasta tækifæri. Henni geðjaðist allt í einu illa að til- hugsuninni um að yfirgefa þennan indæla stað og þótti leitt að sjá aldrei Neil eða David aftur. Dick gaf henni aldrei tækifæri til að hitta sig einan. Eftir f ramkomu hans að dæma og hvernig hann forðað- ist að tala við hana undir f jögur augu, hugsaði hún með sér, að hann væri farinn að efast um gildi sambands þeirra. Það var eins og hann biði þess bara, að heimsókn hennar tæki enda, svo hann gæti sagt kurteislega bless og losnað við hana. Síðan kæmi bréf, sem sliti öllu. Ef til vill væri þetta einfaldasta lausnin...og þægilegust fyrir báða aðila. En Jane var ekki alls kostar ánægð með ástandið og eitt kvöldið sat hún uppi og beið hans. Hann var hættur að vera heima eftir kvöldmatinn og hvarf stundum meira að segja, áður en kom að kaffinu. Hún heyrði verandarhurðina hreyfast og gekk fram í forstof una. Hann hrökk litið eitt við, þegar hann sá hana koma á móti sér. — Halló, Jane. Hvað ert þ.ú að gera á fótum, svona seint? Það leit ekki út f yrir að honum geðjaðist að því að hitta hana. — Ég var að bíða eftir þér, Dick, sagði hún rólega. — Getum við ekki talað svolítið saman? Hann yppti öxlum. — Ekki núna. En svo iðraðist hann og sagði i afsökunartón: — Fyrirgefðu, Jane. Þetta hef- úr ekki verið skemmtilegt sumarleyfi fyrir þig. Ég hef haft um svo margt að hugsa....Ef til vill getum við skemmt okkur betur saman seinna. Eftir tvo mánuði eða svo kem ég í bæinn og þá lofa ég að þetta verður öðru- vísi... Jane hristi höfuðið. — Viltu vera svo góður að vera hreinskilinn við mig, Dick. Þú ímyndaðir þér bara, að þú værir ástfanginn af mér, ekki satt? En núna....er allt breytt. Ég skipti þig engu máli lengur. Er það ekki þann- ig, sem ástandið er núna? — Nei. Dick greip harkalega um axlir henni. — Það er það alls ekki. AAér jáykir mjög vænt um þig, en.hendur hansféllu niður með síðunum og hann horfði ráðvilltur á hana. — Ég er svo þreyttur, Jane. Eigum við að láta þetta duga í kvöld? — Allt í lagi, Dick, sagði Jane undrandi. — En það er eitt, sem mig langar til að segja....það er ekki um neina trúlof un okkar að ræða lengur. Ef þú vilt heimsækja mig i Vancouver, máttu það, en ég held, að þú skiptir um skoðun, þegar ég er farin. Þú verður áreiðanlega feginn að vera f rjáls til að gera það sem þér sýnist. Dick renndi fingrunum gegn um háriðog var ringlaður á svipinn.— Ég hef farið laglega að þessu öllu, Jane. Hann greip um handlegg henni þegar hún ætlaði að fara. — Gefðu mér annað tækifæri, Jane! Þegar hún hristi höfuðið hægt, sagði hann næstum biðjandi: — Ég sleppi þér ekki. Jane. Þetta breytist hér eftir, vittu til. Grænu augun hennar voru dapurleg. — Góða nótt, Dick! Hún slökkti Ijósið og flýtti sér inn í herbergi sitt, ennþá ringlaðri en áður. Hann virtist ákveðinn í að slíta ekki sambandinu við hana, en ósjálfrátt skildist henni, að það var ekki vegna þess að hann elskaði hana. Hann var óhamingjusamur og þarfnaðist einhverrar manneskju, hverrar sem var...en hvers vegna? Jane var of þreytttil að hugsa meira um það. Hún háttaði og fór í rúmið. David var ekki sami drengurinn lengur, hugsaði Jane og leit á hann. Hann var orðinn þreknari, virtist hávaxn- ari og sjúklingsyf irbragðið var alveg horf ið af andlitinu. illiilli I LAUGARDAGUR 24. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin Sveinbjörns- dóttir les „Lisu eða Lottu” eftir Erich Kastner (16). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Tveir á tali Valgeir Sigurðsson talar við séra Gisla, Brynjólfsson fyrrum sóknarprest á Prestbakka á Siðu. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 Gamla Gúttó, horfin menningarmiC löð.Þáttur i umsjá Péturs Péturssonar, annar hluti. 21.45 Gömlu dansarnir De Nordiske Spillemænd leika nokkur lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Þorradans útvarpsins. Gömul og ný danslög leikin af hljómplöt- um. (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. itill LAUGARDAGUR 24. janúar 1976 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 11. þáttur. Heim- koman. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hié. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Krossgátan. Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja. Kynnir Edda Þórarinsdóttir leik- kona. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. 21.00 Nei, ég er hérna.Bresk- ur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk Ronnie Cor- bett. Grimudansleikurinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 21.25 Hildarleikur. (The Deadly Affair). Bandarisk biómynd frá árinu 1967, byggð á sögu eftir John le Carré. Leikstjóri er Sidney Lumet, en aðalhlutverk leika James Mason, Maxi- milian Schell og Simone Signoret. Myndin gerist i London. Charles Dobbs starfar fyrir leyniþjónust- una. Honum er falið að rannsaka æviferil manns úr utanrikisþjónustunni, en hann er talinn njósnari kommúnista. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.10 Dagskrárlok. AUGLYSIÐ í TÍAAANUAA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.