Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. janúar 1976. TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:i Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i E-dduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal&træti 7, simi 2650Ö — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö j lausasölu ár. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Biaöaþrentjr.IJ Arangurinn frá 1973 í siðasta sunnudagsblaði Timans birtist at- hyglisverð grein eftir Jón Skaftason alþingismann um verndun þorskstofnsins. Jón Skaftason sýndi fram á, að það gæti orðið erfitt verk, jafnvel þótt útlendingum yrði bægt af miðunum. Jón Skaftason sagði m.a.: ,,Nefnd, sem skipuð var af sjávarútvegs- ráðherra, hefur að undanförnu unnið að tillögu- gerð um nýtingu fiskimiðanna innan 200 milnanna. Hún mun fljótlega skila tillögum um þessi efni til ráðherra, sem væntanlega kemur þeim á framfæri við Alþingi, skömmu eftir að það kemur saman að loknu jólaleyfi. Á miklu veltur þá, að alþingismenn taki fram- sýna afstöðu til þessara vandasömu mála, en láti stundarhagsmuni ekki sitja i fyrirrúmi og móta afstöðu sina. Hið langmikilvægasta i þessum efn- um er að hindra smáfiskaveiði og koma i veg fyrir eyðileggingu hrygningarsvæða. Um þetta virðast allir sammála i orði — en þegar að framkvæmd- inni kemur, skilur fljótt leiðir, og menn rekast á óliklegustu hindranir, jafnvel þótt spurningin sé nánast aðeins sú, hvort menn séu reiðubúnir að þola minni þorskafla i 2 til 3 ár gegn þvi að fá það margendurgoldið siðar, með meiri og betri þorsk- afla og bættri afkomu. Fiskifræðingar telja, að ekki megi veiða meira en 230 þúsund lestir af þorski á yfirstandandi ári, ef stofninn á að rétta við á tiltölulega skömmum tima. Vonir. manna, hvað það atriði snertir, eru fyrst og fremst bundnar við hinn sterka þorskár- gang frá 1973. Af skýrslu Rannsóknarráðs rikisins um þróun sjávarútvegsins má sjá, að meðalþyngd hvers þorsks er talin aukast um 0.6 kg frá þriggja til fjögurra ára aldurs hans, og um 1.2 kg. frá þvi að hann verður f jögurra ára og þar til hann nær fimm ára aldri. Samkv. stofnstærðarútreikningi Haf- rannsóknastofnunarinnar frá þvi i september s.l. er talið, að um 464 milljónir þorska séu i árgangin- um frá 1973. Sé fiskur þessi ekki veiddur, fyrr en hann hefur náð fjögurra ára aldri — i stað þriggja ára — hefur það i för með sér aflamagnsaukningu um 278 þúsund lestir, og sé hann veiddur 5 ára i stað 4 ára, hefur það i för með sér aflaaukningu um 556 þús. lestir. Þótt tölur þessar séu grundvallaðar á áætlunum og geti þvi skeikað, sýna þessi dæmi okkur eigi að siður, hversu fáránlegt — og með öllu óafsakanlegt —það er að stunda smáfiskadráp i þeim mæli sem hér hefur tiðkazt. Til viðbótar þessu bendi ég á, að þorskurinn hrygnir almennt ekki fyrr en hann hefur náð sjö ára aldri, og þvi smærri sem hrygningarstofninn er, þeim mun lakari verður árgangurinn að öðru jöfnu. Framtið sjávarútvegsins veltur að verulegu leyti á þvi að gerðar séu raunhæfar ráðstafanir sem fyrst, til þess að draga úr sókninni i ókynþroska þorsk. Við þurfum að fá 3 skip, sem fara um miðin og fylgjast með veiðinni og á hverju þeirra sé maður, sem hefur heimild til skyndi- lokana veiðisvæða um skamma hrið, verði hann var við mikinn smáfisk. Við þurfum enn fremur að gera meiri verðmun á smáfiski og stórfiski og koma á raunhæfu eftirliti með löndun fiskjar. Ekkert má til spara til þess að reyna að tryggja, að þorskárgangurinn frá 1973 komist á kynþroska- aldur.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Óljós stefnuskrá stjórnar Nordlis Tilgangurinn að vinna fylgi frá hægri HINN nýi forsætisráðherra Norðmanna, Odvar Nordli, kynnti stefnu stjórnar sinnar á Stórþinginu fyrra föstudag. Stefnuyfirlýsing hennar var örstutt og svo loðið orðuð, að allir flokkar gátu lýst sig henni samþykka. Vafalaust hefur þetta verið gert með ráðnum hug af tveimur ástæð- um. Onnur er sú^að stjórnin er minnihlutastjórn, og verður þvi að geta samið við stjórnar- andstöðuflokkana á vixl eftir þvi, hernig málavextir eru hverju sinni. Hin er sú, að tak- mark Verkamannaflokksins virðist nú einkum vera að ná aftur þvi fylgi, sem hann hefur misst til miðflokkanna og hægri flokksins að undan- förnu. Stjórnarmyndun Nordlis vakti hins vegar athygli, að þvi leyti, að hann lét sex ráð- herra, sem áttu sæti i stjórn Brattelis, hætta störfum og setti nýja menn i stað þeirra. Af þessum sex mönnum eru fjórir utanþingsmenn. Meðal þeirra niu ráðherra, sem áttu sæti i stjórn Brattelis, og halda áfram störfum, eru Knut Frydenlund utanrikis- ráðherra, Per Kleppe fjár- málaráðherra, Jens Evensen hafréttarmálaráðherra, og Gro Harlem Brundtland um- hverfismálaráðherra. Þá verður Bjartmar Gjerde áfram i stjórninni, en er nú iðnaðarmálaráðherra, en var menntamálaráðherra áður. Undir hann munu heyra m.a. oliuvinnslumálin. ENGINN hinna nýju ráð- herra er verulega þekktur, en njóta hins vegar álits þeirra, sem til þekkja, sem mætir menn. Mesta athygli vakti, að i sæti verzlunarmálaráðherra var skipaður ungur maður, Hallvard Bakke, sem stóð framarlega i hópi þeirra liðs- manna Verkamannaflokksins, sem beittu sér gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalag- inu. Hallvard Bakke er 32 ára gamall, verzlunarskólamaður að menntun og hefur sex sið- ustu árin verið fjárhagslegur framkvæmdastjóri við leikhús i Bergen. Hann hefur átt sæti i borgarstjórninni i Bergen tvö kjörtimabil og verið formaður i fjárhagsráði borgarinnar. Hann er varaþingmaður. Nordli og Bratteli Einn hinna niu ráðherra er kona, en þrjár konur voru fyr- ir i rikisstjórninni. Fjórar konur eiga þvi sæti i rikis- stjórn Noregs nú, en alls eru ráðherrar fimmtán. betta var met þangað til Frakklandsfor- seti rétt á eftir fjölgaði konum i stjórn sinni og eiga nú sex konur sæti i henni. Þess er hins vegar að geta, að ráð- herrar eru fleiri i Frakklandi en Noregi. -SAMKVÆMT skoðanakönn- un, sem fór fram rétt áður en stjórn Nordlis kom til valda, heföu miöflokkarnir og hægri flokkurinn fengið meirihlutá á þingi, ef kosningar hefðu farið fram þá. Um likt leyti hófust lika samtöl milli formanna þessara flokka um væntanlegt stjornarsamstarf, ef þessir flokkar verða sigurvegarar i næstu kosningum. Liklegt þykir, að samkomulag um slikt samstarf muni nást fyrir kosningar, þvi að flokks- foringjunum þykir sigur- stranglegra að geta þannig boðið kjósendum upp á starf- hæfa stjórn, ef þeir fá meiri- hluta, en Verkamanna- flokkurinn hefur löngum alið á þvi með góðum árangri, að þessir flokkar gætu ekki kom- ið sér saman og þvi væri ekki hægt að stjórna án hans. Fjarri fer hins vegar þvi, að allir fylgismenn þessara flokka fagni sliku samstarfi og gildir það þó einkum um yngri menn i Miðflokknum og Kristilega flokknum. Bersýni- legt er, að Verkamanna- flokkurinn stefnir að þvi, að reyna að ná eyrum þessara manna. Hins vegar óttast hann nú minna samkeppni við norska Alþýðubandalagið, en það beið mikinn ósigur i bæjarstjórnarkosningunum siðastliðið haust. Verka- mannaflokkurinn fékk þá aug- ljóslega aftur mikið af þvi fylgi, sem hann missti til Al- þýðubandalagsins i þingkosn- ingunum 1973. Þ.Þ. Fjúrar konur eiga sæti i stjúrn Nordlis: Ruth Ryste félagsmálaráðherra, Annemarie Lorentzen neyt- endamálaráðherra, Gro Harlem Brundtiand umhverfismálaráðherra og Inger Louise Valle dúmsmála- ráðhcrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.