Tíminn - 24.01.1976, Síða 9

Tíminn - 24.01.1976, Síða 9
Laugardagur 24. janúar 1976. TÍMINN 9 Eftirminnilegar svipmyndir Skúli Guöjónsson: SVO HLEYPUR ÆSKAN UNGA. Pétur Sumarliöason bjó til prentunar. 180 bls. Skuggsjá 1975. Á ÞEIRRI bókavertið, sem nú er nýgengin hjá, voru tvær bæk- ur eftir Skúla Guðjónsson, bónda á Ljótunnarstöðum. önnur heitir, Vér vitum ei hvers biðja ber, og var hennar getið litillega hér i blaðinu á sinum tima, en nafn hinnar er tekið úr hinum ódauðlega útfararsálmi Hallgrims Péturssonar um dauðans óvissan tima. Hún heitir Svo hleypur æskan unga, og það er hún sem ætlunin er að fara nokkrum orðum um hér. I þessari bók kennir ýmissa grasa. t fyrsta kapitulanum reynir Skúli að rekja slóð sina „aftur á bak”, eins langt og auðið er, og honum tekst að finna sjálfan sig, „tveggja ára sveinstaula i svörtum vaðmáls- buxum og mórauðri peysu, liggjandi uppi á kviavegg, horf- andi á mjallhvitar ærnar niðri i kviunum og á móður mina mjólkandi þær hinar sömu ær eina af annarri.” Siðan lýsir höfundur þeirri ákvörðun sinni að komast heim i baðstofu til þess að ná I pelann sinn, sem hann vissi að beið hans þar, og lýkur þeirri frásögn þar sem hann sofnar með pelann á milli handanna. — Þessi frásögn er ekki löng, og i fljótu bragði virð- ist hér sagt frá nauða-hvers- dagslegum hlut, en still og frá- sagnarháttur eru með þeim hætti, að atburðurinn verður ljóslifandi fyrir augum lesand- ans. Honum finnst hann vera nýbúinn að horfa á eftir barn- inu, þar sem það baksar heim túnið, yfir lautir og þúfur, unz það stendur heima á hlaði og veltir þvi fyrir sér, hvort leggja skuli inn dimm og krókótt göng- in, al\a leið til baðstofu, þar sem pelinn langþráði beið, axlafullur af mjólk. — Þessi fyrsti kafli bókarinnar er einkar gott dæmi um ritleikni Skúla Guðjónsson- ar. Góðir rithöfundar þurfa ekki að segja frá eintómum undrum og stórmerkjum til þess að orð þeirra verði lesendunum eftir- minnileg. Næst segir frá ýmsum bernskuminningum höfundar- ins. Skúli lýsir þvi, hvernig hann sat lon og don úti i hænsnakofa og las Nýja testamentið, en svo stóð á veru drengsins á þessum stað, að hænurnar á bænum höfðu tekið upp á þeim óskunda að éta egg sin jafnóðum og þau urpu þeim, og var þá Skúli til settur að bjarga eggjunum áður en hænsnin náðu að rifa þau i sig. Skúli kemst að þeirri niður- stöðu, að varla muni það hafa verið óguðlegra af sér að lesa Nýja testamentið i hænsna- kofanum á Ljótunnarstöðum, en af Oddi Gottskálkssyni að þýða þá sömu bók i fjósinu i Skálholti, enda varð Skúla gott af lestrin- um: „En þarna i hænsnakofan- um öðlaðist ég þá guð- fræðiþekkingu, sem ég hef búið að, allt til þessa dags.” Næstu kaflar fjalla um myrk- fælni og fleira, sem i barns- hugann kemur, en þokar venju- lega þaðan, eftir þvi sem æviár- unum fjölgar. Af þvi sem Skúli Guðjónsson hefur skrifað um fólk, sem hann kynntist, eða hafði meiri eða minni spurnir af i æsku, held ég að mér þyki vænst um þáttinn Vindheima-Björt. Um þessa gömlu konu segir Skúli, að af þvi „að hún var borin um sumarsólhvörf, var hún Björt kölluð.” Ekki urðu þó ævidagar hennar eintómt sólskin, en hún beit frá sér „og deildi hún geði við fáa, jafnvel þegar hún var I blóma lifsins. Hvorki þá né siðar vissu menn til þess að hún væri við karlmann kennd.” Lýs- ing Skúla á lifi og kjörum þess- arar einstæðingskonu er slik, að varla mun gleymast þeim sem lesa. Kaflarnir Um gesti og gesta- komur og Fornar ástir og þjóð- legt klám, hafa verið fluttir i út- varp, og munu þvi koma mörg- um kunnuglega fyrir sjónir, sem lesa þá hér. Mikill fengur er að kaflanum um gestakom- urnar, þótt sumt kunni að virð- ast smátt sem þar ber á góma. Þar er nefnilega verið að lýsa i smáatriðum gömlum og góðum þætti islenzks þjóðlifs, — þætti sem nú er óðum að hverfa. Þótt menn beri enn að garði á sveita- bæjum, gerist það með öðrum hætti en áður. Nú aka flestir i hlað á jeppum eða dráttarvél- um, en áður fyrr komu menn riðandi, eða á hestum postul- anna. Það er eins og að mæta gömlum kunningja, þegar Skúli Skúli Guðjónsson rifjar upp orð húsbóndans við snjóugan gest: „Ertu með hnif?” Og slðan er þvi lýst af list, með fáum, hnitmiðuðum orðum, hvernig menn skófu af sér snjóinn með þaulæfðum handtökum. Slikar lýsingar á smávægilegustu athöfnum dag- legs lífs, eins og það var fram á okkar daga, (en verður liklega aldrei framar), eru hvorki meira né minna en þjóðlegt björgunarstarf. Og Skúli gerir meira en að lýsa þvi sem einu sinni var. Hann getur lika með örfáum orðum gert næsta athyglisverð- an samanburð á nútið og fortið. Þegar hann hefur skýrt frá þvi, að mönnum hafi alltaf fundizt það leiðindaslysni að verða til þess að trufla húslestur á bæj- um, þar sem þeir komu, bætir hann við i mesta sakleysi: „ — likt og heiðarlegum mönnum finnst nú á dögum, ef þeir álpast inn i hús, þar sem heimilisfólkið er niðursokkið i að horfa á sjónvarpið sitt.” — Þessi at- hugasemd Skúla segir okkur drjúgum meira en það, sem allir vita, að við höfum haft skipti á biómynd og húslestri. Kaflinn Með blindu fólki bætir ekki miklu við þekkingu þeirra, sem hafa umgengizt blint fólk árum saman — eða svo finnst undirrituðum — en hitt er vist, að sá kafli á erindi til þeirra, sem ekki eiga sér slika reynslu. Þar lýsir Skúli á skemmtilega sannfærandi hátt kynnum sin- um af blindu fólki, og svo þvi, hvernig margir vinir hans og kunningjar reyndu i lengstu lög að standa gegn þvi að hann næði fundi þeirra, sem eins var ástatt um og sjálfan hann. — Ekki þó af illvilja, heldur misskilningi. Skilningur, skilningur á háttum og högum náungans er með þvi nauðsynlegasta, sem við getum lagt stund á, og skiptir þá öngvu, hvort samferðamaður okkar er blindur eða sjáandi. Siðasti þáttur þessarar bókar ber sama heiti og hún: Svo hleypur æskan unga. Þessi frá- sögn, svo stutt og yfirlætislaus sem-Jiún er, ber langt af öðru efni bókarinnar hvað listræn vinnubrögð snertir. — Satt að segja veigra ég mér við að rekja efni þessa kafla, mér finnst að með þvi sé ég að ryðjast inn I helgidóm. Og mikið má vera, ef Skúli Guðjónsson hefur ekki hugsað sig tvisvar um, áður en hann lét þessa sögu frá sér fara. Gott var samt að hann lét það ekki undir höfuð leggjast, þvi að betur er hún sögð en ósögð. Hún er perla, sem halda mun nafni höfundar sins á lofti, eftir að margt annað sem hann hefur skrifað og stærra virðist i snið- um, er tekið að fyrnast. Skúli Guðjónsson hefur stækkað, bæði sem maður og rithöfundur, við að skrifa þessa sögu og birta hana. Hér er litið sýnishorn: „Ég man, en óglöggt þó, likt og maður minnist draums, sem maður hefur aldrei getað rifjað upp nema til hálfs, að það var verið að syngja sálma þarna i kirkjunni. Mig rámar einnig eitthvað i, að presturinn hafi talað yfir þessari litlu, hvitu kistu. En hvað hann sagði man ég ekki, og hef aldrei munað. En ég man nokkurn veginn fyrir vist, að þegar presturinn hafði lokið máli sínu, þá heyrði ég eins og úr fjarska, að það var sungið fyrsta versið úr sálmin- um, Allt eins og blómstrið eina, og það var leikið á orgel.” „Ég fann, eða mér fannst sem æska min lægi að baki og kæmi aldrei aftur, að ég væri orðinn fullorðinn maður....” Þessi nýja bók Skúla Guðjóns- sonar er snyrtilega útgefin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá i Hafnarfirði að öðru leyti en þvi, að prentvillur eru óþarflega margar. Um þær má segja likt og Grimur Thomsen sagði um bárurnar við Landeyjasand, að „ein er siðustu og mest”, — eða ef til vill ætti betur við hér að segja „siðust og verst”.Siðustu orð bókarinnar eru nefnilega þannig: Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið, sem aldur og elliþunga, allt rennur sama skeið. 1 öllum útgáfum sem ég hef séð af þessum sálmi stendur „ellin þunga”, i tveim orðum, enda er það miklu skiljanlegra en hitt, og ósennilegt þykir mér annað en að það hafi staðið i handriti Skúla, svo stálslegin sem kunnátta hans er i islenzk- um ljóðum, andlegum og veraldlegum. Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir öllum, sem við bókagerð fást, próf- arkalesurum og öðrum að fletta upp og sannfæra sig um að rétt sé farið með tilvitnanir, en treysta hvorki minni sinu né kunnáttu, þvi að hvort tveggja getur brugðizt. Óvandvirkni er alltaf hvimleið, og ekki sizt, þegar hún bitnar á texta góðra bóka. — VS. 8. TÓNLEIKAR SINFÓNÍU- HUÓMSVEITARINNAR Úr cinu af tilhlaupum Beethovcns að 5. sinfóniunni — átökin eru móðir meistaraverkanna. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Is- lands hélt si"ðustu tónleika fyrra misseris þessa starfsárs hinn 15. janúar sl. Stjórnandi var Karsten Andersen, en á efnis- skrá voru Albumblatt, nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, fiðlukonsert Mendelssohns, og 5. sinfónia Beethovens. Ein- leiksfiðlari var áströlsk stúlka, Charmian Gadd. Albumblatt Þorkels er safn smámynda eða hughrifa — sama stefið gengur aftur og aft- ur I ýmsum myndum, tónteg- undum og hljóðfærum, m.a. gera páku- og trumbuslagarar góða spretti. Verkið er auðtekið og skemmtilegt áheyrnar — Þorkell kvað hafa sagt nýlega að hann væri „hættur við gaddavirstónlist”. Mér fannst annars Albumblatt vera i stil við „grunntón” Þorkels og minna á sitthvað sem áður hef- ur heyrzt frá hans hendi. Þor- kell hefur annars komið viða við á tónskáldsferli sinum og reynt ýmis form önnur. Fiðlukonsert Mendelssohns er eitt af aðalpoppverkum fiðlu- bókmenntanna, rómantiskur og fagur. Charman Gadd lék með mikilli prýði og frábæru öryggi og hljómsveitin lét sitt ekki eftir liggja, þótt nokkurrar óná- kvæmni gætti i samleiknum annað veifið. Ef eitthvað ætti að leik þessa fiðlara að finna væri það, þótt undarlegt mætti virð- ast, helzt hennar dæmalausa öryggi i framkomu og spila- mennsku. Þvi að er eins með einleikara og með loftfimleika- menn, að áhorfendum þykir meira til þeirra koma ef örygg- isnetið vantar — það eykur spennuna. En fiðluleikur hennar var frábær. Siðast á efnisskránni var ör- lagasinfónia Beethovens. Hún er talin eitt af stórverkum mannsandans og meðal ágæt- ustu afreka Beethovens, enda tók það tónskáldið átta ára strit að semja hana (sjá mynd af blaði úr vinnubók hans — til eru 14 uppköst að stefi 2. þáttar). Hún er til á plötum i ótal útgáf- um hinna fremstu hljómsveita, og ailir þeir sem hljómleika sækja þekkja hana vel. En samt hefur maður sagt mér, að hann hafi aldrei heyrt 5. sinfóniuna áhrifameiri en j flutningi Sin- fóniuhl jómsveitar Islands i Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum árum, undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Þvi miður tókst ekki eins vel til að þessu sinni, þótt vel hafi verið að ýmsu staðið. Enda er hljómsveitin skipuð atvinnumönnum. En i seinni tið er farið að gæta ein- hvers slappleika og ónákvæmni hjá hljómsveitinni, einkum þeg- ar Andersen stjórnar, sem kem- ur fram i þvi aðhún er ekki nógu samtaka. Hinn fingerðari tón- vefur rennur út I graut. Af þess- ari ástæðu, en ekki þeirri að hljómsveitin sé of litil, skorti heiðrikju i flutning 5. sinfóni- unnar á fimmtudaginn. 22/1 Sigurður Steinþórsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.