Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. janúar 1976. TÍMINN n bmsjón: Sigmundur O. Steinarsson — Viö erum ákveðnir i að sanna tilverurétt okkar i hinni hörðu keppni um meistaratitilinn, segir Sölvi Óskarsson, þjálfari ungu strákanna í Þrótti, sem komu skemmtilega á óvart sl. sumar, þegar þeir skelltu Vestmannaeyingum á Melaveilinum og tryggðu sér sæti i 1. deildar keppninni i knattspyrnu — en þá voru 10 ár liðin frá þvi aö Þróttur lék þar siðast. Þróttarliöið byggist á ungum knattspyrnumönnum — á aldrinum 17-19 ára. Það bjuggust ekki margir við Þróttar-liðinu góðu sl. sumar — töldu það of ungt. Sölvi og ungu strákarnir hans voru ekki á sama máli, þeir börðust hetjulega og uppskáru ríkulegan ávöxt. Ahuginn er ódrepandi hjá hinum ungu leikmönnum Þróttar- liðsins, sem ætla sér stóra hluti — þeir hafa æft af fullum krafti i vetur. Margir leikmenn, sem hafa náð þeim árangri að vera i liðum, sem hafa tryggt sér sæti i 1. deild hafa séð sér leik á borði að slaka á og slappa af eftir afrekið. Hinir ungu leikmenn Þróttar hugsa ekki þannig: þeir hafa æft þrotlaust i allan vetur — eða allt siðan þeir tryggðu sér 1. deildar sætið með þvi að sigra (2:0) Vest- mannaeyinga á Melavellinum. Það er greinilegt, að þeir ætla að halda 1. deildar sætinu sinu sem lengst. Leikmenn Þróttar hafa ekki verið skikkaðir til að mæta á æf- ingar i vetur — þeir hafa fundið það sjálfir, að þeir þurfa að æfa. Þessi tegund sjálfsögunar er nauðsynleg hverjum iþrótta- manni, sem ætlar sér að ná langt. Maðurinn á bak við árangur Þróttar-liðsins er Sölvi óskars- son, þjálfari liðsins. Sölvi gerði SÖLVI ÓSKARSSON.....„Við ætl- um að sanna tilverurétt okkar i deildinni”. stórbreytingar á Þróttar-liðinu, þegar hann tók við þvi fyrir sl. keppnistimabil — hann stokkaði liðið upp og dró fram i sviðsljósið unga og efnilega leikmenn. Það sýnir bezt hvað Þróttar-liðið er ungt að árum, að Sölvi notaði tiu leikmenn á aldrinum 17-19 ára sl. keppnistimabil — allt leikmenn, sem léku með 2. flokki. Sölvi óskarsson sagði, að Þróttarar þyrftu ekki að kviða framtiðinni. — Við höfum yfir nógum mannskap að ráða — spurningin er aðeins, hvernig tekst honum að laga sig að 1. deildar keppninni. — Það er stórt stökk á milli deilda, sagði Sölvi, sem hefur valið 20 leikmenn til æfinga með Þróttar-liðinu. — Næsta verkefni okkar er að binda okkur deildinni og sanna tilveru- rétt okkar þar. Við höfum ekki verið 10 ár fyrir utan deildina til að falla, sagði Sölvi. — Nú hafa leikmenn liðsins æft i allan vetur, Sölvi. Sérð þú enga þreytu hjá leikmönnunum? — Nei, kúnstin er að hafa æf- ingar fjölbreytilegar, svo að leik- mennirnir verða ekki þreyttir og leiðir. Strákarnir hafa fundið það sjálfir, að þeir þurfa að leggja hart að sér, ef þeir ætla að ná árangri. Ahuginn er ódrepandi, og andinn er mjög góður hjá þeim — þeireinbeita sér að verkefninu, vegna þess að þeir vita að þeir verða að taka á honum stóra sin- um i þeirri hörðu baráttu. sem er framundan, sagði Sölvi. — Hverju vilt þú þakka það, að Þróttur er nú að koma upp með ungt og efnilegt lið? — Það er tvimælalaust hið öfluga unglingastarf, sem Þrótt- arar hafa lagt mikla rækt við undanfarin ár. Það sýnir bezt hve mikinn ávöxt unglingastarfið hefurborið, að nú korria leikmenn beint upp úr 3. flokki — og ganga inn i meistaraflokk. Við höfum nú t.d. þrjá leikmenn, sem léku með 3. flokki sl. sumar, sem verða óragir við að banka á dyrnar hjá meistaraflokki i sumar, sagði Sölvi. Þróttarar þurfa ekki að kviða framtiðinni — þeir eiga stórefni- legt lið, sem gaman verður að fylgjast með i framtiðinni. Við spáum þvi, að Þróttur verði næsta stórveldi i knattspvrnu. — SOS ,Áhugmn eródrepandi hjá strákunum — sem einbeita sér að verkefninu, því þeir vita, áð þeir verða að taka á honum stóra sínum,' segir Sölvi Óskarsson, þjálfari ungu strákanna í Þrótti AXEL OG ÓLAFUR Baráttan STEFNA AÐ EVRÓPU- MEISTARATITU — með Dankersen-liðinu, sem er komið í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa AXEI, Axelsson og Ólafur H. Jónsson, ásamt félögum þeirra i Dankersen, hafa tekið stefnuna á Evrópumeistaratitilinn I Evrópu- keppni bikarhafa i handknattleik. Dankersen vann yfirburðasigur (27:13) i leik gegn Kaupmanna- hafnarliðinu Fredriksborg i siðari leik liðanna, sem fór fram I Mind- en i V-Þýzkalandi, en fyrri leikn- um, sem fór fram i Kaupmanna- höfn, lauk með sigri Dananna, 17:14. Dankersen hafði mikla yfir- burði i leiknum i'Minden, eins og tölurnar sýna — 14 marka sigur. Axel Axelssoner nú að verða góð- ■ur eftir meiðslin, sem hafa háð honum. Hann átti góðan leik og skoraði6mörk. ólafur.sem hefur verið veikur, lék litið með i leikn- um. Dankersen-liðið er nú komið i undanúrslit i Evrópukeppninni, og flestar likur benda til, að liðið hljóti bikarinn, sem nú er keppt um i fyrsta skipti. Norska liðið Oppsal — mótherjar FH — og lið frá Spáni og Sviss, eru eftir i keppninni. A þessu sést, að róður- inn verður ekki sérlega þungur hjá Dankersen. — SOS. AXEL AXELSSON.......hefur átt stórgóða leiki i Evrópukcppninni og skorað mörg mörk. um bikarinn — verður háð á mörgum vígstöðvum í Englandi, á meðan Geir ræðir við Wilson ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera i Englandi i dag — ó meðan Geir Hallgrimsson forsætisráðherra og fylgdarmenn hans ræða við Wilson, forsætisráðherra Breta, ó sveitasetri hans — Chequers — fyrir utan I.ondon, um fiskveiði- deilu islendinga og Breta, fjöl- menna knattspyrnuunnendur víðs vegar um England á völlinn til að horfa á leiki i 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Aðalumræðueíni Englendiriga. hvar sem þeir hittast: — á götum úti, lestarstöðvum, eða á bjórkrá verða leikir bikarkeppninnar. Fyrir þá mörgu tslendinga. sem fylgjast einnig spenntir með leikjum bikarkeppninnar — en verða að sætta sig við að horfa á gamla leiki frá Englandi á skján- um — birtum við hér röðina á þeim leikjum, sem verða leiknir i bikarkeppninni ensku. Gjörið svo vel — þið getið merkt úrslitin inn á. þegar þau verða lesin upp i sjónvarpinu. Bradford—Tooting Charlton—Portsmouth Coventry—Newcastle Derby—Liverpool Iluddersfield—Bolto n lpsw ich—Wolves I.eeds—Crvstal Palace Leicester—Bury Man.Utd.—Peterborough Norwich—Luton ’ Southampton—Blackpool Southend—Cardiff St oke—Tottingham Sunderlan d—Hnll W.B.A.—Lincoln York—Chelsea Þess má geta, að leikur Stoke og Tottingham er úr 3. umíerð- inni. en það lið sem ber sigur úr býtum leikur gegn Manchester City i fjórðu umferö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.