Tíminn - 31.01.1976, Page 7

Tíminn - 31.01.1976, Page 7
Laugardagur 31. janúar 1976. TÍMINN 7 Útgefandi Framsúknarflokkurinn. Framkvæmdastjöri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Heigi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viO Lindargötu, rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalslræti 7, simi 36500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimj 19523. Verö j lausasölu ár. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. "V ’ Blaðaprent FT.Iý Tilraunaveiðar Takmörkun þorskveiðanna gerir það óhjá- kvæmilegt, að kappsamlega verði hafizt handa um veiðar fisktegunda, sem áður hafa verið látnar ónýttar. Þvi er þingsályktunartillaga, sem Tómas Árnason hefur nýlega flutt á Alþingi, orð I tima töluð. Samkvæmt henni skorar Alþingi á ríkisstjórnina að beita sér fyrir þvi, að skipuleg leit verði gerð á kol- munna og spærlingi á þessu ári. Veiðiskip verði tekin á leigu i þessu skyni, og hefji það jafn- framt tilraunaveiðar. Enn fremur verði hert á leit og tilraunaveiðum á loðnu siðari hluta sumars og næsta haust. í greinargerð tillögunnar er i upphafi bent á, að aðkallandi sé að huga nieira að fisktegund- um, sem ekki hafa verið fullnýttar, eða eru ónýttar með öllu. Siðan segir: „Loðnuveiðar íslendinga hófust ekki að ráði fyrr en um og eftir 1965. Það var raunar ekki fyrr en skipuleg loðnuleit hófst, sem veiðarnar jukust til mikilla muna. Siðast liðin tvö ár hefur loðnuaflinn verið á fimmta hundrað þús. tonn. Hins vegar er talið, að stofninn þoli a.m.k. 600-800 þús. tonna afla. Á skammri loðnuvertið hefur afkastageta i landi hamlað meiri veiðum. Talið er mögulegt að lengja loðnuúthaldið með veiðum siðla sumars og fram á haust. Spærlingur hefur nokkuð verið veiddur hér við land, en þó alls ekki i þeim mæli, sem talið er að stofninn þoli, sem mun vera 60-70 þús. tonn á ári hverju. Spærlingurinn, sem er mjög smár fiskur, er eingöngu veiddur til bræðslu. Þess er þó að vænta, að unnt muni reynast að hagnýta hann til manneldis. Kolmunninn er þorskfiskur á stærð við sild og einn stærsti fiskstofn i Norður-Atlantshafi. Hrygningarstöðvar kolmunnans eru einkum við djúpkantinn vestur af Islands- og Skot- landsströndum. Þó er talið hugsanlegt, að hluti stofnsins hrygni nær Islandi, og þá sennilega út af suðaustur- og suðurströndinni. Veiðar þessa fisks hafa farið vaxandi á seinni árum, og er þegar hafin vélflökun á kolmunna og fram- leiddur úr honum frystur varningur. íslending- ar hafa veitt svolitið af kolmunna, en alls ekki leitað nægilega að honum, né gert nægar til- raunir til veiða. Talið er iiklegt, að bjóða megi stofninum hér i grennd við landið a.m.k. 100 þús. tonna veiðar á ári. Þó vita menn hvergi nærri nóg um þennan fisk. Svo er raunar um fleiri fiska. Á þessari loðnuvertið er talið, að allt að 120 skipum verði haldið til veiða. Ætla má, að meðalaldur þeirra sé eitthvað yfir 10 ár. Það er ástæða til að ætla, að möguleikar væru á að beita þessari gerð skipa til nóta- og vörpuveiða allt árið um kring. Þau hefja loðnuveiðar upp úr áramótum og fram á vor. Siðan koma til sildveiðar i Norðursjó, spærlingsveiðar við austur- og suðurströndina, og e.t.v. suðaustur i hafi. Enn fremur kolmunnaveiðar á svipuðum slóðum. Þá loðnuveiðar siðla sumars og fram á haust. Og svo að lokum sildveiðar við suður- ströndina.” Vafalaust er umrædd tillaga Tómasar Árna- sonar meðal merkustu mála, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Samskipti Rússa og Bandaríkjamanna Friðsamleg sambúð er eini vaikosturinn Móttökur þær, sem Kissing- er fékk nýlega I Moskvu, benda til þess, að valdhafar Sovétrikjanna stefni að nán- ara samstarfi við Bandarik- in. Þannig virðist hafa þokað verulega I áttina tii sam- komulags um takmörkun kjarnorkuvopna. Hins vegar varð Kissinger minna ágengt varðandi Angólamálið, enda eru Bandarlkjamenn klofnir I þvl. Báðar deildir Banda- rikjaþings hafa samþykkt með miklum meirihluta, að Bandarikin skerist ekki I leikinn i Angóla. Skoðun meirihluta þingsins er sú, að Rússar muni ekki ná tökum á Angóla, frekar en öðrum löndum i Afriku, sem þeir hafa stutt á svipaöan hátt. Siðustu fréttir frá Moskvu benda til þess aö Rússar séu að gera sér þetta ljóst, og vilji þvi stuöla að samkomu- lagi i Angóiamálinu. t eftir- farandi grein kemur fram, hvernig Rússar túlka nú afstöðuna til Bandarikjanna. SOVÉTRIKIN eru eindregið fylgjandi þeirri stefnu sovézk- bandarlskra samskipta, sem verið hefur að mótast slðustu árin. Var afstaða Sovétrlkj- anna skilmerkilega skilgreind af Leonid Brésjnéf, aðalritara miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétrikjanna, i við- ræðunum I Moskvu við Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna. Þróun sovézk-bandariskra samskipta er óaðskiljanleg frá þeim jákvæðu alþjóölegu breytingu, sem orðiö hafa sið- ustu árin. Þótt enn séu hindr- anir á veginum, m.a. þær, sem óvinir spennuslökunar hafa sett upp, þá eru sovézkir leið- togar og allur almenningur i landi okkar þeirrar skoðunar, að engin ástæða sé til að efast um grundvöll framvindu sam- skipta Sovétríkjanna og Bandarikjanna. Sovézk-bandariskar tvi- hliðaviðræður byggjast á gagnkvæmum skilningi og þeirri staðreynd, að friðsam- leg sambúð er eini valkostur- inn gagnvart kjarnorkustyrj- öld, og að það er nauösynlegt að sameina kraftana til þess að stöðva og binda enda á vig- búnaðarkapphlaupið og koma á árangursrikri samvinnu i þágu beggja þjóðanna og alls heimsins. BÆTT SAMBÚÐ landanna tveggja stendur nú þegar á traustum lagalegum grunni: Yfir 40 samningar hafa verið gerðir um ýmsa þætti sam- starfs á hagnýtum sviðum. Sovézkir leiðtogar álita, að sýna eigi festu til þess aö koma i veg fyrir að undan þessum samningum verði grafið, eins og Andrei Gromiko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, lagði áherzlu á i hádegisverðarboði, sem haldiö var Henry Kissinger til heiðurs. Samningana ber einnig að hafa i heiðri i fram- tiðinni, og það munu Sovétrlk- in gera. Breytingarnar á sambúð Sovétrikjanna og Bandarikj- anna frá köldu striði til spennuslökunar og viðræöna hafa gert það kleift, sem virt- ist óhugsandi á timum kalda striðsins: Báöir aðilar gátu hafið samningaviöræður um vandamál, sem áður voru tal- in „óleysanleg”, þ.e. um tak- mörkun árásarvopnabúnaðar. Fyrstu samningarnir, sem náðust á þessu sviði 1972-1973, Kissinger og Brésjnéf eru alkunnir. 1 kjölfar þeirra kom Vladivostoksamkomu- lagið, sem náðist á fundi Leo- nids Brésjnef og Geralds Ford. Það skapaði möguleika á að gera nýjan og virkari langtimasamning, er geri það kleift að takmarka smiöi árás- arvopna, bæði að þvi er varðar magn og eðli, og tryggja að dregið verði úr vopnasöfnun. 1 viðræðunum I Moskvu við utanrikisráðherra Bandarikj- anna, Henry Kissinger, var einkum fjallað um þetta mál. Alþjóðlegir fréttaskýrendur gátu ekki annað en veitt þvi athygli, á hvaða atriði var lögð mest áherzla af sovézkri hálfu, en það sýnir, að Sovét- rikin hafa eindregið verið fylgjandi og eru fylgjandi framkvæmd Vladivostoksam- komulagsins. Fréttamenn hafa með réttu bent á það, að bein þátttaka Leonids Brésjnéf, aðalritara miðstjórnar KFS, i viðræðun- um var i sjálfu sér staðfesting á áhuga Sovétrikjanna á þvi að ná árangri. Að viðræður fara fram og er haldið áfram, þýðir, að málið stendur ekki i stað. Þess vegna er full ástæöa til að tala um að stefnt sé fram á við á leið til nýrra samninga um takmarkanir árásar- vopnabúnaðar. AUGLJÖST er, að þar sem vilja, festu og þolinmæði þarf að sýna I afstöðunni til vanda- mála er varða þróun sovézk- bandariskrar sambúðar, þá eru slikir eiginleikar ekki siður nauðsynlegir, þegar fjallað er um jafn flókin og viðkvæm vandamál og hér um ræðir. Það verður að muna, að með hverju nýju stigi sovézk- bandariskra samskipta stækka þau verkefni, sem lifið leggur fyrir til gagnkvæmrar ákvörðunar, og þar af leiðandi er þörf meiri viðleitni og kost- gæfni til þess að komast að samkomulagi um þau. Það sem einkennir sovézk- bandarisk samskipti er ekki aðeins sú staðreynd, að þau hafa ákveðið inntak, heldur og þau áhrif, sem ríkjandi póli- tiskt andrúmsloft hefur á þau. Við vitum, að það gengur ekki hindranalaust að skapa þetta andrúmsloft, m.a. fyrir áhrif áróöurs stjórnmálaafla, sem aðhyllast kenningar, áhuga- mál og fordóma kalda striðs- ins. Sovézkur almenningur hafnar eindregið tilraunum til að túlka aðstöðu Sovétrikj- anna til Angólamálsins sem ósamrýmanlega spennuslök- un. Hér er staðreyndum gróf- lega brenglað i þvi skyni aö vekja upp sovétfjandskap, og jafnframt að koma i veg fyrir að angólska þjóðin verði sjálf- ráður húsbóndi á eigin heimili. Sovétrikin studdu frá upphafi þá, sem hófu á loft fyrir mörg- um árum fána þjóðfrelsis- baráttunnar i Afriku gegn ný- lendustefnunni, hvort heldur var i Angóla eða annars staðar. Og þau hafa alltaf stutt innlend öfl baráttuhreyfingar- innar gegn nýlendustefnu, en ekki leikbrúður eða málaliða. Sovétrikin voru meöal frum- kvöðla hinnar alkunnu álykt- unar, þar sem lýst er stuðningi við algert afnám nýlendu- skipulags. Það eru ekki Sovét- rikin, sem þurfa að endur- skoða afstöðu sina, sem ein- kennist af festu og þolgæði, heldur þeir, sem I augum Af- riku og alls heimsins eru I vit- orði um opinbera erlenda ihlutun um mál Alþýðulýð- veldisins Angóla og eru bandamenn kynþáttakúgun- arstjórnarinnar i Suður-Af- riku. SOVÉZKUR almenningur lætur sér ekki á sama standa um þær umræður, sem fram fara i Bandarikjunum milli stuðningsmanna og and- stæöinga friðarþróunarinnar. Raunsætt fólk i Bandarikjun- um sjálfum spyr réttilega þá, sem ekki þreytast á að sá sæði efasemda og knýja áfram af endurnýjuðum ákafa tréhesta „sovétfjandskapar” i þeirri von að vinna sér með þvi inn- anlandsfylgi fyrir kosningarn- ar: Hvaða valkost hefur hinn hávaðasami „fjandaflokkur” friðarþróunarinnar fram að bjóða? Skoðanakönnun Harr- isstofnunarinnar hefur nýver- ið leitt i ljós, að verulegur meirihluti Bandarikjamanna — 62% (15% á móti) — heldur áfram stuðningi við spennu- slökun. Að áliti meirihlutans felur sá valkostur, að hverfa aftur til kalda striðsins, i sér hættu á kjarnorkustyrjöld, segir i niðurstöðum skoðana- könnunar Louis Harris. Þannig hafa Bandarikjamenn sjálfir gefið afdráttarlaust svar við lykilspurningu heimsstjórnmálanna. Sovézka þjóðin trúir stað- fastlega á mátt friðarþróunar- innar og á það, að Sovétrikin og Bandarikin muni, i sam- ræmi við það sem bezt þjónar hagsmunum þjóðanna tveggja og allra þjóða heims, halda áfram á þeirri braut að efla friösamlega sambúð og sam- vinnu, halda áfram á braut viðræðna og samningaum- léitana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.