Tíminn - 31.01.1976, Page 8

Tíminn - 31.01.1976, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 31. janúar 1976, Eitt af þvi sem mjög er á dag- skrá er framhald á virkjun Kröflu, eða jarðgufunnar þar. Þrir eða fjórir visindamenn hafa sent orkuráðherra ein- hverja annála og hafa lýst þar bölsýni sinni, vekja athygli á dapurlegri og langvinnri jarð- eldasögu Mývatnselda, þegar eldar brunnu um fimm ára skeið. Landskjálftar skekkja nú stöðvarhúsið við Kröflu, og komið hefur fram sig á grunni sama húss er nemur 4 senti- metrum ,,i átt að Leirhnúk”, scm er einn kilómetra fyrir norðan dalinn, sem hýsir mann- virki Kröfluvirkjunar. Orkuver á gigbarmi Það er auðvitað fyllilega skiljanlegt, að menn skuli vera mótfallnir þvi að reisa sin orku- verá gigbarmi, sjá svo kannski á eftir þeim i hraunketil, eða undir hraunfossa rétt i þann mund er rafmagni er hleypt á. Orkuver eru það dýrmætasta sem þjóðin á, og þau t;ga að vera á öruggum stöðum. Það er skynsamlegast. Spurningin er þvi brýnust núna, hvort halda eigi áfram með virkjun Kröflu, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Orkuveri jarðskjálfta. Maður sér það i anda, að dýrustu mannvirki vor liðast i sundur, og standa svo stóra stopp- og guð einn veit hvort þau komast aftur i gagnið. Það er þvi gaman að athuga vélbúnað Kröflu-virkjunar svolitið frá þessu sjónarmiði, þvi að ég held að við séum neydd til þfess að halda áfram með þessa rafstöð, hvort sem einhverjir menn leggja fram annála og lýsa böl- sýni sinni fyrir ráðamönnum eður ei. Borholur og jarðskjálftar Kröfluvirkjun mun ganga fyr- ir jarðgufu. Boraðar eru djúpar holur í jörðina, þar til i þær byrjar að ryðjast gufa úr iðrum jarðar af feikna krafti. Hvernig skyldu svona holur standa sig i jarðskjálfta? t viðtali við yfir- mann Orkustofnunar, sem sér um jarðboranir i Kröflu segir hann að fóðraðar borholur séu einhver öruggustu mannvirki, sem til eru i jarðskjálftum. Þess séu ekki dæmi, að þær skemm- ist ef þær séú full frágengnar. Þá vitum við það. Annar liður i jarðgufuvirkjun er stöðvarhús og túrbinur. Hvemig skyldu þær standast jarðskjálfta? — Ekki situr á mér að draga úr jarðskjálftahættunni við Kröflu. Þó er Kröflusvæðið ekki „jarðskjálftasvæði” samkvæmt venjulegri skilgreiningu, hin eiginlegu jarðskjálftasvæði eru norðar, þótt Krafla hafi ekki sloppið við darraðadans siðustu vikna. Þá vaknar sú spurning: — Hvað þola stöðvarhús og vél- ar? Hvað þola túrbinur? Allsnarpir skjálftar hafa komiðá húsiðófullgertog mælzt hefur sig á grunni hússins. Þola vélarnar það? Gufutúrbinurnar við Kröflu, eða þær, sem þangað eiga að fara, þola ýmislegt. Þær eru helzti orkugjafi stórra skipa, svo dæmi séu nefnd. Brezku freigáturnar t.d. eru með gufu- túrbinur svipaðar þeim sem nota á i Kröflu, þola sem sé velt- ing, árekstra, svo að skipið nötri eins og i jarðskjálfta, þegar eld-' 1 ' v, . . Stöðvarhúsið við Kröflu þolir 7 jarðskjálftastig. Húsið varð fyrir jarðskjálftum og skemmdist ekki, þrátt fyrir að byggingu þess væri ekki lokið, og það hefði þessvegna ekki náð fullum styrk- leika. Eftir var að steypa þak og gólf. Þetta hús mun því þola talsvert hnjask. Jónas Guðmundsson: HVAÐ ÞOLIR KRÖFLU Orkuverið við Kröflu hefur verið á dagskrá og rætt hefur verið um að réttast væri að hætta framkvæmdum þar. . Líklega er þó orkuverið, sem reisa á þar eitt það öruggasta sem hægt er að reisa á jarðskjálftasvæði VIRKJUN? Brezk freigáta á siglingu. Þessi skip eru þekkt hér við land og hefur þeim i engu verið hlíft. Flest herskipin eru snúin gufutúrbinum og er ekkert að vanbúnaði þótt eitthvaö hreyfist. Samskonar (svipaðar) vélar verða i Kröflu-virkjun. flaugum er skotið, þola þrum- andi skothrið — eru byggðar fyrir það öllu heldur. Það eina, sem verður að gæta að, er að undirstöður séu traustar undir öxulstefnu aflvélanna. Svipaðar (minni) túrbinur eru i gangi i túrbinustöðinni við Elliðaár og i Bjarnaflagi. Það mun þvi ekki hafa teljandi áhrif á orkuverið, þótt fósturjörðin bæri á sér. Það eina, sem þyrfti að gera er að breyta hönnun á undirstöðum með tilliti til jarðskjálfta, ef það hefur ekki verið gert i upphafi. Vélunum er ekkert að vanbún- aði ef vel er frá þeim gengið. En hvað um eldgos? Þvi er erfitt að svara. Visindi eru ekki á þvi stigi að spáð verði um það. Aðeins einstaka spá- konur hafa haftrétt fyrir sér um það. Hver meðalmaður getur séð, að jarðeldur getur komið upp svo að segja hvar sem er á miðju íslandi og á eldgosabelt- inu, sem liggur yfir landið frá norðri til suðurs. Til eru flejri háhitasvæði en i Kröflu, en hver vill taka að sér að segja mannvirki öruggari þar, en þar sem þau eru nú komin? Mývatnseldar brunnu fyrir norðan Kröflu og hraun rann ekki á virkjunarsvæðið og hefur ekki gert það, og breyta dapurleg bréf einstakra manna i rauninni engu um það. Kisil- gúrverksmiðjan i Bjarnarflagi er hinsvegar i talsverðri hættu, oggætisteypztniður i eldgjá, og engin bréf bárust, mér vitan- lega þegar hún var byggð, þar sem varað er við hættu og vitn- að er i annála og forn bréf úr Mývatnssveit. Stöðvarhúsið og jarðskjálftar Það er að vísu til fleiri háhita- svæði, en ekkert þeirra er utan „eldgosasvæðanna”, og það er ekki unnt að benda á öruggari stað fyrir þessa virkjun en Kröflu, og bréf frá einhverjum mönnum breyta engu þar um. Slikar virkjanir verða aðeins reistar þar sem gufan og land- skjálftarnir eru. Stöðvarhús Kröflu mun vera gert fyrir sjö jarðskjálftastig og það hefur þolað jarðskjálftana vel, þrátt fyrir að ekki er lokið við að steypa það að fullu, eftir var að steypa i þak og gólf, styrkja veggi og þak, og þegar þvi er lokið þolir orkuverið enn meira og liklega meiri jarð- skjálfta en vatnsvirkianir okk- ar, án þess að verið sé með hrakspár. Það segir sig þvi sjálft að Kröfluvirkjun býr við „venjulegt” ástand þessa dag- ana, en ekki „alvarlegt” ástand. Allt tal um timabundna hættu er út i bláinn. Að lokum skal hér dregið saman þetta. 1) Fóðraðar borholur eru sterkustu mannvirki sem til eru og eru ekki f hættu i landskjálft- um. (Stóra holan sem þagnaði við Kröflu var ófóðruð). 2) Gufutúrbinur og vél- búnaður þolir svo að segja hvað sem er, enda notaður i hafskip og herskip, sem flækjast um veraldarhöfin i stormum og stórsjó, þegar svo ber undir. 3) Stöðvarhúsið þolir stærri jarðskjálfta en hér hafa komið i vetur, t.d. á Kópaskeri. 4) Þau öfl sem geta grandað þessari virkjun eru við öll meiriháttar orkuver landsins og hefur ekki verið áformað að yfirgefa þau. Við skulum ekki loka augun- um fyrir þeim möguleika, að þjóðin geti tapað orkuveri niður um eld, eða undir hraun en það. á ekki við hana Kröflu sérstak- lega, og þvi eigum við að halda ótrauðir áfram.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.