Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. febrúar 1976
TÍMINN
3
20-30 ný berkla-
tilfelli á ári
— auðvelt að lækna
veikina
OO-Reykjavík. A ári hverju koma upp 20-30 ný berklatilfelli hér á landi,
eða þetta er sá fjöldi berklasjúklinga, sem sendur er til meðferðar að
Vífilsstöðum. Að sögn Gottskálks Björnssonar, læknis á Vifilsstöðum,
eru langmestar lfkur á að bakterian leynist enn hér á landi, þrátt fyrir
herferð, sem gerð var gegn berklum á sinum tima og siðan viðvarandi
varúðarráðstöfunum, fremur en hitt að fólk taki smit erlendis og komi
með það til islands.
bað er mjög erfitt að uppræta berklana algjörlega, það er eins og ein-
staka fólk hafi þetta alltaf, sérstaklega eldra fólk sem hefur verið með-
höndlað með aðferðum sem ekki hafa drepið bekteriurnar og sáir það
þessu sennilega út.
Gottskálk sagði, að nú væri hægt að lækna alla berklasjúklinga með
þeirri meðferð og meðölum, sem nú eru tiltæk og er það mikil bót i
máli, þótt erfiðlega gangi að komast algjörlega fyrir berklaveikina.
Frá áramótum hafa fjórir berklasjúklingar verið fluttir að noröan til
Vifilsstaða. Er þar um að ræða tilfelli frá Akureyri, Dalvik og Sauðár-
króki. Ekki er vitað til að þessir sjúklingar hafi smitað út frá sér, en
vitað er, að þrjú tilfellanna eru komin frá sömu uppsprettu. Eins og
ávallt er berklatilfelli koma upp eru gerðar miklar varúðarráðstafanir.
Gerð eru berklapróf á fjölskyldum viðkomandi, starfsfélögum og
skólasystkinum. Til að mynda hafa verið gerð berklapróf á nokkur
hundruð manns i umhverfi þeirra sjúklinga, sem siðast voru sendir til
Vifilsstaða. Slikar rannsóknir og varúðarráöstafanir eru i höndum
héraðslækna á hverjum stað. Siðustu tilfellin, sem komu að norðan, er
kona um fimmtugt og tvær stúlkur um tvitugsaldur.
Gottskálk sagði i viðtali við Tlmann i gær, að upp á síðkastið hefðu
fleiri tilfelli komið til Vifilsstaða að norðan en annars staðar að af land-
inu, en annars væri reyndin sú, að berklasjúklingar kæmu alls staðar
að af landinu, og ekki væri hægt að segja að berklar væru landlægari i
einum landshluta öðrum fremur.
Berklasjúklingar, sem koma til meðferðar á Vifilsstöðum, eru þar
yfirleitt ekki skemur en tvo mánuði. Þá er búiö að fá allar mótefna-
rannsóknir á lyfjum. Eftir það geta sjúklingarnir farið heim, en með-
ferðin heldur áfram, og verða þeir að taka meðöl i um tvö ár. Er þar
um aðræða tvær tegundir af lyfjum. Sagði Gottskálk, að með þeim lyfj-
um, sem nú eru tiltæk, losni sjúklingarnir alveg við veikina.
Erfiðleikarnir, sem við eru að eiga i sambandi við algjöra útrýmingu
berklanna, er að bakterian vex svo seint, og er mjög langan tima að
grafa um sig i likamanum, og fólk getur gengið lengi með veikina án
þess að verða vart við hana.
Undanfarna daga hafa verið birtar fréttir i blöðum um berklatilfell-
in, sem vart varð við fyrir norðan, en læknirinn sagði, að þótt þessi til-
felli hafi komizt i hámæli væri ekki ástæða til að óttast að um einhvern
faraldur væri að ræða, berklatilfellin væru ekki fleiri en undanfarin ár
en hins vegar væri ávallt full ástæða fyrir heilbrigðisyfirvöld og al-
menning að fylgjast mjög vel með þessum málum og væri i hverju til-
felli reynt að einangra hvert tilfelli eftir beztu getu og varast það að
veikin breiðist út.
Baldur klippti á tvo
— 42 brezkir togarar við landið, þar af 38 á friðaða
svæðinu út af Langanesi
SJÓPRÓF
VEGNA
ÁSIGLINGAR
JUNO
Gsal-Reykjavik — i dag verða
sjópróf hjá Borgardómi
Reykjavikur, vegna ásiglingar
brezku freigátunnar Juno á varð-
skipið Tý 6. febrúar s.l. Sjóprófin
hefjast kl. 10 árdegis, og munu
yfirmenn varðskipsins mæta
fyrir dóm og gefa skýrslu um at-
burðinn. Svo sem venja ertil, var
sendiráði Breta i Reykjavfk,
formlega tilkynntum sjóprófin og
fulltrúum sendiráðsins gefinn
kostur á að vera viðstöddum.
Sendiráðið svaraði þessari til-
kynningu strax og kvaðst ckki
rnyndi senda fulltrúa.
Gsal-Rey kjavik — Varðskipið
Baldur skar i fyrrinótt á togvira
tveggja brezkra togara, þar sem
þeir voru að vciðum á alfriðuðu
veiðisvæði fyrir norðaustan land.
Togararnir, sem hér um ræðir,
voru Ross Rodney GY-34 og Willi-
am Wilberforce GY-140.
Fyrrnefndi togarinn var að
veiðum undir vernd brezku frei-
gátunnar Lowestoft, en Höskuldi
Skarphéðinssyni, skipherra á
Baldri, tókst að komast fram hjá
freigátunni og skera á báða tog-
vira Ross Rodney, sem þá var að
veiðum 44 sjómilur út af Langa-
nesi. Atburðurinn gerðist kl.
23.00.
Það var svo um kl. 1.30 um nótt-
ina, að Baldri tókst að leika á
dráttarbátinn Statesman, sem
verndaði William Wilberforce, og
skar varpskipiðá forvir togarans.
William Wilberforce hefur áður
komið við sögu i þessu þorska-
striði, þvi að 25. nóvember s.l.
skar varðskipið Ægir á báða tog-
vira hans.
1 fyrrinótt var varðskipið Ægir
einnig á þessum slóðum og hifðu
margir brezku togaranna, þegar
hann nálgaðist þá.
Landhelgisgæzluvélin TF-Sýr
flaug yfir miðum brezku togar-
anna i gær, og taldi þá 38 brezka
togara á friðaða svæðinu út af
Langanesi. 42 brezkir togarar
voru við landið i gær, og þar af
aðeins fjórir að veiðum utan við
friðaða svæðið.
Niu brezk aðstoðarskip eru nú á
miðunum, þrjár freigátur, þrir
dráttarbátar, tvö eftirlitsskip og
eitt birgðaflutningaskip.
Varðskipið Baldur hefur nú
sannað ágæti sitt til land-
heigisgæzlustarfa og verður
nú áfram við þau, eins og
kemur fram i frétt á bls. 2.
Olíufélögin herða
útlánareglur sínar
— útgerðarmenn fá ekki afgreiðslu ef
þeir skulda meira en eina úttekt
Afgreiðsla náms-
lána hefst ekki
síðar en 1. marz
VEGNA margra fyrirspurna um
afgreiðslu námslána og fyrirhug-
aðra breytinga á lögum um
lánasjóð islenzkra námsnnnna
upplýsti menntamálaráðuneytið
eftirfarandi i gærkvöldi:
1. Afgreiðsla almennra lána hefst
eigi siðar en 1. marz n.k.
2. Svokölluð K-lán verða afgreidd
samtimis og með likum kjörum
og önnur lán.
3. Lántökuheimild i fjárlögum
1976 verður notuð að hálfu,
vegna afgreiðslu vorlána.
4. Þá verður i næstu viku lagt
fram á Alþingi frumvarp um
breytta tilhögun námslána. Af-
greiðslu málsins verður hraðað
svo sem tök veröa á.
SÍLDARBRÆÐSLAN í NESKAUPSTAÐ:
SÍÐASTA FYRIRTÆKIÐ í
GANG EFTIR SNJÓFLÓÐIÐ
— tók á móti fyrstu loðnunni í gær
gébé Rvik — Oliufélögin þrjú,
Oliufélugið hf, Oliufélagið
Skeljungur og Oliuverzlun ís-
lands, hafa ákveðið að togarar
og önnur fiskiskip fái aðeins
heimiid til að skulda eina úttekt
hverju sinni. — Aður voru út-
gerðarmenn skipanna i mán-
aðarreikningi hjá oliufélögun-
um, sagði Vilhjálmur Jónsson
forstjóri Oliufélagsins hf. cn
vegna sivaxandi erfiðieika við
útvegun rekstursfjár til þess að
fjármagna stöðugt hækkandi
vcrð á oliuvörum, sjá oliufélög-
in sig knúin til þess að herða a 11-
ar útlánareglur, og ganga þær i
gildi þann 16. febrúar n.k.
Greiðslufrestur á hverri út-
tekt skipanna, verður 15 dagar,
en i tilkynningu frá oliufélögun-
um segir, að togarar og stærri
fiskiskip skulu hafa heimild til
að skulda aðeins eina úttekt
hverju sinni. Áður en að frekari
úttekt kemur, skulu þeir hafa
greitt fyrri úttektir sinar, ella
verður afgreiðsla á olium til
þeirra stöðvuð.
önnur fiskiskip skulu almennt
hlita sömu reglu, en hjá smærri
bátum, þar sem þessari reglu
verður ekki við komið, skal við
það miðað, að úttekt sé greidd
um leið og veðsetning afurða
hjá fiskvinnslustöð fer fram.
Sama regla gildir um þá
viðskiptamenn, sem hafa
heimild til lánsviðskipta i sam-
bandi við oliu til húskyndingar.
Þurfa þeir þvi að hafa gert upp
fyrri úttektsinaáður en til nýrr-
ar kemur, og hliðstæðar reglur
gilda um önnur reiknings-
viðskipti við oliufélögin.
Áður en oliufélögin tóku
ákvörðun um að herða útlána-
reglur sinar, var viðskiptum við
útgerðarmenn hagað þannig,
að þeir voru i mánaöarreikning,
þ.e. greiddu úttektir sinar mán-
aðarlega. Togarar taka venju-
lega olíu tvisvar i mánuði að
sögn Vilhjálms Jónssonar, en
sem kunnugt er útivist þeirra
yfirleitt um tiu daga löng.
gébé Rvik — Menn biða hér í of-
væni eftir að fyrsti loðnubáturinn
komi með afla, sagði Logi
Kristjánsson bæjarstjóri á Nes-
kaupstað i gærdag, en þá haföi
fyrsti báturinn tilkynnt um komu
sina með afla og var rétt ókom-
inn. — Það leikur enginn vafi á
þvi að hann fær góðar móttökur,
sagði Logi. Það má einnig segja
það, að uppbyggingunni hér eftir
snjóflóðoð 1974 sé að mestu lokið
þegar sildarvinnslan hefur starf-
semi sina á ný, jafnvel þó að
margt sé enn óljóst i þessu sam-
bandi. Uppbyggingastarfið hefur
kostað i kringum einn milljarð,
sagði bæjarstjórinn, þar af var
kostnaðurinn við sQdarvinnsluna
eina áætlaður sjö hundruð
milljónir, og er álitið að það
standist. Ekki er hægt að segja
með vissu um hvenær bræðsla i
verksmiðjunni hefst, en unniö er
að kappi við undirbúning.
— Það erenn töluvertsem eftir
er að ganga frá i sildarbræðsl-
unni, sagði bæjarstjórinn, og er
allt kapp lagt á að bræðsla geti
hafizt sem fyrst. Fólk hér biður
spennt eftir að verksmiðjan fari
að mala gull. Þá sagði bæjar-
stjórinn einnig, að sildarbræðslan
væri siðasta fyrirtækið á Nes-
kaupstað, sem hæfi starfsemi
aftur eftir snjóflóðið mikla i
desember 1974, og að þar með
væri i reyndinni hægt að segja að
uppbyggingunni væri lokið.
Það var loðnubáturinn Magnús
NK72 frá Neskaupstað sem land-
aði fyrstu loðnunni i gærdag, en
hann var með 240 tonn. — Það
hafa 60-70 manns unnið sleitu-
laust að undanförnu við að gera
loðnulöndun mögulega, sagði
fréttaritari blaðsins á Neskaup-
stað, Benedikt Guttormsson i
gær. Vinnan hefur gengið mjög
vel, og hafa til dæmis allar
prófanir á einstökum hlutum
verksmiðjunnargengið vel og allt
reynzt i lagi við fyrstu tilraun.
Þróarrými verksmiðjunnar er sjö
þúsund tonn þannig að unnt verð-
ur að taka á móti þvi magni áður
en bræðsla hefst, sem gæti jafnvel
orðið á næstu dögum, þó að
enginn vilji fullyrða neitt ákveðið
um það.