Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 13. febrúar 1976 TÍMINN 13 SKRIFAÐ A LEIKHÚS.... Nýja barnaleikritið í Iðnó KOLRASSA Á KÚSTSKAFTINU ÁSDÍSI SKÚLADÓTTUR, SOFFÍU JAKOBSDÓTTUR OG ÞÓRUNNI SIGURDARDÓTTUR UNNIÐ í HÓPVINNU AF HÖFUNDUM ÁSAMT HRÖNN STEINGRÍMSDÓTTUR JÓN HJARTARSON AÐSTODAÐI VIÐ SVIDSETNINGU SÍDASTA SPRETTINN LEIKMYND: STEINÞÓR SIGURÐSSON OG KRAKKAR BÚNINGAR: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR TÓNLIST: JAKOB MAGNÚSSON SÖNGTEXTAR: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR ÞULA GALDRA-JÓRU ER ÚR ÞJÓÐSÖGUM JÓNS ÁRNASONAR LÝSING: DANÍEL WILLIAMSSON SÝNINGARSTJÓRI: GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON PERSÓNUR OG LEIKENDUR MAMMA SKVÍSAN GALDRA-JÓR A GUNNA KOLRASSA KÚNÍÓ TÚLlPA SOFFÍA JAKOBSDÓTTIR ÁSDlS SKÚLADÓTTIR ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR HRÖNN STEINGRÍMSDÓTTIR KRAKKAR, ÞAÐ Á AD LITA STÓRU MYNDINA 1975/1976 Kolrono or 334. viSfangH LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR KOLRASSA á kústskaftinu eftir Ásdisu Skúladóttur, Þórunni Sigurðardóttur og Soffiu Jakobsdóttur. Hópvinna. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Þórunn Sigurðardóttir. Söngtextar: Þórunn Sigurðardóttir Lýsing: Daníel Williamsson. frumsýning. Leikrit i hópvinnu Það hefur færzt i vöxt hér á landi, að láta sjönleiki, eða rit- mál þeirra, verða til i leikhúsinu sjálfu. Rithöfundar eru ekki kvaddir til, en þeir skrifa með mishvössum pennum, eða á rit- vélar. I staðinn koma leikarar og skrifa á leikhúsið sjálft. Úr þessu skriffæri hafa komið ágæt verk.einsog hann Inuk.Sauma- stofan og sjálfsagt einhver fleiri og núna siðast barnaleikritið Kolrassa. Við greinum i' þessu umróti einhverja óþreyju hjá leikhús- unum, hin gamla hefðbundna flik er farin að gefa sig á saum- unum, svo um munar og bráð- um vekurþað enga athygli leng- ur þótt leikritahöfundar, eða rit- höfundar séu ekki kvaddir til leikritagerðar. Þetta er i takt við timann, mönnum fækkar á togurunum, fólki fækkar i frystihúsunum og fækkað er fólki á bóndabæjunum, en fram- leiðslan eykst þrátt fyrir fækk- unina, en það nefna hagfræðing- ar framleiðni. Bertold Brecht kvartaði yfir þvi á einum stað, að hafa ekki haft leikhús við höndina er hann skrifaði Góðu sálina i Sesúan, — hafði aðeins ritvél, eða kannski ekki einu sinni það, enda fann hann bara eina góða sál eftir fimm eða sex tima hamagang um Sesúan. Nú sýna leikhúsin svona verk á aðeins þrem tim- um, en það myndu hagfræðing- ar vorir lika nefna framleiðni — styttingu vinnutimans eða kannski styttingu leitartimans, sem væri rökréttara. En hvað um það. Verkaskiptingin er að raskast, af fjórum verkefnum Leikfélags Reykjavíkur, sem frumsýnd hafa verið i vetur, eru tvö „home made”, heimalöguð og tvö samin af rithöfundum og segir það nokkra sögu. Ekki ber samt að skoða það svo, að einhlitt sé að fela skáld- um og rithöfundum að skrifa verk, öðru nær, en á þvi er þó talsverður munur, slik verk eru þó á ábyrgð eins manns, og leik- húsið getur bara sagt nei ef þvi liztekki á blikuna, og þá verður aðeins einn aðili Svolitið spæld- ur, höfundurinn, sem telur sér kannski misboðið, en hann jafn- ar sig fljótt, og sagt er að vond leikrit liggi i tonnatali á hillum leikhúsanna hér. Þau verða lik- lega aldrei sýnd. 1 hinu tilfellinu þá situr leik- húsið i rauninni uppi á leiksvið- inu með framleiðslu hópsins, og verður hvortsem þvi likar betur eða verr að draga frá tjöldin. Það verður að láta slag standa. Nóg um það. Leikritið Nýja hópvinnuleikritið heitir KOLRASSA á kústskaftinu og eru höfundar þess þrjár ungar leikkonur, þær Asdls Skúladótt- ir, Soffia Jakobsdóttir og Þór- unn Sigurðardóttir. Auk þess unnu að sýningunni Hrönn Steingrimsdóttir og Jón Iljartarson sem aðstoðaði þær seinasta sprettinn og gekk frá endum, eins og hann orðaði það sjálfur einhvers staðar. Kolrassa er barnaleikrit, og efni þess er í stuttu máli það, að ung stúlka, sem heitir Gunna, kemst yfir gamlar bækur Ut af leiðindum. Hún byrjar að lesa. Hún les um galdranom, sem ferðastá kústi og öllum til undr- unar þá birtist sú gamla á svið- inu hjá Gunnu og þær fara i ferðalög saman, til Japans og vi'ðar, ennfremur aftur á bak i tiðina til formóður Gunnu, en þessi formóðir telpunnar heitir Galdra-Jóra. Með þeim Gunnu og Kolrössu slæst i för „skvisa” úr auglýs- ingunum i sjónvarpinu, og hún er dálitið illa haldin að vonum, en hressist brátt og kann bara vel við sig utan sjónvarpsins og að lokum koma þær aftur heim til Gunnu litlu, eftir löng og merkileg ferðalög. Þarna er beitt dálitið svipaðri aðferð og t.d. i Saumastofunni. Fjöldi viðkomustaðanna ræður lengd leiksins, atriðafjöldanum á sama hátt og fjöldi starfs- manna i Saumastofunni var látið ráða lengd og atriðafjölda þar. Það skal játað strax, að mér finnst þetta vera dálitið vont barnaleikrit, og þá auðvitað með þeim fyrirvara að ég er ekki barn og er þvi kannski ekki fyllilega dómbær á þetta. En ég aðhyllist á hinn bóginn H.C. Andersen-kenninguna, að gott barnaefni sé ekki siður gott efni fyrir fullorðið fólk. En þrátt fyrir þetta er ekki þar með sagt, að Kolrassa gefi neitt eftir ýmsu skandinavisku barnaefni, sem hér hefur verið sýnt, hugmyndafræðilega séð. Leikritið er aðeins illa samið. Það er ógæfan. Þetta á þó ekki við söngvisur Þórunnar Sigurð- ardóttur, sem á til skálda að telja, en Kolbeinn i Kollafirði var afi hennar. Það sem einkum virðist at- hugavert við sjálft léikritið er það, að þetta er hvorki smábarnaefni né heldur samið fyrir stóru krakkana. Sumt er Framhald á bls. 23 íslenzk frímerki 1976 Frimerkjasafnari sendi mér hálfgert skammarbréf fyrir að lækka verð á i'slenzkum stimpl- um, og nefndi hann sem dæmi númerastimpla, með saman- burði við Facit, og það að Anti- qua og Lapidar stimplar hafi ekki hækkað i verði hjá mér i þessari útgáfu. Þvi er til að svara, að ég get tekið á mig að útskýringa sé þörf á þessu sviði. Allir stimpl- ar, sem verðlagðir eru i listan- um, eru metnir sem stimplar á lausum merkjum, og þá ekki heilir, en vel læsilegir. Séu stimplar heilir á merkjum, má verðleggja þá a.m.k. 50% hærra, en á klippingum allt að 75% hærra og á bréfum a.m.k. á tvöföldu verðlistaverði. Þessar skýringar hafa þvi miður fallið niður i listanum, en látið þær berast, svo ykkur verði meiri not af listanum. Varðandi það, að mér haldist uppi að halda niðri verði á is- lenzkum merkjum, vil ég svara bréfritara með þvi að benda honum á samanburð, er kunn- ingi minn gerði i bréfi nýlega. Þar segir hann: „Þegar ég fór yfir verðið á fjórblokkasafni minu af Lýðveldinu, sá ég að þar ernú um 270 þúsund krónur, en var i siðasta lista aðeins um 140 þúsund. Reikna ég þá fjór- blokk af Alþingishúsinu aðeins á 92 þúsund, en ekki 138 þúsund, eins og hún ætti að vera á. Hækki ég þannig upphæðina um 46 þúsund er þetta 316 þúsund, eða 126% hækkun. Fylgist þú ekki nokkuð vel með verðbólg- unni, Sigurður?” Það má kannski segja, að þessi verðhækkun sé allmikil, en þarna er ekki aðeins um hækkanir af verðbólguástæðum að ræða. heldur og þessar venjulegu hækkanir, sem verða á merk junum frá ári til árs. Enn ein sönnun þess, hve vel það borgar sig að fjárfesta i fri- merkjum. Til nánari skýringar á þvi sem á undan segir, skal tekið fram, að verð einstakra merkja mun vera fjórfaldað hjá kunn- ingja mlnum, en þegar hann bætir við um 25 kr. Alþingishús, að það eigi að vera 46 þúsundum hærra, á hann við að sökum sjaldgæfni, er venjan að sex- falda verð þess i fjórblokk. Auk þess má geta þess, að hann mun reikna i þessu verði Þorfinn Karlsefni og fiska, sem út komu eftir 1944. Það er kannski staðreynd, að islenzk frimerki hafa aldrei hækkað eins og i ár. En biðum bara róleg. Erlendu listarnir eru ekki komnir á markaðinn ennþá. Verði þeirmiklu lægri en ég i verðlagningu sinni, má kannski segja að mér hafi mis- tekizt, en svo hygg ég þó að ekki verði. Ég óttast aðeins að ég hafi ekki farið nógu hátt með verðið, og að bréfritari hafi KANNSKI eitthvað fyrir sér en mér er kunnugt um að hann hefur góð sambönd erlendis. Fasteignir og frimerki. Þeir, sem hafa safnað þessum hlutum undanfarið, hafa sannarlega staðizt alla verðbólgu. Þar til kaupmáttinn þrýtur. En annars var ekki ætlunin að vera hér með neinar hrakspár. Þó skal ekki látið ósagt, að með fri- merki sem annað, verða menn að verzla af þekkingu, og kannski ekki sizt með þau. Sár- grætilegt dæmi um það er fólk- ið, sem hefur látið blekkjast til að f járfesta i nýjum fyrsta dags umslögum, og þá kannski helzt dregið af i kaupum sinum, þeg- ar há verðgildi hafa komið út. Einmitt þau hafa hækkað mest, þvi að þá dró úr kaupum, svo að framboð siðar fullnægöi ekki al- veg eftirspurn. En það verður vistaldrei nóg- samlega brýnt fyrir fólki. að i þessu, eins og hverju öðru. verður að gera hlutina af þekk- ingu. Verðsamanburður 25 kr. Al- þingishús. 1960, ónotað 40,00 F.d.b. 125.00. 1962, ón. 150.00 Fdb. 250.00. 1964. ón. 225.00. Fdb. 450,00. 1966. ón. 450.00. Fdb. 600.00. 1968. 1.000.00. Fdb. 120.00. 1970. ón. 3200.00 Fdb. 3300.00. 1972. ón. 3400.00. Fdb. 3300.00. 1974. ón. 4500.00. Fdb. 6000.00. 1976. ón. 23000.00. Fdb. 30000.00. Sigui'ður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.