Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 13. febrúar 1976
SÉRFRÆÐINGAR UM KRÖFLU:
AAeta þarf vel hvort hægja beri á
framkvæmdaóætlun um vélakostinn
— sjálfsagt að halda fyrri áætlun um boranir og
halda áfram framkvæmdum við stöðvarhúsið
Gsal—Reykjavik. — Jarðhita-
deild Orkustofnunar hefur gefið
út greinargerð um framkvæmd-
ir við Kröfluvirkjun i ljósi jarð-
skjálfta, sprunguhreyfinga og
eldgosahættu. Greinargerðin er
skrifuð af Guðmundi Pálma-
syni, Kristjáni Sæmundssyni,
Karli Ragnars, Axel Björnssyni
og Ingvari Birgi Friðleifssyni.
Nokkrar helztu niðurstöður
skvrslunnar eru þessar:
Hætta á eldgosi á Náma-
fjalls- og Kröflusvæðinu er
meiri nú en hún var talin fyrir
nokkrum mánuðum. Þó eru lik-
ur á stóru gosi á Kröflusvæðinu
ekki taldar miklar.
Sjálfsagt virðist að reyna,
eftirþvi sem aðstæður leyfa, að
halda fyrri áætlun um boranir.
Þótt boranir hefjist samkvæmt
áætlun i marz n.k. er töluverð
óvissa um, hve mikið gufumagn
verði tilbúið til afhendingar til
Kröflustöðvar á þessu ári.
Sjálfsagt virðist að halda
áfram með stöðvarhús, til að
gera það eins hæft og verða má
til að standast jarðskjálfta.
t ljósi umbrotanna á Kröflu-
svæðinu og þeirrar óvissu, sem
rikir um gufuöflun til handa
Kröflustöð, þarf að meta vand-
lega, hvort hægja beri á fram-
kvæmdaáætlun um smiði á
vélaundirstöðum og niðursetn-
ingu véla.
Liklegasti gosstaðurinn er
Leirhnúkssprungan.
Siöasti kaflinn i greinargerð
jarðvisindamannanna fjallar
um það, hvernig eigi að standa
að áframhaldandi framkvæmd-
um við Kröfluvirkjun. Þar seg-
ir, að ástæðan fyrir þvi, að eld-
gosahætta á Kröflu- og Náma-
fjallssvæðinu sé meiri nú en
fyrir nokkrum mánuðum, sé
fyrst og fremst skjálftavirknin
siðustu vikur, hraungosið 20.
des. s.l. og sú staðreynd, að hér
sé um megineldstöð að ræða.
Erfiðara sé hins vegar að meta
hversu liklegt megi telja, að
eldgos brjótist út á næstunni, og
ef það gerðist, hvar það komi,
og hverju tjóni það muni valda.
Leirhnúkssprungan er þó talin
liklegasti gosstaðurinn.
Vandlega er fylgzt með
skjálftavirkni á svæðinu, en af
jarðskjálftunum er helzt að
vænta visbendingar um gos i að-
sigi. Þó verður að varast að
draga mjög ákveðnar ályktanir
af jarðskjálftunum einum,segja
höfundar greinargerðarinnar,
þvi að jarðskjálftar hér á landi
eru algengir án þess að þeim
fylgi gos.
Þó ræða höfundar tvo aðal-
þætti framkvæmda við Kröflu-
virkjun, annars vegar gufuöflun
(boranir) og byggingu gufu-
veitu, og hins vegar stöðvarhús
og vélar. Þeir benda á, að frá
upphafihafi framkvæmdum við
Kröflu verið hagað þannig, að
þessir tveir aðalverkþættir,
gufuöflun og bygging stöðvar-
hússins með vélum, færu fram
samtimis. Með þessu er tekin
talsverð áhætta, segja þeir, þvi
að gufuöflunin er óviss þar til
boranir hafa farið fram. Þeir
segja, að Orkustofnun hafi oft
bent á þetta nú siðast i desem-
ber. Þá telja þeir, að gufuöflun-
in sé nú eftir að Leirhnúkur
gaus i enn meiri óvissu.
Höfundar segja, að fram-
kvæmdir við boranir verði að
gera með fullri aðgát, þó að
sjálfsagt virðist að halda fyrri
áætlunum um boranir. Kanna
þurfi hvaða frekari varúðarráð-
stöfunum verði við komið til að
tryggja áhöfn og tækjabúnað
borsins gegn hugsanlegum jarð-
skjálftum. Þeir segja, að þetta
mál sé nú i athugun hjá Orku-
stofnun.
Höfundar telja ekki álitamál,
að halda áfram með stöðvarhús
— að þvi marki að gera það eins
hæft og verða má til að þola þá
jarðskjálfta, sem kunni að
koma. Hins vegar telja þeir
álitamál, hversu hratt sé skyn-
samlegt að vinna að smiði véla-
undirstaða, og þar á eftir niður-
setningu véla — og komi þar
mörg atriði til álita. Fyrst nefna
þeir öryggi þeirra, sem að
framkvæmdum vinna, og
hvernig megi tryggja það. Þar
næst þarf að hyggja að þvi,
segja þeir, hvort hætta geti ver-
ið á að jarðskjálftar geti eyði-
lagt mannvirki eins og véla-
undirstöður meðan þær eru i
smiðum oghafi ekki náð endan-
legum styrkleika (sem vafa-
laust er nægur til að standast
jarðskjálfta).
Ef slik hætta er umtalsverð
gætu orðið meiri tafir við að
fjarlægja skemmda mann-
Sérfræðingarnir telja sjálf-
sagt að halda áfram bygg-
ingu stöövarhússins.
virkjahluta, en af þvi að biða
eftir aðúrskjálftunum dragi, og
kostnaður að sjálfsögðu meiri,
segja þeir og benda á, að sams
konar mat þyrfti að fara fram
varðandi vélasamstæðurnar
sjálfar meðan á niðursetningu
stendur, og eftir að þær eru frá-
gengnar, svo og varðandi kæli-
turna, útivirki og annan
stöðvarbúnað.
Jarðvisindamennirnir telja,
að viðákvörðun á þvi.hvort rétt
séað breyta upprunalegri fram-
kvæmdaáætlun við byggingu
stöðvarhúss vegna náttúruum-
brotanna eða ekki, þurfi einnig
að taka afstöðu til þess, hvaða
áhrif aukin óvissa um gufuöflun
skuli hafa á þá ákvörðun. Lik-
urnar á þvi að stöðin kunni að
standa uppi gufulaus eða gufu-
litil, ef upprunalegri áætlun er
haldið, verða að teljast meiri nú
en áður, segja þeir, jafnframt
þvi sem mannvirki öll eru lögð i
vissa hættu, meðan jarðskjálft-
ar standa yfir og goshætta er
þeim samfara. Það sé ekki al-
veg hiðsama að leggja stöðvar-
mannvirki i hættu til að geta
sem fyrst farið að framleiða
raforku, og að leggja þau i þessa
hættu, meðan beðið er eftir
gufunni. Á móti komi, að verði
stöðvarhúsframkvæmdum
seinkað geti svo farið, að gufan
verði tiltæk áður en þeim lýkur.
Þetta tvennt benda jarð-
visindamennirnir á, að verði að
meta og vega áður en ákvörðun
er endanlega tekin um tilhögun
stöðvarhússframkvæmda við
þær aðstæður, sem nú rikja á
Kröflusvæðinu. Þeir telja þvi
nauðsynlegt, að framkvæmda-
áætlun sé sveigjanleg, svo að
hægt verði að mæta sérhverjum
óvæntum aðstæðum á skynsam-
legan hátt.
I kafla fyrr i greinargerðinni
er fjallað um ástand og horfur
með gufuvinnslu i ljósi nýlegra
umbrota á Kröflusvæði. Þar
segir, að i ljósi þeirrar reynslu,
sem fengizt hefur af borunum á
jarðhitasvæðinu við Kröflu, og
viðbragða holanna við þeim
umbrotum, sem verið hafa á
svæðinu, sé nú ljóst, að tækni-
legir erfiðleikar við að bora
þarna séu meiri en ætlað var.
Þvi verði fyrstu holörnar, sem
boraðar verða á þessu ári,
grynnri en áður var ætlað. Hins
vegar verði að halda þeim
möguleika opnum, að dýpka
þær siðar, ef nauðsyn krefur.
Þessi ráðstöfun leiðir af sér, að
boranir geta tekið eitthvað
lengri tima en ella, en gerir
væntanlega gufuöflunina trygg-
ari.
Nokkrar helztu niðurstöður
greinargerðar Orkustofnunar,
sem ekki hafa verið nefndar hér
að framan, eru þessar:
Skjálftavirkni og brot-
hreyfingar hafa verið mestar
norðan til á sprungusveiminum,
sem liggur frá Mývatni til Axar-
fjarðar. Sig og gliðnun hefur
numið 1-2 m i Kelduhverfi,
1/2—1 m i Gjástykki og á
Kröflusvæðinu, en aðeins fáein-
um sm við Mývatn norðanvert.
Mannvirki Kröfluvirkjunar
eru um 700 m austan við hið
haggaða svæði.og mannvirkin i
Bjarnarflági um 200 m. Kisiliðj-
an er hins vegar innan þess
svæðis, sem hefur haggazt, en
þar suður frá eru hreyfingar
minnstar.
Gosið I Leirhnúk og umbrot-
in á Kröflusvæðinu undanfarnar
vikur hafa verið á sama hluta
sprungusveimsins og var virkur
i Mývatnseldum. Stöðvarhús
Kröflustöðvar er byggt á um
2000 ára gömlu hrauni. Engar
sprunguhreyfingar eru
merkjanlegar á stöðvarhús-
svæðinu eftir að hraun þetta
rann.
Siðastliðin 10 þús. ár hefur
gosiða.m.k. 15 sinnum á Kröflu-
svæðinu, þar af 5 sinnum siðan
öskulagiðH-3 úr Heklu féll fyrir
um 3000 árum. Tiðni eldgosa á
svæðinu virðist þvi vera um 1
gos á 500 árum eftir að H-3 féll,
en umlgos á 700 árum fyrir
þann tima.
Á Námafjallssvæðinu hefur
gosið 10 sinnum á s.l. 10 þúsund
árum og skipa gosin sér i tvær
hrinur. Sú siðari hófst fyrir um
2500 árum og hefur á þvi tima-
bili gosið 4 sinnum. 1 nokkrum
hinna yngri gosa a.m.k. hefur
gosið á báðum svæðunum sam-
tim is.
Sfðastliðin 10 þús. ár hefur
rúmur helmingur alis hraun-
magns á Kröflusvæðinu komið
upp i þremur stórum gosum,
fyrir um 9000 árum, 2000 árum
ogiMývatnseldum. Vegnaþess
hve stutt er liðið frá siðasta
stórgosi má telja óliklegt að
hraunmagn i nýju gosi á Kröflu-
svæðinu nú verði álfka mikið og
i Mývatnseldum.
Af þvi leiðir að hætta fyrir
byggðina i Reykjahlið vegna
hraunrennslis frá Kröflusvæð-
inu, verður að teljast litil. Eins
þarf hraunmagn á Leirhnúks-
sprungunni að vera töluvert
l |
rl
►ii -T/ !
(5
í
/J
mikið til að mannvirkjum
Kröflustöðvar stafi hætta af.
Ekki er hægt að útiloka, að
sprungumyndanir og gos verði
austar þannig að hætta skapist
fyrir mannvirki Kröflustöðvar.
Fyrri brotahreyfingar samfara
eldgosum á Leirhnúkssprung-
unni benda þó til að svo verði
ekki.
Sprengigos likt og varð i
upphafi Mývatnselda er ekki
hægt að útiloka, og væri þess
helztað vænta i nágrenni Vitis.
Þetta var haft í huga við stað-
setningu stöðvarhússins.
Rannsókn á myndunarsögu Vit-
is, bendir til, að ráðrúm gefist
fyrir fólk að forða sér af
virkjunarsvæðinu áður en slikt
gos væri komið i fullan gang.
Nokkrir skjálftar af styrk-
leika um 4 á Richterkvarða áttu
upptök si'n á Kröflusvæðinu
meðan borun stóð þar yfir
sumarið 1975. Bormenn urðu
þeirra litt varir og skjálftarnir
höfðu engin merkjanleg áhrif á
borunina.