Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. febrúar 1976
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn'.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
f»órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:i
Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
:son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu,
rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500
— afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasipú 19523. VerM
lausasölu ér. 40;00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi.
r ' Blaöaprent fT.i*r
Voldugir menn
Af hálfu andstæðinga rikisstjórnarinnar hefur
verið reynt að koma þeim orðrómi á kreik, að for-
ustumenn i Sjálfstæðisflokknum, jafnvel ráðherrar,
hafi að einhverju leyti staðið að baki árásum þeim,
sem gerðar hafa verið i Visi á dómsmálaráðherra.
Tilgangurinn með þessum orðrómi er vitanlega sá,
að vekja tortryggni milli forustumanna stjórnar-
flokkanna, i von um að það geti orðið til að torvelda
stjórnarsamstarfið. Það má fullyrða, að þessi orð-
rómur er með öllu ósannur. Engir af þingmönnum
eða ráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafa átt hér
hlut að máli. Þeir hafa lika undantekningalaust tek-
ið afstöðu gegn árásunum, og er þar ekki sizt að
minnast hinnar drengilegu afstöðu Gunnars Thor-
oddsens.
Sá orðrómur, sem nefndur var hér i upphafi,
dregur athyglina að þeirri staðreynd, að Sjálf-
stæðisflokkurinn á sjálfur ekkert málgagn. Tilraun-
ir hans til að halda úti sérstöku vikublaði, þar sem
hann gæti túlkað sjónarmið sin, runnu út i sandinn
fyrir alllöngu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvi orðið
að styðjast við blöð, sem fámennir hópar peninga-
manna gefa út, sumpart i gróðaskyni, og sumpart
til þess að tryggja sér þannig völd innan Sjálf-
stæðisflokksins og áhrif á störf hans og stefnu.
Vegna yfirráða sinna yfir Morgunblaðinu og Visi,
hafa þessir hópar peningamanna gert flokkinn beint
og óbeint háðan sér. I reynd hafa áhrif þeirra á
stefnu og störf flokksins oft verið miklu meiri en
kjörinna fulltrúa hans i flokksstjórn, á Alþingi og i
borgarstjórn. Forustumenn flokksins hafa iðulega
orðið að beygja sig og fylgja þeirri afstöðu, sem
þessi blöð hafa tekið, og iðulega hafa ekki verið að
vilja flokksstjórnar og þingmanna flokksins. Það er
þvi ekki fjarri lagi að segja, að þannig hafi um-
ræddir peningamenn öðlazt einskonar drottnunar-
stöðu innan Sjálfstæðisflokksins, án þess að vera
kjörnir til þess með eðlilegum hætti.
Þess vegna er oft með öllu rangt að eigna hinum
kjörnu forustumönnum Sjálfstæðisflokksins árásir,
sem gerðar hafa verið i Morgunblaðinu, Visi og
Dagblaðinu. En jafnrangt væri þó að álykta, að slik-
ar árásir geti ekki haft sin áhrif, og m.a. á Sjálf-
stæðisflokkinn. Slikt er áhrifavald þeirra peninga-
manna, sem standa að útgáfu umræddra blaða. Oft
eru það einmitt þeir, sem mestu ráða um afstöðu
Sjálfstæðisflokksins, sökum þeirra áhrifa, sem
blaðaútgáfan veitir þeim.
Það gleymist ekki
Það væri rangt, ef forustumönnum Atlantshafs-
bandalagsins væri ekki gert ljóst, að það getur haft
mikil áhrif á afstöðu íslendinga til bandalagsins i
framtiðinni, hver endanleg viðbrögð þess verða i
landhelgisdeilu Breta og Islendinga. Hér er ekki um
það að ræða, að bandalagið fyrirskipi Bretum,
heldur að það beiti þá hæfilegum þrýstingi og láti ó-
tvirætt i ljós, hvorn aðilann það styður i deilunni.
Þótt bandalagið gerði ekki meira, væri það íslend-
ingum mikill styrkur. Enn verður hinsvegar ekki
annað séð en að það leggi málstað íslendinga og
Breta að jöfnu. Breytist ekki sú afstaða bandalags-
ins, mun ekki með neinu móti takast að láta það
gley mast á Islandi. Þ.Þ.
AAagnús Ólafsson skrifar frá York:
Thorpe viðriðinn
tvö hneykslismál
Staða hans ótrygg sem formanns Frjálslynda flokksins
ÞANN 29. janúar varö
Jeremy Thorpe skyndilega
miðdepillfrétta i Bretlandi, og
það af tveimur óskyldum
ástæðum. Annars vegar sagði
maður nokkur, sem staddur
var i réttarsal vegna smá-
máls, að upphaf ógæfu sinnar
mætti rekja til kynferðislegra
samskipta sinna við Jeremy
Thorpe, formann Frjálslynda
flokksins. Hins vegar kom út
sama dag skýrsla frá
viðskiptamálaráðuneytinu,
þar sem reynt var að varpa
birtu á 5 milljón punda fjár-
drátt i fyrirtæki, sem Thorpe
er stjórnarformaður fyrir.
Þegar þessar linur eru skrif-
aðar, hefur Frjálslyndi flokk-
urinn lýst yfir fullu trausti á
Thorpe, en trúlega liggja aðr-
ar ástæður en hollusta að baki.
John Jeremy Thorpe fædd-
ist 29. april 1929 inn i rótgróna
ihaldsfjölskyldu. Hann las lög-
fræði i Oxford og starfaði sem
lögmaður, þar til hann var
kosinn á þing 1959. Skömmu
eftir kosningarnar 1966 sagði
þáverandi formaður frjáls-
lyndra, Joseph Grimond, af
sér, er flokkurinn hafði tapað
litillega fylgi. 1 janúar 1967
var Thorpe valinn i stað
Grimonds, og hafði hann þvi
verið rétt 9 ár i formannsstóli,
þegar tvö áðurnefnd málefni
komu fram i dagsljósið. Sem
leiðtogi hefur Thorpe yfirleitt
fengið góða umsögn, og þótt
flokkurinn hafi beðið afhroð i
kosningunum 1970, þá vannst
það margfaldlega upp 1974. Sá
árangur var ekki sizt þakkað-
ur Jeremy Thorpe persónu-
lega, en hann þótti hafa sett
liflegan svip á flokkinn.
Frjálslyndi flokkurinn hefur
um 20% atkvæðamagnsins að
baki sér, en vegna fyrirkomu-
lagsins, þ.e. einmenniskjör-
dæmin, hefur hann einungis
2% þingmanna.
MAÐUR sá, er sagt hefur
svo frá sambandi sinu við
Thorpe, heitir Norman Scott,
og er hann 33 ára gömul at-
vinnulaus fyrirsæta. Sjálfur
vill Scott láta nefna sig rithöf-
und, þótt litið, ef nokkuð, hafi
sézt á prenti eftir hann, — enn
sem komið er. Forsögu máls-
ins má rekja allt aftur til 1966,
þegar Scott var handtekinn i
miðborg Lundúna eftir hávær
hróp um samskipti sin og
Thorpes. Ekki munu blöðin
hafa birt frásagnir af þeim at-
burði, enda var þetta fyrir for-
mannstið Thorpes og hann til-
tölulega óþekktur. Engin kæra
var sett fram, en hins vegar
hófust dularfullar, reglulegar
greiðslur til Scotts árið eftir,
þótt um smáar upphæðir væri
að ræða. Sá sem greiddi þessa
peninga var þáverandi þing-
maður i Frjálslynda flokkn-
um, Peter Bessell að nafni.
Bessell hvarf nokkuð skyndi-
lega til Kaliforniu fyrir
nokkru, þar sem hann mun
vera að skrifa barnabækur, ef
marka má viðtal, sem BBC
átti við hann i siðustu viku.
Fjarlægð Bessells flækir allar
skýringar af hans hálfu, en
þær eru a.m.k. orðnar þrenns
konar. Sérstaklega hefur
Frjálslyndi flokkurinn viljað
fá gerða grein fyrir einu veru-
legu upphæðinni, 2500
pundum, sem greidd voru á
kosningadaginn i febrúar 1974.
Sjálfur hefur Thorpe neitað
öllum yfirlýsingum Scotts, og
er ekki fjarri lagi að taka þá
neitun trúanlega, sérstaklega
ef tíllit er tekið til fortiðar
Jeremy Thorpe og kona hans
Scotts. Hann giftist 1969, en
hjónabandið fór fljótlega út
um þúfur, og segir konan hans
fyrrverandi, að Scott hafi
þjáðst af alvarlegum sálræn-
um truflunum, Ef reiknað er
með þvi, að Scott hafi rétt
fyrir sér, má spyrja, hvort
einkalif stjórnmálamanns
skipti nokkru máli, svo fram-
arlega sem það kemur ekki
niður á þeim störfum, sem
hann hefur með höndum.
SEINNA málið er raunveru-
lega veigameira, þótt það hafi
fallið i skuggann fyrir þvi
fyrra. Mörg fyrirtæki i Bret-
landi, sem og annars staðar,
reyna að fá mikilsvirta menn
til að taka sæti i stjórn, þvi
slikir menn setja vissan virð-
ingarsvip á fyrirtækið, auk
þess sem almenningur laðast
frekar til að fjárfesta i svo
virtu fyrirtæki. 1 þessu tilfelli
átti sér stað umtalsverður
fjárdráttur, og þrátt fyrir
fjölda aðvarana hélt Thorpe
að sér höndum. t skýrslu
rannsóknarnefndarinnar seg-
ir, að honum hefði átt að vera
fullkomlega kunnugt um fjár-
dráttinn, og þvi virðist sem
dómgreindin hafi brugðizt
Thorpe. Sú staðreynd ætti að
vekja efasemdir meðal kjós-
enda um hæfileika hans til að
stýra stjórnmálaflokki, þegar
svo hrapallega tekst til með
fyrirtækið.
Áður en þessi tvö málefni
bar fyrst á góma, höfðu verið
uppi raddir um að timi væri
kominn til leiðtogaskipta hjá
frjálslyndum. Innan svo litils
í'lokks er þó ekki auðvelt að
velja eftirmann, þvi að
keppinautarnir eru svo
margir og jafnsterkir, að
nauðsynleg atkvæöi fást
hreinlega ekki. En að nota nú
tækifærið til formannsskipta,
hefur ekki einungis verið
hafnað af þeim sökum, heldur
einnig vegna framtiðarhorfa
flokksins. Fátt bendir til að
sigursælt timabil sé framund-
an hjá Frjálslynda flokknum.
Svo vill til, að þeim hefur
vegnað betur i kosningum,
þegar Ihaldsflokkurinn er við
völd. Óánægðir ihaldsmenn
virðast hafa meiri tilhneig-
ingu til að kjósa Frjálslynda
flokkinn heldur en óánægðir.
Verkamannaflokksmenn.
Samkvæmt þeirri kenningu
vonast frjálslyndir til að t-
- haldsflokkurinn vinni næstu
kosningar, og þá komi rétta
tækifærið til að skipta um for-
mann. Undir þar næstu kosn-
ingar ættu þeir svo að vera vel
undirbúnir, með nýjan
leiðtoga og Ihaldsflokkinn i
stjórn.
Hvemig sem á málið er litið,
fer ekki á milli mála, ai)
Thorpe stendur ekki samur
eftir. Hvort flokkurinn sjálfur
hefur beðið hnekki, verður
hægt að fá visbendingu um i
næsta mánuði, en þá fara
fram þrennar aukakosningar.
Tvennar fara fram i tryggum
kjördæmum íhaldsflokksins,
þar sem frjálslyndir hafa þó
frá fornu fari haft sterk itök.
Fróðlegt verður að sjá niður-
stöðurnar, þvi að þær ættu að
gefa hugmynd um hvort, og þá
hvernig „Thorpe-málið hefur
lagzt i kjósendur.