Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 13. febrúar 1976 42 P -v£ m Ovelkominn qestur= Þegar hún kom inn á herbergið, var hún betur fyrir- köllúð líkamlega, en heilabúið var blýþungt og hjartað dapurt. Ef hún gæti aðeins lokað augunum og verið kom- in heim í litlu ibúðina sína, án þess að þurfa að kveðja búgarðinn og allt, sem henni var farið að þykja svo vænt um hér. Hún tíndi öll fötin sín út úr skápunum og pakkaði þau vandlega niður i töskurnar. Dragtarpilsiðvafði hún utan um hælaháa skó og festi við handtöskuna, en lét jakkann, síðbuxur og blússu liggja yf ir stólbakið til næsta dags. Ef David sæi hana ganga um í sínum venjulegu fötum, spyrði hann einskis. Hún gat haft fataskipti i lestinni, til þess yrði nægur timi. Nú var aðeins litli, netti hatturinn hennar eftir. Hún horfði ráðvillt á hann stundarkorn, en lét hann svo detta í bréf.akörfuna. Hún mundi aldrei nota hann aftur. Hann minnti hana of mikið á allt sem hér hafði gerzt. Þegar hún loks var búin að ganga f rá Öllu í herberginu og f jarlægja allar eigur sínar, fór hún upp í rúmið með litlu skrif blokkina sína og tók hettuna af sjálf blekungn- um. — Kæru Neil. Hún starði á orðin. Heilinn neitaði að starfa. En svo herti hún sig upp og hélt áfram: — Þar sem David er orðinn alveg frískur, finnst mér mál til komið, að ég snúi aftur til míns daglega lífs. Það þjónar engum tilgangi að ræða þessa heimskulegu trúlof un okk- ar. Þegar þú hefur lesið þetta, máttu rífa bréfið og líta svo á að öllu sambandi okkar sé lokið. Ég er viss um að þér léltir að vera frjáls til að gera eins og þú óskar, eins og þróun mála hefur orðið. Þrátt fyrir ágreining okkar hef ur mér liðið'vel á Con- way og ég vil nota tækifærið til að þakka þér f yrir að lof a mér að vera. Ef til vill geturðu einhvern tima hugsað til mín án beiskju. Það vona ég. Viltu vera svo góður að gefa David og Wilmu skýringu á því að ég fer svo snögglega. Biddu þau fyrirgef ningar. Jane. P.S. Gætirðu séð svo um, að töskurnar mínar yrðu send- ar á eftir mér með lestinni? Þetta var svo sem nógu formlegt, hugsaði hún, þegar hún setti bréfið í umslag og skrifaði nafn Neils utan á. Hún límdi umslagið ákveðin aftur og setti það á nátt- borðið. Síðan slökkti hún á lampanum og lá svo með hendurn- ar undir hnakkanum og starði út í myrkrið, meðan hún kvaldi sjálfa sig með því að hugsa um Soniu sem hús- móður á Conway. AAeð andvarpi sneri hún sér upp í horn, dró undir sig fæturna og lokaði augunum. Þrátt fyrir innra ástand sitt, svaf hún fast og lengi. Sólin, sem komin var upp fyrir f jallabrúnirnar, skein niður í dalinn og náði fram fölnuðum litum gluggatjald- anna og mottunnar í herberginu. Sonia myndi væntanlega fljótlega fá sér nýjar moftur og gluggatjöld í allt húsið, hugsaði hún, f leygja út öllum gömlu húsgögnunum og setja inn eitthvað handhægt úr gljáandi krómi. Ekki það að henni sjálf ri fyndust teppin og gluggatjöldin sem nú var þarna, svo fallegt, en henni þótti vænt um gömlu húsgögnin, sem áreiðanlega höfðu aðgeyma margar minningar fyrir þá Neil og David. Hún var viss um að David mundi ekki líka, að öllu yrði gjör- breytt. Það yrði að gerast smátt og smátt, með því að breyta litasamsetningum og nota sem mest af því, sem til væri á heimilinu. Hún ásakaði sjálfa sig fyrir að vera svona heimsk og tilf inningasöm, dró gluggatjöldin frá og lofaði sólskininu að flæða inn i herbergið. Tíminn var naumur. Þegar hún var búin að klæða sig, gekk hún út í eldhús- ið, þar sem hún fékk sér morgunverð eins og venjulega og hlustaði á tal Wilmu. Hún var þakklát fyrir að Wilma tók ekki eftir neinu óvenjulegu í fari hennar. Ákveðin vísaði hún öllum bitrum hugsunum á bug. Ef henni átti að takast að hrinda áætlun sinni í f ramkvæmd, yrði hún að vera róleg og skýr í kollinum. Hún fór aftur til herbergis síns, bjó um rúmið, setti töskurnar við hlið- ina á fataskápnum, tók handtöskuna og leit í síðasta sinn i kring um sig í herberginu. David sat á veröndinni og sólaði sig, horfandi út yfir græna ásana, sem enn lágu í skugga. — Halló, Jane. Hvað ætlarðu að gera í dag? Ég held, að það verði óskaplega heitt. Hjarta Jane barðist hraðar en venjulega, þegar hún svaraði, eins eðlilega og henni var unnt: — Ég var að hugsa um að heimsækja Abner gamla. Honum geðjast vel að því að ég líti inn og ég gæti fengið mér ís, ef það verður of heitt. — Það er langt þangað, sagði David hægt. Hann tók Föstudagur 13.febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson heldur áfram að lesa söguna „Leyndarmál steinsins” eftir Eirik Sigurðsson (8). Tilkynningar kl. 9.30 Þing- fréttirki. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.25: Sverrir Kjartans- son sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: André Navarra og Jeanne- Marie Darré leika Sónötu i g-moll fyrir selló og pianó op. 65 eftir Chopin / Rena Kyriakou og Pro Musica hljómsveitin i Vin leika Pianókonsert i d-moll op. 40 nr. 2 eftir Mendelssohn, Hans Swarowsky stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan af Birgittu”, þáttur úr endurminningum eftir Jens Otto Kragh. Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sina (6). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Njósnari að næturþeli” eftir Guðjón Sveinsson Höfundur les (4). 17.30 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands Í Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Karsten Andersen Einleikari á klarinettu: John McCaw frá Lundún- um. a. Brandenborgar- konsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach. b. Concertino i Es-dúr eftir Carl Maria von Weber. c. Concertino eftir Mátyás Seiber. d. Sinfónia nr. 7 eftir Antonin Dvorák. 21.30 Útvarpssagan: Kristni- hald undir Jökli”, eftir Halldór Laxness Höfundur les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Leiklistar- þáttur Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.50 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i dagskrárlok. Föstudagur 13. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um inn- lejid málefni. Umsjónar- maður Ólafur Ragnarsson. 21.30 Visnasöngur.Upptaka frá móti visnasöngvara á Skag- en sl. sumar. Söngsveitirnar Ramund og Autumn Rain og Per Dich, Eddie Skoller og Cornelis Vreeswijk o.fl. skemmta. Þýðandi Stefán Jökulsson. (Nordvisin — Danska sjónvarpið) 22.05 Frá vetrarólympiu- leikunum i Innsbruck Meðal annars sýndar myndir frá keppni i svigi karla. Kynnir ómar Ragnarsson. (Evró- vision — Austurriska sjón- varpið. Upptaka fyrir Is- land: Danska sjónvarpið) 00.05 Dagskrárlok AUGLYSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.