Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 13. febrúar 1976
Hugmyndafræði Karin Axeheim
og Ingrid Liljeroth byggist á því að
Litið sé á hina
vangefnu sem
MANNESKJUR
Laugardaginn 24. janiíar komu
hingað til lands Karin Axeheim
rektor og dr. Ingrid Liljeroth sál-
fræðingur. Þær hafa nti hátt á
annan áratug unnið saman að
umbótum á umönnum og þjálfun
vangefinna i Sviþjóð. Árið 1963
hófu þær að móta kerfi þjálfunar-
áætlana handa vangefnum, sem
reynt var i forskóla fyrir van-
gefna i Malmö, Vipeholm sjúkra-
húsinu i Lundi og barnahælinu i
Tollarp.
Þetta þjálfunarkerfi var fyrst
gefið út á forlagi sænska mennta-
málaráðuneytisins, Liber, árið
1968, en kom siðan i endurbættri
útgáfu árið 1972. A hinum Norður-
löndunum hefur þjálfunarkerfið
átt miklum vinsælum að fagna.
Þær Axeheim og Liljeroth hafa
lagt drjúgan skerf til náms-
skránna handa skólum van-
gefinna, sem byrjuðu að koma út
árið 1973, og enn er ekki fulllokið
við. Þessar námsskrár og þau
hjálpargögn sem þeim fylgja
hafa markað timamót i þróun
kennslu vangefinna og jafnframt
i allri umönnun þeirra.
t sambandi við áðurnefnt starf
hefur dr. Liljeroth og samverka-
menn hennar gert nokkrar kvik-
myndir um starf þeirra og
uppeldisaðferðir. Þá hafa þær
Axeheim og Liljeroth hannað
ýmis kennslugögn sem mikið eru
notuð.
A bak viðallt starf þeirra liggur
hugmyndafræði, sem nefna mætti
mannúðlegt lifsviðhorf, og felst
einfaldlega i þvi, að litið sé á hina
vangefnu sem MANNESKJUR
með tilfinningar, þarfir og
reynsluheim einsogaðrir þótt fá-
brotnari sé. Hugmyndir þessar
krystallast i hugtakinu
normalisering, sem gerir ráð
fyrir þvi að vangefnir búi við
sömu lifshætti og tiðkast i sam-
félaginu, þeir búi innan um aðra,
eigi heimili, gangi i skóla, njóti
þjálfunar, vinni og eigi tóm-
stundir eins og annað fólk.
Þær Axeheim og Liljeroth
heimsóttu hér 7 sérskóla og stofn-
anir fyrir vanheila, ræddu við
starfslið og kynntust starfi og að-
stæðum hér. Þær héldu erindi i
Þroskaþjálfaskólanum, Fóstur-
skólanum og Kennaraháskólan-
um, sátu fund með islenzkum sál-
fræðingum og sálfræðinemum i
Háskóla íslands, fluttu erindi á
fundum með foreldrum vanheilla-
og siðast en ekki sizt fluttu þær
erindaflokk á námskeiði i kennslu
og uppeldi þroskaheftra, sem sótt
var af 260 manns, starfsliði á
stofnunum og i skólum vanheilla
hér á landi.
Að heimsókn Svianna stóðu nær
allar stofnanir og skólar, sem
tengdir eru starfi fyrir vanheila á
tslandi, foreldra- ogstyrktarfélög
þroskaheftra, fagfélög ýmis og
fagskólarnir áðurnefndu.
Allt starf að undirbúningi og
framkvæmd heimsóknarinnar
var unnið i sjálfboðavinnu af full-
trúum ofannefndra aðila, en
annar kostnaður, liklega rúmlega
500 þúsund krónur er greiddur af
þátttökugjaldi i námskeiðinu og
með 250 þúsund króna framlagi
frá Félaginu Svölurnar.
Skylt er að þakka Flugleiðum
h/f verulegan stuðning, svo og
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur-
borgar.
Þorsteinn Sigurðsson.Karin Axeheim, Ingrid Liljeroth og Maria Kjeld. Þau Þorsteinn og Maria þýddu
bók Axeheim og Liljeroth á islenzku. Timamynd Gunnar.
Sárt að sjá hversu margir
hinna þroskaheftu njóta
engrar kennslu hér
—sögðu Axeheim og Liljeroth um þroskaheft fólk d stofnunum
hér á landi
FB-Reykjavik — A blaðamanna-
fundi, sem haldinn var i tilefni af
komu þeirra Axeheim og
Liljeroth hingað til lands komu
fram ýmsar upplýsingar um að-
búnað þroskaheftra i Sviþjóð, og
einnig var þar gerður saman-
burður á þessum hlutum hér á
landi.
Tala þroskaheftra er i Sviþjóð
um 1% af þjóðinni, en það er sú
tala, sem er talin eðlileg i hverju
þjóðfélagi. Aðbúnaður þroska-
heftra þar i landi mun standa
mjög framarlega, og þar eru
þroskaheftir skólaskyldir rétt
eins og aðrir, og gildir skóla-
skyldan frá 6 ára til 21 árs.
Ríkisútgáfan gefur útkennslubók
með þjálfunaræfingum
Rikisútgáfa námsböka hefurnú
gefið út bók, eftir þær Axeheim og
Liljeroth, er ber heitið Þjálfunar-
áætlanir handa þroskaheftum, i
þýðingu þeirra Mariu Kjeld
heyrnleysingjakennara og Þor-
steins Sigurðssonar sérkennslu-
fulltrúa.
1 litlu samfélagi eins og hinu
islenzka, þar sem ýmsir hópar
með sérþarfir eru fámennir, er
ýmsum örðugleikum háð, fjár-
hagslega og félagslega, að sinna
þörfum þessa fólks.
Til skamms tima hafa ýmsir
hópar barna, sem ekki gátu fylgzt
með i hinum almennu skólum,
legið utangarðs, eða verið háðir
áhuga og framtaki einstaklinga
eða félagasamtaka. Á siðari ár-
um hefur skilningur og vilji til
umbóta vaknað æ viðar. Rikisút-
gáfan vill gjarnan lita á bókina
Þjálfunaráætlanir handa þroska-
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra við Rækju-
vinnsluna h.f. á Skagaströnd er laust til
umsóknar. Þekking á niðursuðuiðnaði
æskileg.
Upplýsingar i sima 95-4652 kl. 20,30—22.
Umsóknir sendist fyrir 20. þ.m. til Jóns
Jónssonar, Bogabraut 24, Skagaströnd.
Jörð til sölu
Góð fjárjörð til söiu á Snæfellsnesi. Hlunn-
indi fylgja jörðinni.
Upplýsingar gefur Leifur Kr. Jóhannes-
son i sima 93-8137.
heftum sem áfanga á langri leið
til umbóta i þessum efnum.
Bókin Þjálfunaráætlanir handa
þroskaheftum er eins og fyrr
segir eftir þær Karin Axeheim og
Ingrid Liljeroth, sem hvor um sig
eru þekktir sérfræðingar i með-
ferð þroskaheftra, bæði i heima-
landi sinu og viðar. Aætlanir þær,
sem hér um ræðir eru ætlaðar
þeim, sem annast daglega
þroskaheft fólk á öllum aldri.
Efni bókarinnar er skipt i 21 svið,
sem hverju fyrir sig er skipt i 6
þrep. Þessi skipting auðveldar
mjög notkun bókarinnar. Enn
fremur eru gefnar ábendingar
um kaup og notkun margs konar
hjálpargagna.
Þýðendurnir Maria Kjeld og
Þorsteinn Sigurðsson hafa bæði
langa reynslú i kennslu barna
með sérþarfir. Þýðing þeirra
hefur verið notuð i tilraunaskyni
á Dagheimili fjölfatlaðra á veg-
um Menntamálaráðuneytisins
undanfarin 2—3 ár. Ennfremur
hefur hún verið kynnt á ýmsum
stofnunum. A s.l. hausti tók
Rikisútgáfan siðan að sér útgáfu
bókarinnar með heimild höfunda
og útgáfufyrirtækisins Liber
Laromedel i Sviþjóð. Formála
fyrir isl. útgáfunni skrifa þeir
Haukur Þórðarson yfirlæknir og
Sævar Halldórsson læknir.
Bókin er 148 bls. aðstærð, sett i
Prentstofu G. Benediktssonar,
tsafoldarprentsmiðja annaðist
prentun og bókband.
Sala bókarinnar fer fram á
vegum afgreiðsludeildar Rikisút-
gáfunnar og verður hún jafn-
framt til sölu fyrir almenning i
Skólavörubúðinni.
Þroskaheft börn eiga forgangs-
rétt að dagvistunarstofnunum i
Sviþjóð, en þar er allt kapp lagt á,
að þau dveljist á heimilum sinum
enekkiástofnunum.en hafi siðan
aðstöðu til þess að njóta upp-
fræðslu á sérstökum skólum, sem
eru þeim ætlaðir.
í Sviþjóð eiga foreldrar þroska-
heftra barna rétt á að fá heim til
sinsérmenntaðfólk, kennara eða
aöra i hverri viku. Kennslutiinar
skulu vera fimm i viku hverri auk
eins klukkutima, sem börn eiga
að njóta likamsþjálfunar. Þessi
aðstoð er veitt frá þvi þroskaheft
barn nær eins árs aldri og þar til
það er komið á forskólaaldur og
fær eftir það þá kennslu, sem
reglugerðir segja til um.
Segja má, að mikill árangur
hafi náðst i þvi að láta börnin
dveljast á heimilum sinum, og
ganga þaðan i skóla, þar sem 60%
barna eru heima. Ef foreldrar
hafa ekki aðstöðu til þess að hafa
börnin á eigin heimilum er reynt
að koma þeim fyrir hjá fósturfor-
eldrum, þannig að eðlilegt heim-
ilislif sé allan vegna fyrir hendi
hjá þeim.
Þung áherzla er lögð á það i
Sviþjóð, að hafa ekki þroskaheft
fólk á stofnunum, og sé það á
stofnunum, þá mega þær alls ekki
vera fjölmennar. Þær Axeheim
. og Liljeroth voru spurðar að þvi,
hvaðkalla mætti stórar stofnanir,'
og sögðu þær, að stofnanir með
fleira en 20—25 manns væru stór-
ar. Einnig er talið óæskilegt, að
börn og fullorðnir séu saman á
þessum stofnunum, þar sem hver
aldursflokkur þarf sitt, og reynt
er að veita fólkinu það, sem aldur
þess krefst hverju sinni. Einnig
hefur algjörlega verið fallið frá
þvi, sém kalla mætti einkynja
tilveru þessa fólks i Sviþjóð.
Þær Karin Axeheim og Ingrid
Liljeroth skoðuðu fjölmargar
stofnanir þroskaheftra hér, og að-
spurðar sögðu þær, að þeim þætti
sárast að sjá, hversu margir
væru á þessum stofnunum, sem
ganga ekki i skóla, þar sem öllum
ætti að vera gert skylt að ganga i
skóla og hljóta þá fræðslu, sem
þeir geta tekið við.
Frá þvi árið 1971 hefur verið
skylt hér á landi að láta i té
kennslu á stofnunum fyrir van-
gefna. En margir eru þeir, þó,
sem enga fræðslu hafa hlotið.
Hér eru fimm heimili fyrir
þroskahefta. Kópavogsheimilið,
þar sém eru börn og fullorðnir allt
frá 3 ára til sjötugs. Skálatún,
sem einnig er blandað, Sólborg á
Akureyri sömuleiðis blandað
heimili, Sólheimar i Grimsnesi,
þar sem aðallega er fullorðið fólk,
og að lokum Tjaldanes, þar sem
einungis eru drengir og fullorðnir
karlmenn. Auk þess eru svo dag-
heimilin Lyngás og Bjarkarás.
öskjuhliðarskóli og Kjarvals-
húss-skólinn eru einnig fyrir
þroskahefta.
1 júni siðastliðnum skilaði
nefnd, sem til hafði verið kjörin,
áliti um hvernig haga ætti
kennslu þroskaheftra. Nefndin
skilaði áliti sinu til Menntamála-
ráðuneytisins, en það mun vera
þar enn til athugunar.
Á vistheimilunum fimm, sem
hér hafa áður verið nefnd, eru um
380 vistmenn. Það þýðir þó ekki,
að vistrúm séu þetta mörg á
heimilunum, þar sem hvert
heimili mun vera yfirhlaðið, og
ekki minna en 20% of margir vist-
menn á hverju þeirra.
Mikið hefur verið rætt um að
gefa þroskaheftum börnum kost á
að komast á dagheimili og leik-
skóla hér i Reykjavik. Hefur
komið til tals, að veita einu barni
vist á hverju sliku heimili, og
siðan að setja á fót deild 4-6
þroskaheftra við eitthvert eitt
dagheimilið, eða leikskólann i
borginni. Kæmist þetta i fram-
kvæmd er það talið að það myndi
fullnægja þörfinni, eins og hún er
i dag.
Þá má geta þess, að hér á landi
stöndum við mjög illa að vigi
hvað við kemur sérþjálfuðu fólki
til þess að annast þroskaheft fólk.
Sem dæmi má nefna, að á sjúkra-
húsum er um 80% starfsliðsins
sérþjálfað og jafnvel há-
menntað fólk, en þegar litið er á
samsvarandi tölur fyrir vist-
heimili fyrir þroskahefta og
sömuleiðis tölur fyrir vistheimili
fyrir þroskahefta og sömuleiðis
tölur yfir elliheimili, þá snýst
þetta algjörlega við. Þá er tala
sérþjálfaðra ekki yfir 20%.
Dráttarvél til sölu
FORD 4000 með tvivirkum ámoksturs-
tækjum. Einnig dieselvél i jeppa.
Upplýsingar i sima 91-19842.