Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 13. febrúar 1976 Arnaldur Árnason: Raunvísindalegt samband við framgengna menn er vissulega mögulegt Fyrir 12 árum setti ég fram þá tilgátu, byggða á reynslu, að hægt væri að rannsaka einn þátt svo- nefndra spiritiskra fyrirbrigða innan ramma eðlisfræðilegra til- rauna. Þvi er oft haldið fram, að engar raunvisindalegar sannanir séu fyrir framhaldslifi. En þetta er ekki rétt! Framgengnir menn hafa sannað, og eru alltaf að sanna tilvist sina með raunvis- indalegum hætti. Við tökum bara ekki eftir þessu! Huglækningar hafa verið i sviðsljósinu á undanförnum ár- um. Þeirsem þær stunda telja sig vinna á vegum framgenginna lækna. Þessir huldulæknar starfa hljóðir og hógværir á bak við tjaldið sem skilur heimana, en hvernig geta þeir það, ef enginn rökréttur og raunvisindalegur samgangur er þarna á milli heimanna i gegnum timamúrinn? Það er þessi þáttur „framgeng- inna lækna” sem rannsaka þarf miklu fremur en hæfileika hug- læknisins. Rannsóknir eru gerðar á öfugum enda þessara spiritisku fyrirbrigða. Einn þáttur i lækningum framgenginna manna er þess eðlis, að tiltölulega auðvelt ætti að vera að einangra hann og rannsaka innan ramma eðlis- fræðinnar, og á ég þar við geisla- lækningar þeirra. Þarna gæti verið fyrir hendi sá fasti punktur sem sagt hefur veriö að skorti til þess að mögulegt væri að rann- saka þessi fyrirbrigði raunvis- indalega. Ég er ekki eðlisfræðing- ur en sú litla tilraun, sem ég hef gert með þessa geislaskothrfð framgenginna manna i gegnum timamúrinn bendir eindregið til þess, að geislar þessir lúti þekkt- um lögmálum eðlisfræðinnar. En hvaðan hafa l'ramgengnir menn þá geislaorku, sem hér um ræðir og hvers konar geislar eru þetta, séu þeir rannsakanlegir innan ramma eðlisfræðinnar? Þessari spurningu verður ekki svarað nema með eðlisfræðileg- um tilraunum. Ég gerði tilraun til þess að skýra hvernig á þvi gæti staðið, að framgengnir menn gæti beitt raunvisindalegum geisla- lækningum hér á jöröu niðri og skýringin var i stuttu máli á þá leið, að framgengnir menn byggju hér á heimskringlunni undir sólinni eins og við i sama efnisheimi, en fyrir innan tima- múrinn. Þessi tilgáta gerir það sennilegt aö þeir geti hagnýtt sólarljósið til þess að framleiða þá geislaskothrið, sem hér um ræöir. Við höfum alls konar múra, gamlan Kinamúr og nýlegan Berlinarmúr, við höfum hljóðmúr og nú siöast ljósmúr, er brotizt hefur verið i gegnum. En hvar er timamúrinn, þessi ósýnilegi veggur, sem viö rekum okkur þó alls staðar á? Að tala um efni án tima er nánast rökleysa. Slikar alhæf- ingar sem- þessar valda þvi, að menn geta ekki litiö raunvisinda- legt samband viö framgengna menn réttum augum. Timanlegt efni er að sjálfsögöu ekki aö finna nema i timarúminu, en þessi teoria útlokar ekki, aö efnisheim- urinn haldi áfram inn úr tima- múrnum með ákveöna veröandi i likingu viö timann. Slikur heimur gæti veriötil i beinu framhaldi af sólkerf inu. Reynsla min af framgengnum mönnum neyðir mig blátt áfram til þess að framlengja efnisheiminn úr tima- múrnum. Framgengnir menn búa hér i sama efnisheimi og viö, en múrinn á milli okkar og þeirra er timamúrinn. Þaö skiptir i þessu sambandi ekki meginmáli hvar framgengnir eru niður komnir, en einhvers staðar verða þeir að vera, og þá er eðlilegast að minni hyggju að hugsa sér bústaði þeirra hér á heimskringl- unni eða jarðbrautinni um sólina. Við þurfum ekki yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Sólkerfið er hluti af þessari veröld, og hvi skyldu ekki vera til hnettir innan við timamúrinn eins og fyrir utan hann? Sólkerfið er sennilega mjög frumstæð og ófullkomin mynd af okkar litlu veröld, en á grundvelli þessarar ófullkomnu myndar eru reistar hinar ferlegustu kenn- ingar um geggjaðan heim, þar sem ekkert hefur tilgang, lif okk- ar er ferð án fyrirheits. Við þekkjum þá fögru kenn- ingu, að við dauðann hnigur likaminn til moldar, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann. En hvað er þá orðið af Jóni okkar Jóns- syni, sem andaðist I gær? Hann fyrirfinnst hvergi, samkvæmt þessari gullvægu kenningu. Hér vantar einstaklinginn Jón okkar Jónsson, hvað varð af hon- um? Jón Jónsson hefur það vonandi gott á „Bláu eyjunni” sem”, sem ég kalla svo, fyrir handan b'mamúrinn, þótt jörðin hafi heimtað aftur frumefni likamans og andinn hafi farið til Guðs, sem gaf hann. Hann Jón okkar er til eftir sem áöur og auð- vitað er Bláa eyjan hnöttur hér á heimskringlunni. Hún er þrep á veginum réttsælis upp i sólar- heim hinna eilifu heimkynna heiðra hvela. Og þá er komið að kjarna máls- ins. Hvernig er hægt að ná raun- visindalegu sambandi við ibúa Bláu eyjunnar? Flestir munu ætla, að þessari spurningu verði ekki svarað svo vit sé i, enda þótt lramgengnir vinir okkar kunni að búa hér á heimskringlunni rétt við bæjarvegginn hjá okkur, og þótt við vissum nákvæmlega hvar Bláa eyjan væri hér á heims- kringlunni eða jarðbrautinni, þá gætum við ekki skotið þangað geimfari af þeirri einföldu ástæðu, að bústaöir framlifsins eru fyrir innan hið timanlega svið rúmsins. Þetta eru sennilega for- sendurnar fyrir þeirri skoðun, að sönnun fyrir framhaldslifi sé ekki til og geti ekki verið til, þótt mál- inu væri þannig farið, sem hér er til getiö. En þessi spurning og þessar vangaveltur eru i rauninni óþarfar, við þurfum ekkiaðglima við slikar gátur, málið er miklu einfaldara úrlausnar fyrir okkur hér megin timamúrsins. Fram gengnir menn hafa þegar leySt þessa þraut og við getum þvi bor- ið fram spurninguna á annan hátt en gert hefur verið. Hvemig getum viö tekið á móti þeirri geislaskothrið, sem framgengnir menn beina stöðugt til okkar út i gegnum timamúr- inn? Hvar er hann, þessi ógurlegi timamúr, þessi raunvisindalega grundvallarstaöreynd, sem eng- inn getur bent á? Þótt undarlegt megi virðast er eölilegra aö gripa til guðfræöinnar en eðlisfræðinn- ar við staðsetningu á timamúrn- um. Svo segja fróðir menn, aö hinn mikli höfundur lifs og tilveru sé i senn óendanlega f jarlægur en þó alls staðar nálægur. Hiö sama verður aö segja um timamúrinn. Hann er alls staðar oghvergi. Hann er i miðju atoms- ins, hann er i miðju vetrarbrauta himingeimsins. En þó fyrirfinnst hann hvergi. Sú tilgáta, að framgengnir menn búi hér á heimskringlunni i sama efnisheimi og viö hér undir sólinni hið næsta okkur, innan við Frá hafnarframkvæmdum i Þorlákshöfn. Ljósm. PÞ. HAFNARFRAMKVÆMD- UM í ÞORLÁKSHÖFN MIÐAR MJÖG VEL PÞ Sandhól. — Hafnarfram- kvæmdum i Þorlákshöfn miöar vel áfram. Fyrir áramót var lokið við suðurgarðinn, og er af honum mikið skjól I sunnanáttinni, sem verið hefur að undanförnu, en það hefur verið kyrrt og litiö sog i höfninni. Suðurgaröurinn er um fjögur hundruö metrar á lengd, og er grjótgaröurinn þar af um tvö hundruð metrar. Nú er veriö að aka grjóti i norð- urgarðinn, sem verður um sex hundruð metrará lengd og verður þvi verki lokið i vetur. I fyrstu var hugmyndin sú að norðurgarður- inn kæmi úr svonefndri Skötubót og næði niður að suðurgarðinum, en nú hefur verið horfið frá þvi ráði og garðurinn tekinn út miðja vegu milli Skötubótar og suður- garðsins. Og minnungir þess, að þegar þeim áfanga i hafnarframkvmd- um, sem unnið var að hér fyrir tæpum áratug, var að ljúka, var varla vinnuaðstaða fyrir þær framkvæmdir vegna þrengsla i höfninni, þá eru menn nokkuð gagnrýnir á þessa minnkun hafnarinnar. — Við norðurgarð- inn verður rekið niður stálþil að innanverðu á kafla og ,,dolos”-steinar settir að utan- verðu. timamúrinn, leiðirhugann aðþvi, hvort þeir geti ekki með einhverj- um hætti hagnýtt orku sólarljóss- ins i likingu við þaö, sem við getum reyndar lika, t.d. með sólarrafhlöðum i geimförum. Og þá dettur manni i hug nafnið á Bláu eyjunni, hvers vegna heitir hún þessu nafni? Er það ekki vegna þess, að þar er hið útbláa sólarljós beizlað iorkuverum, þar sem hressingarhæli með geisla- böðum fyrir þá, sem eru nýkomn- ir yfir landamærin? Hinir útbláu geislar sólarljóssins kunna að vera beizlaöir með þvi einu, að tiðni þeirra er hækkuð, þannig gætu framgengnir menn hafa náö sólarorkunni innúr timamúrnum. Og eru það ekki slikir geislar, sem framgengnir læknar nota hér á jöröu niðri er þeir gegna störf- um sinum hjá huglæknunum? Og þá erum viö aftur komin til raunveruleikans hér niðri á jörðu timamúrsins. Gerum ráð fyrir, að þessir geislar séu framleiddir með, að hækka tiðni hins útbláa sólarljóss. Væri ekki mögulegt, að framgengnir menn gætu skotið þessum geislum út i gegn til okk- ar? Þeir skjóta þessum geislum úr tækjum og þegar þeir taka i gikkinn tala þeir beinlinis um að hella þessu yfir mann. Þessi geislaböð hafa eðlisfræðileg áhrif, er ættu að vera mælanleg. En hér verður eðlisfræðingur að koma til sögunnar. Framlifs- menn beina stöðugt til okkar geislaskothriö út i gegnum tima- múrinn og biða þess aö okkur þóknist að taka eftir þvi. En viö erum svo upptekin viö að rífast um kirkju og spiritisma að okkur er vist nokkur vorkunn. Við þurfum að festa þessa geisla niöur til aö byrja með i eitt- hvert það efni sem er vel skothelt. Ýmis efni eru vel skotheld gegn hvers konar geislun, svo er t.d. um efnjö blý. Ég vil hér aö lokum benda á til- raun, sem gerð var erlendis til þess aö sanna lækningamátt hug- lækna. Gallinn við þessa tilraun var sá, að minu áliti, að þar var byrjaö á öfugum enda. Timaritið Úrval (1962) segir svo um þessa tilraun: „Eölisfræðingur var fenginn til að athuga, hvort „kraftur” sá, sem dullækninga- mennirnir voru gæddir, væri skýranlegur á visindalegan hátt. Meðan á lækningafundi stöð voru röntgengeisla-filmur festar við lófana á dullækninum og milli filmanna og lófanna var komið fyrir blýstykki eða blýþynnu. Ef einhvers konar geislaútstreymi átti sér stað frá höndunum, mátti ætla, að blýið varpaði skugga á filmuna. Af hundrað þess háttar tilraun- um með filmu, sýndu aðeins 6 já- kvæðan árangur, en þessi sex til- felli komu mjög á óvart. Blýið verkaði þar á þann vegg, er það sjálft væri uppspretta geisla i stað þess að stöðva þá. Ef um ein- hvern lækningakraft var að ræða, þá orkaðihann bersýnilega þann- ig á blýið, að hann kom þvi til að senda frá sér geisla.” Þannig fór um tilraun þá, en ég er þeirrar skoðunar að blýið hefði allt að einu orðið geislandi þótt það hefði veriðsetteinhversstaðara vegg i stað þess að festa það á hendur huglæknisins. Fyrir nokkrum árum fór ég til huglæknis. Er ég hafði tekið mér sæti segir huglæknirinn við mig fyrstallraorða: Þaðerkominn til þin læknir og kastar á þig geisl- um. Nærri má geta, að mér þóttu þetta ekki ónýtar fréttir, en þær komu mér ekki á óvart. Ég hafði þarna komizt I raunvísindalegt samband við framgenginn lækni, er hann kastaði á mig geislunum. Þúsundir manna leita árlega til huglækna og i hvert skipti sanna framgengnir læknar tilvist sina með raunvisindalegum hætti. Og svo segja menn að raunvisindaleg sönnun fyrir framhaldslifi sé ekki til! Blý verður ekki geislandi af mannavöldum eða hugarorku huglæknis. Það veröur „geisla- virkt” er það tekur við raunvis- indalegri geislaskothrið framgenginna lækna og visinda- manna að handan. Vestfirðingaf jórðungur: Mjög góður afli í janúarmónuði gébé-Rvik. Gæftir voru stööugar alian janúarmánúð i Vestfirö- ingafjórðungi. Afli var yfirleitt mjög góöur fyrri hluta mánaöar- ins, og hélzt góbur afli á linuna allan mánuöinn, en tregaöist mjög há togurunum seinni hlut- ann. Heildaraflinn varö 6.161 lest, en var 5.010 á sama tima I fyrra. Þrjátlu og fimm bátar frá Vest- fjöröum stunduöu bolfiskveiöar I janúar. Linubátarnir stunduðu allir dagróðra og fengu 3.592 lestir i 498 róðrum, eða 7,21 lest aö meðaltali i róðri, sem er óvenjulega góður afli á linu. Afli togaranna var 2.436 lestir, eða tæp 40% heildar- aflans i mánuðinum. Aflahæstur linubátanna I janú- ar var Sólrún frá Bolungavik með 198 lestir i 24 róðrum. Af togurunum varö Bessi frá Súöavik aflahæstur i janúar meö 419,6 lestir, en hann var einnig aflahæstur i janúar 1975, meö ná- kvæmlega sama aflamagn. Tveir bátar frá Vestfjörðum stunda loðnuveiðar á þessari loönuvertið, Helga Guömunds- dóttir fráPatreksfirðiogFlosi frá Bolungavik. \ I I I i I •bUdo. |?l 1 ~ j BEKKIR * ~ &£\ OG SVEFNSÓFARl vandaöir o.g ódýrir — til sölu aö öldugötu' 33. 33. Uppiýsíngar I sfma 1-94-07. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.